Morgunblaðið - 16.12.2000, Blaðsíða 49
48 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 49
i I
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
NIÐURSTAÐA
SAMKEPPNISRÁÐS
s
hætt er að fullyrða, að niður-
staða samkeppnisráðs um fyr-
irhugaðan samruna Lands-
banka íslands og Búnaðarbanka
íslands kom bæði stjórnmálamönnum
og bankamönnum á óvart. Þótt enginn
hafi getað fullyrt neitt um það hvernig
samkeppnisráð mundi taka á málinu
gerðu flestir ráð fyrir, að stofnunin
mundi samþykkja samrunann með
einhverjum fyrirvörum um, að bank-
arnir losuðu sig við einhverjar eignir,
svo sem að minnka sameiginlega hlut-
deild í greiðslumiðlunarfyrirtækjum.
I samræmi við þessar væntingar
var undirbúningur að sameiningu rík-
isbankanna tveggja kominn býsna
langt áleiðis og ekkert því til fyrir-
stöðu, að sameiningin gæti komið til
framkvæmda fljótlega á nýju ári.
Þess vegna má segja, að niðurstaða
samkeppnisráðs hafi komið eins og
þruma úr heiðskíru lofti. Álitsorðin
eru ótvíræð og afdráttarlaus. Þau eru
svohljóðandi:
„Á grundvelli fyrirliggjandi upplýs-
inga og eins og málið hefur verið lagt
fyrir samkeppnisráð hefur ráðið kom-
izt að þeirri niðurstöðu að fyrirhug-
aður samruni Landpbanka íslands hf.
og Búnaðarbanka Islands hf. leiði til
of mikillar samþjöppunar og mark-
aðsráðandi stöðu á tilteknum mörk-
uðum á eftirfarandi sviðum; markaði
fyrir innlán, markaði fyrir útlán,
greiðslumiðlunarmörkuðum og mark-
aði fyrir verðbréfa- og gjaldeyrisvið-
skipti. Það er niðurstaða samkeppn-
isráðs, að samruninn hafí skaðleg
áhrif á samkeppni og brjóti í bága við
18. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993,
sbr. lög nr. 107/2000.“
Áður en samkeppnisráð gaf út þetta
álit var orðið ljóst, að stuðningur við
sameiningu ríkisbankanna tveggja
var takmarkaðri en gert var ráð fyrir í
upphafi. Alveg sérstaklega var ljóst,
að andstaða við sameiningu var mjög
sterk innan Búnaðarbankans. Innan
Landsbankans var meira fylgi við
hugmyndina. En jafnframt var byrjað
að gæta efasemda, ekki sízt hjá for-
ráðamönnum lítilla og meðalstórra
fyrirtækja um að svo mikil samþjöpp-
un á fjármálamarkaðnum væri stórum
hluta atvinnulífsins til hagsbóta. Þá
virtust stjórnmálamenn í ýmsum
flokkum ekki sérstaklega áhugasamir
um sameiningu.
Eftir sameiningu íslandsbanka og
FBA fyrr á árinu virtist mönnum sem
sameining ríkisbankanna tveggja
væri nauðsynleg til þess að samein-
aður banki gæti keppt á jafnræðis-
grundvelli við þá nýju bankasam-
steypu. Þó urðu þær raddir smátt og
smátt sterkar, að skynsamlegt væri
að ríkið seldi hlutabréf sín í bönkun-
um tveimur og léti markaðinn um að
taka sínar ákvarðanir um endurskipu-
lagningu bankakerfisins.
Samkeppnisráð hefur nú tekið af
skarið og ljóst að ekki verður af sam-
einingu þessara tveggja banka. Sam-
eining þeirra í einkaeigu yrði ekkert
síður skaðleg fyrir markaðinn en nú
þegar bankarnir eru í ríkiseigu. For-
sendur samkeppnisráðs eru einfald-
lega þær, að markaðshlutdeild hins
sameinaða banka yrði of mikil á þeim
sviðum fjármálaþjónustu, sem sér-
staklega er fjallað um.
Jafnframt er ljóst að með þessari
niðurstöðu hefur samkeppnisráð í
einu vetfangi styrkt eigin stöðu.
Mönnum er nú ljóst, að þar er á ferð-
inni stofnun, sem er tilbúin að taka
ákveðna afstöðu á grundvelli þeirra
laga, sem hún starfar eftir. Það er
rétt, sem Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra sagði á Alþingi í gær,
að með niðurstöðu sinni hefur sam-
keppnisráð undirstrikað eigið sjálf-
stæði. Enginn getur nú gengið að því
vísu, að samkeppnisráð gefi grænt
ljós á hvað sem er.
Það er ekki hægt annað en fallast á,
að samkeppnisráð færir sterk rök fyr-
ir afstöðu sinni.
