Morgunblaðið - 20.12.2000, Side 15

Morgunblaðið - 20.12.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 15 Morgunblaðið/Kristinn Forstjóri TR fagnar því að úrslit séu fengin í erfíðu deilumáli Munum kappkosta að vinna eftir niðurstöðum þessa dóms Heilbrigðisráðherra deilir ekki við Hæstarétt Karl Steinar Ingibjörg Guðnason Pálmadóttir KARL Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, fagnar því að Hæsti- réttur hafi með dómi sínum knúið fram úrslit í erfíðu deilumáli. Óvissa vegna þess hafi verið mjög óþægileg, ekki síst fyrir Trygginga- stofnun sem vilji fara eftir landslögum í stjórnsýslu sinni. „Þessi dómur kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart enda taldi ég fyrirfram að farið gæti á hvorn veginn sem var. Eg vil nota þetta tækifæri til að óska Öryrkjabandalaginu og þá sérstaklega fonnanni þess til hamingju með gríð- arlegan sigur,“ segir hann. TR mun greiða það sem á vantar Karl Steinar segir að enn eigi stofnunin eftir að kynna sér efni dómsins rækilega en hann gerði ráð fyrir að þegar í dag, miðvikudag, yrði ákveðið hvernig staðið yi’ði að málum. „Þetta er ekkert einfalt. Flestir hagnast á þessum dómi og við þurfum að velta upp hverj- um einasta skjól- stæðingi stofnunar- innar síðustu sjö árin og meta áhrif dómsins á stöðu hvers og eins. Við munum að sjálf- sögðu greiða það sem á vantar, en þetta verður mikil yfirferð og margt hefur vitanlega gerst á þessum sjö árum. Sumir hafa gifst, aðrir skilið og slíkt hefur breyt- ingar í för með sér á högum fólks.“ Karl Steinar bendir einnig á að einhver hópur fólks, all- margir aldraðir og nokkrir öryrkjar, kunni að tapa vegna áhrifa dóms Hæsta- réttar. Samkvæmt núgild- andi fyrirkomulagi sé tekjum hjóna skipt, en það verði ekki eftir þennan úrskurð. Gæti numið 2 til 3 milljörðum „Það er auðvitað pólitísk ákvörðun hvernig með þetta mál verður farið, en þetta er dómur sem hefur gríðarleg áhrif og snertir mjög marga. Ég vil leggja áherslu á að Tryggingarstofnun fer auðvitað að lög- um og reglugerð- um. Stofnunin ákveður ekki hvað greitt er hverju sinni, en við mun- um kappkosta að vinna eftir niður- stöðum þessa dóms og leggja alla áherslu á að sú vinna geti gengið fljótt og vel fyrir sig. Þetta verður gríðarleg vinna og mun taka tíma, þrátt fyrir að við munum virkja alla þætti tölvukerfis stofnunarinnar sem mögulegt er.“ Karl Steinar kvaðst ekki vita nákvæmlega hvaða upp- hæðir hér væri um að tefla. „Tölunni tveir til þrír millj- arðar hefur verið fleygt en ég þori ekkert að segja til um það.“ Lögfræðingar ráðuneytisins fara yfir niðurstöður Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, heyrði af nið- urstöðum dómsins þegar hún kom til Reykjavíkur síðdegis í gær ásamt m.a. forsætis- ráðherra og utanríkisráð- herra en þau voru á blaða- mannafundi Islenskrar erfðagreiningar og níu ís- lenskra heilbrigðisstofnana sem haldinn var á Akureyri. Hún vildi ekki ræða dóminn efnislega þegar Morgunblað- ið ræddi við hana í gær- kvöldi. „Hæstiréttur hefur talað. Ég mun ekki deila við hann. Lögfræðingar ráðuneytisins eni að fara yfir niðurstöður dómsins og í framhaldinu verða næstu skref ákveðin. Meira er ekki hægt að segja á þessu stigi málsins," sagði ráðherra. inberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka. Er það í samræmi við þá stefnumörk- un sem liggur að baki íslenskri löggjöf um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 28/1991, sbr. og 2. mgr. 65. gr. stjórn- arskrárinnar. í lögum er