Morgunblaðið - 20.12.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 20.12.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913 293. TBL. 88. ARG. MIÐVTKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS George W. Bush skýrir frá vali viðskiptaráðherra og húsnæðismálaráðherra í dag Bush fundar með Gore og Clinton Washington. AFP, AP. KEPPINAUTARNIR um forseta- embætti Bandaríkjanna, George W. Bush og A1 Gore, hittust í fyrsta skipti í gær augliti til auglitis eftir að baráttunni um niðurstöðu kosning- anna í Flórídaríki lauk í síðustu viku. Þá játaði Gore sig sigraðan, 36 dög- um eftir að Bandaríkjamenn gengu til kosninga. Gore tók á móti Bush fyrir utan bústað varaforseta Bandaríkjanna og tókust þeir í hendur og stilltu sér upp fyrir ljósmyndara áður en þeir héldu inn til að ræðast við. „Við ætlum að ræðast einslega [0nð,“ sagði Gore við blaðamenn. Bandaríska fréttastofan CNN sagði aðstoðarmenn varaforsetans hafa sagt að fundurinn hefði staðið innan við klukkustund og hefði Gore ítrekað vilja sinn til að hjálpa til við að koma á sáttum demókrata og repúblikana eftir deilur um úrslit kosninganna. %• Góður fundur með Clinton George W. Bush hitti einnig Bill Clinton Bandaríkjaforseta í gær. Bush, sem gagnrýndi Clinton oft og iðulega í ræðum sínum í kosninga- baráttunni, heilsaði honum með virktum. Clinton tók á móti Bush fyrir utan Hvíta húsið. „Ég er þakk- látur og ég hlakka til viðræðnanna. Ég er hér til að hlusta, og ef forset- inn verður svo vinsamlegur að gefa mér einhver ráð þá mun ég hlusta á þau,“ sagði Bush við fréttamenn fyr- ir fundinn. Clinton sagði að sitt eina ráð til verðandi forseta væri að „setja saman gott lið og gera það sem hann teldi vera rétt“. Að sögn talsmanns Clintons, var fundur þeirra Bush og Clintons, sem stóð í einn og hálfan tíma, mjög góð- ur. Hann sagði að þeir hefðu einkum rætt utanríkismál. Clinton sagði blaðamönnum áður en fundurinn hófst að hann myndi koma inn á mál- efni Norður-Kóreu en Clinton er sagður hafa hug á að halda þangað í opinbera heimsókn áður en hann lætur af embætti. Talsmaður Clint- ons vildi ekki tjá sig um hver nið- urstaðan hefði orðið og sagði Bush verða að taka sína eigin ákvörðun um hugsanlega ferð þangað. Evans og Martinez meðalráðherra Búist er við því að Bush tilkynni val sitt á viðskiptaráðherra og hús- Reuters Jólagleði indverskra skólabarna INDVERSKUR drengur snurfusar litla, jólasveina" eða öllu heldur nemendur skdla í bænum Candig- arh á Norður-Indlandi sem fögnuðu í gær jólunum framundan. Jóladagur er frídagur á Indlandi og haldinn hátíðlegur af minni- hlutahópi kristinna á Indlandi, sem telur 23 miHjónir. Flestir ibúar Indlands, sem alls eru um 950 miHjónir talsins, eru hindúar. Reuters A1 Gore og George W. Bush fyrir fund þeirra í gærkvöldi. næðismálaráðherra í dag. Að sögn embættismanna í röðum repúblik- ana mun Don Evans, framkvæmda- stjóri olíu- og gasfyrirtækis í Texas, verða viðskiptaráðherra. Evans er gamall vinur Bush og sá sem til- kynnti stuðningsmönnum hans á kosninganótt að Gore hefði hætt við að játa sig sigraðan. Væntanlegur húsnæðismálaráð- herra er Mel Martinez. Martinez flúði til Bandaríkjanna frá Kúbu þegar hann var 15 ára. Hann er frammámaður í röðum repúblikana í Flórída, einn þeirra sem stýrðu kosningabaráttu Bush þar og lék stórt hlutverk í máli kúbanska NY deila hefur blossað upp milli fær- eysku landstjórnarinnar og Pouls Nyrups Rasmussens, forsætisráð- herra Danmerkur, um stefnu land- stjórnarinnar í sjálfstæðismálinu. Deilt er nú um hvernig túlka eigi viðræður danska forsætisráðherrans við