Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 58
58 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR
PÁLL PÉTURSSON
+ Guðmundur Páll
Pétursson fædd-
ist að Núpi í Fljóts-
hlíð 28. nóvember
1954. Hann lést 9.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Anna Guðjóns-
dóttir, f. 9. júní 1922,
og Pétur Guðmunds-
son, f. 9. júlí 1912, d.
9. aprfl 1997. Systk-
ini hans eru: Guðrún
Pétursdóttir, f. 5.8.
1945, maki Kristján
Aðalsteinsson, f.
29.12. 1947, Guðjón
Öm Pétursson, f. 29.5.1947, maki
Ágústa Sumarliðadóttir, f. 11.8.
1945; Hólmfríður Pétursdóttir, f.
28.6. 1950, maki Ólafur M. Ósk-
arsson, f. 30.11. 1952; Guðbjörg
Pétursdóttir, f. 10.12. 1957, maki
Ólafur Ragnarsson, f. 17.9. 1959;
Karítas Pétursdótt-
ir, f. 31.1.1962, maki
Símon S. Sigurpáls-
son, f. 4.1. 1961;
Dóra Pétursdóttir, f.
9.7. 1963, sambýlis-
maður Jón Á. Krist-
jánsson, f. 25.9.1951.
Guðmundur Páll
var kvæntur Hrund
Logadóttur, f. 19.2.
1957. Hennar for-
eldrar vom Logi
Einarsson, f. 16.10.
1917, d. 29.11. 2000,
og Oddný Gísladótt-
ir, f. 22.1.1922. Böm
Guðmundar Páls og Hmndar eru:
Logi, f. 12.3.1980; Oddur Pétur, f.
10.3.1984; Dögg, f. 2.8.1988.
IJtför Guðmundar fer fram frá
Breiðabólsstaðarkirkju í Fljóts-
hlfð í dag og hefst athöfnin klukk-
an 14.
Það var í sumar að ég kom að
Núpi og ætlaði að heimsækja gömlu
vini mína, bærinn var mannlaus,
seinna frétti ég að þau væru búin að
selja Núp og með haustinu fengju
þau afhenta íbúð í Reykjavík.
Þegar haustið kom hringdi ég
heim til þeirra og varð Logi, elsti
sonur þeirra, fyrir svörum. Guð-
mundur Páll faðir hans var í sínum
síðustu göngum og mamma hans
var þar kokkur, þau kæmu heim
seint á sunnudag.
Fyrir fjórum til fimm vikum
gerði ég aðra tilraun og þá hittist
betur á, þetta var á sunnudegi og
komu þau ásamt Dögg dóttur sinni
til okkar í kvöldmat.
Það var langt um liðið, einhver ár
síðan ég sá þau síðast en ég kynnt-
ist þeim sem unglingur þegar ég fór
með Edda í sveitina hans en Palli
var sonurinn á bænum og Hrund
var þar í sveit. Árin liðu og Hrund
og Palli felldu hugi saman. Á fram-
haldsskólaárunum bjuggu þau í
Reykjavík og var samgangur okkar
á milli mikill.
Eg man þegar við Palli eyddum
einu vori í að leggja rafmagn og
lagfæra Skíðaskála kvenna í
Skálafelli án þess að taka borgun
fyrir.
Ég man þegar ég fór með Palla
norður í land þegar hann keypti
fyrsta vörubílinn sinn og við ókum
honum um nóttina að norðan og á
Núp.
Palli var alltaf kátur og hress og
átti mjög auðvelt með að kynnast
fólki, á Núpi voru alltaf gestir og
ekkert hús hef ég vitað með jafn-
mörgum herbergjum með uppbún-
um rúmum.
Atburðirnir rifjast upp hver af
öðrum.
En þetta kvöld nú í haust þegar
við litum yfir farinn veg heyrði ég á
Palla að hann var ekki sáttur við
hvernig kerfið hafði leikið hann, þau
tóku við búskapnum á Núpi og réð-
ust í uppbyggingu á útihúsum og
vélum en skömmu seinna var kerf-
inu breytt og stoðum kippt undan
rekstrinum. Þar sem kerfið gerði
þeim ókleift að stunda búskap fór
Palli fyrst á sjó, var m.a. á vetr-
arvertíð og síðan meira og minna á
vinnuvélum og því tengdu ásamt því
að vera í tamningum og öðru hesta-
stússi en Palli var alinn upp við
hestamennsku, átti alltaf hesta og
var góður hestamaður.
