Morgunblaðið - 16.12.2000, Page 6
6 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Verkfallsbætur til einstæðra foreldra og hjóna í verkfalli
Gjafafé til þeirra
sem verst standa
Morgunblaðið/Sigurgeir
Unnid hefur verið að því að skoða og meta afurðir undanfama daga.
Bruninn í fsfélaginu í Eyjum
Mikill hluti af-
urða talinn í lagi
STJÓRN Vinnudeilusjóðs Kennara-
sambands íslands ákvað á fundi sín-
um í fyrrakvöld að úthluta aukalega
til þeirra framhaldsskólakennara
sem bera mestan framfærsluþunga
vegna tekjutaps í yfirstandandi
verkfalli. Þeir einir koma til greina
sem hafa böm yngri en 20 ára á
heimilinu, eru einstæðir foreldrar
eða báðir foreldrar eru í verkfalli. Að
sögn Áma Heimis Jónssonar, for-
manns stjómar Vinnudeilusjóðs, á
að nota það gjafafé sem framhalds-
skólakennumm hefur borist í þessa
úthlutun, en það er upp undir 8 miHj-
ónir króna.
„Við ætlum að verja gjafafénu til
þeirra sem þurfa allra mest á því að
halda,“ sagði Ami Heimir. Sækja
þarf um úthlutunina til trúnaðar-
Fólkið sem vísað var
úr Flugleiðavél hefur
gert samkomulag
Koma heim
í lögreglu-
fylgd
FÓLKIÐ sem vísað var frá borði
Flugleiðavélar á leið til Mexíkó mánu-
daginn 4. desember sl. hefur náð sam-
komulagi við fyrirtækið um heimför
sína. Þau munu fljúga til landsins með
vél Flugleiða en í lögreglufylgd sem
þau greiða sjálf fyrir. Guðjón Am-
grímsson, upplýsingafulltrúi fyrir-
tækisins, segir að ekki verði gefnar
frekari upplýsingar s.s. um hvenær
fólkið kemur til landsins. Hann segir
óeirðaseggina hafa verið þijá, tvo
karlmenn og konu. Eiginkona annars
mannsins hafði sig ekki í frammi en
fylgdi manni sínum þegar honum var
vísað frá borði í Minneapolis.
Fólkinu var visað frá borði vegna
ölvunar og annarra óspekta en einn
farþeganna réðst á flugfreyju og
veitti henni áverka. Þau sinntu í engu
beiðni flugfreyja- og þjóna um að hafa
hægt um sig. Flugstjóri vélarinnar
hafði samband við flugvallaryfirvöld í
Minneapolis og óskaði eftir aðstoð við
að fjarlægja friðarspillana. Fyrirhug-
að hafði verið að millilenda í borginni
til að taka eldsneyti og skipta um
áhöfn. Fjórmenningamir munu hafa
komið sér sjálfir til Mexíkó þar sem
þeir dvelja nú. Guðjón segir lögmenn
Flugleiða nú hafa atvikið til athugun-
ar en ekki hefur verið tekin ákvörðun
um hvort kært verði vegna málsins.
manns viðkomandi skóla fyrir nk.
þriðjudagskvöld en þá verður tekin
ákvörðun um upphæðir til hvers og
eins. Tengja á þá úhlutun við
greiðslur til allra kennara, sem fyr-
irhugaðar em föstudaginn 22. des-
ember.
Alls hafa um 1.270 framhalds-
skólakennarar þegið greiðslur úr
sjóðnum, en 20 kennarar hafa afsal-
að sér þeim eða ekki sótt um þær. Til
áramóta er talið að um 170 milljónir
króna hafí farið úr sjóðnum vegna
verkfallsins, en við upphaf þess stóð
sjóðurinn í um 540 milljónum. Stað-
an um áramót ætti því að vera í
kringum 370 milljónir króna, en
sjóðurinn nær til allra kennara innan
Kennarasambands íslands.
Frá því að verkfallið hófst 7. nóv-
Raufarhöfn - Tilkynnt var um eld í
mannlausu timburhúsi við Aðalbraut
á Raufarhöfn um klukkan hálf níu í
gærmorgun. Að sögn lögreglu á
Raufarhöfn er ljóst að húsið er ónýtt.
