Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 86
86 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið klé 20.00:
ANTÍGÓNA eftir Sófókles
Frumsýning annan í jólum 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti
laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5.
sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus.
HORFÐU REIÐUR UM ÖXL eftir John Osborne
Fös. 29/12, lau. 6/1, sun. 7/1.
Smiðaverkstæðið kl. 16.00: |
MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI eftir Marie Jones
Frumsýning lau. 30/12, uppselt, fim. 4/1 kl. 20.30, fös. 5/1 kl. 20.30.
LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS mán. 18/12 kl. 20.30:
„Blómið sem þú gafst mér“. Dagskrá helguð Nínu Björk Árnadóttur
skáldkonu. Ljóðalestur úr nýútkominni Ijóðabók og lesnir kaflar úr ýmsum
verkum hennar.
GJAFAKORTÍ ÞJÓBLEIKHÚSIB - GJÖFIN SEM L1FNAR V1B!
www.leikhusid.is mktesala@leikhusid.is Simapantanir frá ki. 10 virka daga
Miðasalan eropin mán.—þri. kl. 13—18, mið.—sun. kl. 13—20.
DOAUMASMIÐJAN
GÓiAB. HÆGíIR
oftir Auðí Horaids
Aukasýning fös 29/12 kl. 20
Sýnt í Tjamarbíói
Sýningin er á leiklistarhátíðimi Á mörkunum
Midapantanir í Idnó í síma: 5 30 30 30
HAFNARFJARÐARLEIKHUSIÐ
0
*
eftlr
laf tÍMik
Símonarsoit
Svninaar hefiast kl. 20
aukasýn. fim 28. des, laus sæti
Jólasýn. fös. 29. des. örfá sæti
.Tólaandakt
Litla stúlkan með
eldspvturnar
eftir H.C Andresen
sun. 17. des. kl. 14, laus sæti
mán. 18. des. örfá sæti laus
Miðasala í síma SS5 2222
og á www.visir.is
Leikfélag íslands
Gjafakort í Leikhúsið
— skemmtileg jólagjöf sem lifir
1Í?jsTaBnm
552. 3000
Á SAMA TÍMA SÍÐAR
Frumsýn. fim 28/12 kl. 20 örfá sæti
2. sýn. fös 29/12 kl. 20, A kort gilda
3. sýn. lau 30/12 kl. 20, B kort gilda
fös 5/1 kl. 20 C&0 kort gilda
SJEIKSPÍR EING 0G
HANN LEGGUR SIG
lau 6/1 kl. 20
Kvikleikhúsið sýnir BANGSIM0N
sun 17/12 kl. 15.30
530 3O3O
JÓLAMÁLSVERÐUR 0G SÝND VEIÐI
lau 16/12 kl. 19
SÝND VEIÐI
fös 29/12 ki. 20
LEIKHÓPURiNN PERLAN
Perlujól í lönó
sun 17/12 kl. 17
TRÚÐLEIKUR
fös 5/1 kl. 20
sun 7/1 kl. 20
fim 11/1 kl. 20
Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18
um helgar og fram sýningu alla sýningardaga.
Hópasala fyrir ieikhús og/eða veitingahús er
í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga.
Ekki er hleypt inn I salinn eftir að sýning hefst.
midasala@leik.is — www.leik.is
f dag k I . 15.00
Jólatónleikar
' Fjölbreytt efnisskráfyrir aWa.f]ÖIskytóuna.
örfá sæti laus.
Næstu tónleikar:
Yínartónleikar 4., 5. og 6. janúar
(Z) LEXLIS
IHéskólabfó v/Hagatorg
Sími 545 2500
Miðasala alla.daga kJ. 9-17
Oplð laugardag frð kl, 13-
www.sinfonia.is SINfÓNÍAff
BORGARLEIKHÚSIÐ
Leíkfélag Reykjavikur
Næstu sýningar
BORGARLEIKHÚSIÐ OPNAR HJARTA SfTT!
JÓLABOÐ - aðgangur ókeypis, léttar
veitingar og allir veíkomnir!
(DAG: Lau 16. des kl. 14 - 17
Atriði sýnd úr Móglf á stóra sviði, Abigail
heldur partf á litla sviði og Skáldanótt í
anddyri. Boðið verður upp á skoðunarferðir
um húsið, leiklestra úrverkum (æfingu,
jólasöng, óvæntaruppákomurogjólasveinar
sprella með bömunum.
MÓGLf e. Rudyard Kipling
Þri 26. des kl. 14 FRUMSYNING
Lau30. deskl. 14
FALLEG GJAFAKORT Á MÓGL(, ÁSAMT
VÖNDUÐUM STUTTERMABOL, ERU TIL-
VALIN (JÓLAPAKKA YNGSTU FJÖL-
SKYLDUMEÐLIMANNA!