þó víða tekið tillit til hjúskaparstöðu fólks. Má hér nefna skattalög og ákvæði laga um félagslega að- stoð. Talið hefur verið að einstaklingur í hjú- skap eða sambúð þurfi minna sér til fram- færslu en sá sem býr einn. Getur það því átt við málefnaleg rök að styðjast að gera nokk- urn mun á greiðslum til einstaklinga úr op- inberum sjóðum eftir því hvort viðkomandi er í sambúð eða ekki. Ákvæði almannatryggingalaga um örorku- lífeyri og tekjutryggingu örorkulífeyrisþega hafa, svo sem að framan er rakið, lengi verið í nokkru samræmi við ákvæði laganna um ellilífeyrisþega. Staða öryrkja getur þó verið að því leyti ólík stöðu ellilífeyrisþega að margir þeirra greiða ekki í sama mæli í líf- eyrissjóð og geta því ekki öðlast sams konar réttindi úr lífeyrissjóðum. Örorkulífeyrir, þar með talin tekjutrygg- ing, er réttur sem öryrkjar fá vegna fötlunar sinnar. Samkvæmt því sem að framan er rit- að um skýringu á 76. gr. stjórnarskrárinnar er það á valdi almenna löggjafans að ákveða þau mörk, sem örorkulífeyrir og tekjutrygg- ing miðast við, svo fremi sem þau uppfylla önnur ákvæði stjórnarskrárinnar, eins og þau verða skýrð með hliðsjón af þeim þjóð- réttarlegu skuldbindingum sem íslenska rík- ið hefur undirgengist. Réttur sá sem al- mannatryggingalöggjöfin tryggir öryrkjum er almennur og tekur tillit til jafnræðissjón- armiða milli þeirra sem eins eru settir í þröngum skilningi. Hins vegar mælir ákvæð- ið fyrir um mismunandi skerðingu lífeyris vegna tekna eftir því um hvaða tekjur er að ræða. Að því er hjón og annað sambúðarfólk varðar er sá réttur, sem þeim er veittur, skertur vegna tekna annars einstaklings og getur tekjutrygging fallið alveg niður. Að því er sambúðarfólk varðar er þetta gert vegna tekna einstaklings sem ekki er framfærslu- skyldur gagnvart öryrkjanum. Framfærslu- skylda hjóna er hins vegar gagnkvæm sam- kvæmt hjúskaparlögum. Er ekki aðeins um skyldu að ræða heldur einnig rétt, sbr. 5. gr. 7. samningsviðauka við samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/ 1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Verður tæpast annað sagt en að réttur ör- yrkja til framfærslu fjölskyldu sinnar verði smár hafi hann aðeins tekjur, sem nema grunnörorkulífeyri. Svo sem áður greinir verður að telja að í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar felist ákveðin lágmarksréttindi, sem miðuð séu við einstakling. Þrátt fyrir svigrúm almenna löggjafans til mats á þvi, hvernig þessi lág- marksréttindi skuli ákvörðuð, geta dómstól- ar ekki vikið sér undan því að taka afstöðu til þess, hvort það mat samrýmist grundvall- arreglum stjórnarskrárinnar. Þegar litið er til skipulags réttinda örorkulífeyrisþega samkvæmt almannatryggingalögum og þeirra afleiðinga, sem í raun geta af því leitt fyrir einstaklinga, verður þetta skipulag ekki talið tryggja þeim þau lágmarksréttindi, sem í framangreindu stjórnarskrárákvæði felast, á þann hátt að þeir fái notið þeirra mann- réttinda, sem 65. gr. stjórnarskrárinnar mælir þeim, svo sem það ákvæði verður skil- ið að íslenskum rétti, sbr. 26. gr. alþjóða- samnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem var fullgiltur af Islands hálfu 22. ágúst 1979 (Stjórnartíðindi C nr. 10/1979) og 9. gr. fyrrnefnds alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg rétt- indi. í samræmi við það, sem að ofan greinir, er fallist á þá kröfu gagnáfrýjanda, að við- urkennt verði að óheimilt hafi verið að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 