Enginn bjó í húsinu, sem er forskal-
að, hæð og ris, en maður var með
vinnustofu í húsinu. Hann var ekki á
staðnum þegar eldurinn kom upp.
Húsið, sem brann, hét Sólris og var
um 200 metra frá Hótel Norðurljósi.
Engin hús í nágrenninu voru í hættu.
Eldur virðist hafa kraumað lengi í
húsinu áður en hans varð vart, því
ember síðastliðinn hafa kennarar
fengið greiðslur úr Vinnudeilusjóðn-
um hálfsmánaðarlega. Miðað við
fullt starf hefur greiðsla í hvert
skipti numið 32 þúsund krónum. Til
að kennarar fái peninga til jólahalds
verður greitt vikulega, þ.e. í gær og
aftur næsta föstudag. Greiðslan
nemur þá 17.500 krónum.
„Við höfum ekki tekið ákvörðun
um hvað gert verður eftir áramót
standi verkfallið enn. Þá er komið
upp stórt vandamál í skólakerfinu að
mínu mati, sér í lagi fyrir næsta
haust. Tíundi bekkurinn klárar nám
sitt í vor og ég veit ekki hvemig
menn ætla að koma öllu þessu fólki
fyrir í framhaldsskólunum næsta
haust,“ sagði Árni Heimir, en hann
er kennari í MR.
húsið varð alelda þegar dyr voru opn-
aðar og byrjað að dæla vatni inn.
Húsið hefur verið notað fyrir
geymslu og dekkjaviðgerðir. Slökkvi-
liðið náði tökum á eldinum upp úr kl.
10.30 en talið er að húsið sé gjörónýtt.
Húsið, sem var áður notað sem
íbúðarhús, var upphaflega timburhús
byggt á steyptum kjallara. Síðar var
húsið flutt og tekið af kjallaranum.
Var um tíma rekin í því söltunarstöð
og verbúð. Það var búið að vera
mannlaust um nokkurt skeið. Ekki er
vitað hver upptök eldsins eru.
BYRJAÐ var sl. miðvikudag að skoða
og meta um 200 tonn af frystum bol-
fiskafurðum sem voru í húsnæði ís-
félagsins í Vestmannaeyjum þegar
það brann sl. laugardag. Tahð er að
það taki allt að þremur vikum að meta
afurðimar. Jóhann Pétur Andersen,
framkvæmdastjóri Isfélags Vest-
mannaeyja, segir að mikill hluti þess
sem hafi nú þegar verið skoðað sé í
lagi. „Öiyggisins vegna voru um 20%
af sfldarpartíi dæmd óhæf til mann-
eldis en seld sem beitusfld hér í Vest-
mannaeyjum. Nú er verið að skoða
aðrar vörur og það er alveg ljóst að
hér er ekki um algert tjón að ræða,“
sagði Jóhann Pétur.
Fiskmatsmaður frá skoðunarstofu
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
kom til Eyja í fyrradag til að fylgjast
með skoðuninni.
Að sögn Jóns Ólafs Svanssonar,
rekstrarstjóra hjá ísfélaginu, eru bol-
fiskafurðimar metnar á um 80 millj-
ónir króna en ekki er ljóst hversu
TALSMAÐUR norska símafélagsins
Telenor vill hvorki svara því játandi
né neitandi hvort fyrirtækið sé lfldegt
tfl að fjárfesta í Landssíma íslands ef
fyrirtækið verður einkavætt.
„Nú em hlutabréf Telenor skráð á
almennum hlutabréfamarkaði og við
eram þess vegna bundin upplýsinga-
skyldu við hluthafa. Það er því ekki
rétt að við tjáum okkur um mögu-
legar fjárfestingar í framtíðinni við
einstaka fjölmiðla," segir Dag Mel-
gaard, upplýsingastjóri Telenor í
samtali við Morgunblaðið.
miklu af þeim verður hægt að bjarga.
Hann sagði að auk þessa væri verið að
fara yfir um 400 tonn af frystri sfld, en
verðmæti hennar er mun minna eða
um 20 miUjónir króna.
Skipt verður um umbúðir á þeim
afurðum sem hægt verður að bjarga
en hinum fargað.
