Morgunblaðið - 20.12.2000, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.12.2000, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Airbus ákveður að framleiða risaþotu V er ður stærsta far- þegaþota heims Tolouse. AP. Sakar Svía um að fórna Wallen- berg EFTIRLITSNEFND Airbus sam- þykkti formlega í gær að hafin yrði framleiðsla á risaþotu sem hefur fengið nafnið A380 og verður stærsta farþegaþota heims. Þotan verður tveggja hæða og á að geta tekið 555 farþega. Farþega- rýmið verður stærra en í öðrum þot- um og hægt verður að innrétta bari, spilavíti og setustofur. Þotan hefur hingað til verið kölluð A3XX. Með framleiðslu þotunnar vonast Airbus til þess að styrkja stöðu sína verulega í samkeppninni við Boeing. „Þessi ákvörðun markar þáttaskil í sögu flugsins og þota 21. aldarinnar verður tekin í notkun í byrjun ársins 2006,“ sagði í yfirlýsingu frá Airbus. „Við getum ekki verið stoltari af þessari þotu,“ sagði Manfred Bisc- hoff, formaður eftirlitsnefndarinnar, eftir að hún tilkynnti ákvörðun sína. Hann bætti við að risaþotan yrði í fremstu röð hvað varðar öryggi og orkunýtingu. Gert er ráð fyrir því að fram- leiðsla þotnanna kosti 12 milljarða dala, andvirði rúmlega 1.000 millj- arða króna. Hefur fengið 50 pantanir Airbus ákvað framleiðsluna eftir að nokkur flugfélög höfðu gert samninga um kaup á 50 risaþotum og forkaupsrétt á 42 til viðbótar. Stjómendur fyrirtækisins höfðu sagt að a.m.k. 50 pantanir þyrftu að liggja fyrir til að hægt yrði að hefja framleiðsluna. Fyrirtækið náði þessu takmarki á föstudag þegar Virgin Atlantic Airways pantaði sex þotur og tryggði sér forkaupsrétt á sex til viðbótar. Fimm önnur flugfélög hafa þegar undirritað samninga um kaup á A380 þotum. Þýska flugfélagið Luft- hansa og British Airways hafa einn- ig sýnt risaþotunni áhuga og hafið viðræður við Airbus. Stærsta pöntunin kom frá ástr- alska flugfélaginu Qantas Airlines, sem hyggst kaupa tólf þotur. Er þetta mikið áfall fyrir Boeing því Qantas hafði notað Boeing-þotur i rúm 40 ár. Singapore Airlines, Air France, Emirates Airlines og alþjóðlegt kaupleigufyrirtæki hafa einnig pant- AP Las Mercedes-kirkjan í forgrunni og eldfjallið Popocatepetl sem gaus ösku og hrauni í gær. AP Tölvumynd af risaþotunni sem Airbus hefur ákveðið að framleiða. að A380 þotur, auk Qantas og Virg- in. Airbus segir að spumin eftir risa- þotum eigi eftir að aukast á næstu áratugum og spáir því að 1.235 þotur með meira en 400 sæti verði í notkun eftir 20 ár. ELDFJALLIÐ sem gnæfir yfir Mexíkóborg var „uppljómað eins og jólatré" og gaus glóandi hrauni og íbúar í hlíðum fjallsins urðu að yfirgefa heimili sín í gær og leita skjóls. Eldfjallið Popocatepetl Vaknaði 1994 af sjötíu ára dvala og á mánu- dagskvöldið hófst í því mikið gos. í gær hélt gosið áfram og yfirvöld sendu út viðvörun. „Þetta var ekki glæsilegt til að byija með. Það var uppjómað eins og jólatré," sagði kornbóndinn Tomas Jimenez. „Svo varð ég ótta- sleginn." Jimenez segir að þau 68 ár sem Boeing segir hins vegar að flug- félög hafi meiri hug á að kaupa minni þotur. Stærsta þota Boeing getur tekið 416 farþega. Boeing hefur þó undirbúið fram- leiðslu á 520 sæta þotu en ekki feng- ið neinar pantanir enn sem komið er. hann hafi búið í þorpinu Santiago Xalitzintla, sem er í um sex km fjarlægð frá fjallinu, hafi hann litið á „Don Goyito“ - eins og þorpsbú- ar nefna fjallið - sem traustan félaga. En svona bræði hefði hann aldrei séð. Jimenez var einn fárra sem voru enn í bænum í gærmorg- un. Fjallið byrjaði að spúa ösku sl. föstudag, en það var ekki fyr en á mánudag sem hraungos hófst. Fjöldi þeirra 41 þúsund íbúa á mesta hættusvæðinu hafði neitað að verða við tilmælum yfirvalda um að flýja, en í gær komust flest- ir að þeirri niðurstöðu að tími væri kominn til að forða sér. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSK yfirvöld töldu mikilvæg- ara að halda góðum samskiptum við sovésk yfirvöld en að fá end- anlega skorið úr um örlög Raouls Wallenbergs. Létu þau líta út fyrir að þau ynnu staðfastlega að því að fá upplýsingar um Wallenberg en höfðu í raun lagt málið á hilluna. Þetta kemur fram í rannsókn sem Bandaríkjamaðurinn Susanne Berger hefur gert en hún birti nið- urstöðu sína í Dagens Nyheter sl. sunnudag. Wallenberg var sendiráðunautur í Búdapest í síðari heimsstyrjöld og bjargaði lífi þúsunda gyðinga með- an á stríðinu stóð. Hann var hand- tekinn af Sovétmönnum í stríðslok og hefur ekkert til hans spurst síð- an. Nær fullvíst er þó talið að hann hafi verið skotinn að skipan Stalíns á sjötta áratugnum. I næsta mán- uði verður birt skýrsla sænsk-rúss- neskrar rannsóknarnefndar um ör- lög Wallenbergs en nefndin segir að í henni komi fram að Wallen- berg hafi verið á lífi löngu eftir árið 1947 en Sovétmenn héldu því lengi vel fram að hann hefði látist þá. Sænsk yfirvöld lögðu á yfirborð- inu allt kapp á að leita Wallen- bergs. Berger hefur hinsvegar fundið skjöl sem benda eindregið til þess að frá árinu 1957 hafi yf- irvöld hætt því. Sovésk yfirvöld höfðu þá tilkynnt að Wallenberg væri látinn og kusu Svíar að trúa þeirri skýringu. I stað þess að krefjast sannana var ákveðið að ljúka málinu. „Við höfum enga ástæðu til að halda áfram deilum við Sovétríkin," skrifaði þáverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, Östen Undén í skjali sem hann bað alla viðtakendur um að brenna að lestri loknum. Túlkar Berger orð hans sem svo að jafnvel þótt Wallenberg hafi verið á lífi hafi annað haft forgang en að finna hann. Sakar Berger sænsk yfirvöld um undirlægjuhátt við Sovétmenn og síðar Rússa og fyrir að gera sagnfræðingum ill- mögulegt að grafast fyrir um málið með því að meina þeim aðgang að skjölum. Flýja heimili sín vegna eldgoss Santiago Xalitzintla i Mexfkó. AP. Stefnt að einni flug’um- ferðarstjórn í Evrópu FYRIRHUGAÐ er, að Evrópusam- bandið, ESB, taki að sér alla flugum- ferðarstjórn í Evrópu ekki síðar en árið 2005. Er vonast til, að það verði til að draga úr seinkunum og betur gangi en nú að ráða flugumferðar- stjóra til starfa. Að sögn Ásgeirs Páls- sonar, framkvæmdastjóra flugum- ferðarsviðs Flugmálastjómar, snerta þessar fyrirætlanir okkur ekki beint. Fulltrúar ESB-ríkjanna og áheymarfulltrúar frá Noregi og Sviss hafa í heilt ár setið á rökstólum um þessa uppstokkun en eins og íyrr seg- ir stendur til að taka flugumferðar- stjómina úr höndum einstakra ríkja. Er hún talin mjög þung í vöfum og valda því, að seinkanir á flugi aukast stöðugt. Þá er á það bent, að flugrým- inu yfir Evrópu er skipt upp í svæði út frá hemaðarlegu sjónarmiði, sem nú heyri sögunni til. Loyola de Palacio, sem fer með samgöngumál í framkvæmdastjóm- inni, segir, að síðastliðið ár hafi verið skelfilegt hvað varðar seinkun á flugi. Til jafnaðar seinkaði hverju fimmta Flugstjórnar- svæðin 69 að tölu og seinkanir vax- andi vandamál flugtaki um rúmlega 20 mínútur. í skýrslu frá starfsnefndinni segir, að ástæðan sé einfaldlega sú, að umferð- in sé meiri en einstakar flugumferð- arstjómir ráði við auk þess sem bún- aður hafi ekki verið endumýjaður í takt við umferðaraukninguna. í Evrópu eru 69 flugstjómarsvæði en 23 í Bandaríkjunum og annað vandamál er mikill skortur á flugum- ferðarstjórum. Er þörfin alls um 15.000 en upp á þá tölu vantar 1.000 manns. Eins og nú horfir mun þriðj- ungur flugumferðarstjóra í ESB-ríkj- unum fara á eftiriaun fram til 2010. I skýrslunni em nefnd ýmis gmnd- vallaratriði skilvirkari flugumferðar- stjómar og meðal annars, að stjómun borgaralegs og hemaðarlegs flugs verði samræmd smám saman. Þá er nefnt, að nýta megi betur þann mannafla, sem fyrir hendi er, og hefur það farið fyrir brjóstið á viðkomandi stéttarfélögum, sem óttast, að það leiði til einkavæðingar og uppsagna. Samhæfing flugumferðarstjómar í Evrópu mun í íyrstu aðeins taka til ESB-ríkjanna en síðar til væntan- legra aðildarríkja og þeirra, sem hafa tvíhliða samninga við sambandið. Erum á öðru svæði í viðtali við Morgunblaðið sagði Ás- geir Pálsson, framkvæmdastjóri flug- umferðarsviðs Flugmálastjómar, að þessar hræringar í Evrópu snertu okkur ekki beint þar sem við væmm á öðm svæði, Norður-Atlantshafssvæð- inu. Vel væri þó fylgst með þessu enda væri þetta þróunin alls staðar. Sagði hann, að ástandið í Evrópu væri erfitt enda flugumferðarsvæðin mjög mörg. Þar og annars staðar væri ver- ið að hagræða og tryggja rneiri sveigjanleika í því skyni að bæta nýt- ingu loftrýmisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.