í skýrslunni segir, að sameinaður
banki mundi öðlast 53,2% markaðs-
hlutdeild á innlánsmarkaðnum. Á
hverju starfssviði bankanna á fætur
öðru kemst samkeppnisráð að svip-
aðri niðurstöðu. Skýrslan er augljós-
lega vel unnin. í henni eru miklar upp-
lýsingar um fjármálamarkaðinn hér á
Islandi og um samrunaferli í fjármála-
fyrirtækjum í ýmsum löndum. Það er
erfitt að hrekja niðurstöður sam-
keppnisráðs með efnislegum rökum.
Eftir stendur svo spurningin um
það, hvernig hægt sé að koma á auk-
inni hagræðingu í íslenzka bankakerf-
inu. Það hefur verið sýnt fram á það
með tölulegum upplýsingum, að
bankakerfið hér er mun dýrara en í
ýmsum nágrannalöndum okkar. Þjón-
ustan kostar viðskiptavinina einfald-
lega meira. Markmiðið með samein-
ingunni var að draga úr þessum
kostnaði. Hvaða aðrar leiðir eru færar
til þess?
Er annars konar samruni í fjár-
málakerfinu æskilegur? í skýrslu
samkeppnisráðs er sérstaklega tekið
fram, að grundvallarmunur sé á því,
hvort samruni eigi sér stað á milli
banka, sem starfa í mismunandi lönd-
um eða á ólíkum markaðssviðum eða á
milli banka, sem starfa í sama landi og
á sömu vöru- eða þjónustumörkuðum.
Síðan segir: „Hið sama á við ef banki,
sem sérhæft hefur sig á smásölu-
markaði í þjónustu við einstaklinga
o.fl. sameinast fjárfestingarbanka,
sem hefur ólíka starfsemi, enda þótt
þeir starfi á sama landfræðilega
markaði.“
Ekki er ósennilegt að þetta sjón-
armið ýti undir hugmyndir um sam-
einingu annars hvors ríkisbankanna
og fyrirtækis eins og Kaupþings, sem
mundi að sumu leyti verða mjög svip-
uð sameining og milli íslandsbanka og
FBA. Þá er alls ekki óhugsandi í ljósi
ofangreindrar tilvitnunar, að annar
hvor ríkisbankanna leiti sameiningar
við erlendan aðila og reyni þannig að
ná þeiin markmiðum að draga úr
kostnaði í rekstri og þar með úr
kostnaði viðskiptavinanna. Erlendur
banki hefur nú þegar eignast hlut í
Landsbankanum og áður hefur
sænskur banki lýst vissum áhuga á að
koma að Landsbankanum sem eign-
araðili.
Vafalaust koma báðir þessir mögu-
leikar til skoðunar hjá ríkisbönkunum
tveimur. Jafnframt má búast við að
ríkisstjórnin og þingflokkar hennar
taki til umræðu, hvort ganga eigi til
þess verks að selja hlutabréf ríkisins í
bönkunum tveimur.
Urskurður samkeppnisráðs um sameininffu Búnaðarbanka og Landsbanka ræddur utandagskrár á Alþingi
Stefnt að heimild til sölu
bankanna á vorþingi
Þingmenn ræddu í gær niðurstöðu sam-
keppnisráðs og þá ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar að afla heimildar til sölu hluta-
bréfa ríkisins í bönkunum tveimur á
vorþingi. Viðskiptaráðherra sagðist hafa
talið samruna Landsbanka og Búnaðar-
banka bestu leiðina til að stuðla að hag-
ræðingu á íslenskum fjármálamarkaði, en
stjórnarandstaðan fagnaði niðurstöðunni.
Morgunblaðið/Ásdís
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra.
Halldór J. Kristján^son,
bankastjóri Landsbanka Islands hf.
Niðurstaðan
áhyggjuefni
fyrir íslenskt
atvinnulíf
Niðurstaða samkeppnisráðs kemur
bankastjóra Landsbankans á óvart, en
hann telur hana vera í andstöðu við þró-
unina erlendis. Bankaráð Búnaðar-
bankans segist virða niðurstöðuna.
VALGERÐUR Sverris-
dóttir, viðskipta- og iðn-
aðarráðherra, hóf um-
ræðuna með því að gefa
Alþingi skýrslu um úrskurð sam-
keppnisráðs, sem heimilaði ekki
samrunann og teldi hann ganga
gegn samkeppnislögum; leiða til of
mikillar samþjöppunar og sam-
keppnisráðandi stöðu sameinaðs
banka á sviði innlána, útlána,
greiðslumiðlunar, verðbréfavið-
skipta og gjaldeyrisviðskipta.
Samruninn hefði því skaðleg áhrif
á samkeppni og bryti í bága við 18.
grein samkeppnislaga.
„Ég fagna því að niðurstaða er
fengin í þessu máli,“ sagði viðskipta-
ráðherra. Hún sagðist hafa talið
samruna Landsbanka og Búnaðar-
banka bestu leiðina til að stuðla að
hagræðingu á fjármálamarkaði.
