Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 72

Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 72
72 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ EINKASPÍTALAR - VAXANDISTÉTTASKIPTING ILÆKNISÞ JONUSTU REYNSLA tuttug- ustu aldarinnar er að “^írjálst markaðshag- kerfi og einkaeign reyndist hagfelldara stjórnkerfi í rekstri fyrirtækja en opinber áætlanabúskapur. Um þetta er ekki deilt. Ýmiss konar starf- semi sem til þessa hefur talist eðlilegur þáttur í ríkisrekstri er að færast yfir í einka- rekstur; bankaþjón- usta, fjarskiptaþjón- usta, orkuframleiðsla og -dreifing, svo nefnd séu þrjú næstu stór- verkefni í svo nefndri einkavæð- *■ -íingu. En hvað með þau tvö stóru verk- efni sem enn eru að verulegu leyti á forræði ríkisins, skólar og sjúkra- hús? Að hve miklu leyti á ríkið að kosta og bera ábyrgð á rekstri þeirra? Gilda þar sömu rekstrar- sjónarmið og í öðrum rekstri; versl- ana, framleiðslu- og þjónustufyrir- tækja? Getur þar orðið til frjáls samkeppni og markaður á sömu forsendum og í rekstri fyrirtækja? Viljum við að þar ríki forréttindi ^beirra sem efnameiri eru? Hversu ^langt eiga kröfur okkar um jöfnuð þegnanna að ganga? Um þetta hefur enn ekki farið fram almenn, upplýst og gagnrýnin umræða hér á landi. Þó hefur ákveðin þróun í átt til einkavæð- ingar átt sér stað. Til eru einkaskólar á öllum skóla- stigum. Einkaskólar sem a.m.k. á framhalds- og háskóla- stigi fá nú jafnmikið úr opinberum sjóðum og ríkisskólamir en geta síðan bætt samkeppn- isstöðu sína gagnvart þeim síðarnefndu með innheimtu skólagjalda. Spyrja má hvort hér sé keppt á jafnræðis- grundvelli. Flestir styðja þó rekstur þess- ara ríkisstyrktu einka- skóla, m.a. vegna þess að aðrir nemendur hafa til þessa átt kost á góðum framhalds- skólum og háskólum sem eru öllum opnir óháð getu nemenda til að greiða skólagjöld. Undanfamar vikur hefur farið fram nokkur umræða um útvíkkun einkarekstrar í íslensku heilbrigð- iskerfi og er sú umræða tilefni þessarar greinar. Hvers vegna er rekstur einka- sjúkrahúsa á dagskrá núna? Eins og fram hefur komið í fyrr- nefndri umræðu er einkarekstur í heilbrigðisþjónustu umtalsverður og hefur farið vaxandi. Almenn heilsugæsla er að hluta í einka- rekstri, öll sérfræðilæknaþjónusta utan sjúkrahúsa er í einkarekstri og hefur hún smám saman færst yf- ir í ýmiss konar einfaldari aðgerðir, ýmsar læknisfræðilegar rannsóknir fara fram í einkafyrirtækjum, tann- lækningar að mestu og lyfjadreif- ing alfarið. Öldmnarheimili og meðferðaheimili fyrir áfengissjúka Margrét S. Björnsdóttir '^Únnob- em enn fremur að miklum hluta rekin af sjálfseignarstofnunum og félagasamtökum. Ríkið greiðir stóran hluta kostnaðarins. Um þetta ríkir þokkaleg sátt, þjónustan er án aðgangstakmarkana og lang- flestir fá þá þjónustu sem þeir æskja. Kostnaðarhlutdeild einstaklinga er þó oft töluverð. Lyfjakostnaður langveikra getur verið mikill, að- gerðir á einkastofum geta hlaupið á tugum þúsunda, meiri háttar tann- viðgerðir einnig. Þetta er mörgu láglaunafólki hér á landi nú þegar ofviða, án þess að fram hafi farið lýðræðisleg umræða um það hversu langt skuli ganga í þessa átt. Undanfarið hefur verið rætt um að færa út mörk þessa einkarekstr- ar og taka nú upp einkarekin sjúkrahús. Til þessa hafa ríki og sveitarfélög rekið sjúkrahús lands- ins en einkareknar læknastöðvar sjá um ýmis einfaldari verk sem ekki krefjast mikils tæknibúnaðar eða sjúkrahúslegu. í fararbroddi þeirrar umræðu hafa einkum verið tveir einstaklingar, annar starfs- maður Landspítala, sem ásamt hópi sjálfstætt starfandi læknastöðva leiða nú