Jóhann Pétur segir að um þriggja
vikna vinna sé að skoða og meta af-
urðimar. „Við leggjum áherslu á það
að ekki fari frá okkur vara nema hún
sé 100% í lagi.“
Undirbúningur er hafinn að fullu
fyrir næstu loðnuvertíð og segir Jó-
hann Pétur að útlit sé fyrir það að það
takist. Fyrirtækið er ekki að undir-
búa vinnslu á bolfiski heldur snýst nú
allt um að vera tilbúnir fyrir loðnu-
vertíðina. Þá er núna unnið hörðum
höndum að því að þrífa vélar og taka
og loka þeim hluta hússins þar sem
ráðgert er að loðnufrysting og flokk-
un fari fram. Einnig starfa nú margir
að hreinsun brunarústanna.
Hlutafjárútboð Telenor er nýaf-
staðið en þar var selt nýtt hlutafé sem
samsvarar um 20% af heildarhlutafé
félagsins. Þátttaka í útboðinu var ekki
í samræmi við væntingar og útboðs-
gengi var einnig lægra en áætlað var
og hefur lækkað enn meira eftir 8 við- 1
skiptadaga.
Melgaard segir aðspurður að Tele-
nor hafi hingað til fjárfest í fjölmörg-
um erlendum félögum en aðeins einu
sem sérhæfir sig í fastlínufjar-
skiptum, þ.e. Telenordia sem Telenor
á ásamt British Telecom.
Ljósmynd/Erlingur B. Thoroddsen
Mikill eldur gaus upp þegar dyr á húsinu voru opnaðar.
Kviknaðií^
mannlausu húsi
Talsmaður símafélagsins Telenor
Fjárfestingar ekki
ræddar við fjölmiðla
„Góðir
farþegar“
íslenska flugævintýrið
hófst fyrir alvöru um
svipað leyti og lýðveldið
var stofnað og var
samofið þeim anda frelsis
sem ríkti með þjóðinni.
Dagur við ský er um
fólkið bak við flugið.
Viðmælendur Jónínu eru
Bergur Gíslason, Páll
Þorsteinsson, Hjálmar
Finnsson, Kristinn Olsen,
Grétar Kristjánsson, Erla
Agústsdóttir, Guðrún
Pétursdóttir, Ingólfur
Guðmundsson, Davíð
Vilhelmsson og Sigurður
Stefánsson.
<J'fJÍJ
JPV FORLAG
fslensk kona í 10 vikna varðhaldi í Kaupmannahöfn
Ekki talin sek um
alvarlegt afbrot
um viku en verjandi konunnar hefur
áfrýjað þeim úrskurði til Eystri
landsréttar.
Málin aðskilin
Að sögn Pedersens telja menn
sekt konunnar ekki mikla og hafi
mál hennar nú verið aðskilið frá
málum hinna. Segir hann líkur
benda til þess að fái hún dóm í mál-
inu, verði henni að öllum líkindum
sleppt, hvort sem hún hafi þá setið
dóminn af sér eður ei. Hafi hún ekki |
afplánað dóminn geti hún gert það
síðar í Danmörku eða óskað þess að
sitja hann af sér á íslandi.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
MÁL íslenskrar konu, sem sökuð er
um aðild að stóra eiturlyfjamáli í
Danmörku, verður tekið fyrir í
borgarrétti Kaupmannahafnar nk.
mánudag. Konan, sem er 31 árs, hef-
ur setið í tvo og hálfan mánuð í
gæsluvarðhaldi í Danmörku, þar af
6 vikur í einangran. Að sögn Claus
Pedersen, hjá Kaupmannahafnar-
lögreglunni, er vonast til að málið
verði til lykta leitt fyrir réttinum á
mánudag og kvaðst hann allt eins
búast við því að konan yrði látin
laus.
Forsaga málsins er sú að tveir
Hollendingar, tveir Danir og konan
vora handtekin í áhlaupi lögreglu á
íbúð Hollendinganna, þar sem kon-
an var gestkomandi, í október sl.
Reyndust mennirnir vera með um 5
kg af kókaíni og við frekari rann-
sókn fundust fimmtán kg til viðbót-
ar.
Konan var áður í sambúð með
öðram Hollendinganna og er ákærð
fyrir að hafa þegið fé sem henni hafi
átt að vera kunnugt um að hafi verið
fengið með eiturlyfjasölu.
Hún hefur tvívegis verið úrskurð-
uð í mánaðargæsluvarðhald og tví-
vegis í viku framlengingu. í fyrra-
dag var það framlengt þriðja sinni
k