Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 53

Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 53v MINNINGAR vildi ég að þú hefðir kynnst Hafliða mínum. Já, svaraði ég, en mér finnst ég þekkja hann, þú hefur sagt mér svo mikið frá honum. Svo voru það stundirnar sem eru alveg ógleymanlegar, þegar við sát- um uppi í íbúðinni þinni með kaffi og stundum örlítið sérrýtár, ég búin að hringa mig upp í stól eða bara við eldhúsborðið, þú segjandi mér frá liðnum árum á Siglufirði, þú að hjálpa mér að raða brotunum sam- an, sem ekki vildu gleymast og oft þurfti svo lítið til að ýfðust upp. Þá tókstu í hendurnar á mér og sagðir að þú skildir þetta allt. Stundum fóru umræðurnar á hærra plan, þá áttir þú það til að fara að hlæja og segja: Þetta hef ég engum sagt nema þér, elsku Hans- ína mín. Elsku Jóna, þakka þér fyrir að hlusta, þakka þér fyrir að sjá réttu hliðarnar sem stundum var svo erf- itt að sjá. Nú ertu búin að hitta Haf- liða þinn, sem þú þráðir svo heitt. Manstu, þér fannst stundum þú finna fyrir nálægð hans hjá þér, ég er viss um að hann var þar alltaf. Skilaðu kveðju til mömmu og pabba frá mér, þau eru örugglega á rölti um rósagarðinn, mamma elsk- aði ilminn af rósunum. Hjartans Jóna mín, þökk fyrir allt. Þín Hansína. i i : I Ég gleymi ekki þeirri stundu er ég sá tengdamóður mína fyrst. Það var veturinn 1962. Hópur nemenda úr Menntaskólanum á Akureyri fór með leikrit til Siglufjarðar. Ég var í þeim hópi ásamt Einari syni hennar og kom þá í fyrsta sinn á Lindargötu 16. Þetta var glæsilegt hús á tveimur hæðum. Vorum við nokkur að koma í heimsókn til Einars og erum við rétt komin inn um kjallaradymar þegar kallað var „Einar, Einar“ - og þarna stóð hún. Mér fannst ég aldrei hafa séð jafn fallega og glæsilega konu en seinna átti ég eftir að kynnast henn- ar hlýja viðmóti og einstaka per- sónuleika. Þarna urðu mín fyrstu kynni af hjónunum Jónu og Hafliða. Ollum hópnum var boðið inn á heim- ili þeirra, bomar voru fram veiting- ar og spjallað við unga fólkið. Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta skiptið sem þau buðu menntaskólahópum heim til sín og seinna átti ég eftir að kynnast gestrisni þeirra. Oft hef ég leitt hugann að þeim at- riðum sem gefa lífinu gildi og þar vegur þyngst fólkið í kringum okkur og þau tengsl sem við náum við það. Ef við höfum ekki gott fólk með okk- ur til að njóta lífsins með og halla okkur að í gleði og sorg skortir okk- ur lífsfyllingu. Fjölskyldan, góðir vinir og kunningjar era mikilvægir homsteinar í mótun lífshamingjunn- ar. Lindargatan var mikið heimili, þar var mjög gestkvæmt, og reyndi þá sérstaklega á tengdamóður mína en þau hjónin nutu þess að hafa fólk í kringum sig. Jóna minntist oft þeirrar glað- værðar sem ríkti á æskuheimili hennar en þar var mikið sungið. Stundanna sem Hafliði hennar spil- aði á píanóið naut hún svo vel og minntist þeirra oft en hann lést eftir stutt veikindi 8. júlí 1980. Árið 1963 útskrifuðumst við Einar frá MA. Þá komu Jóna og Hafliði til Akureyrar og buðu okkur út að borða. Rifjuðum við oft upp þá til- viljun að kjólarnir sem við voram í, og höfðum látið sauma á okkur, voru úr sama efni og eins á litinn. Stundum er talað um slæmt sam- komulag milli tengdamæðra og tengdadætra. Slíkt þekkti ég ekki en samband okkar Jónu var einstakt. Ég var svo lánsöm að eignast þá bestu tengdaforeldra og fjölskyldu sem hægt