Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 61

Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 61 ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR Á i S HANDKNATTLEIKUR FH-UMFA 32:30 Kaplakriki, 1. deild karla í handknattleik, Nissan-deildin, föstudagur 15. des. 2000. Gangur leiksins: 1:0, 2:1, 7:1, 8:5, 10:7, 11:10,13:12,15:12,15:13,18:15,21:16,26:18, 31:18,32:20. Mörk FH: Héðinn Gilsson 10/4, Hálfdán Þórðarson 5, Valur Amarson 5, Victor Berg Guðmundsson 4, Guðmundur Pedersen 3/1, Sverrir Öm Þórðarson 2, Láms Long 1, Sigursteinn Amdal 1, Hjörtur Hinriksson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 21 (þar af 5 til mótheija). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk UMFA: Bjarki Sigurðsson 6/5, Gint- aras Savukynas 4, Hjörtur Amarsson 3, Magnús Már Þórðarson 3, Hilmar Stefáns- son 3, Haukur Sigui-vinsson 1. Varin skot: Reynir Þór Reynsson 8 (þar af 4 tíl mótherja), Olafur Gíslason 1/1. Utan vailar: 12 mínútur, Gintas Galkauskas rautt fyrir brot 10 mínútum íyrir leikslok. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Öm Haraldsson, toppdómgæsla. Ahorfendur: 300. ÍR-Fram 23:31 Austurberg: Gangur ieiksins: 0:1,1:5,4:7,7:9,7:14,9:14, 13:20,16:20,18:23,21:29,23:31. Mörk ÍR: Ingimundur Ingimundarson 4, Einar Hólmgeirsson 3, Erlendur Stefáns- son 3/3, Finnur Jóhannsson 2, Róbert Rafnsson 2, Ólafur Siguijónsson 2, Kári Guðmundsson 2, Ragnar Helgason 2, Bjarni Fritzson 1, Brynjar Steinarsson 1, Sturla Ásgeirsson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 1 (fór til mótheija), Hallgrímur Jónasson 13/3 (þar af3tilmótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Fram: Róbert Gunnarsson 12/2, Hjálmar Vilhjálmsson 4, Vilhelm Berg- sveinsson 4, Björgvin Þór Björgvinsson 3, GunnarBergViktorsson3/l, NjörðurÁma- son 2, Þorri B. Gunnarsson 2, Guðjón Drengsson 1. Varin skot: Sebastian Aiexandersson 18/1 (þar af 4 tii móthei ja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Einar Hjaltason og Ingvar Reyn- isson. Slakari en leikmenn og var það afrek út af fyrir sig. Ahorfendur: Um 130. ■ Leik Breiðabliks og ÍBV var frestað þar sem ekki var flogið frá Vestamannaeyjum í gær. Leikurinn fer fram í dag kl. 14.00 í Smáranum. Haukar-Víkingur 18:13 Ásveilir, Bikarkeppni kvenna í handknatt- leik - SS-bikarinn, 8 liða úrslit, fóstudagur 15. desember 2000. Gangur leiksins: 3:0, 3:2, 6:4, 6:6, 7:7, 8:7, 8:8,10:10,12:10,12:11,14:11,16.13,18:13. Mörk Hauka: Harpa Melsteð 5/2, Brynja Steinsen 4/3, Thelma Bj. Ámadóttir 3, Auð- ur Hei-mannsdóttir 2, Sandra Anulyte 2, Inga Fríða Tryggvadóttír 1, Hanna G. Stef- ánsdóttirl. Varin skot: Jenný Ásmundsdóttir 17 (þar af fóm átta aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Víkings: Kristín Guðmundsdóttir 4/1, Gerður Beta Jóhannsdóttir 3, Eva Hall- dórsdóttir 2, Margrét Egilsdóttír 2, Guð- björg Guðmannsdóttir 1, Guðrún Hólm- geirsdóttir 1. Varin skot: Helga Torfadóttir 25 (þar af fóm ellefu aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Stefán Amaldsson og Gunnar Viðarsson vora góðir. Áhorfendur: Um 140. EM kvenna í Rúmem'u Leikur um 5. sætið: Frakkland - Noregur.............23:19 Leikur um 7. sætið: Júgóslavía - Makedónía..........39:38 Leikur um 9. sætið: Danmörk - Þýskaland.............21:22 Leikur um 11. sætið: Austurríki - H-Rússland.........22:27 ÞÝSKALAND Wetziar - Hildesheim............26:23 ■ Sigurður Bjarnason skoraði 1 mark fyrir Wetziar KNATTSPYRNA England 2. deiid: Cambridge - Peterborough...........0:0 Þýskaland Urvalsdeild: Unterach - Frankfúrt...............2:0 Dietmar Hirsch 19., Andre Breitenreiter 86.