Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Samkeppnisráð telur samruna Landsbanka og Búnaóarbanka brjóta í bága við ákvæði samkeppnislaga
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Samkeppnisráð kom saman til fundar í gær og gekk frá endanlegu áliti sínu til viðskiptaráðherra um áhrif sameiningar Landsbankans og Biinaðarbankans.
Leiðir til samþjöpp-
unar og markaðs-
ráðandi stöðu
SAMKEPPNISRÁÐ hefur
komist að þeirri niðurstöðu að
fyrirhugaður samruni Lands-
bankans og Búnaðarbankans
myndi leiða til of mikillar sam-
þjöppunar og markaðsráðandi
stöðu og raski samkeppni á
mörkuðum fyrir innlán og útlán,
á greiðslumiðlunarmörkuðum
og markaði fyrir verðbréfa- og
gjaldeyrisviðskipti. Samkeppn-
isráð birti 120 blaðsíðna álits-
gerð sína í gær.
Iítarlegri álitsgerð um hvort fyr-
irhugaður samruni Landsbanka
íslands hf. og Búnaðarbanka ís-
lands hf. bijóti gegn ákvæðum 1.
málsgreinar 18. greinar samkeppnis-
laga tekur samkeppnisráð fram að
efnisleg umfjöllun ráðsins byggist á
þeim breytingum sem gerðar hafa
verið á samkeppnislögum, sem tóku
gildi 6. desember. Með þeim breyt-
ingum hafí einn megin tilgangur
löggjafans verið að auka möguleika
samkeppnisyfirvalda til að taka á
samruna fyrirtælq'a sem raski sam-
keppni.
Samkeppnisráð rekur í ítarlegu
máli erlend fordæmi þar sem reynt
hefur á samkeppnisreglur vegna sam-
runa í bankastarfsemi. Einnig er
stórum hluta álitsgerðarinnar varið
undir skilgreiningar á markaði fyrir
fjármálaþjónustu hér á landi. Fram
kemur að samkeppnisráð aflaði upp-
lýsinga frá ijármálastofnunum og
fékk greinargerð frá Landsbankan-
um og Búnaðarbankanum um fyrir-
hugaðan samruna. Samkeppnisráð er
í mörgum atriðum ósammála bönkun-
um um hvemig skilgreina beri ein-
stök svið fjármálaþjónustu og dregur
einnig mjög í efa þá miklu þýðingu
sem álitsbeiðendur (Landsbanki og
Búnaðarbanki) telja að tilkoma net-
banka hafi haft. „Erlendar rannsókn-
ir benda ótvírætt til þess að tilkoma
netbanka hafi a.m.k. enn sem komið
er lítið dregið úr mikilvægi bankaúti-
búa sem dreifileiðar," segir í álitinu.
Þá telur ráðið að miðað við núver-
andi ástand fái það vart staðist að
Netið og netbankar muni auðvelda
nýjum aðilum að komast inn á ís-
lenska bankamarkaðinn. Er í því
sambandi vitnað til nýlegrar umfjöll-
unar í breskum fjölmiðlum og Morg-
unblaðinu, sem bendi til að flestir við-
skiptavinir telji að netbankar geti
ekki komið að öllu leyti í stað hefð-
bundinna bankaútibúa, m.a. vegna
efasemda um öiyggi bankaviðskipta á
netinu. Bankaútibú séu því enn nauð-
synleg á innlánsmarkaði og kostnað-
ur við að koma upp slíku dreifikei’fi
hindi-i aðgang að hinum smáa ís-
lenska markaði.
Auk þessa er bent á að íslenski fjár-
málamarkaðurinn sé fremur einangr-
aður og að á innlánssviði mæti ís-
lenskir bankar lítilli beinni sam-
keppni erlendis frá.
39,9% heildarmarkaðshlutdeild
sameinaðs banka
Bent er á í álitsgerðinni að á grund-
velli upplýsinga Fjármálaeftirlitsins
um rekstrarreikninga banka og ann-
arra fyrirtækja, sem veita fjármála-
þjónustu, að opinberum fjárfestingar-
lánasjóðum undanskildum, á árinu
1999, komi í ljós að við samruna
Landsbanka og Búnaðarbanka myndi
heildarmarkaðshlutdeild hins sam-
einaða banka og íyrirtækja undir yf-
irráðum hans nema um 39,9%. ís-
landsbanki-FBA, hefði skv. þessum
mælikvarða um 27% markaðshlut-
deild.