undirbúning að byggingu sameiginlegrar læknamiðstöðvar sem einnig er ætlað að reka sjúkra- hús í tengslum við stöðina. Þessir tveir einstaklingar sóttust fyrir hálfu ári eftir því að komast í æðstu stjórnunarstöður Landspítala - há- skólasjúkrahúss. í málflutningi þeirra nú kemur m.a. fram að rök fyrir einkareknum sjúkrahúsum séu þau að opinberu spítalamir ráði ekki við biðlistavandann, efnislega G U C C I Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi Sorgar og samúðarmerki Borið við minningarathainir og jarðarfarir. Allur ágóði rennur dl líknarmála. Fæst á bensínstöðvum, í Kirkjuhúsinu og í blómaverslunum. |j KRABBAMEINSSJÚK BÖRN HJÁLPARSTOFNUN mC' kirkjunnar m ■ íTB ■íTb hCfl Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. M lau.frakl. 11-16 Þegar er til hér á landi læknisþjónusta og lyf sem fátækt fólk hefur ekki efni á, segir Margrét S. Björns- dóttir. segja þau að Landspítalinn sé mið- stýrð, svifasein stofnun sem ekki geti veitt þjónustu með jafnhag- kvæmum hætti og hið fyrirhugaða einkasjúkrahús. En persónulegar aðstæður eða ástæður þessara einstaklinga eru hvorki efni né ástæða þessarar greinar þó að ég geti ekki varist þvi að nefna þær hér. Of oft eru ákvarðanir í íslenskum stjórnmál- um afleiðingar tilfinninga, duttl- unga og dugnaðar einstaklinga en ekki vandaðrar stefnumörkunar sem tekur mið af almannahags- munum. Að grynnka á biðlistum með einkasjúkrahúsum Fram hefur komið að 5.000 manns bíða eftir þjónustu á Land- spítala og fullyrt er að 3.000 tii við- bótar séu á biðlistum anriarra sjúkrahúsa. Biðlistar þessir, a.m.k. á Landspítala, eru fyrst og fremst tilkomnir vegna of lágra opinberra rekstrarframlaga til spítalans en síður vegna skorts á aðstöðu eða mannafla. Spítalinn er tilbúinn að stytta biðlistana og fjárveitinga- valdinu hefur ítrekað verið gerð grein fyrir þessu en það hefur ekki talið sig geta lagt meira af opin- beru fé til starfseminnar. Biðlistar hafa því lengst undanfarið ár og munu lengjast enn á næsta ári af sömu ástæðum. Ein helsta röksemd einkaspít- alasinna, bæði þeirra sem áðan var getið og annarra sem hvatt hafa sér hljóðs, er að þeir séu að bregðast við þessum biðlistum en eins og áð- ur sagði eru þeir tilorðnir vegna ákvarðana stjómvalda. Þeir vilji leita leiða til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu og þeir sem geti og kjósi að greiða með sér til einka- spítalanna fyrir þær aðgerðir, sem bið er eftir, eigi að hafa frelsi til þess. Þeir fari af biðlistunum en ríkisframlagið fylgi þeim eftir því þeir hafi greitt sína skatta til sam- félagsins. Auk þess geti einstak- lingar keypt sér einkasjúkratrygg- ingar. Allir hagnist, læknarnir sem reka spítalana, þeir sem kaupa sig út af biðlistunum og líka þeir sem eftir sitja á biðlistunum því biðlist- arnir munu styttast. Ekki sé verið að mismuna einstaklingum segja þau, því allir fái sama ríkisfram- lagið og opinbera þjónustan sé eftir sem áður fyrir þá sem ekki geta borgað með sér. Hin meginröksemd þeirra er að framkvæmd aðgerða á einkaspítala verði „einfaldari" og „hagkvæmari" en aðgerðir (hinna miðstýrðu, óhagkvæmu og svifaseinu) ríkis- spítala. Ekki er sagt ódýrara fyrir hverja og ekki hafa talsmenn einkaspítala vísað í neinar innlend- ar rannsóknir sem sýni að gæði og hagkvæmni séu meiri í einkarekna hluta læknisþjónustunnar en hinum opinbera. Ekki er heldur vísað til reynslu annarra þjóða en þess má geta hér að það ríki í heiminum, Bandaríkin, sem lengst hefur geng- ið í einkavæðingu læknisþjónustu, er með fjárfrekasta heilbrigðiskerfi sem um getur. Þessi einföldu, en að hluta