Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 82

Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 82
82 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir É& &ÆT1 LA6At> 6IHÐIN6UNA, Et>A SETT UPP HIU.URNAR J A ELSKANI LJóska Smáfólk WELLO, KIP ? IM CALLINé A60UT THE CHRISTMA5 PLAV.. APPARENTLY I MAPE A UTTLE MI5TAKE..N0, YOU OUON'T d£ PLAYIN6 6ERONIMO AFTER ALL.. NO, Y0UR6 60ING TO 3E 50ME0NE CALLEP 6ABRIEL..0UHAT? 5URE, I KNOW HOW YOU FEEL.. Halló, Krakki? Ég er að hringja út af jólaleikritinu.. Það lítur út fyrir að ég hafi gert smá mistök.. Nei, þú leikur ekki Gerónímó eftir allt saman.. UJELL, MAYBE YOU CAN U5E THE FEATHERS ANP THE STICK H0R5E 50ME OTHER TIME. Þú átt að leika einhvem sem heitir Gabríel.. Hvað? Ég veit alveg hvemig þér líður.. Kannski geturðu notað fjaðrimar og tréhestinn seinna.. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Skýr skilaboð Frá Gunnlaugi Magnússyni: UNDANFARNAR vikur hefur bor- ið mikið á yerkfalli framhalds- skólakennara. Eg er einn af rúmlega tuttugu manna hópi sem hófu nám á grunnskólakennaraskori Háskólans á Akureyri haustið 1999, þrátt fyrir aðvaranir foreldra minna sem bæði eru kennarar. Ég vóga mér að full- yrða að megnið af nemunum sem hófu námið með mér hafí gert það til að fara til starfa í skólum landsins þegar náminu væri lokið. Núna í haust mættu 16 nemar til leiks með bros á vör. Stór hluti okkar hafði fengið veður af því að íslenskt sam- félag og íslensk stjómvöld myndu sýna stuðning í komandi kjarasamn- ingum við kennara og því væri möguleiki á að við fengjum laun í samræmi við þá vinnu sem við leggj- um í menntun okkar. En enginn skyldi fagna of snemma. Framhaldsskólakennarar lentu í þeirri slæmu stöðu að þurfa að beita verkfallsrétti sínum til að reyna að knýja fram launahækkanir. Ég held að við getum verið sammála um að enginn vilji fara í stríð til að útkljá deilumál og því vonbrigði fyrir alla aðila að til þessara örþrifaráða skyldi koma. Eða svo skyldi maður ætla. Stjórnvöld hafa enn ekki sýnt neinn opinberan vilja til að leysa vandamálið og eru þó liðnar fjórar vikur af verkfalli. Kannski stefna ráðherrar á nýtt met í verkfalls- lengd. Það lítur meira að segja út fyrir að sumir ráðamanna okkar séu það bamalegir í hugsun að þeir haldi því fram að um skipulagða árás á ís- lenskt efnahagslíf sé að ræða þegar kennarastéttin krefst hærri launa. Stjórnvöld eru með framkomu sinni að gefa skýr skilaboð um að þeim tíma og þeirri vinnu sem kenn- arar og tilvonandi kennarar hafi eytt í menntun sína og menntun þjóðar- innar, sé ekki hægt að líta á sem nokkurs tíma og lítilla fjármuna virði. Eru stjómvöld að senda kom- andi kynslóðum þau skilaboð, að uppalendur þeirra eigi ekki skilið til- skilda virðingu? Eða era þeir að hvetja unga fólkið til að leita í önnur störf en kennslu þegar að vali kem- ur? Getur verið að ráðherrar séu að segja börnunum að það sé ekki þess virði að fá menntað fagfólk til að sjá um uppeldi þeirra og menntun? Það er í það minnsta greinilegt að þau eru ekki að reyna að lagfæra vaxandi kennaraskort í skólum landsins með því að hvetja fólk í kennaranám. í dag er það einn mest aðlaðandi kost- urinn fyrir nýútskrifaða kennara- nema að fai-a rakleitt í áframhald- andi nám