Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 18

Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Formaður samgöngunefndar um áheyrnarfulltrúa starfsfólks Mótar stefnu en sér ekki um rekstur Reykjavík HELGI Pétursson, for- maður samgöngunefndar Reykjavíkur, segir að eðli nýrrar samgöngunefndar borgarinnar sé annað en eðli rekstrarnefndar eins og stjórn SVR var. Því hafi samþykktir nefndarinnar ekki gert ráð fyrir að starfs- menn fyrirtækisins héldu áheyrnarfulltrúa eftir að verkefni stjórnar SVR flutt- ust til samgöngunefndar. Eftir sem áður verði ekki vandkvæðum bundið fyrir starfsmenn SVR að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi. Helgi sagði að starfssvið samgöngunefndar væri mjög víðfeðmt en undir hana heyra málefni SVR, gatna- og samgöngumál, umferðar- öryggismál, málefni Bfla- stæðasjóðs og ferðamál. Áð- ur heyrðu málefni SVR undir sérstaka rekstrar- stjóm, stjórn SVR. Eðli samgöngunefndar væri allt annað en rekstrarstjómar því nefndinni bæri fyrst og fremst að annast stefnumót- un, fylgja stefnumótun í framkvæmd og veita aðhald. „Það er því ekki um það að ræða að starfsmenn SVR sem slíkir missi áheyrnar- fulltrúa heldur er ekki gert ráð fyrir áheyrnarfulltrúum í samþykktum fyrir sam- göngunefnd. Þeir þyrftu að vera 6-8 miðað við verkefni nefndarinnar og það gengur ekki að viðbættum fimm nefndarmönnum og 10-12 embættismönnum á hverjum fundi,“ sagði Helgi og nefndi að útkoman úr slíku skipu- lagi yrði hálfsmánaðarleg ráðstefna um samgöngumál en ekki nefndarfundur. Þá sagði hann að það væri hluti af verkefnum hinnar nýju nefndar að auka og opna fyrir aðgang starfs- manna og íbúa borgarinnar að því sem fram fer í stjórn- kerfinu í gegnum nýja upp- lýsingatækni, svo sem Netið og með ýmsum öðrum hætti, í anda „nýrra og framsýnna stjórnarhátta". Helgi sagði að skref yrðu stigin í þá veru með tilkomu nýs vefjar borgarinnar á næstu vikum. Þrátt fyrir breytinguna ætti ekkert að þurfa að skorta á að starfsmenn SVR kæmu sínum sjónarmiðum á framfæri auk þess sem stétt- arfélag þeirra, Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar, væri í nánum tengslum við stjórn borgarinnar. Tillaga fyrir bæjarstjórn Ókeypis hring- akstur um bæmn 1 Hafnarfjörður BÆJARRÁÐ Hafnarfjarð- ar hefur nú til umfjöllunar tillögu Samfylkingarinnar um að næsta haust verði gerð tilraun með almenn- ingssamgöngur innanbæj- ar þar sem ekin verður ókeypis hringferð um bæ- inn á hálftíma fresti. Helstu viðkomustaðir verði skólar, íþróttamann- virki og félagsmiðstöðvar fyrir eldri og yngri borg- ara. Tilraunin standi til áramóta 2001-2002, en þá verði árangurinn metinn og framhald ákveðið með hlið- sjón af niðurstöðum henn- ar. Kostnaður við fram- haust? kvæmdir verði greiddur með sparnaði sem næst með hagræðingu á hefð- bundnum innanbæjar- akstri meðan á tilraun stendur. Meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar- flokks lagði jafnframt til að við skoðun almennings- samgangna innanbæjar yrði hugað að vistvænum ökutækjum sem þróunar- verkefni, í anda fram- kvæmdaáætlunar Staðar- dagskrár 21. Bæjarráð fjallaði um málið á síðasta fundi sínum og vísaði því til bæjarstjóra og framkvæmdastjóra sviða. „Það er engin sérstök jólamanía