er að hugsa sér. Á hverju ári fórum við Einar með börnin okk- ar í heimsókn til ömmu og afa á Siglufirði. Alltaf var tilhlökkunin jafn mikil og alltaf var jafn skemmti- legt að vera í návist þeirra. Jóna elskaði og dáði syni sína og tengdadæturnar fengu oft að heyra hversu hamingjusöm hún var með þær. Hún náði einstöku sambandi við barnabömin sín og var mikill trúnaðarvinur þeirra. Samband Jónu og systra hennar var afar gott, þær höfðu gaman af að hittast, spiluðu brids og höfðu um margt að spjalla. Jóna var skarpgreind kona og með ólíkindum minnug fram á síð- ustu stundu. Það var einstaklega gaman að vera með henni og hægt að spyrja hana um nánari deili á fólki frá fyrri tíð. Hún fylgdist mjög vel með öllu sem gerðist í fjölskyld- unni og var minnug bæði á nöfn og fæðingardaga. Jóna hafði mikla ánægju af að leysa alls konar þrautir og krossgátur, lagði mikið kapal og hlustaði á útvarp. Hún var síung og hafði skoðanir og hugmyndir sem hæfðu miklu yngra fólki. Jóna átti við erfið veikindi að stríða seinustu árin, þeim fylgdi mikið þróttleysi og þráði hún hvíld- ina. Elsku Jóna, ég og fjölskylda mín þökkum þér fyrir allar yndislegu samverastundimar og allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Við eigum eftir að sakna þín svo mikið. Blessuð sé minning tengdamóður minnar. Sigrún. Fyrstu kynni af ömmu á ég erfitt með að muna. Þannig er það gjarnan með fólk sem stendur manni nærri og er fastur punktur í tilverunni. Bernskuminningarnar um ömmu og afa era aðallega á Siglufírði þar sem þau bjuggu alla sína hjúskapartíð. Það var ætíð mikil tilhlökkun sem fylgdi því að fara til Siglufjarðar þrátt fyrir að leiðin á holóttum vegi með tilheyrandi bílveiki virtist óyf- irstíganlega löng. Gleðin var því mikil þegar göngin (Strákagöng) birtust loksins og út úr myrkri gang- anna tók við ævintýraveröldin Siglu- fjörður. Minningarnar frá þessum heim- sóknum era margar og hlýjar. Til- veran var í föstum skorðum þótt engir tveir dagar væra eins. Þegar ég fór á fætur bjó amma til hafra- graut og ristaði brauð. Ef brauðið brann mátti ekki borða það fyrr en búið var að skafa það sem var brennt. Hún sagði það hættulegt til átu og ég hlýddi. Hvaðan hún hafði þessa vitneskju veit ég ekki en löngu síðar hefur verið sýnt fram á að þessi staðhæfing er rétt. Mér fannst amma hyggin kona og dugleg, hún kunni að búa til lím úr hveiti, spila brids, ráða krossgátur á dönsku og hún gat vaskað upp úr sjóðandi heitu vatni án þess að nota gúmmí- hanska. Maður bauðst ekki til að vaska upp eftir að hún hafði látið renna í vaskinn. Þá var betra að taka viskustykkið sér í hönd. Þetta era brot úr barnsminni. Amma gerði kröfur en treysti manni jafnframt í umhverfi sem var litlum dreng ekki hættulaust, með snar- bratta hlíðina á aðra hönd og fúnar bryggjur síldaráranna á hina. Eftir að afi dó fyrir tuttugu árum fluttist amma til Reykjavíkur. Þá hófst nýr kafli. Ég fékk að kynnast ömmu sem unglingur og sem full- orðinn maður. Þá kynntist ég enn betur kímnigáfunni og því hversu rökföst og greind kona hún var. Greind sina notaði hún vel til að örva sitt nánasta umhverfi sem oft leiddi til krefjandi umræðu um það sem var efst á baugi. Það var gæfa að fá að kynnast ömmu sem fullorðinn einstaklingur. Enda þótt amma saknaði afa mik- ið þá naut hún þess á þessum áram að vera með fjölskyldu og vinum. Hún fylgdist með stóram hópi barnabarna