og reyna þannig að mjólka út aura fyrir fjölskyldurekstri, í ann- arri starfsstétt. Það er í það minnsta ekki heillandi að hella sér í opinber- lega vanmetið starf til frambúðar strax eftir þriggja ára þrotlausa vinnu. Einn af starfsmönnum fjöl- miðlanna spurði um daginn hvort kennarar væru ekki að fá á sig þá mynd að vera verkfallsstétt. Þeir væra nefnilega alltaf í verkfalli. Ég held að við ættum að umorða spurn- inguna aðeins og spyrja: Era stjóm- völd að fá á sig þá mynd að ekkert sé lagfært fyrr en nauðungarástand ríkir á þeim sviðum sem þarf að lag- færa? Kannski er hægt að líta svo á að stjórnvöld séu að reyna á þolinmæði kennara og ætli sér að buga þá þann- ig. Ef svo illa fer að menntaðir kenn- arar í starfí verði settir á lista yfir starfsstéttir í útrýmingarhættu, má náttúrlega alltaf reyna að fá þá til starfa í húsinu sem kynni að hýsa víkingaskipið Islending. Það kostar svo lítið að fá þá til starfa að stjóm- völd geta notað afganginn af pening- unum sínum til að kaupa eina og eina vakt af lögreglumönnum til að passa bæði kennarana og skipið. Löggur era nefnilega líka á lágu verði á Is- landi í dag. GUNNLAUGUR MAGNÚSSON, Kennaranemi við HA, Klettastíg 4c, Akureyri. Til næturinnar ... Frá Benedikt S. Lafleur: UM NÝÚTKOMINN geisladisk: Úr söngvasafni Kaldalóns Flytjendur: Ámi Sighvatsson barítón og Jón Sigurðsson píanó. Ertu að koma, koma til að gefa, koma til að mýkja harm og sefa, með líknar-fangið fult af hvíld og þrótt Ó, færðu öllum þessar gjafir, nótt!... Þessar ljóðlínur Ólínu Andijesdótt- ur við sönglag Sigvalda Kaldalóns er að finna á nýútkomnum geisladiski: Úr söngvasafni Kaldalóns ásamt tutt- ugu og sex öðram lögum höfundar. Barítónrödd Áma nýtur sín vel í dimmum og rómantískum lögum. En styrkur söngvarans felst ekki síst í einlægni hans og tryggð við lagasmið- inn sjálfan. Hvergi ber á yfirþyrm- andi túlkun söngvarans eða óhóflega egósentrískri raddbeitingu, heldur leitast Árni við að laga sig sem allra best að hverju lagi með mismunandi blæbrigðum. Þá er söngur Áma það skýr að hvert orð nær vel til hlustand- ans. Jón Sigurðsson júanóleikari heldur vel utan um söng Áma og leiðir hann í gegnum verk Kaldalóns af miklu ör- yggi. Undirleikur Jóns er í senn hnit- miðaður og ákaflega frískur. Eins og hjá Árna er túlkun Jóns trú höfund- inum og hreinir og tærir tónar Kalda- lóns komast vel til skila. Á köflum hef- ur að vísu verið bragðið út af vissri flutningshefð, til að mynda í lögunum Vorvindur og Vorvísur sem flutt eru mun hraðar en tíðkast. En að mínum dómi er sú túlkun harla sannfærandi. Ég vil jafnvel ganga svo langt að spyrja hvers vegna í ósköpunum þessi lög hafa sjaldan eða aldrei verið leikin hraðar, þar sem sjálft yrkisefnið end- urspeglar hraða og fjör vorsins og þann ungdóm og frískleika sem það hefur að geyma. Verðui’ afar spenn- andi að fylgjast með píanóleik Jóns Sigurðssonar í framtíðinni. Bókin sem fylgir útgáfunni er óvenju vönduð og drjúg að innihaldi. Hún hefur að geyma lagatextana sjálfa, ásamt enskri þýðingu, umsögn um hvert lag, kynningu á tónskáldinu sem og flytjendum laganna og ljós- mynd af nótnahandriti Kaldalóns. BENDIKT S. LAFLEUR, rithöfundm- og myndlistarmaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.