Vegna efasemda um samkeppnis-
þátt málsins hefði hún hins vegar
lagt til við ríkisstjóm að fenginn yrði
forúrskurður samkeppnisráðs í stað
þess að ganga til sameiningar og fá
afstöðu samkeppnisráðs eftir á.
„Það var rétt leið,“ sagði ráðherra.
„Stjómarflokkamir hafa verið
samstiga í þessu máli. AUir stjóm-
arandstöðuflokkamir hafa sagt að
sammna Landsbanka og Búnaðar-
banka eigi að taka til alvarlegrar at-
hugunar. Formaður vinstri grænna
hefur meira að segja haldið því íram
að samruninn sé borðleggjandi,"
sagði Valgerður og rakti að talsmað-
ur Samfylkingarinnar hefði sagt í
vor, í tilefni sameiningar íslands-
banka og FBA að engin glóra væri í
því að ríkið ætti tvo banka og ein-
boðið væri að ríkisstjómin samein-
aði ríkisbankana tvo.
Formaður Samfylkingarinnar
hefði í haust hvatt sig til að leita for-
úrskurðar samkeppnisráðs.
„Ég hafði gert mér vonir um að
niðurstaða samkeppnisráðs yrði
önnur. Ekki síst vegna þess að sam-
keppnisyfirvöld í fámennum ríkjum
hafa leyft mikla samþjöppun á
bankamarkaði vegna alþjóðlegrar
samkeppni,“ sagði ráðherra.
„Ég hef ekki haft tóm til að fara it-
arlega yfir úrskurð samkeppnisráðs
en það mun ég gera á næstu dögum.
Ég vil hins vegar taka það skýrt
fram að ég mun ekki draga niður-
stöðu ráðsins í efa.“
Þá sagði hún að ríkisstjórnin hefði
haldið fund, skömmu fyrir fund Al-
þingis, þegar niðurstaða samkeppn-
isráðs lá fyrir og hefði þar samþykkt
eftirfarandi yfirlýsingu: „Ríkis-
stjómin mun áfram leita leiða til að
lækka kostnað í bankakerfinu til að
tryggja lægri vexti fyrir heimili og
fyrirtæki. Ráðherra mun leggja
fram frumvarp á vorþingi þar sem
óskað verður heimildar til að selja
hlutabréf ríkisins í bönkunum."
Sigur neytenda og lýðræðis
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagði niðurstöð-
una mikinn ósigur fyrir rikisstjóm-
ina og viðskiptaráðherra en sigur
fyrir neytendur, samkeppnisráð og
þess vegna lýðræðið í landinu.
Össur sagði að viðskiptaráðherra
og forsætisráðherra hefðu sent skýr
skilaboð til samkeppnisráðs um það
hver niðurstaðan ætti að vera. „Þess
vegna er það sigur fyrir lýðræðið að
samkeppnisráð lét ekki kúgast. Það
lét ekki beygja sig.“
Össur sagði að það hefði sýnt sig
að samkeppnislöggjöfin væri ein-
hver mikilvægasti vörður réttra og
heiðarlegra leikreglna á markaði en
það hefði hins vegar gerst að þau
verðmæti, sem skattborgaramir
ættu í bönkunum tveimur, hefðu
hríðfallið í verði á þeim tíma sem
málið var til meðferðar. „Þannig að
ég dreg hæstvirtan forsætisráð-
herra og viðskiptaráðherra til
ábyrgðar fyrir að hafa rýrt eigur ís-
lenskra skattborgara svo milljörð-
um skiptir,“ sagði Össur og beindi til
viðskiptaráðherra spumingu um
það hvað „þetta feigðarflan" hefði
kostað skattgreiðendur.
Hann sagði að Samfylkingin hefði
sagt fyrir um þá niðurstöðu að rík-
isstjórnin væri að ganga á svig við
samkeppnislög og beint því til við-
skiptaráðherra að leita forúrskurð-
ar. Samfylkingin hefði bent á þau
þijú meginatriði niðurstöðu sam-
keppnisráðs að sammni bankanna
tveggja mundi skaða samkeppni,
leiða til markaðsráðandi stöðu og
verða til tjóns fyrir neytendur.
Loks sagði Össur að það væri
hneykslanlegt að sá flokkur sem
gengið hefði til kosninga undir slag-
orðinu Fólk í fyrirrúmi hefði ekki
sýnt neina tilburði til þess að hafa
samráð við starfsfólk bankanna
tveggja, öðra vísi en með tölvupósti
bankastjóra Landsbankans til
starfsmanna sinna um að fyrstu 6-8
mánuði fyrsta starfsárs sameinaðs
banka væri stefnt að spamaði sem
jafngilti uppsögn 2-300 starfs-
manna.