Það var liðið á kvöldið þegar þau
fóru en það var vinnudagur næsta
dag, áður en við Palli kvöddumst
mæltist okkur svo til að við skyld-
um fara golfhring með vorinu en
íbúðin þeirra er í nánd við golfvöll
en sá hringur verður leikinn seinna
á öðrum og fallegri velli. Það er
dýrmætt að eiga þetta sunnudags-
kvöld í minningunni um góðan
dreng.
Við vottum þér, Hrund, og börn-
unum þínum okkar dýpstu samúð
og megi góður guð veita ykkur
styrk.
Sigurður Rúnar ívarsson
og Sigurborg.
Þegar tími ljósanna nálgast og
menn eru í önnum við undirbúning
friðarhátíðar berst sú sorglega
fregn að Guðmundur Páll, eða Palli
eins og flestir kölluðu hann, sé lát-
inn. Það setur að manni hryggð að
góður drengur skuli kvaddur svo
snöggt á tíma sem jólahátíðin ber
með sér.
Palli var fæddur 28. nóvember
1954 að Núpi í Fljótshlíð og var í
miðjunni af sjö barna systkinahópi
þeirra sæmdarhjóna Péturs Guð-
mundssonar og Onnu Guðjónsdótt-
ur. Anna lifir son sinn en Pétur lést
fyrir tæpum þremur árum.
Palli dvaldi í heimahúsum fram á
fullorðinsár en stundaði jafnan ein-
hverja vinnu utan heimilis. Alltaf
vann hann þó við sumarstörfin
heima og hjálpaði foreldrum sínum
við heyskap og fleira sem snýr að
störfum sveitarinnar. Hugur hans
dvaldi tíðum við hestamennsku
enda þótti hann afar snjall að um-
gangast hesta og temja þá. Margan
góðan gæðinginn átti hann líka um
ævina. Þeir eru líka margir sveit-
ungar hans og kunningjar sem notið
hafa aðstoðar hans við að koma sér
upp almennilegum reiðhesti.
Palli kynntist eiginkonu sinni,
Hrund Logadóttur, snemma á lífs-
leiðinni. Hún hafði á unglingsárum
verið í sumardvöl á Núpi og notið
þar hlýju og umönnunar á stóru
heimili.
Fyrstu ár sambúðar bjuggu þau í
Hafnarfirði og Reykjavík. Þaðan
stundaði Hrund nám í Kennarahá-
skólanum en Palli vann aðallega við
tamningar á Reykjavíkursvæðinu.
Þar fæddist þeim frumburðurinn
Logi. Seinna fluttu þau á Hvolsvöll
og þar eignuðust þau Odd Pétur og
Dögg. Eftir að þau tóku við búi að
Núpi fluttu þau þangað. Byggðu
þau myndarlegt fjós á jörðinni á
erfiðum tímum verðbólgu og kvóta-
takmarkana auk þess sem þau
gerðu íbúðarhúsið upp af smekkvísi
án þess að breyta mikið sál þess og
innviðum.
Kynni okkar Palla hófust
snemma á áttunda áratugnum.
Tókst með okkur mikill og góður
vinskapur. Eftir að þau hjón fluttu
að Núpi var sérstaklega gaman að
heimsækja þau, eiga með þeim sam-
verustundir og fara á hestbak. Sum-
arferðir sem við fórum saman á
hestum um óbyggðir eru ógleyman-
legar. Palli gerði sitt til að gera þær
skemmtilegar enda maðurinn glað-
vær, úrræðagóður og framtakssam-
ur á slíkum stundum. Þarna naut
hann sín til fulls í ríki náttúru og
friðar með fjölskyldu og vinum.
Palli var drengur góður og átti
fáa sína líka vegna þess þáttar í lífi
hans að rétta öðrum hjálparhönd.
Komið að leiðarlokum. Nú hverf-
ur þú aftur í sveitina sem þú unnir
og munt hvíla við hlið föður og ann-
arra ættingja. Ég þakka þér fyrir
allar ánægjustundirnar og hjálpina
sem þú veittir mér.
