Morgunblaðið - 16.12.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.12.2000, Qupperneq 12
12: LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stærsti vinnustaðurinn í Bolungarvík lokaður vegna gjaldþrots rækjuverksmiðjunnar Nasco Óvissa í V rk:inni Óvissa ríkir um framtíð rækjuvinnslu 1 Bol- ungarvík og þar með afdrif stærsta vinnu- staðar bæjarins. Heimamenn binda vonir við að vinnsla hefjist að nýju en flestir gera sér þó grein fyrir því að tíma geti tekið að vinna úr málum vegna erfíðleika rækjuiðn- aðarins. Helgi Bjarnason kynnti sér stöðu mála og sjónarmið fólks í Bolungarvík. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, vonast til að starfsemi rækjuvinnslunnar hefjist sem allra fyrst. GJALDÞROT Nasco Bolung- arvík hf., langstærsta vinnu- veitandans í Bolungarvík, hefur víðtæk áhrif í bænum. Um áttatíu starfsmenn fyrirtækisins eru án vinnu, í sumum fjölskyldum bæði hjónin og jafnvel fleiri, auk þess sem gjaldþrotið sjálft og afleiðingar þess hafa alvarleg áhrif á þjónustufyrir- tæki bæjarins og bæjarsjóð. A fólki og forystumönnum er þó að heyra að öryggisleysið sem sífelldar breyting- ar og ójafnvægi í atvinnumálunum, allt frá árinu 1993, hafi skapað, sé erfiðast. Tíunda kennitalan? Það starfsfólk sem vann hjá Ein- ari Guðfinnssyni hf., þegar fyrirtæk- ið varð gjaldþrota á árinu 1993 og starfað hefur hjá þeim fyrirtækjum sem komið hafa í kjölfarið, upplifir mikið öryggisleysi við gjaldþrot Nasco. Þótt gjaldþrotið sé aðeins það þriðja í fyrirtækjaröðinni sem hefur verið með starfsemi í frysti- húsi EG hefur oft þurft að stöðva vinnslu vegna breytinga og félögin komið og farið. Þannig verður næsti rekstraraðili, ef það tekst að koma starfseminni aftur af stað, sá tíundi frá 1993, ef miðað er við kennitölur. Sumar breytingarnar hafa reyndar verið bókhaldslegar og starfsfólkið orðið lítið vart við þær, en kennitölu- skiptin segja þó sína sögu. „Vissulega eru þessi öru skipti og gjaldþrot leiðinleg og koma í veg fyr- ir að festa skapist í atvinnumálun- um,“ segir Ólafur Kristjánsson bæj- arstjóri. „Nýir eigendur koma svo með nýja sýn á reksturinn, ákveða upp á nýtt hvort þar eigi að vinna bolfisk eða rækju, og ráðast í breyt- ingar í kjölfarið. Þetta hefur auðvit- að áhrif á umhverfið. Ég held að álit manna á staðnum sé að verða heldur dökkt.“ Hefur bæjarstjórinn sérstakar áhyggjur af starfsfólkinu, ekki síst ungu fólki sem hefur verið að setjast að í Bolurigarvík og festa kaup á íbúðarhúsnæði. Óttast hann að fólk sem fer í burtu í atvinnuleit snúi ekki aftur. Starfsfólk sem rætt var við hefur svipaða sögu að segja. Það vill gjarnan eiga áfram heima í Bolung- arvík en verði að leita annað eftir vinnu ef rekstur rækjuvinnslunnar hefst ekki á nýjan leik. „Ég ber þá von í brjósti að okkur takist að finna nýja eigendur," segir Ólafur bæjar- stjóri en tekur fram að það þurfi að gerast næstu tveimur mánuðum til þess að minnka líkurnar á að hreyf- ing komist á starfsfólkið. Verra mál en bruninn í Eyjum í samtölum við Bolvíkinga er at- vinnuvandi þeirra gjarnan borinn saman við vandamál Vestmannaey- inga í kjölfar brunans í í sfélagi Vest- mannaeyja. Segja þeir að atvinnu- leysi 80 manna vegna gjaldþrots Nasco sé enn verra áfall en hjá 130 mönnum vegna brunans í ísfélaginu. Bent er á að nærri fimmfaldur mun- ur sé á íbúafjölda staðanna, en um 4.500 manns búa í Eyjum á móti að- eins tæplega 1.000 í Bolungarvík. Samsvar atvinnuleysið í Bolungar- vík því að 360 hefðu misst vinnuna í Vestmannaeyjum. Þar fyrir utan er vakin athygli á því að starfsfólk ís- félagsins hafi vinnu við uppbyggingu fyrirtækisins og loðnuvinnslu eftir áramótin. í Bolungarvík sé hins veg- ar ekkert að hafa. Finnst sumum að alvarlegur atvinnuvandi Bolvíkinga falli í skuggann af brunanum mikla í Vestmannaeyjum og vísa meðal ann- ars til heimsóknar forsætisráðherra þangað. Ketill Elíasson oddviti Víkurlist- ans, sem er í minnihluta í bæjar- stjórn, segir að það sé ákaflega erfitt að setja sig í spor fólks sem misst hafi vinnuna tímabundið