Litla svið
ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh
Fös 29. des kl. 20
Lau 30. des kl. 20
Stóra svið
SKÁLDANÓTT e. Hallgrfm Helgason
Fös 29. des kl. 20
Lau 30. des kl. 20
HEILL HEIMUR ( EINU UMSLAGI!
NÝ OG FALLEG GJAFAKORT A LEIK-
SYNINGAR BORGARLEIKHÚSSINS ERU
GLÆSILEGJÓLAGJÖF. HRINGDU í MIÐA-
SÖLUNA OG VIÐ SENDUM ÞÉRJÓLA-
GJAFIRNAR UM HÆL! HÁTÍÐARTÍLBOÐ
Á GJAFAKORTUM FYRIR JÖLIN!
Lcikhúsmiöi á aðeins kr. 1.490!
Opin 10 miða korl á kr. 14.900. Þú sérð sýn-
iOgarnar scm þú vilt sjá þegar þú vilt sjá þær!
Miðasala: 568 8000
Mlðasalan er ópin kl. 13-18ogfram 3ð sýnlngu
sýnlngardaga. Sfml miðasölu opnarki. 10 vitte
daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is
www.borgarleikhus.is
LEIKFELAG KOPAVOGE SYNIR
íEynt:
m
cftir
William
Shakeípeafc
í dag laugardag 16. des.
kL 20.30.
Ath! Slðasta sýning
ÍLABSMEIMIU KÓPAVOSS
Mioahantanim 3 -rT' 1 9Ö5
MIOAaALA@KOPLtE(K.I8
Vesturgötu 3 ■HHjW/JflgflkWll
Missa Solemnis
eftir Kfistiinu Hurmerinta
Innlegg Kaffileikhússins til jólanna, helgi- og
kyrrðarstund fyrir alla fjölskylduna í önn jó-
laundirbúningsins. Helgileikur sem vekur frið
og eindrægni, leikinn í ró við kertaljós og
helgistemningu.
Einleikari: Jórunn Sigurðardóttir
Leikstjóri: Kristiina Hurmerinta
Búningar og leikmynd: Rannveig Gylfadóttir
Sýningarstjóri: Karólína Magnúsdóttir
Frumsýning sunnudaginn 17.12. kl. 17.30
Sýningar daglega kl. 17.30 til jóla
Sýning á Þorláksmessu kl. 24.00
Sýning á aðfangadagskvöld kl. 24.00
Rauð jól. jólavaka Hugleiks
sun. 17.des. kl. 21.00
Sýningar á Evu, Hialofti oy Stormi og
Ormi verda teknar upp attur á nýju ári.
MIÐASALA
l.i is
-ALLTy\f= G/TTH\SA£3 /VYn
FÓLK í FRÉTTUM
Sinfónískt barnaefni
TOJVLIST
Geisladiskur
PÉTUR OG ÚLFURINN
Pétur og úlfurinn inniheldur þrjú
verk; „Pétur og úlfinn“ eftir Sergey
Procofiev (1891-1953), „Söguna af
litla fílnum Babar“ eftir Francis
Poulenc (1899-1963) og „Hljóm-
sveitin kynnir sig (Tilbrigði og fúga
um stef eftir Purcell)" eftir
Benjamin Britten (1913-1976).
Fram koma: Sinfóníuhljdmsveit
Melbourne undir stjórn John
Lanchbery. Sögumaður Örn Árna-
son. Hljdðupptaka Jim Atkins, Mel-
issa May. Framleiðandi Peter Tapl-
in Raddupptaka Gunnar Árnason,
Hljdðsetning. Kynningartexti Keith
Andersson, Sigrún Á. Eiríksddttir
þýddi. Myndskreyting Tony Ross.
Utgefendur: Boosey og Hawkes
og Chester Music. Umsjdn með
útgáfu Öm Ámason.
ÞESSI nýútgefna plata inniheld-
ur þrjú verk fyrir sinfóníuhljómsveit
og sögumann. Verkin, sem eru ætluð
börnum, heita „Pétur og úlfurinn“
(Sergey Procofiev), „Sagan af litla
fílnum Babar“ (Francis Poulenc) og
„Hljómsveitin kynnir sig“ (Benjam-
in Britten). Örn Ámason gegnir
hlutverki sögumanns.