Kæra Hrund, Logi, Oddur Pétur
og Dögg. Færi ykkur mínar dýpstu
samúðarkveðjur. Það er ekki hægt
að lýsa þeirri sorg og hryggð sem
þið hafið orðið fyrir, fyrst við missi
föður og afa og nú við fráfall eig-
inmanns og föður. Það er eðlilegt að
syrgja en ég vona að minningar um
góðan dreng geti létt ykkur þá
þungu byrgði.
Þá sendi ég Önnu, sem sér á eftir
góðum syni og systkinum Palla,
samúðarkveðjur á þessari rauna-
stund.
Hvíl í friði, Guðmundur Páll.
Helgi Helgason.
Mót fjöllum lát þú gamminn geisa,
er glampar sól á snæviþakta hlíð.
Þitt yndi mun úr læðing leysa
listir gæðings ár og síð.
Heyr þú dyn frá hófaslögum,
hljóma í víðum fjallasal.
Slóð frá löngu liðnum dögum.
Liðast greið um hh'ð og dal.
Hraun og sanda hestafætur,
hafa mótað öld frá öld.
Eggjagrjótið undan lætur,
á því dynur skeifnafjöld.
Eins þó mæðist eldhert stál,
ekkert mun þó granda.
Minningum er marka sál,
og munu lengi standa.
(MH.)
Þegar sest er niður til að skrifa
þessi kveðjuorð spretta fram í hug-
ann á leifturhraða minningar eftir
meira en tuttugu ára samfylgd og
vináttu. Þá verður manni ljóst að í
rauninni var það hraði ljóssins sem
einkenndi stundum líf Guðmundar
Páls og á stundum var ekki auðvelt
að fylgja honum eftir. Það sem upp
úr stendur er að Guðmundur Páll
var gegnheill og sannur vinur vina
sinna. Sem betur fer eru allar minn-
ingar sem fyrst koma upp í hugann
þess eðlis að sorg og leiði fýkur veg
allrar veraldar en hlátur og gleði
taka völdin. Sjálfur naut Guðmund-
ur Páll sín allra manna best þegar
gleðin hafði völd, var enda oftast
ótæmandi gleðigjafi sjálfur. En
þegar litið er til baka yfir sviðið
verður manni ljóst að í rauninni var
það ótæmandi gjafmildi sem ein-
kenndi Palla fyrst og fremst. Hann
naut sín meðal þeirra sem gátu þeg-
ið í einlægni. Ékki síst þess vegna
átti hann auðvelt með að umgangast
börn og unglinga sem voru stór
þáttur í lífshlaupi hans gegnum
skólaakstur og reiðnámskeið. Guð-
mundur Páll var listamaður, nátt-
úrubarn og hestamaður af Guðs
náð. Hann var sannur ofurhugi og
því ekki undarlegt að kappreiðar
ættu hug hans allan, það var hans
stíll. Eftir standa óhögguð landsmet
og afrek í lengri vegalengdum í
stökki en við sem þekktum Palla
munum eftir mörgum snörpum
skeiðsprettum þar sem ekki þurfti
stundum langan aðdraganda. Von-
andi standa Vinur og Hólmfríðar-
rauður harðjárnaðir handan landa-
mæranna og bíða þess að verða
teknir til kostanna að nýju. Hesta-
ferðir á fjallaslóðum voru honum
mikilvægar og þó að ýmislegt óvænt
kæmi upp á sem ferðum fylgir
leysti Palli vandann með alkunnu
brosi á vör enda jafnan manna kát-
astur þegar eitthvað bjátaði á. Það
verður ekki minnst á Guðmund Pál
öðruvísi en tónlist komi upp í hug-
ann enda var hún nauðsynleg nær-
ing slíkum manni. Sagnahefðin og
kunnáttan voru honum í blóð bom-
ar þar sem húmorinn sat í íýrir-
rúmi. Það væri ekki í anda Guð-
mundar Páls að skrifa einhverja
þreytandi langloku. Það er ótal
margt sem maður vill segja vinum
sínum en kemur því ekki í verk og
því er sárt að standa eftir vitandi að
tækifærið er glatað. Guðmundur
Páll krafðist einskis af öðrum en
var ávallt reiðubúinn til hjálpar
sjálfur þegar aðrir þurftu aðstoð.
Þegar ausið er úr brunni lífsins
mannkosta hlýtur lindina að þrjóta.
Bestu þakkir fyrir samfylgdina,
Guðmundur Páll, við biðjum Guð að
styrkja þau sem mest hafa misst.