vegna gjaldþrota og breytinga á rekstrin- um á síðustu sjö til átta árum. Hann segir að atvinnuástandið verði erfitt í Bolungarvík á næstu mánuðum, ef vinnsla hefjist ekki í frystihúsinu, vegna þess að ekki sé hægt að treysta á smábátana í svartasta skammdeginu. Telur hann að gjald- þrot Nasco geti haft alvarleg áhrif á búsetu fólks í Bolungarvík. Það komi los á fólk þegar það er ekki öruggt um vinnu og hætta á að það leiti ann- að. Þá segir hann að búið sé að sér- hæfa frystihúsið sem rækjuvinnslu og ekki hægt að breyta um vinnslu nema með óheyrilegum kostnaði. „Ég hef samt trú á því að það eigi eftir að lifna við hér, að fólksflóttinn fari að snúast við, en það er þó bara von enn sem komið er,“ segir Ketill. Treystir á að rekstur hefjist Starfsfólkið veit að talsvert þarf til að koma fyrirtækinu aftur af stað og Bæði hjónin at- vmnulaus „ÞETTA var frekar óvænt, ég átti ekki von á að vinnslan yrði stöðv- uð,“ segir Halldór Sverrisson, sem missti vinnuna hjá Nasco við gjaldþrot fyrirtækisins. Kona hans, Sigríður Runólfsdóttir, vann einnig hjá Nasco þannig að hjónin eru atvinnulaus. Þau litu við í verkalýðshúsinu í Bolungarvík til að spjalia við vinnufélaga sína og forystumenn verkalýðsfélagsins. „Það er slæmt þegar svona ger- ist, þegar bæði hjónin eru á sama vinnustað," segir Sigríður. Þau segjast ekki vita hvað taki við. Þau eiga fasteign á staðuum og hafa fyrir tveimur börnum að sjá. Þau hafa þriggja mánaða upp- sagnarfrest en fara nú á atvinnu- leysisbætur. Þau segjast ekki vita hvað taki við að ioknum uppsagn- arfresti. „Maður hleypur ekkert í burtu og ekki þýðir að reyna að að það getur tekið sinn tíma, eins og dæmin sanna. Fólkið kemur saman í verkalýðshúsinu og ber þar saman bækur sínar. Af viðtölum við nokkra einstaklinga úr starfsmannahópnum að dæma treystir það á að rekstur hefjist aftur eftir nokkrar vikur. Það gerir sér grein fyrir því að rekstur rækjuvinnslufyrirtækja er erfiður í desember og janúar, bæði vegna þess að þá er erfitt að fá hráefni á viðráðanlegu verði og oft er erfitt um sölu í fyrsta mánuði nýs árs. Margir binda sérstakar vonir við að AG-fjárfesting ehf., fyrirtæki sem Agnar Ébenesarson, sem rak rækju- vinnsluna íyi-ir fyni eigendur, og félagi hans reka, fái tækifæri til að spreyta sig á rekstrinum í eigin nafni. Það fyrirtæki sýndi áhuga á að kaupa eignimar dagana fyrir gjald- þrotið en samningar náðust þá ekki við veðkröfuhafana. Agnar segir að málið hafi ekki komið upp aftur, enda skiptastjórinn enn að setja sig inn í málin. Spurður að því hvort hann hefði enn áhuga á að kaupa fyrirtækið segist Agnar vera til í að skoða allt og sjá hvort hægt sé að gera eitthvað, en vekur jafnframt athygli á því að framvinda málsins fari mest eftir þvi hvernig veðkröfuhafar standi að málum á næstunni. Veðkröfuhafar vilja selja Ljóst virðist að framtíð rekstrar í fasteignum þrotabús Nasco er alger- lega háður ákvörðunum stærstu veð- kröfuhafanna. Það hvíla rúmlega 380 milljónir kr. á verksmiðjunni, fyrir utan 70 milljóna kr. aukaveð sem Sparisjóður Bolungarvíkur á í eign- unum vegna afurðabirgða sem ekki sækja vinnu til ísafjarðar, at- vinnuástandið þar er ekki betra. Við viljum búa hér en ef þetta heldur svona áfram og maður fær ekki vinnu, er ekkert annað að gera en að koma sér suður, maður yrði píndur til þess,“ segir Hall- dór. er talið líklegt að grípa þurfi til enda er það á aftasta veðrétti. Byggða- stofnun er stærsti veðhafinn, með 262 milljónir kr., Íslandsbanki-FBA með 50 milljónir, Sparisjóður Bol- ungarvíkur með 40 milljónir, Sjóvá- Aimennar tryggingar með 25 millj- ónir og lífeyrissjóður með 5 milljóna króna veð. Þar fyrir utan eru óveð- tryggðar kröfur í búið sem ekkert er vitað um hvað eru miklar. Koma þær fram eftir tvo til þrjá mánuði. Ljóst virðist, miðað við stöðu rækjuiðnaðarins í dag, að erfitt verð- ur að selja verksmiðjuna fyrir tæpar 400 milljónir kr. þannig að allir veð- kröfuhafar fái sitt. Efast má um að rekstrargrundvöllur sé fyrir verk- smiðju með þann stofnkostnað. Þannig