Morgunblaðið - 16.12.2000, Side 70

Morgunblaðið - 16.12.2000, Side 70
MORGUNBLAÐIÐ 70 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Opið Frá 10-13 LAUGARDAGUR y.y\ju.~ www.stillíng .is SKEIFUNN111 • SÍMI520 8000 • BlLDSHÖFÐA 16 ■ SÍMI 5771300 • DALSHRAUN113 ■ SlMI 555 1019 ®1 Stilling Í00 • DALSHRAUN113 • SÍMI 555 1019"* ISkrðabox Verð áður 26.900.- UMRÆÐAN BUGL 30 ára BARNA- og ung- lingageðdeild Landspít- ala - háskólajúkrahúss (BUGL) hóf starfsemi í ágúst 1970 að frum- kvæði Halldórs Hansen yfírlæknis, Tómasar Helgasonar prófessors og Kristbjamar Tryggvasonar yfir- læknis með dyggum stuðningi kvenfélagsins Hringsins. Fyrsta ára- tuginn var deildin sjálf- stæð eining innan spít- alans, starfsemin blómstraði og uppbygg- ingin hröð en með sviða- skiptingu spítalans varð hún skor innan geðsviðs sem hún er enn. Deildin er sérfræðimiðstöð landsins við mat og meðferð geðrask- ana hjá bömum og unglingum og hef- ur ekki síður mikilvægi að gegna við handleiðslu og ráðgjöf til fagmanna, ýmissa deilda og stofnana, kennslu og þjálfun nema og starfsfólks auk rann- sókna en síðastnefndi þátturinn hefur vaxið verulega á síðustu árum. Reglu- legt, stundum náið, samstarf er við ótal stofnanir og félög og þjónustu- samningar hafa verið gerðir við heilsugæslu- stöðvar, Bamavemdar- stofu og Vog. Af þessu má sjá hversu marg- þætta starfsemi BUGL innir af hendi, ekki að- eins fyrir þau hundruð börn, unglinga og fjöl- skyldur þeirra sem fá þjónustu BUGL árlega, heldur líka okkar sam- starfsaðila sem eiga það sammerkt að vinna að heill hinnar uppvaxandi kynslóðar á hverjum tíma. Hlutverk BUGL í heilbrigðiskerfinu og í raun í íslensku samfélagi er því bæði víðtækt og mikilvægt en töluvert skortir á að staða deildarinnar og til- kostnaður endurspegli þá staðreynd. Fyrst ber að geta að rekstrarútgjöld BUGL á tímabilinul995-99 jukust um tæp 30% auk þess sem deildin tók yfir rekstur Kleifarvegsheimilisins 1998 frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Á sama tíma hefur umfang þjónustunn- ar aukist töluvert umfram kostnaðar- aukningu. Þannig fjölgaði nýjum mál- Afmæli Brýn þörf er á að end- urmeta hlutverk og stöðu BUGL í íslensku heilbrígðiskerfí, segir Ólafur Ó. Guðmunds- son, og nú 30 árum eftir að deildin tók til starfa er sú þörf orðin knýjandi. um sem fengu þjónustu í göngudeild um nærri helming frá 1996 til 1999 þegar þau voru 440 og biðlisti dróst heldur saman. Fjöldi innlagna og legudagaíjöldi tvöfaldaðist á sama tímabili og meðallegutími styttist. Það er því Ijóst að þjónusta hefur auk- ist verulega umfram auknar fjárveit- ingar sem bendir til að þjónustan sé skilvirkari. Erfiðara er að meta gæði hennar en ætla má að þau séu a.m.k. Ólafur Ó. Guðmundsson Brautin rudd fyrir einkaskóla KJARADEILA framhaldsskólakenn- ara vekur áleitnar spurningar um þróun menntakerfisins. Á síð- ustu árum hefur menntastefna stjórn- valda leitt til þess að í ýmsum fögum fást ekki kennarar með til- skilda menntun, ungt menntað fólk fæst ekki til kennslustarfa, skól- amir eru ekki sam- keppnishæftr um vinnuafl. Þessi þróun í skólamálun hefur í för með sér enn rneiri hnignun á öðrum svið- um. Það er í slíku andrúmslofti sem jarðvegurinn verður frjór fyrir hug- myndir um einkaskóla. Er