Morgunblaðið - 16.12.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
L AU GARDAGUR 16. DESEMBER 2000 33
ERLENT
Moulinex blandari fylgir
hverri bók.#
1
HUSftSMIÐJAN
Reuters
Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og George
Robertson, framkvæmdastjóri NATO, áhyggjufull á svip á ráðherra-
fundinum í Brussel.
Öll NATO-ríkin eru þó sammála
um, að hraðliðsáformin, sem hafa ver-
ið í undirbúningi í þrjú ár, hafi það
mikið pólitískt vægi að ótækt sé að
þau strandi á ósætti innan NATO.
Sum NATO-ríkin, einkum Bandarík-
in, hafa áhyggjur af því að geti NATO
ekki heitið ESB öruggum aðgangi að
herstjómarkerfi sínu og búnaði ýti
það mjög undir það að ESB komi sér
upp eigin kerfi, óháðu NATO, en þar
með væri fjármunum og fyrirhöfn só-
að í að tvöfoldun skipulags sem þegar
er fyrir hendi (11 af 15 aðildarríkjum
ESB eru í NATO). Það sem þó þykir
enn alvarlegra er að þar með klofnaði
ESB frá Atlantshafsbandalaginu.
Hagsmunir Noregs og Islands hafa
sem evrópskra NATO-ríkja utan
ESB fallið að hluta til saman við bar-
áttu Tyrkja fyrir meiri áhrifúm á hina
nýju öryggis- og vamarmálastefnu
ESB. „Við emm að nokkru leyti á
sama báti, en jafnframt ekki. Noreg-
ur vill ekki að þetta fari út um þúfúr
eða að öllu ferlinu seinki,“ hefur Aft-
enposten eftir norska utanríkisráð-
herranum Thorbjöm Jagland.
Vangaveltur um ástæður óbilgirni Tyrkja á NATO-fundi
Sagðir vilja bíða
stjórnar skipta í
Bandar íkj unum
JÓIdbækur
10-30% afsláttur
ÞRÁTT íyrir að utanríkisráðherra
Bandaríkjanna og margra annarra
hinna 19 aðildaiTÍkja Atlantshafs-
bandalagsins reyndu allt sem í þeÚTa
valdi stóð á fundi þeirra í Brassel í
gær og fyrradag til að telja fulltrúa
Tyrkja á að láta af andstöðu við að
samþykkja samkomulagsdrög um ör-
yggismálasamstarf NATO og Evr-
ópusambandsins (ESB), náðist engin
málamiðlun í þessari umferð.
Það sem Tyrkir vora svo tregir til
að skrifa upp á var yfirlýsing um vilja
NATO-ríkjanna til að ESB fái sjálf-
virkan aðgang að herstjórnarkerfi og
búnaði NATO, ef ESB-ríkin vilja í
nafni sameiginlegrar öryggis- og
varnarmálastefnu sinnar efna til
hernaðaraðgerða (svo sem að senda
„hraðlið" til að stilla til friðar á óróa-
svæði nærri landamæram ESB). Var
yfirlýsing þessi hugsuð sem svar
NATO við samþykkt ESB-leiðtog-
anna í Nice frá því fyrir viku um
stofnun a.m.k. 60.000 manna hrað-
sveita.
Tyrkir, sem ráða yfir einum
stærsta her Evrópu og sækjast eftir
aðild að ESB, vildu ekki fallast á að
ESB-ríkin fengju slíkan sjálfvirkan
rétt til að grípa til kerfa og búnaðar
NATO og kröfðust þess að ákvarð-
anir um slíkt skyldu teknar í hverju
tilviki fyrir sig. Það myndi í raun gefa
hverju NATO-ríki neitunarvald gegn
aðgerðum frá og með ákveðinni
stærðargráðu, sem ESB myndi vilja
grípa til í framtíðinni. Jafnframt
krefjast Tyrkir þess að fá að taka þátt
á öllum stigum undirbúnings fyrir
slíkar aðgerðir innan ramma sameig-
inlegrar öryggis- og vamarmála-
stefnu ESB, en slíkar kröfur hafa
fleirl NATO-lönd utan ESB stutt.