53,2% hlutdeild í innlánum
„Þegar litið er á innlánsmarkaðinn
í heild leiðir fyrirhugaður samruni til
þess að Landsbankinn og Búnaðar-
bankinn öðlast 53,2% markaðshlut-
deild, en markaðshlutdeild Islands-
banka-FBA yrði 21,8%. Samþjöppun
á markaðinum er nú þegar talsverð,
en yrði mjög mikil eftir samruna
segir í álitinu. Telur ráðið þvi ljóst að
þessi markaðshlutdeild og aukning á
samþjöppun gefi ein og sér mjög
sterka vísbendingu um að fyrirhug-
aður samruni leiði til markaðsráðandi
stöðu og raski samkeppni á heildar-
innlánsmarkaðinum.
Þegar litið er á stöðu innlána á
hlaupareikningum í árslok 1999 er
niðurstaða ráðsins sú að fyrirhugaður
samruni myndi leiða tíl þess að
Landsbankinn og Búnaðarbankinn
myndu öðlast 43,1% markaðshlut-
deild á sviði hlaupareikninga, en
markaðshlutdeild Íslandsbanka-FBA
yrði 27,1%. Yfirburðir sameinaðs
banka á sviði hlaupareikninga yrðu þó
ekki jafn afgerandi og þegar litið er á
innlánamarkaðinn í heild. „Hins veg-
ar telur samkeppnisráð að þessi
markaðshlutdeild og aukning á sam-
þjöppun gefi sterka vísbendingu um
að fyrirhugaður samruni leiði til
markaðsráðandi stöðu og raski sam-
keppni á heildarinnlánsmarkaðnum,"
segiríálitinu.
Þá kemst samkeppnisráð að þeirri
niðurstöðu að bankamir tveir myndu
öðlast 57,1% markaðshlutdeild á
markaði fýrir önnur óbundin innlán,
en markaðshlutdeild íslandsbanka-
FBA yrði 16,9%. Þessi markaðshlut-
deild og aukning á samþjöppun gefi
ein og sér mjög sterka vísbendingu
um að fyrirhugaður samruni leiði til
markaðsráðandi stöðu og raski sam-
keppni á þessu markaði.
Samkeppnisráð kemst einnig að
þeirri niðurstöðu að hinn sameinaði
banki myndi öðlast markaðsráðandi
stöðu á markaði fyrir bundin innlán.
Af því myndi hijótast mikil samþjöpp-
un á markaðinum.
Lítur ekki á sparisjóði sem
einn öflugan keppinaut
í nánari umfjöllun um núverandi
samkeppni á innlánsmarkaðinum
kemur fram að samkeppnisráð hafnar
því áliti í greinargerð Landsbanka og
Búnaðarbanka að h'ta verði á spari-
sjóði sem einn öflugan keppinaut á
innlánsmarkaðinum. Telur ráðið að í
skilningi samkeppnislaga beri að h'ta
á hvem og einn sparisjóð sem sjálf-
stætt fyrirtæki á markaðinum og
möguleikar þeirra á að veita samein-
uðum banka aðhald séu mjög tak-
markaðir.................
„Markaðshlutdeild íslandsbanka-
FBA á innlánamörkuðum er á bilinu
17-27%. Fyrir innlán alls er hlutdeild-
in 21,8%. Þótt staða íslandsbanka sé
þannig mun sterkari en sparisjóð-
anna yrði hinn sameinaði banki samt
að þessu leytí í yfirburðastöðu, þar
sem hlutdeild hans á innlánsmörkuð-
um alls yrði 53,2%, eða meira en
helmingi hærri en hlutdeild íslands-
banka,“ segir í álitsgerðinni.
Samkeppnisráð bendir þó á að
efnahagslega staða íslandsbanka-
FBA sé styrkari en hlutdeild hans í
innlánum gefi til kynna, sé litíð til
efnahagsreiknings bankans. Innlán
vegi einnig hlutfallslega minna hjá ís-
landsbanka-FBA en Landsbanka og
Búnaðarbanka. Íslandsbanki-FBA
hafi því e.t.v. rneiri styrk en mark-
aðshlutdeildin segi til um til að veita
samkeppnislegt aðhald en ráðið telur
þó að það dugi ekki tíl í þessu sam-
bandi, auk þess sem óvíst sé að ís-
landsbanki-FB A muni keppa að veru-
legu marki við hinn sameinaða banka.
Meginniðurstaða ráðsins hvað inn-
lánsmarkaði snertir er því sú að sam-
einaður banki muni ná markaðsráð-
andi stöðu hvort sem htið sé á
markaðinn fyrir innlán í heild eða ein-
staka undirmarkaði hans. Slíkt hafi
skaðleg áhrif á samkeppni og sé full-
nægjandi forsenda fyrir íhlutun skv.