Timamótaúrskurður
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, sagðist fagna fordæmis-
gefandi niðurstöðu samkeppnisráðs.
„Ég sé ástæðu til að óska samkeppn-
isráði, íslenskum neytendum og
okkur öllum til hamingju með þessa
niðurstöðu. Það er enginn vafi á því
að hér er um tímamótaúrskurð að
ræða,“ sagði hann. „Sjálf ríldsstjóm
Islands setti á samkeppnisráð bæði
tímapressu og þrýsting hvað varðar
tiltekna efnislega niðurstöðu. Sam-
keppnisráð stóðst þetta próf.“
Hins vegar hefði rQdsstjómin far-
ið ógætilega í málinu, skapað óvissu,
gert bönkunum erfitt fyrir og skap-
að öryggisleysi hjá starfsfólki. „Hjá
öllu þessu hefði mátt komast með
öðravísi og vandaðri vinnubrögð-
um.“
Hann sagði að viðskiptaráðherra
hefði nefnt afstöðu sína og fleiri til
málsins í gegnum tíðina og sagði rétt
að hann sjálfur hefði verið þeirrar
skoðunar fyrir 4-5 áram að einn
þeirra kosta sem menn ættu að
skoða væri sameining ríkisbank-
anna sem þá vora 100% í eigu rík-
isins. „Við þær aðstæður sem þá
vora uppi á fjármálamarkaði áður en
sú uppstokkun og samþjöppun hófst
sem þar hefur orðið,“ sagði Stein-
grímur og kvaðst hafa m.a. flutt
ásamt Margréti Frímannsdóttur og
fleiram þingsályktunartillögu um að
kanna sameiningu ríkisviðskipta-
bankanna.
Þá hefðu sömu flokkar og nú sitja
í ríkisstjóm mótmælt og talið engar
forsendur til að sameina ríkisvið-
skiptabankana, m.a. vegna sam-
keppnislaga, samþjöppunar og fá-
keppniseinkenna markaðarins. „En
síðan hafa þeir væntanlega skipt all-
hressOega um skoðun og ætluðu sér
að þvinga þennan samrana nú
fram.“
Steingrímur sagði að nú þyrfti að
bjarga því sem bjargað yrði eftir
klúður ríkisstjómarinnar og hverfa
frá fljótræðisstefnu í einkavæðing-
aráformum í bankaheiminum. Menn
ættu að fara svonefnda norska leið,
þ.e. að ríkið gefi þá yfírlýsingu að
það ætli að halda drjúgum eignar-
hluta í bönkunum enn um sinn til
þess að koma ró á hlutina og afstýra
verðfalli þessara eigna umfram það
sem orðið er. Jafnframt eigi að lýsa
því yfir nú að ekki komi tU uppsagna
á starfsfólki næstu 2-3 ár heldur
verði leitað samstarfs við starfsfólk
og samtök þess um að leysa mál með
öðram hætti. Það væri mikUsvert til
að eyða óvissu.
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, sagði að nið-
urstaða samkeppnisráðs hefði kom-
ið á óvart miðað við fyrri afstöðu
ráðsins, t.a.m. til samþjöppunar á
matvörumarkaði á höfuðborgar-
svæðinu.
Tvö höfuðatriði hefðu setið á hak-
anum við meðferð viðskiptaráðherra
á málinu; annars vegar það að semja
við starfsfólkið og hins vegar það að
hafa hagsmuni viðskiptavinanna í
huga.
Steininn hefði tekið úr þegar ráð-
herra hefði hafið atlögu að Búnaðar-
banka íslands og haft í hótunum um
að setja menn þar af.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði að ríkisstjómin hefði átt
nokkra kosti. I fyrsta lagi þann að
sameina bankana með lögum Þá
hefði Samkeppnisstofnun hvergi
komið að málinu. Annar kostur hefði
verið sá að vísa i þau ákvæði sam-
keppnislaga sem gerðu ráð fyrir að
Samkeppnisstofnun kæmi ekki að
málum þegar sameinuð væra tvö
fyrirtæki sem að meirihluta væra í
sömu eignaraðild. „í þriðja lagi hefði
ríkisstjómin getað gert það sem
flestir gera, að sameina fyrst og láta
samkeppnisráð standa frammi fyrir
gerðum hlut,“ sagði Davíð. En ekk-
ert af þessu hefði ríkisstjómin gert
þvert á móti hefði hún notað sér-
staka heimild um forúrskurð sem
sjaldan er notuð til að leita viðhorfa
samkeppnisyfirvalda til málsins.
Bað um svar og fékk svar
„Þannig að það er ekki hægt að
tala um neinn sigur eða ósigur í
þessum efnum. Hefði ríkisstjómin
farið fram með einhverju offorsi, eða
miklum ákafa, þá hefði hún að sjálf-
sögðu lagt hér fram lög um að sam-
eina bankana en ekki látið gilda um
sig það sem er ætlast til að sé látið
gilda um aðra, sem var nákvæmlega
það sem ríkisstjómin gerði. Þess
vegna gat ríkisstjómin hvorki unnið
eða tapað í þessu máli. Hún gat bara
fengið svar. Hún bað um svar og
fékk svar,“ sagði Davíð.