svörður- inn til þess pældur? Skiljanlegar kröfur Staðan í verkfalli framhaldsskóla- kennara kallar á hugleiðingar um hvert ráðamenn þjóðarinnar ætla eiginlega að fara með menntamál hennar. Nógu slæmt er ástandið hjá þeim ungmennum sem nú lifa í óvissu um afdrif líðandi skólaárs og munu sjálfsagt sum hver flosna upp frá námi. Enn stærra áhyggjuefni er þó sú þróun sem blasir við allri þjóð- inni ef ekki verður komið verulega til móts við kröfur kennara. Það leynir sér ekki að margir framhaldsskólakennarar hugsa af alvöru um að hverfa frá kennslu. Þeim finnst nú mælir- inn fullur af þeim skilningsskorti og virð- ingarleysi sem ráð- herrar og sumir þing- menn stjómarliðsins hafa sýnt störfum framhaldsskólakenn- ara í orði og verM. Það er líka óskiljanlegt að yfirvöld ætlist til þess að kennarar sætti sig við mun lægri laun en aðrir ríMsstarfsmenn með sömu menntun og sambærilega ábyrgð. Þetta er vafalaust meginorsök þess að æ erfiðara hefur reynst að fá vel menntaða kennara til starfa. Kennarastarfið er krefjandi og svo sannarlega ábyrgðarmiMð og því skiijanlegt að ungt háskóla- menntað fólk kjósi frekar betur launuð störf hjá hinu opinbera eða á öðrum vinnumarkaði. Sem áhorf- anda að deilunni sýnist mér aðal- krafa kennara snúast um að þessu launamisrétti verði aflétt og að þeir njóti svipaðra kjara og aðrir ríMs- starfsmenn með sambærilega menntun. Finnst þjóðinni það vera ósanngjöm krafa? Einkavæðingardraumar? Það er erfitt að skilja fjandsam- lega andstöðu ríMsstjórnarinnar gegn kröfum framhaldsskólakenn- ara. Ráðherramir hljóta eins og aðr- Kennarar Sem foreldri framhalds- skólanema krefst ég þess, segir Kristín Á. Ólafsdóttir, að rík- isstjórnin gegni skyldu sinni gagnvart núver- andi nemendum og semji við kennara án frekari tafa. ir að skynja að þolinmæði og sjálfs- virðingu þessarar stéttar hefur verið misboðið. Þeir hafa frétt af erfiðleikum við að fá kennara til starfa. Þeir vita um aldursdreif- inguna í kennarahópnum og hvað svokölluð nýliðun er lítil. Þeim hlýt- ur einnig að vera kunnugt um að margir framhaldsskólakennarar kenna mun meira en þeir kæra sig um til þess að ekM þurfi að fella nið- ur kennslu í greinum, eða til þess að hafa sæmileg laun. Ráðherramir hljóta einnig að átta sig á því að með því móti fái nemendur tæpast það besta út úr kennurum sínum í skóla- starfinu. Erfitt er að kyngja því að þeim sem stýra málefnum þjóðarinnar skuli vera um megn að álykta að stoðir framhaldsskólanna munu bresta ef þróun undanfarinna ára verður ekM snúið við. Ef svo fer sem horfir að framhaldsskólamir drabb- ist niður af kennaraskorti og öðra aðstöðuleysi mun það að sjálfsögðu draga dilk á eftir sér um alla mennt- un sem tekur við af framhaldsskóla- námi. í kjölfarið fylgja síðan afleið- ingar fyrir atvinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar svo alvarlegar, að óttinn við að launahækkanir til kennara nú setji efnahagslífið úr skorðum verð- ur hjóm eitt í samanburði við þau ósköp sem við blasa í því tilviM. Gœðavara Gjafaviira - mafar- orj kafíistell. He Allir verðflokkar. ^ m. ^u//)XV\.; VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir höniuióir m.a. Gianni Versace. Kristín Á. Ólafsdóttir SINDRI Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.