Anfinn Kallsberg, lögmann Fær- eyja, á óformlegum fundi þeirra í Reykjavík í nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Poul Nyrup Rasmussen túlkar viðræðurnar þannig að Kallsberg vilji nú samningaviðræður um aukna sjálfstjóm Færeyja og að gengið verði út frá því að eyjarnar haldi sambandinu við Danmörku. Fær- eyska landstjómin er alfarið ósam- mála þessari túlkun og kveðst enn stefna að fullu sjálfstæði Færeyja. Nymp sendi lögmanni Færeyja bréf á fimmtudag þar sem hann seg- ir meðal annars að Kallsberg hafi lagt til á fundinum í Reykjavík „að hafnar yrðu samningaviðræður um breytingar á heimastjórnarlögunum, þannig að innan ramma ríkissam- bandsins skapist aukinn grundvöllur fyrir því að heimastjómin taki við drengsins Elian Gonzales fyrr á árinu. Bush hitti í gærmorgun Tommy Thompson, sem er talinn líklegur til að verða næsti heilbrigðisráðherra. Á mánudag hitti hann Paul Neill, sem er talinn koma til greina sem næsti fjármálaráðherra. Bush hitti einnig Dan Coats, fyrrverandi öld- ungadeildarþingmann, sem talinn er líklegur í embætti vamarmálaráð- herra. Að sögn Dick Cheneys, vara- forsetaefnis Bush, er Tom Ridge, ríkisstjóri Pennsylvaníu, ekki lengur inni í myndinni sem varnarmálaráð- herra. Hann gefur ekki kost á sér vegna fjölskylduaðstæðna. fleiri málaflokkum". Með þessu gaf forsætisráðherrann til kynna að þjóðréttarleg staða Færeyinga myndi ekki breytast. Markmiðið að valda sundrungu? Landstjórnin fyrtist við þetta bréf og furðaði sig á túlkun forsætisráð- herrans. Hpgni Hoydal, sem fer með sjálfstæðismálin í landstjórninni, sagði að með bréfinu vildi danski for- sætisráðherrann efla stjórnarand- stæðinga sem eru andvígir því að Færeyingar lýsi yfir sjálfstæði. Kallsberg lagði áherslu á að land- stjómin stæði við þá stefnu sem hún kynnti eftir að samningaviðræðurn- ar við Dani fóru út um þúfur. Land- stjórnin hyggst efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um sjálfstæði í apríl. Hún stefnir einnig að því að taka við þeim málaflokkum sem danska stjómin fer með og hefja viðræður um að dregið verði úr fjárhagsaðstoð Dana við Færeyjar. Að lokum verði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá og þegar hún taki gildi verði Færeyjar sjálfstætt ríki. Bastesen of spurull Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö. NORSKI hvalveiðimaðurinn og þingmaður Strandflokksins, Steinar Bastesen, hefur lagt svo margar spurningar fram á norska Stórþinginu að ákveðið hefur verið að takmarka spm-n- ingaflauminn. Það sem af er hefur Bastesen spurt 90 spuminga en hver þingmaður má leggja fram tvær spumingar á viku. Nú hefur verið ákveðið að tak- marka það við eina spurningu á viku. Kennir forseti þingsins Bastesen og nokkmm þing- manna Framfaraflokksins um þessa ákvörðun en orrahríð fyrirspuma hefur tafið þing- hald fram úr hófi. Bastesen er að vonum ósátt- ur við breytinguna sem hann segir takmarka mjög starf sitt þar sem hann sé eini þingmað- ur flokks síns, Strandflokksins. Aðrir þingmenn anda hins veg- ar flestir léttar. Bandaríkin Vísbending um vaxtalækkun SEÐLABANKI Bandaríkjanna sendi frá sér tilkynningu í gær að loknum fundi nefndar um frjáls við- skipti þar sem kynntar vom áherslu- breytingar. Þær gefa vísbendingar um að svo geti farið að vextir verði lækkaðir næst þegar nefndin kemur saman, í lok janúar. Er bandarísku efnahagslífi ekki lengur talin stafa mest ógn af verðbólgu heldur af samdrætti í efnahagslífinu. MORGUNBLAÐIÐ 20. DESEMBER 2000 Bréf frá Nyrup veldur uppnámi í Færeyjum Þdrshöfn. Morgunblaðið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.