hjá okkur“ Morgunblaðið/Kristínn í fornbdkabúðinni eru einnig gamlar myndir og annað af líkum toga. Hér er Ari Gísli t.d. með íslandskort frá árinu 1630, svokallað Janusarkort. Alls er um sextíuþúsund bókatitla úr ólík- Þessi mynd er dæmigerð fyrir andrúms- um áttum að finna í bókahillum og -stöfium loftið í fornbókabúðinni þar sem reykingar í Bókavörðunni. eru leyfðar með ánægju. Vesturbær NOKKRIR staðir á höfuð- borgarsvæðinu eru þeirrar náttúru að sumum fínnst betra að leita þangað en ann- að, vilji menn trappa sig nið- ur frá amstri og stressi hvers- dagsins eða bara gleyma sér, þó ekki væri nema eitt and- artak. Fombókabúðin Bóka- varðan hefur löngum verið eitt slíkra athvarfa þreyttum sálum, en hún er núna til húsa á Vesturgötu 17 og hef- ur verið þar síðan 1996. Áður var búðin í Hafnarstræti 4, og þar áður á Skólavörðustíg, Hverfisgötu, Vatnsstíg og Laugavegi. Hana reka þeir feðgar Bragi Kristjónsson og Ari Gísli Bragason. Um 60 þúsund bókatitlar „Það er engin sérstök jóla- mam'a hér, en þó eru margir sem hafa vit á að kaupa jóla- gjafimar hjá okkur,“ sagði Ári Gísli kíminn á svip, þegar Morgunblaðið var þar í heim- sókn á dögunum til að for- vitnast um hvemig lífið gengi þar, svona rétt fyrir jólin. „Hér era bækur á öllum aldri, sú elsta sem við eram með núna er frá 1628. Það er frönsk sögubók, útgefin í París; hún fjallar um róm- verska keisaraveldið og er líklega í upprunalegu bandi. Við kaupum stundum bóka- söfn dánarbúa og þá fylgir gjaman eitt og annað af þess- um toga með,“ sagði Ari Gísli. „Nú, hér era Postula- sögur í alskinni, gefnar út í Christianíu 1874 af C.R. Ung- er. Og svo eram við að sjálf- sögðu líka með ódýrar, þýdd- ar skáldsögur og allt upp í fínar, klassi'skar bækur.“ Búðinni er allri skipt upp í deildir og Ari Gísli sýnir blaðamanni það nánar. „Hér er ævisögur í nokkram hill- um, svo náttúrafræði og þjóð- legur fróðleikur. Og bækur um andleg málefni hafa sinn bás, og lögfræðibækur - þó hvort í sínu lagi, vel að merkja; við reynum að blandaþeim flokkum sem minnst saman,“ segir Ari og glottir. „Og ein hillan er með vel innbundnum bókum og ýmsu raríteti, og þar fram eftir götunum. Ætli við séum ekki með um 60 þúsund titla í allri búðinni." Að sögn hans er vinsælasta deildin íslensk og norræn fræði, ýmislegt tengt íslend- ingasögunum og þeim geira öllum. Og eins gamalt prent, framútgáfur, bæði ljóðabæk- ur og skáldsögur; t.d. fyrstu útgáfur af Steini Steinarr og Halldóri Laxness og öðra slíku. „Nú er íslenska kennd í 150 háskólum erlendis, svo að þetta er ósköp eðlilegt. Við gefum út bóksölulista Qóram sinnum á ári og send- um um allan heim, og stefn- um að þvi' að setja þann næsta jafnframt á verald- arvefinn, til að auðvelda er- lendum mönnum aðgengi að versluninni. Hann kemur í mars árið 2001.