vaxa og dafna, tók þátt í gleði þeirra og líka þegar miður gekk. Það er gjöfult líf. Hún fékk líka að fylgjast með fyrstu lang- ömmubörnunum stíga sín fyrstu spor. Það er gjöfult líf. Síðustu árin átti amma við sjúk- leika að stríða. Hún var þó ekki tilbúin að gefast upp enda ósérhlífin að eðlisfari og lifði því síðustu árin kannski aldrei í takt við veikindin. Hugurinn bar hana ætíð langt og hún setti sér sífellt ný markmið. Mikilvægt markmið var að verða áttræð og það varð hún. Þá komu gleðitíðindi um að enn væri að vænta langömmubarns. Þar var komið nýtt markmið, að bíða komu barnsins. Barnið fæddist í september síðast- liðnum, ömmu til ómældrar gleði, og þar með lauk markmiðunum. Ham- ingjuríku lífi ömmu minnar er lokið. Hún gerði líf okkar sem fengum að kynnast henni ríkara. Blessuð sé minning ömmu Jónu. Ég færi kveðjur til fjölskyldunnar frá Kristínu Lára og dóttur okkar Margréti Ólöfu sem vegna búsetu okkar erlendis höfðu ekki tök á að vera við kveðjuathöfn eða útför. Erlendur Helgason. í huga mínum er Siglufjörður heilagur staður. Samt er ég fæddur eftir síld og minn Siglufjörður ekki svipur hjá sjón miðað við það blómaskeiðs sem kynslóðir ís- lendinga eiga minningar um. Minn Siglufjörður er staður róta minna að hluta til í báðar ættir. Staðurinn þar sem afi minn og amma bjuggu. Mér finnst stundum eins og ég hafi varið öllum sumram bernsku minnar á Siglufirði, frá því á vori og fram á haust. Sannleikurinn er hins vegar sá að þetta vora bara hlutar úr sumri, en svona stækka kærar minningar raunveraleikann og minningar mínar frá heimili afa míns og ömmu era mér kærar. Ég sé hana ömmu mína fyrir mér átján ára gamla með gott verslunar- próf upp á vasann komna til Siglu- fjarðar til að vinna; grunlausa um hve örlagarík sú ferð er. Hún er glæsileg ung kona. Næstelst ellefu systkina. Sprottin úr kærleiksríkri og glaðværri stórfjölskyldu á Berg- staðastíg í hjarta Reykjavíkur. Þama kynntist hún afa mínum, Hafliða Helgasyni, sem var tólf og hálfu ári eldri; glaðvær piparsveinn sem var ekkert á þeim buxunum að láta hneppa sig í fjötra hjónabands. En amma var auðvitað ómótstæði- leg, falleg, greind, kvik og með brúnu augun sem spegluðu alla hennar kosti og sjarma. Ég heyrði hana einu sinni segja frá því hvers vegna hún hefði fallið fyrir honum. „Ó, hann var svo skemmtilegur.11 Amma ljómaði alltaf öll þegar hún sagði um einhvern að hann væri skemmtilegur og augun hennar dönsuðu. Hún hafði lag á að hafa skemmtilegt fólk í kringum sig. Hún fór á húmæðraskóla til Dan- merkur í boði afa og hafa margir fengið að njóta arðs þeiirar fjárfest- ingar. Hún lærði líka dönskuna þannig að reitir krossgáta dönsku blaðanna fylltust, að því er virtist fyrirhafnarlaust, líka þeir sem ollu innfæddum talsverðum heilabrotum. Hún var gædd góðum námsgáfum, rökvísi og snerpu og hefði ekki orðið síðri bankastjóri en afi. Það hljóta að hafa verið viðbrigði að flytjast norður og stofna heimili með tengdamóður sinni og einkasyni hennar, langt frá bernskuheimilinu og vart ferðafært nema yfir hásum- arið. Það var ekki í eðli hennar að vorkenna sér og hún var fljót að nýta kosti þess lífs sem hún hafði kosið sér og gagnkvæm virðing og væntumþykja fljót að hreiðra um sig hjá þeim tengdamæðgum. Hjónabandið var farsælt og heim- ilið vettvangur endalausra gesta, glaðværðar og veislna sem slegið var upp eins og hendi væri