óstað- reyndu rök ýmissa lækna og hjúkr- unarfræðinga, eru síðan endurtekin í sífellu af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, leiðarahöfundum Morgunblaðsins og ýmsum tals- mönnum Sjálfstæðisflokksins í heil- brigðismálum. Stéttskipt heilbrigðiskerfi? En eru þessi rök einkaspítala- sinna ekki svipuð rökum okkar sem viljum einkavæða banka, fjar- skipta- og orkufyrirtæki. I hverju felst sérstaða heilbrigðiskerfisins almennt eða íslenskra sjúkrahúsa. Því verðum við íslendingar að svara. Við erum nú þegar með mikinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu og auðvelt er að sýna fram á með dæmum að þeir verst settu í sam- félaginu hafa ekki efni á hluta þeirrar þjónustu og eiga ekki að- gang að henni annars staðar án endurgjalds. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir nú er; viljum við ganga lengra í þeirri stétta- skiptingu með einkareknum sjúkrahúsum? Islenska ríkið hefur fjárfest í sjúkrahúsum sem gætu sinnt fleiri sjúklingum. Aðgangur að þjónustu þeirra er takmarkaður, biðlistar eru eftir þjónustu. A þeim biðlist- um standa hins vegar allir jafnt að vígi að öðru leyti en því að bráð- veikt fólk og alvarlega veikt hefur forgang fram yfir þá sem eru minna veikir og kostnaður sjúkling- anna sjálfra er lítill. Viljum við, eins og nú er farið fram á, stuðla að því með ríkisframlögum til einka- spítala að hinir efnameiri á biðlist- unum kaupi sig fram fyrir hina? Fylgi ríkisframlög hinum efnameiri verður minna til ráðstöfunar fyrir opinberu sjúkrahúsin því varla myndu ríkisframlög aukast. Einka- spítalar gætu hafnað vandasömustu og áhættusömustu sjúklingunum og neitað að vera með sólarhrings- aðgengi að þjónustunni á dýrasta tíma. Hlutfallslega myndu því op- inberu spítalamir og þar með hinir efnaminni standa ver að vígi, auk þess sem opinberar fjárfestingar væru vannýttar. Einkasjúkrahús hinna efnameiri gætu, eins og einkaskólarnir í dag, smám saman í krafti ríkisstyrkja boðið betri að- stöðu og keypt til sín hæfasta starfsfólkið. Til yrði annars flokks opinbert kerfi fyrir þá efnaminni. Er þetta framtíðarsýn þorra Is- lendinga? Eg tel að svo sé ekki og að meirihluti landsmanna vilji jöfn- uð allra að þessu leyti. Svar okkar hlýtur því að vera að einkasjúkra- hús sem alfarið eru rekin með greiðslum sjúklinga komi okkur ekki við en einkasjúkrahús sem fara fram á aðstoð hins opinbera við að auka enn á stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu komi ekki til greina. Hvernig samfélag viljum við? Ýmsar rannsóknir á heilsufari fólks sýna að stéttarstaða skiptir þar máli þótt deilt sé um hverjar orsakirnar séu. Viljum við stuðla að frekari stéttaskiptingu í heilsufari en kerfið leiðir nú þegar af sér? Er ekki tímabært að efna til almennr- ar umræðu um það hvers konar samfélag við viljum byggja að þessu leyti? Grandskoða þá stétta- skiptingu sem nú þegar er í að- gangi að heilbrigðisþjónustu? Skoða aðferðir sem farnar hafa verið í öðrum löndum, sem við vilj- um bera okkur saman við, kosti þeirra og galla? Hvar þjónar einkarekstur og samkeppni hagsmunum almenn- ings? Við skulum ekki verða „einfeldni þeirra sem sigra“ að bráð, eins og Gunter Grass rithöfundur varaði við á opnum fundi hér í haust þegar hann líkti hinum hugmyndafræði- legu sigurvegurum tuttugustu ald- arinnar við kommúnistaflokka aust- antjaldsríkjanna. Hjá þeim síðar- nefndu var alræði Flokksins svar við öllum viðfangsefnum samfélags- ins en þeim fyrmefndu markaðs- lögmálin. Höfundur er félagi ( Samfylkingunni og situr (stjónmmefnd Landspítala.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.