18. grein samkeppnislaga. Telur ráðið
lfldegt að hinn fyrirhugaði samruni
bankanna muni gefa þeim fyrirtækj-
um sem eftir eru á markaðinum tæki-
færi til að hegða sér saman eins og
eitt markaðsráðandi fyrirtæki og þau
muni öðlast nokkurs konar sameig-
inlega einokunarstöðu.
41,8% hlutdeild á markaði
skammtímalána einstaklinga
Samkeppnisráð telur að ekki sé
hægt að líta svo á að öll lán til ein-
staklinga séu á sama samkeppnislega
markaðinum. Kemst ráðið að þeirri
niðurstöðu að fyrirhugaður samruni
myndi leiða til þess að Landsbanki og
Búnaðarbanki öðluðust 41,8% mark-
aðshlutdeild fyrir skammtímalán tfl
einstaklinga, en markaðshlutdeild ís-
landsbanka-FBA yrði 26,6%. Sam-
þjöppun á þessum markaði sé nú þeg-
ar talsverð, en yrði mikil eftir
samruna. Því séu sterkar vísbending-
ar um að fyrirhugaður samruni myndi
leiða til markaðsráðandi stöðu og
raska samkeppni á þessum markaði.
Samkeppnisráð kemst einnig að
þeirri niðurstöðu að samruni bank-
anna myndi leiða til þess að samein-
aður barfld öðlaðist 50,3% markaðs-
hlutdeild í rekstrarlánum til fyrir-
tækja, samþjöppunin á markaðinum
yrði mjög mikil og því séu sterkar vís-
bendingar um að fyrirhugaður sam-
runi myndi leiða til markaðsráðandi
stöðu og raska samkeppni.
Ráðið fjallar sérstaklega um eigna-
leigu og telur að samruni bankanna
hefði engin áhrif á markaðshlutdeild á
markaðinum. Smeinaður baifld myndi
þó öðlast yfirrráð yfir Lýsingu hf.
með 80% eignarhlut en fyrir eiga
bankamir tveir 40% hlut hvor. Sam-
einaður banki myndi þá stjóma
eignaleigufyrirtæki með 47,6% mark-
aðshlutdeild.
Samruni Landsbanka og Búnaðar-
banka myndi leiða tíl nokkurrar sam-
þjöppunar á markaði fyrir fjárfest-
ingarlán tfl atvinnuveganna, að mati
samkeppnisráðs. Markaðshlutdeild
sameinaðs banka og Lýsingar yrði
31,3% en hlutdefld íslandsbanka-
FBA og Glitnis hf. yrði 30,6%. Sam-
þjöppunaráhrifin yrðu minni en á öðr-
um mörkuðum fyrir lánaþjónustu við
fyrirtæki og sameinaður banki myndi
ekki ná markaðsráðandi stöðu á þess-
um markaði, að mati ráðsins. Líkur
era þó taldar á að sameinaður baifld
og Íslandsbanki-FBA yrðu í sameig-
inlegri markaðsráðandi stöðu á þess-
um markaði, ef af samrananum yrði.
Einokunarstaða gagnvart litlum
og meðalstórum fyrirtækjum
í álitsgerðinni er sérstaklega reynt
að greina á milli lána til minni og
stærri fyrirtækja. Tekið er fram að
tölulegar upplýsingar skorti þó til að
það sé unnt og Landsbanki og Bún-
aðarbanki hafi ekki séð sér fært að
skflgreina hvemig þeir flokka fyrir-
tæki með þessum hættí eða að upp-
lýsa um lánveitingar til þeirra. Lagði
samkeppnisráð því þess í stað mat á
mismunandi stærð lána til fyrirtækja
og kom í ljós að tiltölulega lítil lán
hafa mikið vægi í útlánum íslenskra
banka. Samkeppnisráð bendir á að lít-
il og meðalstór fyrirtæki séu almennt
mjög háð viðskiptabanka í sínu nán-
asta umhverfi.
Megin niðurstaða samkeppnisráðs
hvað þennan hluta útlánamarkaðar-
ins varðar er að sameinaður banki
myndi ná markaðsráðandi stöðu og að
aðilar á þessum mörkuðum muni
mynda nokkurs konar sameiginlega
einokunarstöðu í andstöðu við 18.
grein samkeppnislaga.
Ráðið bendir einnig á að veralegar
aðgangshindranir séu að útlánsmörk-
uðum. Mikill meirihlutí íslenskra fyr-
irtækja séu smá og ekki í aðstöðu til
að taka lán hjá erlendum bönkum.
Skv. upplýsingum Seðlabankans hafi
einungis 30 fyrirtæki, önnur en op-
inber fyrirtæki og lánastofnanir, ný-
lega tekið langtímalán hjá erlendum
bönkum án ábyrgðar íslenskra banka.