-6.000 l.deild: Osnabmck - Bielefeld...............1:0 Ulm - Duisburg.....................1:3 ■ Helgi Kolviðsson var í byrjunarliði Ulm og iék ailan leikinn. KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: ÍA-Snæfell.......................57:70 NBA-deiIdin: Toronto - New York...............70:68 San Antonio - Denver............96:102 Golden State - Houston...........95:98 Öm vann silfur í aukagrein ÖRN Arnarson vann til siifur- verðlauna í 50 m baksundi á Evr- ópumeistaramótinu á 25 m braut i Valencia í gær. Örn kom í mark á 24,81 sekúndu, 21 hundraðshluta úr sekúndu á eftir Ante Maskovic, Króatíu, sem kom fyrstur í mark. Þriðji varð Litháinn Darius Grial- ionis á 24,82 og Thomas Rupprath hlaut fjórða sætið á á 24,83. Munaði því einungis tveimur hundraðs- hlutum á Emi og Rupprath, sem hafði náð besta tímanum í undan- rásum og undanúrslitum. Ruppr- ath hafði reyndar hálftíma fyrir úr- slit í 50 m baksundi sigrað í 100 m flugsundi. „Þetta var mjög fíht,“ sagði Öm af hógværð er Morg- unblaðið náði tali af honum síðdeg- is í gær. „Tíminn var svipaður og ég hafði fyrirfram reiknað með og kom ekki á óvart. Það kom mér meira á óvart að hann skyldi nægja til silfurverðlauna. Fyrir sundið taldi ég að það þyrfti að synda á 24,5 til þess að krækja f verðlaun," sagði Öm. „Þessi góði hraði veitir mér svo sannarlega byr í seglin fyrir eitt hundrað metra sundið. Þolið er fyrir hendi, sömuleiðis hraðinn og tæknin. Nú þarf ég bara að blanda þessu rétt saman á eitt hundrað metrunum," sagði Öm um fram- haldið í dag og á morgun. Aðspurður hvort hann væri ekk- ert þreyttur eftir átök tveggja síð- ustu daga kvað Örn svo ekki vera. „Það er svo gaman að ég verð ekk- ert þreyttur. Auk þess vom þessi sund í dag svo stutt, maður er rétt kominn ofan í laugina þegar sund- inu er lokið.“ Eins og fram kom í viðtali við Öm í Morgunblaðinu eftir sigurinn í 200 m baksundinu í fyrradag var 50 m baksundið aðeins aukagrein hjá Emi, rétt til upphitunar fyrir keppnina í 100 m baksundinu en undanrás og undanúrslit þeirrar greinar fara fram í dag og úrslit verða kunn um miðjan dag á sunnudag. Öm synti alls þrisvar sinnum í gær. í undanrásum synti hann á 25,11 og bætti eigið Islandsmet um 24/100 úr sekúndu og tryggði sér sæti f undanúrslitum. I þeim synti hann á 24,79 og hafði þar með bætt Islandsmetið um 56/100 úr sek- úndu. Daniel Karlsson frá Svíþjóð á Norðurlandametið f 50 m baksundi, 24,53. Það setti hann árið 1998. FH-ingar léku Aftureldingu grátt FH-INGAR komu í gærkvöld í veg fyrir að orðatiltækið allt er þá þrennt er rættist því þeir burstuðu Aftureldingu, 32:20, í Kaplakrika. Mosfellingar höfðu hins vegar sigrað Hafnfirðinga tvívegis í vetur. í hinum leiknum í deildinni sigraði Fram lið ÍR með heldur minni mun, 31:23. Líkt og í leiknum gegn Fram um síðustu helgi byrjuðu FH-ingar leikinn með látum. Eftir 12 mínútna leik var staðan orðin Guðmundur 7:1 °S höfðu Þá Hilmarsson heimamenn skorað skrifar sex af þessum mörk- um úr hraðaupp- hlaupum. Mosfellingar vöknuðu til lífs þegar stundarfjórðungur var lið- inn af leiknum og náðu að minnka muninn í eitt mark. En FH-ingar voru ekki á því að láta sama leikinn endurtaka sig og gegn Fram þegar þeir glutruðu niður sex marka for- skoti. Þeir fóru inn í leikhlé með þriggja marka forystu og því forskoti héldu þeir framan af síðari hálfleik. Kaflaskipti urðu svo í leiknum um hálfleikinn miðjan. Vörn FH-inga small í gang svo um munaði, Berg- sveinn lokaði markinu á löngum köfl- um og Hafnfirðingarnir kaffærðu Mosfellinga á síðasta korteri leiksins. Vamarleikur FH-inga var mjög góður sem sést best á því að skytt- umar Bjarki Sigurðsson og Gintas skomðu samtals aðeins eitt mark ut- an af velli. Bergsveinn var sínum gömu félögum erfiður í markinu, Héðinn Gilsson var atkvæðamikill í sókninni og skoraði mörg glæsimörk og þeir Hálfdán Þórðarson og Valur Amarson léku vel í sterku og bar- áttuglöðu FH-liði. Mosfellingar fengu harkalega magalendingu eftir fjóra sigurleiki í röð og langt er síðan Afturelding hef- ur tapað leik méð svona miklum mun. Vörn liðsins var eins og gatasigti all- an tímann og sóknarleikurinn ráð- leysislegur