Hann sagði að hins vegar hefði
þurft að undirbúa málið eins og
svarið yrði jákvætt. Ef svarið yrði
neikvætt hefði ekki þurft að undir-
búa neitt en ef svarið yrði jákvætt
þyrftu menn að vera tilbúnir.
Davið sagði ómögulegt fyrir Öss-
ur Skarphéðinsson að tala: eins og
Samfylkingin hefði séð þetta allt
saman fyrir. Síðast í mars hefði birst
viðtal við þáverandi talsmann Sam-
fylkingarinnar, Margréti Frímanns-
dóttur, sem hefði sagt að ríkisstjórn-
in þyrfti að skoða vel möguleika á að
sameina Landsbanka og Búnaðar-
banka í einn öflugan banka enda
væri engin glóra í því að ríkið ætti
meirihluta í og ræki tvo banka á ís-
lenskum fjármagnsmarkaði. í fram-
haldinu sé eðlilegt að skoða hvort
selja eigi hlutabréf rikisins í bönk-
unum. Talsmaðurinn hefði ekki
minnst á að rétt væri að kanna hver
væri skoðun Samkeppnisstofnunar.
Davíð sagði ekki með nokkram
hætti hægt að gagnrýna hvemig við-
skiptaráðherra hefði haldið á þessu
máli. Hún hefði sérstaklega gætt
þess, m.a. sem æðsti yfirmaður sam-
keppnismála, að leggja lykkju á leið
sína til þess að gæta þess að sam-
keppnislög og samkeppnisskilyrði
yrðu skoðuð fyrst og fenginn forúr-
skurður. „Það var farið nákvæmlega
eftir leikreglum og reyndar ná-
kvæmar heldur en flestir aðrir hafa
gert,“ sagði forsætisráðherra
Urskurðurinn kemur á óvíuI:
Halldór Asgrímsson, utanríkis-
ráðherra og formaður Framsóknar-
flokksins, sagðist telja að úrskurður
samkeppnisráðs sýndi afskaplega
vel „að við eram að feta okkur inn í
nýtt samfélag þar sem samkeppni er
i-íkjandi og við þurfum á sterkum
eftirlitsstofnunum að halda til að
fylgjast vel með því að samkeppn-
isreglur séu virtar. Hér hefur verið
kveðinn upp úrskurður sem sýnir
það að ríkisstjómin viðhafði vönduð
vinnubrögð í þessu máli. Hún ákvað
að leita eftir því hvemig ætti að
skilja samkeppnislög í þessu sam-
bandi. Urskurðurinn kemur vissu-
lega á óvart en við eigum að fara eft-
ir honum. Það má kalla hann, mín
vegna, sigur fyrir neytendur og sig-
ur fyrir lýðræðið. Það er gott til þess
að vita að við skulum lifa í þannig
samfélagi þar sem slík sjónarmið
verða ofan á og ætti að verða til þess
að formaður Samfylkingarinnar,
háttvirtur þingmaður Össur Skarp-
héðinsson, kæmist að þeirri niður-
stöðu að hér væri vel stjómað og hér
væri góð ríkisstjóm. Ég tel að það
hafi verið staðið afskaplega vel að
þessu máli.“
Halldór sagði ljóst af úrskurðin-
um að menn væra í vanda í stöðu
eins og þessari, gagnvart því hvort
hugsa eigi fyrst og fremst um eigur
ríldssjóðs og fá sem mest fyrir þær
eða hvort fyrst og fremst eigi að
hugsa um samkeppnisskilyrði í sam-
félaginu. Ríkisstjómin hefði ákveðið
að huga fyrst og fremst að sam-
keppnisskilyrðum og hljóti að fagna
því að niðurstaða liggur fyrir.
„Hvert framhaldið verður er ekki
gott að segja til um. Við verðum að
sjálfsögðu að fá ráðrúm til að lesa
þennan úrskurð, túlka hann og fara
vel yfir hann. Ég tel að hér sé um
tímamótaúrskurð að ræða og því
eigum við að taka okkur góðan tíma í
það næstu daga og vikur að ákveða
næstu skref,“ sagði Halldór.
Fákeppni eigi
sér ekki stað
Sighvatur Björgvinsson, þing-
maður Samfylkingarinnar á Vest-
fjörðum, sagði að í úrskurðinum
segði að íslenskur fjármálamarkað-
ur bæri nú þegar mörg einkenni fá-
keppni. „Meginatriði málsins er, að
hvað sem gert er, þá þá sé það
tryggt að fákeppni eigi sér ekki stað
og að aðgerðir ríkissfjómarinnar
beri vott um það að hún vilji koma í
veg fyrir fákeppni og stuðla að auk-
inni samkeppni."
