Morgunblaðið - 16.12.2000, Page 73

Morgunblaðið - 16.12.2000, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ISLENSKT MAL FYRST er hér seinni hluti bréfs frá Guðmundi Kr. Reykdal í Reykjavík, sjá síðasta þátt: „Ég er sammála Árna um að Aðalvík getur ekki talist til Jök- ulfjarða. Fjörðurnar eru milli Bjarnarnúps og Teista, sem er austurendi Grænuhlíðar. Hins vegar fer þingmaðurinn ekki rétt með hreppamörk Sléttu- hrepps og Grunnavíkurhrepps. Meðan báðir hreppar voru til sem sveitarfélög höfðu mörk þeirra um margar aldir legið frá Lás, sem er núpurinn milli Hesteyrarfjarðar og Veiði- leysufjarðar í Jökulfjörðum, austur og norður eftir miðjum fjallgarðinum og í sjó fram á austurenda Hornbjargs á Al- menningum eystri, norðan Látravíkur þar sem nú er Hornbjargsviti. Sléttuhreppur liggur ekki að sýslumörkum Isafjarðarsýslu og Stranda- sýslu því Grunnavíkurhreppur nær yfir austurstrandir frá Látravík að Geirólfsgnúpi, milli Reykjarfjarðar og Skjaldar- bjamarvíkur. Orðin Hornstrandir og Hom- strendingar vom varla notuð af heimamönnum á þessu svæði, heldur venjulega talað um að fara norður á Strandir úr Jökul- fjörðum og frá Djúpi og íbúam- ir kallaðir Strandamenn. Það er ljóst að nokkuð hefur verið á reiki hvaða svæði skuli teljast til Hornstranda, en algengast hefur verið að telja það strand- lengjuna til austurs og vesturs frá Hornbjargi, þ.e. frá Al- menningum vestari austan við Kögur allt að Geirólfsgnúpi, sem er á sýslumörkum Isafjarð- arsýslu og Strandasýslu eins og fyrr getur. Þórleifur Bjarnason telur í Hornstrendingabók að Horn- strandir nái allt vestur að Rit, þannig að Fljót, Rekavík bak Látur og Aðalvík teljist til Hornstranda. Hann er með skemmtilega skýringu á því hvers vegna mörk Hornstranda færist til eftir því hver fjalli um hverju sinni. Orðið Hornstrend- ingur þótti fremur niðrandi skammaryrði á fyrri tíð og hef- ur forfeðrum okkar Árna í Að- alvíkinni því ekki þótt gott að láta bendla sig við þann stað. Hins vegar held ég að vestan Djúps hafí Aðalvíkingar og Hornstrendingar jafnan verið kallaðir Strandamenn. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1088. þáttur Til frekari fróðleiks um mál- far, staðhætti og lífsbaráttu þess fólks sem þraukaði um ald- ir norður við ysta haf vil ég benda á þrjú ritverk, sem gefin hafa verið út að tilstuðlan brott- fluttra íbúa af svæðinu. Fyrst skal telja Homstrendingabók eftir Þórleif Bjarnason frá Hælavík, sem bókaútgáfan Örn og Örlygur endurútgaf 1983. Sléttuhreppur, fyrmrn Aðalvík- ursveit 1702-1952 eftir Kristin Kristmundsson og , Þórleif Bjamason, útgefín af Átthaga- félagi Sléttuhrepps 1971, og að síðustu Gmnnvíkingabók I eftir Guðrúnu Ásu Grímsdóttur, sem Gmnnvíkingafélagið gaf út árið 1989. Læt ég hér með lokið umfjöll- un minni um staðhætti og mál- far í Jökulfjörðum og á Hom- ströndum, sem ég vona að verði til einhvers fróðleiks. Máli mínu til stuðnings læt ég fylgja end- urrit úr upphafskafla Sléttu- hreppsbókar eftir Kristin Kristmundsson og Þórleif Bjamason, bls. 3-4. Með kærri kveðju.“ Umsjónarmaður þakkar þetta fróðlega bréf og eykur því einu við, að meistari minn Hall- dór Halldórsson kenndi mér að fyrir vestan - og aðeins þar - hefðu menn stundum sagt „völlurnar" sem væri þá sam- bærilegt við Qörðurnar, sem við Guðmundur þekkjum báðir. ★ Hlymrekur handan kvað: Grundar-Jóavarð lífsferð ei löng, þegar lofsorði brá við hann Möng; meðsárastakökk ísundurhannhrökk „eins og sykur í sykurtöng". ★ „Lesandi og hlustandi“ (leynir^ nafni sínu) skrifar mér svo: „Ég vil aðeins láta í mér heyra. Eg les oftast þættina þína og hef gagn af, en fínnst vanta pistla sem finna að töluðu máli í fjölmiðlum, einnig því sem birtist í dagblöðum - sér- staklega auglýsingunum. Hef punktað hjá mér nokkur dæmi: Rekstrartöp, útlánatöp, reikn- ingsuppgjömm, kerfum, t.d. tölvukerfum, ákvarðanatöku, ásættanlegt. Svo era það verðin á hinu og þessu. Líka er ég að hugsa hvernig er hægt að vera fremstur meðal jafningja, einnig orðið flug er notað í fleirtölu, flugum er frestað. Setja sig í samband við einhvern. Flemtri sleginn, snuðra á þráðinn, alls konar fyrirvömm, úttala mig um þetta. Nýta til skilvirkrar nýt- ingar. Hinir ýmsustu (ýmsu). Daginn á undan (áður). Um- hverfisvænasta. Leggja á okkur meiri ábyrgðir (rás 1) og margt fólk vel meinandi (rás 1). Svo em það auglýsingamar, t.d. Kexið beitir þig góðum brögðum. Áhugaverðir bjórar (áfengur bjór). Tiltekin sápa endurnærir tauið. Virðulegt hús til sölu. Mér fínnst sorglegt hvað ís- lensku máli hefur farið hrak- andi. Er kennslan orðin svona léleg? Það þarf að byrja strax í bamaskólunum að kenna góða íslensku. Ég nefni sem dæmi, þegar dóttir mín var 8 ára leið- rétti hún kennara sinn, sem var með þágufallssýki. Það er sem önnur hver manneskja geti ekki lært að segja þetta rétt. Kær kveðja.“ Þessu bréfí fylgdi svo bunki af klippum úr blöðum, þar sem merkt var við margt sem bréf- ritara mislíkaði. Umsjónarmaður þakkar þessum manni umhyggju íyrir móðurmálinu og mun reyna að gera sumu af því, sem hann til- greinir, einhver skil. Það skal strax tekið fram að ég er um- burðarlyndari en bréfritari virðist vera. Honum fínnst vanta aðfinnslur. Þær hafa nú ýmsar verið í pistlum mínum, en ég var lengi kennari, og mér varð snemma ljóst að uppörv- anir (ég vona að ég megi segja þetta í fleirtölu) duga betur en sífelldar aðfínnslur. Um það, hvort orð megi hafa í fleirtölu, höfum við og bréfritari svipað- an smekk, nema hvað ég er svo- lítið umburðarlyndari. í næstu þáttum mun umsjón- armaður velja til umfjöllunar svo sem tylft atriða úr bréfi „lesanda og hlustanda“. ★ Hlymrekur handan kvað: Guðmundur átti sér eljara, gaf Alvildu frú sinni veljara, enafvirðingátækni ogvísindarækni sæmdi hann sjálfan sig teljara. ★ Athuga: Talan á síðasta þætti átti að vera 1087. Lax & síld Góógæti ájólaboróið Margverólaunaðar gæóavörur LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 gerir jólin gleðilegri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.