Morgunblaðið - 16.12.2000, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 16.12.2000, Qupperneq 76
16 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Jólavaka við kertaljós í Hafnarfjarð- arkirkju HIN árlega jólavaka við kertaljós verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju 17. desember n.k. 3. sd. í aðventu og hefst hún kl. 20.30. Barna- og ung- lingakór Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn Helgu Loftsdóttur færir upp sögu H. C. Andersen, Litla stúlkan með eldspýturnar, í söngleikjagerð. Kór Hafnarfjarðarkirkju undir -stjórn Natalíu Chow ílytur valin tónverk til flutnings á aðventu og jólum. Ræðumaður verður hinn víð- förli fréttamaður og kynningar- fulltrúi Rauða kross Islands, Þórir Guðmundsson. Við lok vökunnar verður kveikt af altarisljósum á kertum sem allir þátttakendur fá í hendur er gefur til kynna að ljómi komandi hátíðar sé til þeirra kom- inn. Eftir vökuna er boðið til sam- kvæmis í Hásölum Strandbergs. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Fjölskyldudagur í Bústaðakirkju ^ « Ljósum prýtt grenitré. ÞRIÐJA sunnudag í aðventu, 17.desember n.k., verður fjölskyldu- dagur í Bústaðakirkju. Þá gefst okkur tími til að staldra við í svart- asta skammdeginu, tendra ljós og halda hátíð saman. Þennan dag bjóðum við upp á samverur sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Barnamessa kl. 11:00. Við hefjum daginn með leiksýningu sem ætluð er ungum sem öldnum. í stað hefð- bundinnar barnamessu mun STOPP leikhópurinn sýna leíkritið Ósýnilegi vinurinn sem notið hefur mikilla vin- sælda. Allir, ungir sem aldnir, eru hjartanlega velkomnir. Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 14:00. í mörg ár hefur guðsþjónusta á 3. sunnudegi í aðventu sérstaklega verið sniðin að þörfum fjölskyldunnar og þá sér- 3taklega börnunum. I stað hefð- bundins messusöngs eru sungnir jólasöngvar og í stað prédikunar verður sýndur heigileikur. „ Jólastund í Arbæjarkirkju Á MORGUN, sunnudag, frá kl. 13- 15 verður jólastund sunnudagaskól- ans og Fylkis í Árbæjarkirkju. Stundin hefst í kirkjunni þar sem barnakór kirkjunnar syngur nokkur jólalög. Jólaguðspjallið verður út- skýrt í máli og myndum og jóla- söngvar sungnir. I safnaðarheim- ilinu bíðui- ljósum prýtt jólatré eftir börnum og fullorðnum að dansa í kringum það. Kátir rauðklæddir íveinar hafa boðað komu sína með ^óðgæti í poka. Allir eru velkomnir 1 þessa stund, ungir sem aldnir. Börnin og jólin í Dómkirkjunni ÞÁ ER töluvert liðið á aðventu og jólin nálgast óðfluga. Við í kirkju- skólanum erum búin .að vera í sann- kölluðu jólaskapi og það verður ekk- ert lát á því á næstunni. Sunnu- • daginn 17. desember kl. 14:00 verður aðventuhátíð barnanna í Dómkirkjunni. Þar verður ýmislegt jólalegt í boði. Skólahljómsveit vest- urbæjar spilar jólalög, en í þeirri sveit eru nokkrir félagar í TTT (10— 12 ára) starfi Dómkirkjunnar. Ólöf Sverrisdóttir leikari og félagi í Furðuleikhúsinu ætlar að flytja okkur leikritið Leitin að Jesús. Þetta er stutt leikrit, 15 mínútur að lengd, og það er sannarlega áhuga- vert. Presturinn Jakob ætiar að tala við börnin um jólahátíðina. Auk þess þykir mér heldur líklegt að r'auðir sveinar láti á sér kræla. Hafið það einnig hugfast að þriðjudaginn 26. desember (annan í jólum) verður jólahátíð barnanna í Dómkirkjunni kl. 14:00. Herdís Eg- ilsdóttir kemur og segir okkur jóla- sögu, presturinn Hjalti talar við fuglinn Konna og síðast en ekki síst fer fram skírn, sem gerir stundina ennþá hátíðlegri. Við ættum að gefa okkur tíma í allri jólaösinni til þess að koma sam- an með bömunum okkar og hlýða á gefandi boðskap jólahátíðarinnar. Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár! F.h. Dómkirkjunnar, Bolli Pétur Bollason. Grensáskirkja - opin kirkja SÍÐUSTU vikuna fyrir jól, þ.e.a.s. 17.-23. des., verður Grensáskirkja opin allan daginn frá kl. 10-21. Ekki er um að ræða skipulagða dagskrá heldur gefst hér tækifæri til að eiga næðisstund í húsi Drott- ins og íhuga í kyrrðinni boðskap að- ventu og jóla. Kapella kirkjunnar verður líka opin til bænar í einrúmi. Stundum hefur heyrst að kirkjur á Islandi séu almennt ekki nógu oft opnar til að fólk geti komið þangað án þess að taka þátt í skipulögðu helgihaldi. Til að mæta óskum um meiri opn- un kirkna, finnst forráðamönnum Grensáskirkju tilvalið að hafa hana opna þessa síðustu daga aðventunn- ar. Grensáskirkja er nálægt gatna- mótum Miklubrautar og Háaleitis- brautar, miðsvæðis á höfuðborgar- svæðinu. Hvort sem ferðinni er heitið niður í bæ, í Kringluna, Skeif- una eða önnur verslunarhverfi, er líklegt að leiðin liggi framhjá Grens- áskirkju. Hvernig væri að koma þar við, t.d. á leið í verslunarleiðangur eða áður en farið er heim að undirbúa jólahaldið? Með jólakveðju, Sr. Olafur Jéhannsson. Aðventusöngvar í Háteigskirkju AÐVENTUSÖNGVAR við kerta- ljós verða í Háteigskirkju sunnu- daginn 17. desember kl. 20:00. Bisk- up íslands, herra Karl Sigur- björnsson, verður ræðumaður kvöldsins. Kór Háteigskirkju, Hulda Guðrún Geirsdóttir, sópr- an, Peter Tompkins, óbóleikari og Douglas A. Brotchie, organisti og kórstjóri, flytja tónlist eftir Alb- inoni, Bach, Distler, Verdonck og Vivaldi. Að þessu sinni verða aðventu- söngvarnir helgaðir þrjátíu og fimm ára vígsluafmæli kirkjunnar. Á und- anförnum árum hefur mörgum þótt ljúft að koma í kirkjuna á aðventu- söngvana, hátíðleiki og fegurð hafa einkennt þessar stundir, sem eru eins og kærkomið hlé í miklu ann- ríki aðventunnar og endurskin þess ljóss, sem kemur. Það eru allir hjartanlega vel- komnir og aðgangur ókeypis. Ensk jólamessa í Hallgrímskirkju HÁTT í fjörutíu ár hefur sú fallega hefð haldist að hafa sameiginlega guðsþjónustu á jólaföstu fyrir enskumælandi fólk, fjölskyldur þess og vini. I ár verður hún haldin í Hallgrímskirkju sunnudaginn 17. desember kl. 14. Hefðbundið form á jólaguðsþjón- ustu sem kallast á ensku Nine Les- sons and Carols var fyrst notað í King’s College Chapel í Cambridge á Englandi árið 1918 og hefur hald- ist nánast óbreytt síðan. Guðsþjón- ustur með þessu formi eru nú haldnar á sunnudegi í aðventu í mörgum kirkjudeildum um allan hinn enskumælandi heim, fólk úr söfnuðinum les níu ritningargreinar um fæðingu krists og jólasálmar sungnir á milli. Mótettukór Hallgrímskirkju leið- ir safnaðarsöng undir stjórn organ- istans Harðar Áskelssonar, Bern- harður Wilkinson leikur einleik á flautu og séra Sigurður Pálsson, prestur í Hallgrímskirkju, stjórnar athöfninni. í ár býður breska sendiráðið kirkjugestum að þiggja kaffi í kirkj- unni að lokinni guðsþjónustu. Hr. Sigurbjörn predikar og Gerðu- bergskórinn syngur ÞRIÐJA sunnudag í aðventu, 17. desember, verður guðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 14:00, þar sem eldra fólk er sérstaklega boðið velkomið. Sóknarprestar safnað- anna, sr. Hreinn Hjartarson og Guðmundur Karl Ágústsson, þjóna ásamt djákna sóknanna Lilju G. Hallgrímsdóttur. Hr. Sigurbjörn Einarsson, biskup predikar. Gerðu- bergskórinn, undir stjórn Kára Friðrikssonar syngur. Lenka Mát- éová, organisti kirkjunnar leikur á orgelið og einsöng syngur Lovísa Sigfúsdóttir. Eftir guðsþjónustuna er kirkjugestum boðið að þiggja kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. Allir eru hjartanlega velkomnir að njóta með okkur aðventunnar í húsi Drottins og í rólegu samfélagi í safnaðarheimilinu. Fella- og Hólakirkja. Jólasöngvar fjölskyldunnar í Grafarvogskirkju Á MORGUN sunnudaginn 17. des- ember verður hátíð í Grafarvogs- kirkju, „Jólasöngvai- fjölskyldunn- ar“. Flutt verður jólatónlist og lesnir verða ritningai’lestrar á milli tónlistaratriða. Kirkjukórinn, Barna- og ung- lingakórinn, Krakkakórinn, stjórn- endur: Hörður Bragason og Oddný J. Þorsteinsdóttir Dúett: Guðlaug Ásgeirsdóttir og Kristín María Hreinsdóttir. Blokkflaututríó: Dóra Björk Að- alsteinsdóttir, Fríða Guðný Birgis- dóttir og Sigríður Magnúsdóttir. Nemendur úr Tónlistarskólanum: Kristín Rós Kristjánsdóttir, Jó- hanna Ingadóttir og Viktoría Tar- evskaia Allir syngja saman jóla- sálma og komast í jólaskap. Aðventusamkoma í Ytri-Nj arðvíkur- kirkju AÐVENTUSAMKOMA verður haldin í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 17. desember kl. 20.30. Guðbjörg Böðvarsdóttir flytur hug- leiðingu. Rúnar Þór Guðmundsson syngur einsöng. Bjöllukór Tónlist- arskóla Reykjanesbæjar kemur fram undir stjórn Hjördísar Einars- dóttur og ungir nemendur frá sama skóla leika á hin ýmsu hljóðfæri. Eldey kór Félags eldri borgara á Suðurnesjum syngur undir stjórn Alexöndru Pitak. Einsöngvari er Guðmundur Ólafsson og undirleik annast Ragnheiður Skúladóttir. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Steinars Guðmundssonar organista. Jafnframt verður bæna- gjörð og ritningarlestur. Eins og sjá má á þessari dagskrá mun fólk á öllum aldri koma fram og því ættu sem flestir að geta séð eitthvað við sitt hæfi. Hvetjum við því fólk til að mæta til kirkju og taka þátt í undirbúningi jólanna. Baldur Rafn Sigurðsson. Aðventusöngvar í Hjallakirkju ÞRIÐJI sunnudagur í aðventu, 17. desember, í Hjallakirkju í Kópavogi hefst á lofgjörðarguðsþjónustu kl. 11. Þar flytur kór Snælandsskóla aðventu- og jólalög og leiðir einnig safnaðarsönginn undir stjórn Heið- rúnar Hákonardóttur. í barnaguðs- þjónustum kl. 11 í Lindaskóla og kl. 13 í kirkjunni verður gengið í kring- um jólatréð og börnin fá smágiaðn- ing. Þá verða aðventusöngvar í kirkj- unni um kvöldið kl. 20.30. Aðventu- söngvar þessir eru að hluta til eftir enskri fyrirmynd. Lesnir verða valdir kaflar úr spádómsritum Gamla testamentisins þar sem spáð er fyrir um komu frelsarans og einnig úr ritum Nýja testamentis- ins. A undan og eftir lestrunum, svo og inn á milli, verða sungnir að- ventu- og jólasöngvar. Prestar kirkjunnar annast upplestur og Kammerkór Hjallakirkju syngur og ieiðir almennan söng. Vertu vel- komin/n í Hjallakirkju! Jólasöngvar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði JÓLASÖNGVAR fjölskyldunnar verða í kirkjunni kl.ll. Börn úr TTT-starfi kirkjunnar sýna helgi- leik ásamt barna- og unglingakór kirkjunnar. Barna og unglingakór- inn syngur síðan nokkur jólalög og leiðir almennan söng undir stjórn Þóru Vigdísar Guðmundsdóttur organista. Að lokinni þessarí að- ventustund í kirkjunni verður svo boðið upp á heitt súkkulaði og smá- kökur í safnaðarheimili kirkjunnar. Æðruleysismessa Dómkirkjunnar ÆÐRULEYSISMESSA Dómkirkj- unnar tileinkuð fólki í leit að bata eftir tólfsporakerfinu verður í Dóm- kirkjunni í Reykjavík sunnudags- kvöldið 17. desember kl. 20:30. Þar eru allir velkomnir til tilbeiðslu og æðruleysis. Lofgjörðina leiðir söngkonan lífs- glaða, Anna Sigríður Helgadóttir við undirleik bræðranna fjölhæfu, Safnaðarstarf og listir hallgrimskirkja.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.