Þínir vinir,
Magnús, Þormar
og fjölskyldur.
Okkur langar að minnast í örfá-
um orðum vinar okkar og félaga
Guðmundar Páls Péturssonar eða
Palla eins og hann var oftast kall-
aður. Þegar hugsað er til baka kem-
ur fyrst og fremst í hugann þakk-
læti, að hafa fengið að fylgjast að og
kynnast karakternum Palla, þar
sem margar og góðar minningar
koma í hugann. Fyrst sem skóla- og
bekkjarfélagar og- síðan áfram sem
sveitungar og vinir. Við viljum
þakka hversu fljótur Palli var að
bregðast við væri falast eftir aðstoð
af einhverju tagi, þá var það alltaf
sjálfsagt, þar eigum við m.a. við að
oft voru fengnir að láni hjá honum
hestar til smölunar, aðstoð við
byggingar hér á Kirkjulæk og
margt fleira.
Við urðum fyrir því óláni haustið
1995 að nýleg hlaða brann hjá okk-
ur, og voru fleiri byggingar í mikilli
hættu, þar sem þéttbýlt er hér á
Kirkjulæk. Þá var það Palli sem
brást strax við og gekk manna
fremstur (að öðrum ólöstuðum) í að
bjarga því sem bjargað varð. Þá var
mikil mildi að ekki urðu slys á þeim
sveitungum og vinum okkar sem
harðast lögðu að sér, að dugnaði,
kjarki og áræði. Er þessi hjálp hér
með þökkuð af alhug. Góðar minn-
ingar eru frá smalamennskum í
Krók og KJofninga (það eru land-
svæði sem Fljótshlíðingar eiga og
smala) þar sem Palli var hrókur alls
fagnaðar og fór þar fram af dugnaði
og ósérhlífni og verður sá karekter
sem alltaf verður minnisstæður, og
um hann eingöngu ljúfar minningar.
Þegar þorra- eða góuböll voru hald-
in hér í sveit og Palli var í nefnd,
var hægt að bóka að hann brygði
sér í eitthvert eftirminnilegt hlut-
verk, en leikari var hann góður ef
því var að skipta. Á góðum stundum
tók hann sér gítar í hönd og spilaði
undii- söng, einnig átti hann til að
spila lög við texta sem hann samdi
jafnóðum, svona eftir því hver eða
hveijir voru í kring, þá var fjör, því
allt var það í gríni gert. Svo má geta
þess að á árum áður spilaði hann á
trommur með nokkrum hljómsveit-
um. Sem skólabílstjóri hér í sveit
síðustu ár eignaðist hann marga
góða vini í börnum og unglingum
sem voru farþegar hans, því hann
hafði mjög gott lag á að umgangast
fólk, sama á hvaða aldri það var,
léttur, orðheppinn og skemmtilega
stríðinn í góðra vina hópi. Hann var
smiður góður, ekki síst á járn, sem
kom best fram nú síðustu ár þegar
hann fór að smíða styttur og muni
úr jámi. Þar mátti sjá kalt og jafn-
vel ryðgað járn lifna við í höndum
hans og breytast í fallegar styttur
og muni þar sem hreinlega má
þekkja persónur, svo lifandi eru
þær. Já, Palli, með þessum fáu orð-
um þökkum við samveruna hérna
megin. Við hittumst seinna. Vertu
sæll.
Kæru Hrund, Logi, Oddur Pétur
og Dögg, Anna og börn og aðrir
sem eiga um sárt að binda, við
sendum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Jón, Inga og börn,
Kirkjulæk III.
JÓN SANDHOLT
+ Jón Sandholt
fæddist í Rönne á
Borgundarhólmi,
Danmörku, 13. maí
1926. Hann lést 6.
desember si'ðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Fossvogs-
kirkju 14. desember.