Ögmundur Jónasson, þingmaður
vinstri grænna í Reykjavík, sagði að
nú hefði það fengist staðfest að
vinnubrögð ríkisstjómarinnar í mál-
inu hefðu ekki verið fagleg og stæð-
ust ekki lög. „Þess vegna er þetta
sigur faglegra vinnubragða og ég
held að okkur beri öllum að taka of-
an fyrir Samkeppnisstofnun.“
Geir H. Haarde íjármálaráðherra
sagði undanlegt að menn teldu úr-
skurðinn áfellisdóm yfir ríkisstjóm-
inni sem hefði ákveðið undir forystu
viðskiptaráðhema að leita til eftir-
litsstofnunar í ríkiskerfinu og fengið
þann úrskurð sem væri til umræðu.
„Það liggur alveg fyrir að hann gat
farið á þennan veg og það era komin
í þessu máli skýr svör. Auðvitað eru
þau önnur en menn hefðu kannski
viljað en menn ákváðu fyrirfram að
beygja sig undir þennan úrskurð
hver svo sem hann yrði.“
Erlendir aðilar?
Ráðherra sagði að stefna rfkis-
stjómarinnar væri óbreytt sú að
selja hlut ríkisins í þessum tveimur
fyrirtækjum og vonandi fengi fram-
varp þess efnis jákvæða afgreiðslu á
vorþingi. „Hvort nýir aðilar koma
inn á þennan markað, erlendir að-
ilar, til dæmis, verður tíminn að leiða
í ljós en það væri auðvitað mjög já-
kvæð þróun í framhaldi af því sem
nú er orðin niðurstaðan hér í dag.“
Hjálmar Ámason, þingmaður
Framsóknarflokks í Reykjaneskjör-
dæmi, sagði málflutning stjómar-
andstöðunnar með ólíkindum. Við-
skiptaráðherra hefði nýlega stuðlað
að setningu laga til að styrkja Sam-
keppnisstofnun og samkeppnisráð.
„Nú liggur úrskurður þess ráðs fyrir
og sami viðskiptaráðherra hefur lýst
því yfir að hún muni una þeim úr-
skurði eins og lýst var yfir,“ sagði
Hjálmar. „Þetta era einmitt fagleg
vinnubrögð."
Jóhanna Sigurðardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar í Reykja-
vík, sagði úrskurðinn sanna hve
mikla þýðingu Samkeppnisstofnun
hafi.
Góðjólagjöf
„Nú sjáum við loks öfluga við-
spymu við þessari samþjöppun, fá-
keppni og einokun í atvinnulífmu,
sem er andsnúin neytendum og
þjóðarhag," sagði Jóhanna. „Þessi
úrskurður er góð jólagjöf til þjóð-
arinnar og sigur fyrir lýðræðið í
landinu. Eg óska þjóðinni til ham-
ingju með þennan úrskurð."
Jón Bjamason, þingmaður vinstri
grænna í Norðurlandskjördæmi
vestra, sagði að umræðan um sam-
einingu hefði leitt til spennu á pen-
ingamarkaði og kapphlaups milli
banka í útlánum til að ná sem
stærstri markaðshlutdeild, sem hafi
verið olía á eld þenslu og viðskipta-
halla.
Vilhjálmur Egilsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands-
kjördæmi vestra, sagði úrskurð
Samkeppnisstofnunar, ekki áfall
fyrir rildsstjómina heldur fyrir við-
skiptalífið og ótrúlega óvandaður
miðað við þann tíma sem ráðið hefði
fengið til verksins.
T.d. teldi ráðið að líta bæri á inn-
lán sérstakan markað óháðan öðram
spamaðaráformum, eins og t.d.
verðbréfum. „Þetta lýsir ótrúlegri
vanþekkingu á markaðnum," sagði
Vilhjálmur. Þá fallist ráðið ekki á að
hlaupareikningar og tékkareikning-
ar séu eitt form greiðslumiðlunar
frekar en innlána. „Það er eins og
þessir menn þekki ekki debetkort,"
sagði hann.
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingar úr Suðurlandskjör-
dæmi, sagði að svo virtist sem Al-
þingi með löggjöf sinni í vor hefði
komið í veg fyrir að áform ríkis-
stjórnar um enga samkeppni á
bankamarkaði gengju eftir.
Jón Kristjánsson, þingmaður
Framsóknarflokks á Austurlandi,
sagði að talað væri um sigur lýðræð-
is og neytenda og sagði Jón þann
sigur þá hafa unnist vegna þess að
viðskiptaráðherra og ríkisstjómin
hefðu unnið faglega að málinu á
grandvelli nýrra samkeppnislaga.