og ómarkviss. Mikil deyfð var hjá leikmönnum Aftureld- ingar og ekki var að sjá á mönnum að þeir hefðu áhuga á að bæta við fimmta sigrinum í röð. Magnús Már Þórðarson stóð uppúr í annars slöku liði. Engin stemmning í Austurbergi Framarar unnu ÍR-inga auðveld- lega, 31:23, í afskaplega slökum leik í Austurbergi í gærkvöld. Leik- menn beggja liða SkúliUnnar vf«a , ömgglega Sveinsson gleyma honum sem skrifar allra fyrst því liðin léku illa ef undan era skildir nokkrir leikmenn. Framarar náðu strax undirtökun- um og í leikhléi var helmings munur, 7:14. Enginn stemmning var hjá lið- Morgunblaðið/Þorkell Gintas Galkauskas og félögum hans í vöm Aftureldingar gekk illa að ráða við stórskyttu FH, Héðinn Giisson, en Hafnarfjarðarliðið vann stórsigur á Aftureldingu í gærkvöld. unum og áhorfendur vora einnig mjög daufir þannig að fyrir hlé var klísturhljóðið þegar leikmenn sendu boltann á milli sín mesti hávaðinn sem mældist í húsinu. Síðari hálfleikur var skömminni skái-ri en langt frá því að vera góður. Sebastian, markvörður Fram, var í stuði í fyrri hálfleik og í þeim síðari átti Róbert Gunnarsson fínan leik og hann var sá eini sem virtist leika af fullum krafti, gerði meðal annars fimm mörk í röð í upphafi síðari hálf- leiks. Þá átti Guðlaugur Amarsson góðn leik í vörninni. Hjá ÍR var það aðeins Hallgrímur Jónasson markvörður sem lék af eðlilegri getu, hann kom inn á um miðjan fyrri hálfleikinn og varði vel. Ekki er hægt annað en nefna þátt dómaranna að þessu sinni. Þetta var vonandi ekki þeirra dagur, þeir kom- ust aldrei í takt við leikinn en eiga þó heiður skilið fyrir að fá menn, áhorf- endur jafnt sem leikmenn, til að skella uppúr hvað eftir annað. Ekki bara vegna þess sem þeir dæmdu heldur ef til vill ekki síður vegna þeirra atriða sem þeir dæmdu ekki. Ef þeirra hefði ekki notið við er hætt við að margir hefðu dottað enda leik- urinn hræðilega slakur. Vonandi var þetta bara slakur dagur hjá þeim. Keppnisandinn víðsfjarri LÍKLEGA vissu hvorki Haukastúlkur né stötiur þeirra úr Víkingi að þær væru að leika bikarleik þegar liðin mættust á Ásvöllum í gær- kvöldi því frammistaða þeirra var vægast sagt mjög slök, leikmenn voru vissulega á staðnum en keppnisandinn var víðsfjarri. Engu að síður höfðu Haukar sigur, 18:13, og geta þakkað sínum sæla að gest- ir þeirra rifu sig ekki upp úr sömu lægðinni og stöðvuðu sigurgöngu þeirra. Það eina sem gladdi augað var ágæt markvarsla Jennýjar Ás- mundsdóttur í Haukamarkinu og Helgu Torfadóttur hjá Víkingum. Stefán Stefánsson skrifar Algert úrræðaleysi einkenndi sóknarleik efsta liðs efstu deildar kvenna, Haukanna, en samt tókst þeim að skora þrjú mörk á fyrstu tóíf mínútunum án þess að Víkingar kæmust á blað. Að- eins meira líf var í sókn Víkings- stúlkna en þó komust leikmenn hvorki lönd né strönd því það var ekki nóg að spila utan seihngar hramma Haukavarnarinnar. Á 24. mínútu tókst þó Víkingum að jafna í fyrsta sinn, 6:6, og á tíundu mínútu síðari hálfleiks var aftur jafnt, 10:10. Þá fór aðeins að lifna yfir Hafnfirð- ingum. Það dugði til að ná þriggja marka forystu og í leik eins og þess- um var það mikið. Leikurinn fór aft- ur niðurá lága planið þegar hvorugu liðinu tókst að skora í tíu mínútur og áhorfendur horfðu agndofa á en með örlítið betri leik tókst Haukum að ná fimm marka sigri. „Við unnum að vísu en þetta var hörmulegt og hélt um tíma að þetta væri alveg búið hjá okkur,“ sagði Jenný markvörður. „Ég fékk á mig nokkur aulamörk og varð stressuð en náði mér á strik en það var samt engin hætta á að myndum slaka á því við svo sannarlega viljum vinna.“ Helga, markvörður Víkinga, var ekki eins ánægð. „Við byrjuðum vel en svo klikkaði sóknin því enginn leikur vinnst á þrettán mörkum. Það hefði verið góð jólagjöf að slá efsta liðið deildarinnar út úr bikarkeppn- inni,“ sagði Helga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.