á þann hátt sem gert er í 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. VI. Samkvæmt 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður gagnáfrýjandi talinn réttur aðili máls þessa. Einnig hefur hann samkvæmt 2. mgr. sömu greinar lög- varða hagsmuni af því að fá viðurkenning- ardóm um réttmæti skerðingar tekjutrygg- ingar. Hins vegar er tekjutrygging háð umsóknum, sem rökstyðja á til dæmis með skattframtölum og skýrum upplýsingum um hagi bótaþega, sbr. 18. gr. almannatrygg- ingalaga. I 48. gr. sömu laga eru jafnframt ákvæði sem huga verður að við ákvörðun líf- eyris til hvers örorkulífeyrisþega um sig. Af ákvæðum þessum leiðir að af niðurstöðu máls þessa verður ekki dregin ályktun um rétt hvers einstaks lífeyrisþega, enda er hér samkvæmt kröfugerð gagnáfrýjanda einung- is því ráðið til lykta hvort skerðingarákvæði 5. mgr. 17. gr. almannatryggingalaga sam- rýmist ákvæðum stjórnarskrár. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda sam- tals 900.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð Viðurkennt er, að aðaláfrýjanda, Trygg- ingastofnun ríkisins, hafi verið óheimilt frá 1. janúar 1994 á grundvelli 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 485/1995 að skerða tekju- tryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap með því að telja helming samanlagðra tekna beggja hjóna til tekna lífeyrisþegans í því tilviki, er maki hans er ekki lífeyrisþegi. Einnig er viðurkennt, að óheimilt hafi ver- ið að skerða tekjutryggingu örorkulífeyr- isþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 sam- kvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda, Ör- yrkjabandalagi íslands, samtals 900.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Sératkvæði Garðars Gíslasonar og Péturs Kr. Hafstein Við erum sammála I., II. og III. kafla í at- kvæði annarra dómenda og fyrri málsgrein í VI. kafla. Samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrár lýðveldisins íslands nr. 33/1944 skal öllum, sem þess þurfa, tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, at- vinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra at- vika, sbr. 14. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/ 1995. í 70. gr. stjórnarskrárinnar fyrir breytingu hennar á árinu 1995 var svo mælt, að sá skyldi eiga rétt á styrk úr almennum sjóði, sem eigi fengi séð fyrir sér og sínum, og væri eigi öðrum skylt að framfæra hann, en þá væri hann þeim skyldum háður, sem lög kvæðu á um. Samsvarandi ákvæði um skylduframfærendur voru í 52. gr. stjóm- arskrár um hin sérstaklegu málefni íslands frá 5. janúar 1874 og 66. gr. stjórnarskrár konungsríkisins íslands nr. 9/1920. I athugasemdum með frumvarpi til stjórn- skipunarlaga nr. 97/1995 kom fram, að ákvæði 1. mgr. 14. gr., er síðar varð fram- angreind 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, svaraði að nokkru til reglu þágildandi 70. gr., en frumvai’psákvæðið væri mun ítar- legra, því að tekið væri nánar fram en áður, hvers konar aðstæður gætu orðið til þess, að maður þarfnaðist opinberrar aðstoðar af þessum toga. Með ákvæðinu væri hins vegar ekki lögð til breyting frá gildandi reglu að því leyti, að ekki væri ráðgert, að sá sem gæti séð nægilega fyrir sér sjálfur þyrfti að njóta réttar til slíkrar aðstoðar, en þann rétt væri löggjafanum þó fyllilega heimilt að veita. Loks var í athugasemdunum vakin at- hygli á því, að löggjafinn ætti að setja nánari reglur um félagslega aðstoð af þessum meiði, en