Einn stærsti kostur plötunnar er
greinargóður kynningartexti í með-
fylgjandi bæklingi sem hentar vel
áhugasömum forleldrum sem vilja
taka þátt í ævintýrinu. Annars er
hulstrið vel gert í alla staði og mynd-
skreytingamar sérstaklega
skemmtilegar. Sinfóníuhljómsveit
Melbourne er ein fremsta sinfóníu-
hljómsveit Ástrala og stjórnandinn
John Lanchbery margverðlaunaður
tónlistarmaður. Öll verkin eru með
líflegra móti og tekst stjórnandan-
um með hljómsveitinni að koma
Utösögn uffl hljónrsv«itína fyrk u ngar mmœtkiur
Saoan af BtU fUnum 8abaf
skýrt til skila margbreytileika
þeirra. Það er ekki lítil áskorun að
feta í fótspor Bessa Bjamasonar
sem las svo eftirminnilega söguna
um Pétur og úlfinn á sínum tíma.
Emi tekst þó stórvel upp og gefur
Bessa ekkert eftir. Þó er túlkun
hans á allan hátt sjálfstæð og al-
gjörlega laus við að líkjast túlkun
Bessa. Reyndar finnst mér Örn vera
góður sögumaður á allri plötunni.
Arni heldur bömunum við efnið
vegna þess hversu skýrt og
skemmtilega hann les. Þetta sá ég
sjálf þegar ég prufukeyrði plötuna
fyrir nokkra hópa barna á leikskóla
nokkrum, þar sem ég kenni tónlist,
því varla fyrirfinnast betri dómarar
en börnin sjálf þegar kemur að
barnaefni. Mestar undirtektir á leik-
skólanum fékk „Pétur og úlfurinn".
Má það vera vegna þess að mörg
barnanna þekkja verldð fyrir, en þó
tel ég ástæðumar vera fleiri.
„Pétur og úlfurinn" sker sig úr að
því leyti að allur efniviðurinn er
kominn frá Prokofiev sjálfum, óiíkt
„Litla fílnum Babar“ sem er tónlist
við sögu Jean de Brunhoffs og
„Hljómsveitin kynnir sig“, þar sem
Britten fær að láni stef eftir Purcell.
Atburðarásin er öllu æsilegri og
hraðari í „Pétri og úlfinum" heidur
en „Litla fílum Babar". Að sagan og
tónlistin sé samin í einu lagi gerir að
verkum að hvort er fullkomlega í
samræmi við hitt. Önnur sérstaða
sem gerir Pétur og úlfinn að
skemmtilegasta verkinu, að mínu
mati, er að hver sögupersóna er
túlkuð af ákveðnu hljóðfæri/ hópi
hljóðfæra sem kynnt eru til leiks um
leið og einnig með ákveðnu stefi.
Stefin og tilbrigði þeirra fléttast svo
saman eftir því hvaða persónur eiga
í hlut hverju sinni.
Sagan af litla fílnum Babar ein-
kennist töluvert af því að tónlistin og
sagan hafa verið samdar hvor í sínu
lagi. Sögumaðurinn kemur með
stutta útskýringu á því sem næst
hendir sögupersónuna og svo kemur
kafli með hljómsveitinni sem á að
túlka viðkomandi atburð. Myndirnar
sem dregnar eru upp eru líflegar og
skemmtilegar en ná þó aldrei að
verða eins skýrar og í „Pétri og úlf-
inum“. Þetta tel ég vera vegna þess
að athygli Poulencs beinist fyrst og
fremst að atburðunum, ólíkt hinum
skýru persónum Procofievs í Pétri
og úlfínum.
„Hljómsveitin kynnir sig“ inni-
heldur ekki sögu, heldur kynningu á
sinfóníuhljómsveitinni, hijóðfærum
hennar og hijóðfærahópum. Meira
að segja er imprað á forfeðrum
hljóðfærahópanna. Hvert sýnishorn
er stutt og listilega spunnið úr stef-
inu sem tilbrigðin og fúgan eru við.
Möguleikar sinfóníunar eru og gerð-
ir mjög heyranlegir. Því mætti segja
að „Hljómsveitin kynnir sig“ sé hvað
mest uppfræðandi fyrir unga fólkið,
með „Pétur og úlfinn" í öðru sæti.
Plata þessi í heild sinni er mjög
góð. Hún er brúkleg bæði til kennslu
sem og til almennrar afþreyingar.
Varla að hafa mörg orð um ágæti
framtaksins. Fyrir mitt leyti, að
minnsta kosti, er það göfugt starf að
leiða ungt fólk á þess forsendum inn
í hina litríku veröld klassískrar tón-
listar.
Ólöf Helga Einarsdóttir
... og upp á yfírborðið
TONLIST
Geisladiskur
... NEÐAN ÚR
NÍUNDA HEIMI
...Neðan úr níunda heimi, geisla-
diskur hljómsveitarinnar Vígspá.