Steingrímur J. Sigfusson sagði í
seinni ræðu sinni að athyglisvert
hefði verið að heyra forsætisráð-
herra koma upp um það að ríkis-
stjóminni hefði dottið í hug að sam-
eina bankana með sérlögum til þess
að komast fram hjá samkeppnislög-
um. „Það vora afar athyglisverðar
upplýsingar. Væri hægt að fá meira
af þessum hugmyndum að frétta?“
spurði Steingrímur og sagði málið
kjaftshögg, eða a.m.k. kröftugan
lögðrung fyrir rfldsstjómina.
Össur Skarphéðinsson sagði að
ýmsir þingmenn Samfylkingarinnar
hefðu einhvern tímann haft aðra
skoðun á þessu máli en þegar málið
kom á dagskrá hefði flokkurinn kall-
að til sérfræðinga, farið í gegnum
málið og það hefði verið sameiginleg
niðurstaða að Samfylkingin væri á
móti þessu með þeim rökum sem
rakin vora í fyrri ræðu hans.
Útilokar sameiningn
fyrir og eftir sölu
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði að umræður um sameiningu
bankanna hefðu í meginatriðum
snúist um hvort ætti að sameina
bankana fyrst og selja svo og láta
ríkið þannig njóta góðs af hagræð-
ingunni eða hvort hefði átt að selja
fyrst og láta markaðinn sameina
bankana. „Þessi úrskurður, sem hér
liggur fyrir, hann útilokar hvort
tveggja," sagði Davíð. „Þannig að ef
einhver aðili ætti að fagna sérstak-
lega í dag þá er það hinn stóri banki,
Íslandsbanki-FBA, því það er búið
að úrskurða það að honum muni
ekki veitt nægilega samkeppni,"
sagði Davíð. „Það er jólapakkinn
sem felst í þessum úrskurði.“
„Ég er hamingjusöm vegna þessa
að ég fór þessa leið sem ég var sann-
færð um að væri rétt,“ sagði Val-
gerður Sverrisdóttir í seinni ræðu
sinni. „Nú liggur niðurstaðan fyrir.
Hún er svona og hún er samkvæmt
lögum.“ Ráðherra spurði til hvers
ákvæði um forúrskurð hefði verið
sett í samkeppnislög ef ekki hefði
verið hugmyndin að nota það. Nú
lægi niðurstaðan fyrir og henni yrði
hlítt.
NIÐURSTAÐA samkeppn-
isráðs kemur okkur
vissulega á óvart og veld-
ur vonbrigðum“ sagði
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri
Landsbanka íslands, í samtali við
Morgunblaðið. „Niðurstaðan er alls
ekki í samræmi við þróun fjármála-
markaða í nágrannalöndunum og við
getum ekki lýst okkur sammála
henni.“ Halldór tók einnig fram að
það væri veralegt áhyggjuefni fyrir
innlendan fjármálamarkað og raunar
íslenskt atvinnulíf í heild að sam-
keppnisráð teldi ástæðu til að leggj-
ast gegn hliðstæðri hagræðingu með-
al fjármálafyrirtækja og orðið hefur í
nágrannalöndum Islendinga. Slíkt
skaðaði samkeppnishæfni íslenska
fjáiTnálamarkaðarins og ynni beinlín-
is gegn þeim hagsmunum sem sam-
keppnisráð teldi sig vera að veija í
áliti sínu.
„Þetta álit brýtur í bága við mjög
skýrt og nýlegt fordæmi frá Dan-
mörku varðandi samruna Den
Danske Bank og Realkredit, sem er
áþekkt mál og samrani Landsbanka
og Búnaðarbanka. Þar heimilaði
danska samkeppnisstofnunin sam-
ranann með svipuðum rökum og for-
svarsmenn Landsbanka hafa teflt
fram, þrátt fyrir að sameinaði bank-
inn hefði frá 40-59% markaðshlut-
deild á einstökum undirmörkuðum
sagði Halldór.
Áfram unnið að uppbygging-
arstarfi innan bankans
„íslenskt fyrirtæki og allt atvinnu-
líf hér á landi á nú í sífellt harðnandi
samkeppni á alþjóðlega vísu. Við í
Landsbankanum munum halda
áfram þróttmiklu uppbyggingar-
starfi á öllum sviðum innan bankans.
Landsbankinn hefur verið í mikilli
sókn bæði á innlendum og erlendum
fjármálamörkuðum. Margþætt tæki-
færi era til áframhaldandi sóknar inn
á ný svið fjármálaþjónustu hér á landi
til samstarfs við aðra aðila á fjármála-
markaði og tengdum mörkuðum. Þá
er mikil uppbygging á vegum Lands-
bankans í alþjóðlegri þjónustu, m.a.
innan Heritable Investment Bank í
London sem Landsbankinn keypti sl.
sumar. Öll þessi uppbygging heldur
áfram af fullum krafti,“ sagði Halldór
að lokum.