má til dæmis gera ráð fyrir að sá hluti af veðkröfu Byggðastofn- unar sem er á 6. veðrétti, 145 millj- ónir kr., sé tapaður að öllu eða veru- legu leyti enda hefur Byggðastofnun fyrir löngu lagt fjármuni á afskrifta- reikning á móti henni. A fundi veðkröfuhafa í gær var ákveðið að fela Tryggva Guðmunds- syni, skiptastjóra þrotabús Nasco, að auglýsa verksmiðjuna til sölu í heilu lagi. Að sögn Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggðastofn- unar, er verksmiðjan talin mjög góð og því verði haldið utan um hana í heilu lagi, að minnsta kosti til að byrja með, og henni ekki tvístrað. Segir hann að veðkröfuhafarnir vilji koma verksmiðjunni í rekstur sem fyrst. Er gert ráð fyrir að skipta- stjórinn hafi tíma til að vinna að söl- unni eitthvað fram á næsta ár. Þegar fyrirtæki stöðvast, eins og gerst hefur í Bolungarvík, þarf tölu- vert fjármagn til að koma þvi af stað Sigríður gerir sér vonir um að vinnslan komist aftur af stað, seg- ir að áður en gjaldþrotið varð hafi verið vilji til að kaupa fyrirtækið. Það sé hins vegar spurning hvort aðilar nái saman. „Við treystum því að Agnar [Ebenesersson] reddi þessu,“ segir Halldór. aftur. Við það vaknar einnig sú spurning hvort þeir sem áhuga kunna að hafa á að kaupa hafi nægi- lega mikil fjárráð til að leggja inn verulegt hlutafé og hvort Sparisjóð- ur Bolungarvíkur eða aðrir við- skiptabankar séu tilbúnir til að lána rekstrarfé. Viðmælendur sem þekkja til í þessum atvinnurekstri telja að ef ekki verði farið myndar- lega af stað sé hætt við að sagan end- urtaki sig. Rækjuverksmiðjan er með þeim stærstu í landinu og húsnæðið hefur verið endurbætt mikið. Þá er þarna til staðar þjálfað starfsfólk. Á móti kemur að rækjuiðnaðurinn er ákaf- lega sveiflukenndur og er frekar neðarlega í öldudalnum eins og er. Fólk veltir því fyrir sér hvort ein- hver vilji hætta fé sínu í slíkum rekstri eins og staðan er núna og hvort nægilegt fjánnagn fáist til að byrja. Athygli vekur að Burðarás hf. og Skagstrendingur hf., sem komu með verulega fjármuni inn í Nasco í upphafi ársins, treystu sér ekki til að standa að áframhaldandi rekstri. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri bindur vonir við að Byggðastofnun og Sparisjóður Bolungarvíkur, tvær stofnanir sem tapa væntanlega nokkrum fjármunum við gjaldþrot Nasco, taki höndum saman um að aðstoða Bolvíkinga við að koma hjól- um atvinnulífsins aftur af stað. Hann lítur einnig til ríkisvaldsins um að- stoð og vísar til þess að það hljóti að vera litið alvarlegum augum þegar einn sjötti hluti verkfærs fólks í bænum missi vinnuna á sama deg- inum. Komnir á botninn? Spumingunni um það hvort Bol- ungarvík sé nú loksins komin á botn öldudalsins' eftir sviptingarnar frá 1993, sem meðal annars hafa leitt til þess að meginhluti kvóta byggðar- lagsins var fluttur í burtu, hefur ekki verið svarað. Það hlýtur að fara eftir því hvernig tekst að vinna úr gjald- þroti Nasco. Ef rækjuvinnsla hefst ekki á staðnum á næstu vikum eða mánuð- um má búast við miklum breytingum á byggðinni því ekki er séð að annað geti tekið við hlutverki þessa stærsta vinnustaðar bæjarins. Ibúunum hef- ur þegar fækkað úr um 1.300, þegar mest var, og niður í tæplega 1.000. Ljóst virðist að bæjarfélagið megi ekki við stórfelldum fólksflótta þessu til viðbótar, ef byggðin á að standast í núverandi mynd. Sumir viðmælendur ganga svo langt að segja að ef ekki takist að koma rækjuverksmiðjunni aftur í gang færist bærinn áratugi aftur í tímann, og þeir sem eftir verða þurfi að hefja nýja uppbyggingu á þeim grunni sem smábátarnir eru á. Þar eru raunar einnig blikur á lofti vegna fyrirhugaðrar kvótasetningar ýsu og steinbíts hjá þorskaflahámarksbát- um sem sjómenn segja að leiði til mikils samdráttar í þeirri vinnu sem smábátamir þó veita. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Hjónin Halfdór Sverrisson og Sigríður Runólfsdóttir koma við í verka- lýðshúsinu til að spjalla við fyrrum samstarfsmenn sfna hjá Nasco.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.