Sveitina skipa þeir Búas (söngur),
Freyr (gítar) og Rúnar (trommur).
Þeim til aðstoðar eru þeir Jakob
(bassi í „Sólskinsbarn") og Reynir
Mannamúll (aukarödd f „Vængir").
Endurútgáfa „Upphaf heimsendis"
er í höndum Hjartar. Öll lög
og textar eru eftir Vígspá.
Upptökum stýrði Haraldur Rings-
ted ásamt Vígspá. 28,20 mín.
Harðkjarni gefur út.
VÍGSPÁRLIÐAR vilja meina að
þessi plata sín sé svokallað sýnisein-
tak (e. demo), ófullunnar upptökur
sem ekki séu hæfar til „alvöru“ út-
gáfu. Sýniseintök eru ekki dæmd hér
í Morgunblaðinu að staðaldri en
ástæða þess að það er gert hér liggur
annars vegar í þeim efa sem undir-
ritaður og fleiri setja við þessa mein-
ingu sveitarinnar og hins vegar sú
von að þessi umfjöllun hér, á hvaða
veg sem hún verður, verði til þess að
harðkjarnaböndin fari að koma út úr
skápum og bílskúrum í meiri mæli,
svona útgáfulega séð. í gamla daga
gáfu menn út hröriegar snældur með
stolt bros á vörum og dreifðu í búðir
sem mest þeir máttu. Sýniseintök
Harðkjarnaútgáfflnnar, sem eru
sambærilegar og vel það við téðar
snælduútgáfur, eiga það hins vegar
til að veltast einungis um í þröngum
hópi áhugasamra harðkjarnahlust-
enda. Hvað er sýniseintak og hvað
ekki er afskaplega huglægt mat. Til
að mynda er hijómurinn hér betri en
á plötu baráttubræðranna í Snafu,
sem er víst fyrsta opinbera útgáfa
Harðkjarna, svo ein þversögnin sé
nú dregin fram í sviðsljósið. Hættum
nú þessari spéhræðslu og gleymum
ekki hinum göfugu orðum: „Gerðu
það bara!“ (e. Just do it!). „Senan er
sameign okkar allra!!“ eins og segir
inni í bæklingi disksins.
Talandi um diskinn. Vígspá er með
eldri sveitum hinnar gróskumiklu
harðkjarnasenu þótt hún sé ekki
nema tæplega tveggja ára gömul.
Bóas söngvari er með helstu post-
ulum senunnar og á hljómleikum
hefur Vígspá sýnt að hún er með at-
hyglisverðari harðkjamasveitum.
Mínus spilar tilraunakennt harð-
kjarnarokk. Snafu spiiar hreinrækt-
að jámkjarnarokk. Tónhst Vígspár
er hins vegar hreinræktað þunga-
rokk eða því sem næst og gítarieik-
arinn er nokkuð greinilega skólaður
hjá þeim Slayermönnum og hinum
margrómaða stefmeistara Pantera,
honum Dimebag Darrell. Lagasmíð-
ar hér em nokkuð tilkomumiklar,
jafnvel þungmeltar, trommuleikur
skapandi og gítarstefin áleitin. Hér
„Hér er hvorki garg né geðveiki á
ferðinni, öllu heldur fágað, stef-
vænt og framþróað þungarokk
sem er fjölbreytt að uppbyggingu
og lítt slagaravænt," er niðurstaða
rokkgreiningar Amars Eggerts á
plötu Vígspár,... Neðan úrníunda
heimi.
er hvorki garg né geðveiki á ferðinni,
öliu heldur fágað, stefvænt og
framþróað þungarokk sem er fjöl-
breytt að uppbyggingu og lítt slag-
aravænt. Bóas setur svo harðkjarn-
ann í þetta með frábærum söng,
sveiflast á milli öskurs og tilfinninga-
ríkrar söngraddar með góðum ár-
angri. Bestur er endasprettur disks-
ins, næstsíðasta lagið, titillagið, er
magnað og dimmuþmngið ljóðalag
og platan fjarar svo út með mjög
flottri og smekkvferi endurhljóð-
blöndun á laginu „Upphaf heimsend-
fe“ ...Neðan úrníunda heimi er metn-
aðarfullt verk og á heildina litið er
þetta bara hinn fínasti diskur.
Jæja kæra Vígspá, þetta var nú
ekki svo slæmt. Opin umræða um
hvers kyns listsköpun er alltaf af
hinu góða. Menn verða að tala sam-
an, annars verður aldrei nein þróun,
aldrei nein nýsköpun. Meiri útgáfu,
meira fjör.
Arnar Eggert Thoroddsen