Landsbankinn sendi frá sér eftir-
farandi fréttatilkynningu í gær:
Getur veikt íslensk Qármála-
fyrirtæki í samkeppni
„Landsbanka íslands hf. hefur
borist niðurstaða samkeppnisráðs
sem er á þá leið að það mælir gegn
samrana Landsbanka og Búnaðar-
banka.
Bankaráð og bankastjóri Lands-
bankans hafa í dag fjallað um þessa
niðurstöðu samkeppnisráðs. Er það
skoðun bankans að niðurstaða sam-
keppnisráðs sé í andstöðu við þá þró-
un sem orðið hefur í átt til hagræðis,
vaxtar og kostnaðarlækkana á fjár-
málamörkuðum víða um heim. Er sú
skoðun studd áliti sérfræðinga bank-
ans.
Að mati bankaráðs og bankastjóra
er það verulegt áhyggjuefni ef fjár-
málafyrirtæki hérlendis geta ekki
náð fram hliðstæðri hagræðingu og
orðið hefur í nágrannalöndum okkar.
Slíkt skaðar samkeppnishæfni ís-
lenska fjármálamarkaðarins og getur
veikt íslensk fjármálafyrirtæki í al-
þjóðlegri samkeppni.
íslenskir bankar búa nú þegar við
harðnandi samkeppni erlendis frá
sem verður að taka tillit til þegar lagt
er mat á hvað skuli talin markaðsráð-
andi staða. I þessu sambandi má
minna á að vaxtamunur, sem er helsti
tekjustofri íslenskra banka, hefur far-
ið minnkandi hlutfallslega undanfar-
in ár. Á sama tíma hafa bankar leitað
leiða til að lækka kostnaðarhlutfall og
auka arðsemi m. a. til að styrkja láns-
hæfismat og tryggja þannig sem best
lánskjör erlendis viðskiptavinum til
hagsbóta. Einnig hefur tækniþróun
reynst bönkum afar kostnaðarsöm.
Að mati bankaráðs og bankasljóra er
stækkun eininga innan íslenska fjár-
málakerfisins nauðsynleg af þessum
ástæðum.
Landsbankinn hefur verið í mikilli '
sókn á innlendum og erlendum Ijár-
málamarkaði og mun þrátt fyrir
þessa niðurstöðu leita allra leiða til að
bæta hag viðskiptavina sinna og hlut-
hafa, m.a. með samvinnu við önnur
fjármálafyrirtæki. Bankaráð og
bankastjóri hafa einnig í dag þakkað
starfsfólki Landsbankans fyrir þá
þolinmæði sem það hefur sýnt síð-
ustu vikur meðan beðið hefur verið
niðurstöðu samkeppnisráðs."
Búnaðarbankinn virðir
niðurstöðuna
Bankaráð Búnaðarbanka íslands
hélt fund í gær og ræddi þar úrskurð
samkeppnisráðs. Á fundinum var
samþykkt ályktun þar sem vísað er til
efnis úrskurðar samkeppnisráðs.
„Búnaðarbanki íslands hf. virðir
niðurstöðu samkeppnisráðs og mun
áfram vinna að eflingu bankans á öll-
um sviðum og leita leiða til lækkunar
á kostnaði við þjónustu bankans.
Bankaráð og bankastjórar hafa
einnig í dag þakkað starfsfólki bank-
ans fyrir þá þolinmæði sem það hefur
sýnt síðustu vikur meðan beðið hefur
verið niðurstöðu samkeppnisráðs,"
segir í ályktuninni.
Ekki náðist í Pálma Jónsson, for-
mann bankaráðs Búnaðarbankans.
Viðbrögð starfsmanna
„Urskurðurinn fór mjög vel í
starfsmenn Búnaðarbankans," sagði .
Þorsteinn Þorbergsson, formaður
starfsmannafélags bankans, í samtali
við Morgunblaðið vegna úrskurðar
Samkeppnisráðs um að sameining
Búnaðarbanka og Landsbanka bryti í
bága við samkeppnislög. Þosteinn
sagði starfsmenn líta svo á að nú sé
þessi sameining úr sögunni og að við
taki að gera Búnaðarbankann að öfl-
ugri banka.
Þorsteinn sagði að á mánudaginn
yrði haldinn fundur í stjórn starfs-
mannafélagsins og að þar verði stað-
an skoðuð nánar.
Erla Þorsteinsdóttir, varaformað- r
ur starfsmannafélags Landsbankans,
sagði í gær að starfsmenn bankans
væra ekki búnir að átta sig á úr-
skurðinum eða hvaða áhrif hann
myndi hafa á þá, en að þeir hafi ekki
verið neikvæðir í garð sameiningar.
Hún sagði að úrskurðurinn yrði
ræddur í stjóm starfsmannafélagsins
strax eftir helgi.