Morgunblaðið - 16.12.2000, Side 96
MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMIX9U00, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBLTS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Samkeppnisráð telur samruna Landsbanka og Búnaðarbanka brot á samkeppnislögum
Skaðar samkeppni og yrði
til tj óns fy rir neytendur
samruna þar sem aðgangshindranir eru að
bankamörkuðum,“ segir í áliti ráðsins.
Samkeppnisráð bendir m.a. á að við samrun-
ann myndi samþjöppun á innlánsmarkaði
aukast verulega, og markaðshlutdeild samein-
aðs banka verða á bilinu 43-57%, sem sé mun
hærri markaðshlutdeild en næsta keppinautar,
Íslandsbanka-FBA, sem yrði með 17-27% hlut-
deild á einstökum innlánsmörkuðum. Einnig
yrði um verulega háa markaðshlutdeild að ræða
á sviði rekstrarlána til íyrirtækja, eða 50,3% og
sameinaður banki myndi öðlast yfirburðastöðu á
öllum undirmörkuðum greiðslumiðlunar.
■ Leidir til/14
■ Stefnt að/48
SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að íyrirhugaður samruni Landsbank-
ans og Búnaðarbankans brjóti í bága við 18.
grein samkeppnislaga. Telur ráðið að samein-
ingin myndi leiða til markaðsráðandi stöðu sam-
einaðs banka, skaða samkeppni og verða til
tjóns fyrir neytendur. Þetta kemur fram í for-
úrskurði sem samkeppnisráð sendi viðskipta-
ráðherra í gær.
Ríkisstjómin kom saman þegar niðurstaða
samkeppnisráðs lá fyrir í gær og síðdegis gaf
(/t^Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra Al-
þingi skýrslu um álit ráðsins. Kom fram í máli
hennar að ríkisstjómin hefði samþykkt að áfram
yrði leitað leiða til að lækka kostnað í bankakerf-
inu og sagðist ráðherra leggja fram frumvarp á
vorþingi um heimild til að selja hlutabréf rík-
isins í bönkunum. Davíð Oddsson forsætisráð-
herra sagði við þingumræðumar í gær að ekki
væri hægt að lýsa niðurstöðu samkeppnisráðs
sem ósigri fyrir viðskiptaráðherra eða rOds-
stjómina. Farið hafi verið nákvæmlega eftir
leikreglum og þess gætt að samkeppnislög og
samkeppnisskilyrði yrðu skoðuð með því að
óska eftir forúrskurði samkeppnisráðs. Hann
sagði einnig niðurstöðu ráðsins leiða til þess að
ekki verði hægt að veita Íslandsbanka-FBA
nægilega samkeppni.
Æskilegt að fá erlenda eignaraðild
Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði æski-
legt, að þessari niðurstöðu fenginni, að fá er-
lenda eignaraðild inn á bankamarkaðinn hér.
Stjómarandstæðingar sögðu úrskurðinn sigur
fyrir neytendur og lýðræði í landnu. í niður-
stöðu samkeppnisráðs segir að sameining bank-
anna myndi raska samkeppni á markaði fyrir
innlán og útlán, á greiðslumiðlunarmörkuðum
og á markaði fyrir verðbréfa- og gjaldeyrisvið-
skipti. IVAð mati samkeppnisráðs verða núver-
andi keppinautar ekki færir um að veita hinum
sameinaða banka nægjanlegt samkeppnislegt
aðhald. Þvert á móti telur samkeppnisráð mjög
líklegt að með fækkun keppinauta og aukinni
samþjöppun muni fyrirhugaður sammni leiða til
skaðlegrar fákeppni á umræddum mörkuðum.
Ósennilegt er að nýir keppinautar geti dregið úr
þessum skaðlegu afleiðingum hins fyrirhugaða
Fokker-vél snúið til Egilsstaða
Isinsr hlóðst
w o
á stjórnklefa
FOKKER-VÉL Flugfélags íslands,
sem var á leið frá Reykjavík til ísa-
fjarðar síðdegis í gær, varð að halda
til Egilsstaða eftir að ísing hlóðst á
vélina yfir Breiðafirði. Reykjavíkur-
flugvöllur lokaðist um tíma vegna
Hafnar yfír-
töku Odda
á Gutenberg
SAMKEPPNISRÁÐ hefur ógilt
yfirtöku Prentsmiðjunnar Odda hf.
á Steindórsprenti-Gutenberg ehf.
Samkeppnisráð telur að yfirtakan
leiði til markaðsráðandi stöðu hins
nýja fyrirtækis, hún dragi verulega
úr samkeppni og sé andstæð mark-
miðum samkeppnislaga.