“ Ari Gísli staldrar við einn rekkann og segir: „Hér er tólf binda verk með æviminn- ingum Casanova, tölusett út- gáfa, London 1922, gefin út af Casanovafélaginu," og ekki er laust við að honum finnist þetta dálítið merkilegt framtak. „Og svo eram við með heilan vegg með enskum bókum í kiljuformi og þýdd- um skáldsögum." Eitt af því sem grípur augað á þessum stað er gríðarlegur bókastafli, sem blasir við þegar inn i'búðina er komið. Ari Gísli er spurð- ur um fýrirbærið. „Við köllum þetta síðustu bókavörðuna," segir hann. „Hún er áætluð um 3,5 tonn, hvílir á jámborði og lifði jarð- skjálftana af. Þetta er nú aðal- lega moð, eitthvað sem hefúr safnast upp. Við höfúm ekki enn komist í að sortera þetta." Fæstar myndanna til sölu En það er fleira í búðinni en gamlar skraddur. Þar er líka töluvert af allskyns myndum, sem fæstar era þó til sölu, en hjálpa til við að skapa nauðsynlcga fortíð- arstemningu. „Hér er t.d. ein,“ segir Ari Gísli, og tekur niður gamla, svart/hvíta mynd af veggnum. „Þetta féll karl faðir minn f Danmörku. Þetta eru dönsku konungs- hjónin, Alexandra og Krist- ján, og áritað af þeim báðum, 1927. Daninn þekkti ekki kónginn sinn, hélt að þetta væra skipstjórahjón, og myndin fékkst því á slikk.“ Og áfram heldur fræðslan. „Nú, aðrar myndir eru af ýmsum toga, London eftir bombu í seinni heimsstyijöld og annað slíkt. Og svo erum við með þessa helstu foringja héma,“ segir Ari Gísli og bendir á ákveðinn stað á ein- um veggnum. Þar vora m.a. Stali'n, Davíð, Sophia Loren og Matthías skáld og ritstjóri, ásamt mörgu öðra fólki. „ Við steftium að því að vera með hillur upp um alla veggi, og bjóða viðskiptavin- um stiga til að nálgast það sem menn gimast, og reyna þannig að fullnýta þetta pláss, sem er um 200 fermetr- ar í heildina," segir Ari Gísli að lokum. Og í Bókavörðunni er allt í lagi að reykja. Það er neftii- lega óaðskiljanlcgur hluti af andrúmslofti hennar og sögu. Ný stefna grunnskola Reykjavíkur í málefnum barna með íslensku sem annað tungumál Nemendum fjölgaði úr 50 í 635 á sjö árum Reykjavík í DRÖGUM að nýrri stefnu um málefni barna með ís- lensku sem annað tungumál í grunnskólum Reykjavíkur kemur fram, að umræddur hópur vex óðum. Sem dæmi má nefna, að fyrir sjö árum var sótt um fjármagn til að kenna 50 nemendum íslensku sem annað tungumál, en í haust var þessi tala komin í 635. Um þetta má lesa í nýjasta fréttabréfi Reykjavíkurskól- anna. Þar segir Friðbjörg Ingi- marsdóttir kennsluráðgjafi að þessi stefna sé hluti af heild- arstefnu Reykjavíkurborgar í máefnum nýbúa, sem muni verða tilbúin í lok þessa árs. Telur Friðbjörg að vinnan að heildarstefnunni, sem og ráð- stefnan „Heimurinn og heima“ og umræðan sem fylgdi í kjölfarið hafi sáð fræj- um jákvæðra breytinga í við- horfum til útlendinga. Áður hafi öflugur hópur skólafólks ásamt fleirum plægt akurinn og bætt jarðveginn. Mun leggja línurnar fyrir næstu ár Stefnumótunin muni leggja línumar fyrir búsýslu næstu þriggja ára, og til að uppsker- an verði sem best þurfi marg- ir að leggjast á eitt. Að sögn Friðbjargar er næsta verk síðan að auka þekkingu á hinum fjöltyngda nemendahópi og þöríum hans og í kjölfarið að sníða viðun- andi kerfi fyrir úthlutun fjár- magns. Tryggja þurfi meiri stöðug- leika og þekkingu í kennslu í íslensku sem öðru tungumáli og koma því svo fyrir að þess- ir nemendur geti nýtt sér al- menna kennslu að eins miklu leyti og kostur sé á. Stefnt er að því að börnin fái móttöku í þjónustuhverfi heimaskólans, að foreldrasamstarf verði aukið og að skólarnir vinni markvisst að því að taka upp fjölmenningarlega kennslu- hætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.