með ákvæðinu væri markaður sá rammi, að til þyrftu að vera reglur, sem tryggðu þessa aðstoð. Var sérstaklega bent á 12. gr. og 13. gr. í félagsmálasáttmála Evr- ópu og 11. gr. og 12. gr. í alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Af framansögðu er ljóst, að öryrkjar eiga stjórnarskrárvarinn rétt á aðstoð samfé- lagsins, ef þeir geta ekki nægilega séð sér farborða sjálfir. Um þessa aðstoð skal mæla í lögum. Það er verkefni löggjafans en ekki dómstóla að kveða á um inntak og umfang þeirrar opinberu aðstoðar, sem öryrkjum er látin í té. Dómstólar geta hins vegar metið, hvort lagasetning um þessi málefni sam- rýmist grundvallarreglum stjórnarskrárinn- ar. Af orðalagi 76. gr. stjórnarskrárinnar, eins og ákvæðið hljóðar eftir framangreinda breytingu 1995, og tiltækum lögskýringar- gögnum verður engan veginn ráðið, að lög- gjafanum sé ekki eftir sem áður heimilt að líta til félagslegrar stöðu öryrkja eins og annarra, þegar lífeyrir þ.eirra úr sjóðum al- mannatrygginga er ákveðinn. Kröfugerð þessa máls lýtur að aðstæðum öryrkja í hjú- skap, þegar makinn aflar tekna og er ekki jafnframt örorkulífeyrisþegi. Það verður að telja málefnalegt löggjafarviðhorf að taka nokkurt mið af því við lagasetningu um að- stoð við öryrkja, hvers stuðnings öryrki megi vænta af maka sínum. Slík sjónarmið um gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna hafa lengi verið lögð til grundvallar í löggjöf hér á landi og eru þau reist á pólitískri af- stöðu til framkvæmdar almannatrygginga. Engin ákvæði í alþjóðlegum skuldbindingum íslands mæla því í gegn, að greiðslur til ör- yrkja séu í einhverjum mæli látnar ráðast af tekjum maka og þar með heimilisins, en þær árétta einungis þá skyldu löggjafans sam- kvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar að tryggja þeim rétt til samhjálpar, sem höllum fæti standa. Túlkun laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra getur heldur ekki leitt til annarrar niðurstöðu. Markmið þeirra er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Því markmiði er ekki varpað fyrir róða við það eitt, að lög- gjafinn meti stöðu öryrkja með hliðsjón af félagslegum aðstæðum þeirra, þar á meðal hjúskaparstöðu. Af öllu þessu verður örugglega ráðið, að löggjafinn sé bær til að meta, hvernig tekjur maka örorkulífeyrisþega komi til skoðunar, þegar þeirri skyldu stjórnarskrárinnar er fullnægt að tryggja þeim öryrkjum lögbund- inn rétt til aðstoðar, sem ekki geta nægilega séð fyrir sér sjálfir. Ekki eru efni til, að dómstólar haggi því mati, enda hefur ekki verið sýnt fram á með haldbærum rökum, að staða öryrkja í hjúskap geti vegna tekna maka orðið á þann veg, að stjórnarskrárvar- inn réttur þeirra til samhjálpar sé fyrir borð borinn. Alþingi var þannig fyllilega innan valdheimilda sinna, þegar það ákvað í 17. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, sbr. lög nr. 149/1998, að tekjur maka gætu haft áhrif á tekjutryggingu öryrkja til lækk- unar. Niðurstaða okkar í málinu er þá sú, að að- aláfrýjanda hafi frá 1. janúar 1994 verið óheimilt að skerða tekjutryggingu örorku- lífeyrisþega í hjúskap á grundvelli reglu- gerðarákvæða, sem brast lagastoð. A hinn bóginn hafi aðaláfrýjandi mátt skerða tekju- trygginguna frá 1. janúar 1999, eftir að heimild til þess hafði verið leidd í almannatryggingarlög með lögum nr. 149/ 1998. Þá er rétt, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda hluta málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.