Bandaríkjamenn era áhugasamir
um að rammayfirlýsing af hálfu
NATO liggi fyrir sem fyrst, sem geti
lagt granninn að samningum um nán-
ari útfærslu öryggismálasamvinnu
NATO og ESB á næsta ári. Tregða
Frakka, sem gegnt hafa formennsku í
ESB seinni helming þessa árs, til að
semja um náið samráð NATO og
ESB á æðstu stígum hefur farið í
taugamar á Bandaríkjamönnum, sá
ágreiningur virtist að mestu úr sög-
unni í gær. Öll athyglin beindist að
Tyrkjum, sem stóðu orðið einir eftir í
vegi fyrir samkomulagi.
Óttast herforingjar
Tyrklands um áhrif sín?
Ýmsar vangaveltur voru á loftí um
ástæður óbilgimi Tyrlqa. Var það út-
breiddur skilningur, að tyrkneskir
ráðamenn gerðu sér vonir um að
stjómarskiptin í Washington muni
skapa svigrúm til að ná meira fram
gagnvart ESB. UtanrOdsmálastefna
Bush-stjómarinnar mun þó ekki
verða virk fyrr en með vorinu og sé
það tilfellið að Tyrkir séu að veðja á
hana er ekki von á að hreyfing verði á
málinu fyrr en á næsta ráðherrafundi
NATO í maí.
Miklu máli þykir líka sú staðreynd
skipta, að forysta tyrkneska hersins
er mjög áhrifamikil og sennilegt að
hún óttist að þau áhrif fari þverrandi
með nánara samstarfi við ESB, þar
sem lýðkjömir stjórnmálamenn fara
með allt samningavald.
Hitt ber að hafa í huga, að Tyrk-
land hefur ásamt öllum hinum
NATO-ríkjunum lýst stuðningi við
eflt öryggismálasamstarf í Evrópu.
Tyi-kir hafa m.a.s. sagzt vilja leggja
hraðliði ESB til hermenn og búnað,
en vilja á móti fá fulla aðild að öllu
samráði sem varðað getur beitingu
AP
Ismail Cem, utanríkisráðherra
Tyrklands, ávarpar blaðamenn
á fundinum í Brussel í gær.
þess. Tyrklandsstjóm þykir mikið í
húfi í þessu sambandi, þar sem henni
er mjög umhugað um að „Evrópu-
hemum“ verði ekki beitt gegn hags-
munum hennar t.d. á Eyjahafi, á
Kýpur eða við Svartahaf. George Ro-
bertson, framkvæmdastjóri NATO,
reyndi að eyða slíkum áhyggjum
meðal tyrkneskra ráðamanna er
hann fór í heimsókn til Istanbúl í síð-
asta mánuði. Sagði hann óhugsandi
að búnaður NATO yrði notaður þvert
á hagsmuni aðildarríkis bandalags-
ins.
ANTIQUE LACE
Rjómakanna, sykurkar,
præmetisskál og kökufat
i pakka.
TILBOÐSVERÐ
15.700jtounrsoo
FULL BUÐ AF
JOLAVORUM
JÓLASTELL
Steikarfat
(takmarkað magn)
TILBOÐSVERÐ
A FRABÆRU
VERÐH
8.900 Áður
12.500
AÍeB°
FLAME D'AMORE
15%
afsláttur af öllum qlösum
meðan birgðir endast
MATAR- OG KAFFI
' *
T % ■
Bruöargjafir
Söfnunarstell
Gjafakort
Áletrum glös
Bæjarlind 1-3, sími 544 40 44
Opið virka daga 10-22, laugardag og sunnudag 10-19