veifað. Hitann og þungann af þessu bar amma mín. Þegar góða gesti bar að garði var rísvín sett í skál sem var heimagert og dágott. Ég bað ömmu einhvern tímann um uppskriftina. Hún svaraði: „Ég veit ekkert um hana. Ég kom ekki nálægt þessu, nema að þrífa ílátin og svoleiðis." Þetta voru skemmtilegar veislur og við krakkarnir fengum snemma að vera með. Rísvínið máttum við líka smakka, þegar við höfðum stálpast og vildum sjálf. Því var hvorki haldið að okkur né frá okkur, en fyrir- myndin var skýr. Á heimilinu var farið vel með vín. Ég átti margar góðar stundir með ömmu sem bam, en þó fleiri eftir því sem ég varð eldri. Hún hafði gaman af spilum og tók þeim af mikilli al- vöra. Það var vissara að hafa svör á reiðum höndum eftir kjánalegt út- spil í brids og ekki var gefinn eftir þumlungur í Mastermind-einvígjum okkar, sumarið eftir að afi dó. Þá dvaldi ég hjá henni í helgarleyfum úr brúarvinnu. Eitthvað hafði ég hugsað mér að sletta úr klaufunum þessar helgar. En raunin varð sú að félagsskapurinn við ömmu varð eft- irsóknarverðari. Hún dró heldur ekki af sér þegar við rökræddum pólitík, á því tímaskeiði þegar við áttum þarekkert sameiginlegt nema andúð á SÍS. Við Ragnhildur, kona mín, áttum líka ógleymanlegt kvöld með ömmu og systram hennar, Önnu og Gunnu, í Kaupmannahöfn fyrir sex áram, þar sem bæði var spilað brids og spjallað fram á nótt um heima og geima þar sem þær fræddu okkur um föðursystur sínar sem fóru í æv- intýraleit til útlanda og festu þar rætur. Líf ömmu minnar var gott. Bam- æskan falleg og miklir kærleikar milli systkina. Hjónabandið ham- ingjuríkt og heimilið skemmtilegt. Afkomendurnir myndarfólk sem sóttist eftir samvistum við hana og hún gladdist yfii' þessum góða hópi. Góðir og skemmtilegir vinir sem héldu tryggð við hana. Fyrir svo ríkulegt líf hlýtur maður að þakka um leið og maður saknar. Hafliði Helgason. Mér hefur alltaf þótt gaman að segja frá því að ég ætti ömmu sem segði „all right“, reykti smávindla, spilaði bridge og leysti danskar ló-ossgátur í Sondags BT. Amma hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var mjög hrein og bein og ekki gefin fyrir neitt „vesen“. Helst vildi hún gera alla hluti sjálf því að þá voru þeir líka rétt gerðir. Ég gleymi því aldrei þegar ég stóð uppá vaskaborðinu og þreif eldhús- gluggann hjá henni rétt fyrir jólin og amma stóð á gólfinu fyrir neðan og stýrði tuskunni með vísifingri sem hún hélt á lofti. Þegar eitthvert verk var unnið átti að vinna það fljótt og vel og nota svo tímann í annað skemmtilegra, t.d. að spjalla eða taka í spil og þá gjarnan kasínu. Þá breyttist hún í keppinaut sem vildi hafa verðugan andstæðing. Spilinu vai' aldrei lokið fyrr en búið var að rekja það til baka og finna hvar hafði verið farið út af sporinu og svo var hlegið. Alveg frá því ég man eftir mér hafði amma mikla ánægju af að glíma við gátur og þrautir sem ekki vora lagðar á hilluna fyrr en þær voru leystar. Sömu leikreglur giltu einnig fyrir allar hennar lífsins þrautir sem hún leysti vel og farsæl- lega. Allt sem amma fékkst við var gert í réttri röð og af miklu skipu- lagi. Amma var stillt kona og alvarlega þenkjandi en jafnframt glöð og skemmtileg og hafði gaman af lífinu. Maður vissi alltaf hvar maður hafði hana og hún bar hag manns fyrir brjósti. Það sýndi hún oft með því að setja fingurinn á loft og segja „heyrðu þú“ og svo kom eitthvert gott