Búnaðarbanki íslands seldi Odda
92,88% hlut í Steindórsprenti-Gut-
enberg í október síðastliðnum og
segir í úrskurðarorðum samkeppn-
isráðs að Oddi hafi í skilningi sam-
keppnislaga því yfirtekið fyrirtæk-
ið. I niðurstöðunum segir að með
hliðsjón af þeirri samþjöppun sem
af samrunanum leiði, sem og eðli og
riuppbyggingu þeirra markaða, sem
hér skipti máli, fái samkeppnisráð
ekki séð að unnt sé að setja sam-
runanum skilyrði sem nægi til þess
að eyða samkeppnislegum áhrifum.
snjókomu. Jón Karl Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Islands,
sagði Veðurstofuna hafa aflétt viðvör-
un vegna ísingar eftir hádegi sem gef-
in hafði verið út fyrr um daginn ogjrví
hefði verið ákveðið að fljúga til Isa-
fjarðar. Um borð voru tveir flugmenn
og flugþjónn en aðeins átti að taka
farþega frá ísafirði. Vélin var hins
vegar með frakt þangað. Yfir Breiða-
firði hafði safnast mfldl ísing á vélina
og gangur hreyflanna truflast en þeir
komist í lag aftur. Afísingarbúnaður
er fyrst og fremst á vængjum og við
hreyfla en talsverður ís safnaðist
einnig á glugga flugstjómarklefans.
Flugstjórinn ákvað þá að snúa við en
þá var orðið ólendandi í Reykjavík.
Tók hann þá stefnuna á EgÚsstaða-
flugvöll þar sem flugmennimir lentu.
Tæplega 400 milljóna kröfur á rækjuverksmiðju Nasco
Skiptastjóra falið að
selja verksmiðjuna
VEÐKROFUHAFAR í eignir
Nasco hf. í Bolungarvík ákváðu á
fundi sínum í gær að fela skipta-
MITSUBtSH!
demantar í umferd
HEKLA
- ífortftíu á nýrrí iúd!
stjóra þrotabúsins að auglýsa verk-
smiðjuna í Bolungarvík til sölu.
Rúmlega 380 milljóna króna veð-
kröfur hvíla á verksmiðju Nasco fyr-
ir utan 70 milljóna króna aukaveð
Sparisjóðs Bolungarvíkm- vegna af-
urðabirgða.
Byggðastofnun á mest í hættu,
samtals rúmar 260 milijónir, á þriðja
og sjötta veðrétti. Aðrir veðkröfu-
hafar eru Íslandsbanki-FBA sem á
fyrsta veðrétt fyrir 50 milljóna kr.
láni, Sparisjóður Bolungarvíkur með
40 milijóna kr. veð á fimmta veðrétti,
Sjóvá-Almennar tryggingar með 25
milljónir á fjórða veðrétti og lífeyr-
issjóður með um 5 milljónir kr. á öðr-
um veðrétti. Fyrir utan þetta em svo
óveðtryggðar kröfur en ekki liggur
fyrir hversu miklar þær eru fyrr en
að loknum kröfulýsingarfresti, eða
eftir tvo til þrjá mánuði. Byggða-
stofnun hefur þegar gert ráð fyrir að
tapa þeim 145 milljónum kr. sem
stofnunin lánaði fyrirtækinu út á
sjötta veðrétt.
Veðkröfuhafarnir ákváðu í gær að
fela Tryggva Guðmundssyni skipta-
stjóra að auglýsa verksmiðjuna til
sölu í heilu lagi. Guðmundur Malm-
quist, forstjóri Byggðastofnunar,
segir að verksmiðjan sé talin mjög
góð og vilji veðkröfuhafamir reyna
að koma henni sem fyrst í rekstur.
Ljóst er að það getur tekið tíma,
meðal annars vegna þess hvað
rækjuvinnsla er erfið á þessum árs-
tíma, en skiptastjórinn hefur svig-
rúm fram á næsta ár til að freista
þess að selja verksmiðjuna.
Agnar Ebenesersson lýsti áhuga á
að kaupa verksmiðjuna fyrir gjald-
þrotið, segist vera tilbúinn að skoða
málið aftur.
■ Óvissuðstand/12
Morgunblaðið/RAX
Vetur í borg
TALSVERÐA snjókomu gerði í
Reykjavík siðdegis í gær. Var þung
föstudagsumferðin enn hægari í
hálkunni og slæmu skyggninu en
eftir kvöldmat dró úr úrkomunni.
VcmhSLtiKlR
dagar til jóla