í álitsgerð samkeppnisráðs segir
að sameinaður banki myndi öðlast yf-
irráð bæði yfir Reiknistofu bankanna
og Fjölgreiðslumiðlun, en þessi tvö
fyrirtæki standa að rekstri grann-
kerfa greiðslumiðlunar hér á landi.
Sameinaður banki yrði með 57,2%
eignarhluta í Reiknistofunni og 54,8%
í Fjölgreiðslumiðlun.
Einnig er fjallað um hlutdeild
bankanna í greiðslukortafyrirtækjum
í álitinu. „Ljóst er að verði af fyrir-
huguðum samrana verður Greiðslu-
miðlun að dótturfyrirtæki nýs banka
með 59% eignarhluta. Jafnframt mun
sameinaður banki öðlast veruleg ítök í
eina keppinaut Greiðslumiðlunar,
Kreditkorti, með 40% eignarhluta. A
mörkuðum greiðslukoitaútgáfu, s.s.
gagnvart greiðsluviðtakendum og
korthöfum, mun sameinaður banki
því öðlast markaðsyfirráð og í reynd
mögulega einokunarstöðu," segir í
álitsgerðinni.
Einnig kemur þar fram að mark-
aðshlutdeild sameinaðs banka yrði
um 50% á debetkortamarkaðinum. Þá
er bent á að á markaði fyrir kred-
itkort sé Greiðslumiðlun dótturfyrir-
tæki sameinaðs banka með yfirburða-
stöðu hvort sem litið er á fjölda korta
eðaveltu.
50% hlutdeild á tékkamarkaði
Markaðshlutdeild sameinaðs
banka á tékkamarkaði er tæplega
50%, hvort sem litið er á fjölda tékka
eða veltu, en hlutdeild íslandsbanka-
FBA er 24,2% hvað fjölda tékka varð-
ar og 19,2% af veltu tékka, skv. álits-
gerðinnL Er niðurstaða ráðsins hvað
þetta varðar sú að mikil hætta yrði á
að fyrirhugaður samruni myndi raska
samkeppni á tékkamai-kaði.
Samkeppnisráð telur að samruni
bankanna myndi leiða til þess að
markaðhlutdeild hans í verðbréfavið-
skiptum yrði í heild um 31% miðað við
viðskipti á Verðbréfaþingi og um 40%
miðað við viðskipti utan þingsins.
Ráðið kemst hins vegar að þeini nið-
urstöðu að ekki sé einsýnt að hinn fyr-
irhugaði samruni myndi leiða til
markaðsráðandi stöðu sameinaðs
banka á þessu sviði. Hins vegar verði
að teljast hætta á því að fækkun aðila
á markaðinum leiddi til þess að hann
yrði grynnri og draga muni úr sam-
keppnislegri virkni hans.
Vandamál á millibankamarkaði
fyrir gjaldeyri
Samkeppnisráð vitnar í umfjöllun
sinni um gjaldeyrisviðskiptamarkað-
inn til greinargerðar Seðlabankans,
sem ráðinu barst 27. nóvember.
Dregur ráðið þá ályktun af greinar-
gerð bankans að hann telji að fyrir-
hugaður samrani Landsbankans og
Búnaðarbankans myndi hafa í fór
með sér vandamál á mfllibankamark-
aði fyrir gjaldeyri. Virkni markaðar-
ins myndi m.a. skerðast vegna fækk-
unar viðskiptavaka. í greinargerð
Seðlabankans segir m.a.: „Miðað við
óbreyttar reglur má ætla að viðskiptí
og samkeppni á millibankamarkaði
með gjaldeyri minnki við samruna LI
og BI. Samanlögð hlutdeild þeirra
m.v. sl. 5 mánuði var um 45% af heild-
arviðskiptum en sennilegt er þó að
sameinaður banld tapi markaðshlut-
deild umfram það sem skýra má með
innbyrðis viðskiptum."
Samkeppnisráð segir að það sé
ekki í samræmi við 18. grein sam-
keppnislaga að heimila samruna sem
raski samkeppni, þótt hann kunni að
hafa í för með sér hagræðingu. Þá
heldur ráðið því fram að bankarnir
hafi ekki sýnt með óyggjandi hætti
hver hagræðing verði við samranann
og áætlun þeirra beri keim af því að
vera mjög lausleg. Þeir hafi ekki sýnt
fram á að ekki megi hagræða, t.d. í
útibúarekstri, án þess að gripið sé til
samkeppnishamlandi aðgerða eins og
sameiningar bankanna.