Þau voru ekki svo
ýkja mörg, en þess í
stað ógleymanleg
kvöldin sem við afi
löbbuðum af stað niður
tröppurnar og sem leið
lá að ánni og yfir
brúna. I vestri hnitaði sólin uns
henni blæddi út yfir klettana fyrir
vestan á og litaði himininn blóð-
rauðan. Kjarrið sem klæddi hlíðina
iðaði af fuglalífi og þar bjuggu
skógarþrestir ungum sínum hreið-
um og í kvöldkyrrðinni mátti heyra
í mófuglum og fylgjast með önd;
unum á ánni búa sér náttstað. Á
göngunni ræddum við svo margt og
afi gat endalaust sagt mér glettnar
sögur af uppvaxtarárum sínum,
prakkarstrikum, sögur úr sveitinni
af mönnum og málleysingjum, sög-
ur frá virkjun Sogsins og byggingu
írafoss- og Steingrímsstöðvar. All-
ar öðluðust þessar sögur líf og gildi
fyrir mig í minningunni og munu
gera um ókomna tíð.
Árin liðu og heimsóknunum fjölg-
aði og á unglingsárunum dvaldi ég
einn vetur hjá afa og ömmu. Á þeim
árum styrktist samband okkar enn
frekar. Þær eru dýrmætar minn-
ingarnar um kvöldin sem við amma
og afi sátum við eldhúsborðið og
spjölluðum um heima
og geima, áður en
gengið var til náða.
Allar sögumar sem
þau sögðu mér reyni
ég að geyma í hug-
skoti mínu og ýmist
koma sér vel sem
veganesti og umhugs-
unarefni, sem hverjum
ungum manni er hollt
að hafa aðgang að.
Ég minnist þess að
hafa séð í þeim ara-
grúa ljósmynda, sem
voru til hjá afa og
ömmu, myndir af mér
og afa þar sem hann stoltur heldur
á mér, ellegar ég stend í leikgrind-
inni og læt afa mata mig af matnum
hans, þar sem minn matur var
löngu búinn! og svo var miklu betra
að fá kjötbollur og kartöflur, en
alltaf gulrótarstöppu. Það var alltaf
svo gott að koma til afa og ömmu,
hvort sem var á író, eða seinni árin
í Hveragerði. Ætíð var amma boðin
og búin með uppábúið rúm og kalda
mjólk og Fig rolls í kaffitímanum
og alltaf glöð að sjá mann hvort
heldur sem maður stoppaði stutt
ellegar lengur. Að koma í heimsókn
til afa og ömmu, fá kjöt í karrý í há-
deginu, snarl á kvöldin og setjast
svo inní stofu og fá sér harðfisk
með fréttunum eru minningar og
myndir um hversdagslega hluti er á
stirnir í huga manns. Þegar afi kom
heim eftir vinnu, settist við skrif-
borðið og tók upp póstinn, kallaði
hann oft á mig upp á loft og gaf mér
dýrindis penna, að manni fannst,
merktan einhverju olíu- eða inn-
flutningsfyrirtækinu, ellegar lykla-
kippu.
Árin liðu og afi og amma urðu
langiafi og langamma, en alltaf var
jafn gaman að koma í heimsókn og
jafn erfitt að fara. Aldrei heyrði ég
þig kvarta, afi, meðan á veikindum
þínum stóð og alltaf stóð amma við
hlið þér sem þín stoð.
Það var svo gaman, afi, að þið
amma gátuð og treystuð ykkur til
að koma í afmælið hans Steins
Vignis fyrir fáeinum dögum.
Og ég sem hélt og vonaði að þér
tækist að þrjóskast við svolítið
lengur og lifa enn ein jólin, svo þér
tækist að færa yngri syni mínum
jólapakka á fyrstu jólunum hans, og
þó. Þú gast ekki farið án þess að
vera búin að kaupa pakka fyrir
barna- og barnabarnabörnin, því
það er svo stór hluti jólanna að gefa
og sælla en að þiggja.
En jólastjarnan skein skært í
glugganum á herberginu þínu, afi,
til marks um það að jólin eru í
nánd.
Takk fyrir samfylgdina, afi, þessi
tæpu þrjátíu sem við urðu sam-
ferða. Ég bið þig að líta eftir strák-
unum mínum, því ég veit að þú
kemur til með að velja þér góðan
útsýnisstað, svo vel þú getir séð og
fylgst með okkur.
Og þó svo þessum leggjabrjót sé
lokið munum við taka tal aftur
seinna og ræða þau málefni sem við
svo oft ræddum og önnur slík.
Góður Guð styrktu ömmu,
mömmu, frænku, frændur mína og
fjölskyldur þeirra.
Með kærri kveðju.
Þinn dóttursonur,
Kristján Vignir Hallsson,
íjölskyldan Næfurási
og Jörfalind.