innlegg frá henni sem fylgdi manni áfram í lífinu. Það var dýr- mætt að finna hvað hún var mikill þátttakandi í því sem var að gerast í lífi manns og maður fann svo glöggt hvað áhuginn og umhyggjan voru ríkir þættir í fari hennar. Þegar afi og amma bjuggu á Siglufirði vora það fastir liðir hvert sumar að skreppa norður og heim- sækja þau. Þessar heimsóknir vora alltaf mikið tilhlökkunarefni og mín- ar fyrstu minningar um ömmu era þaðan. Maður skynjaði strax í æsku hvað ríkti mikið öryggi á heimilinu og það var alltaf svo auðvelt að hafa, það skemmtilegt og að ræða málin, líka að rökræða og þá fylgdi fing- urinn með, svona sem áherslutákn. Þegar ég var lítil stelpa leit ég á til- vist ömmu sem sjálfsagðan hlut en núna lít ég á það sem forréttindi að hafa fengið að eiga hana svona lengi og tengjast henni jafnsterkum bönd- um og ég gerði. Hún var ekki bara amma mín heldur líka mikil og trygg vinkona sem ég á eftir að sakna. Minningin um ömmu mun lifa í hjarta mínu - alltaf - og ég veit að það veganesti sem hún gaf mér mun endast mér í öllum mínum lífsins þrautum. Ólöf Huld Helgadóttir. Elsku amma. Mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Þegar ég lít til baka eru minningamar um þig margar og góðar. Alveg frá því ég man eftir mér fyrst hefur þú verið mikilvæg í lífi mínu. Við urðum strax góðar vin- konur. Þú varst vön að passa mig þegar ég var lítil og á þeim tíma tengdist ég þér sterkum böndum. Við gerðum margt saman, lásum, púsluðum, lögðum kapal og fóram í gönguferðir. Það var alltaf líf og fjör í kringum þig amma og mikið talað og hlegið þegar vinir og fjölskylda komu í heimsókn. Mér era minnis- stæðar bæjarferðirnar með ömmu þegar við tókum strætó niður á Hlemm og löbbuðum niður Lauga- veginn. Það var alltaf jafn spennandi fyrir litla stelpu. Svo stoppuðum við alltaf í Sandholtbakaríinu og fengum okkur eitthvað gott með kaffinu. Þetta nána samband hélst óbreytt þó að ég flyttist til útlanda sex ára gömul. Ég kom til þín á hverju sumri og reyndi að vera sem lengst. Það var alltaf jafn skemmtilegt að hlusta á þig segja sögur frá því þegar þú varst ung og sérstaklega söguna af því þegar þú kynntist afa. Þú varst vel lesin og fylgdist vel með í því sem var að gerast í heiminum og þér fannst gaman að ræða málin. Þín besta dægradvöl var að leysa þraut- ir og gátur. Oft horfðum við saman á sakamálaþætti í sjónvarpinu og þú varst alltaf á undan einkaspæjuran- um að finna hinn seka. Ég man eftir þér sem einstaklega einlægri, umhyggjusamri og vitri konu. Þú hafðir alltaf tíma til að tala við, mig og þú varst upptekin af því hvað var að gerast í lífi mínu hverju sinni. Ég átti í þér trúnaðarvin. Ég mun ætíð vera þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér amma mín. Minninguna um þig geymi ég í hjarta mér. Ég vil einnig skila kveðju frá bræðrum mínum Hafliða Arnari og Ólafi Einari sem minnast þín með söknuði. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, Svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi Ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín Svanhildur. t Þökkum sýnda vináttu og virðingu við andlát ÁSMUNDAR STEINARS JÓHANNSSONAR lögfræðings. Ólöf Snorradóttir, Ásta Margrét Ásmundsdóttir, Snorri Ásmundsson, Jóhann Ásmundsson, Ásmundur Ásmundsson, Valur Ásmundsson, Margrét Jóhannsdóttir og fjölskyldur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.