Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 30

Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Schröder um stækkun ESB til austurs Samið verði um sjö ára frest á frjálsri för vinnuafls Weiden, Berlín. Reuters, Dally Telegfraph. EF Evrópusambandið (ESB) sam- þykkir tillögu, sem þýzka ríkis- stjórnin lagði fram á mánudag, munu Austur-Evrópuþjóðimar, sem sækja það fast að komast í félagsskap hinna velmegandi þjóða Vestur-Evrópu í ESB, þurfa að sætta sig við að launþegar úr þeirra röðum fái ekki frjálsan að- gang að vinnumarkaði landanna vestar í álfunni fyrr en að liðnum sjö ára aðlögunartíma eftir að við- komandi lönd hafa fengið aðild að sambandinu. Giinther Verheugen, sem fer með stækkunarmálin í fram- kvæmdastjóm ESB, lýsti í gær stuðningi við hugmyndir Schröd- ers, sjö ára aðlögunarfrestur væri „skynsamlegur“. Forsætisráð- herrar þriggja umsóknarríkja í Mið- og Austur-Evrópu, sem hitt- ust í Bratislava í Slóvakíu, sögðust hins vegar ekki taka ummæli kanzlarans of alvarlega; áhyggjur af þvi tagi sem lýstu sér í þessum tillögum væm ekki nærri eins áberandi í öðmm aðildarríkjum en Þýzkalandi og Austurríki. Allt frá því samningaviðræður hófust um aðild þeirra tólf ríkja sem nú geta gert sér vonir um að fá inngöngu á árabilinu 2004-2010 - þar af em tíu fyrrverandi aust- antjaldsríki - hefur þess verið vænzt að sú krafa kæmi upp af hálfu núverandi ESB-ríkja, eink- um þeirra sem landamæri eiga að hinum tilvonandi nýju aðildarríkj- um, að í aðildarsamningunum verði kveðið á um aðlögunarfresti hvað varðar frjálsa flutninga vinnuafls milli landa. Þessi krafa brennur einkar þungt á stjórnvöld- um í Þýzkalandi og Austurríki þar sem atvinnuleysi er mikið og út- breiddur ótti um það meðal al- mennings að um leið og grannríkin í austri gangi í ESB sæki ódýrt vinnuafl þaðan yfir landamærin. Minna má á að stækkun ESB þýð- ir líka stækkun Evrópska efna- hagssvæðisins (EES) og þannig mun það sem Evrópusambandinu semst um við nýju aðildarríkin einnig varða ísland. í ræðu sem Gerhard Schröder kanzlari flutti á mánudag í bænum Weiden í Bæjaralandi, skammt frá landamærunum að Tékklandi, lýsti hann í fyrsta sinn formlegum ósk- um Þjóðverja um slíka aðlögunar- fresti. „Mörg ykkar hafa áhyggjur vegna stækkunaráforma ESB,“ sagði Schröder í ávarpinu, „rík- isstjórnin mun ekki láta ykkur sitja í súpu eigin áhyggna.“ Hann tók hins vegar fram að til greina kæmi að sum hinna nýju aðildarríkja fengju aðlögunarfrest- inn styttan - staðan yrði endur- metin t.d. fimm árum eftir inn- göngu viðkomandi ríkis eða jafnvel fyrr. Nauðsyn væri á sveigjanleika til þess að geta brugðizt við hugs- anlegum vinnuaflsskorti í „görnlu" aðildarríkjunum. Vandamálið ýkt? Sumir sérfræðingar telja þó að þetta vandamál verði ekki eins stórt og margir óttast; það sé eng- in hætta á flóðbylgju ódýrs vinnu- afls frá A-Evrópu. Slíkir aðlög- unarfrestir voru á sínum tíma settir inn í aðildarsamingana við „fátæku ríkin í suðri“, Grikkland, Spán og Portúgal, en þeir voru styttir í fimm ár. Viðbrögð við kröfum af þessu tagi hafa verið mismunandi í um- sóknarríkjunum. Jerzy Buzek, for- sætisráðherra Póllands, tók strax skýrt fram að hann kærði sig ekki um að neinar slíkar hömlur yrðu settar á réttindi pólskra borgara - sem eru um 38 milljónir - þegar landið væri komið inn í ESB. Hins vegar sagði talsmaður ríkisstjórn- ar Slóveníu, þar sem íbúar eru að- eins um tvær milljónir og atvinnu- leysi lítið, að Slóvenar vonuðust til að í aðildarsamningunum yrði greinarmunur gerður milli um- sóknarríkja hvað þetta atriði varð- aði. Einn talsmaður ungverskra stjórnvalda færði rök fyrir því að þessi ótti grannþjóðanna í vestri væri ástæðulaus: „Allir þeir Ung- verjar sem á annað borð vilja vinna í Austurríki eru nú þegar farnir þangað." Vínartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands „...greinilegt að allir skemmta sér konunglega, bæði áheyrendur og flytjendur". (ÚrMbl. 12/12 2000, Oddur Björnsson) Daydreams „Af miklu örlæti hjartans og með stórum músíkölskum tilþrifum“. (ÚrMbl. 21/72000, Oddur Björnsson) POlARf O'ilA Polarfonia Classics ehf Fást í öllum hljómplötuverslunum og hjá útgefanda. polarfonia@itn.is STÆKKUN EVRÖPUSAMBANDSINS ESB-ríkin & KYPUR - MALTA Ef ríki sem tilheyra „seinni lotu“-hópnum standa sig vel í aðildarundirbúningi geta þau „náð“ „fyrri lotu“-ríkjunum Fyrri lota aðildarviðrædna m Seinni lota aðiídarviðræðna Íiil ijjfegjflESÉÍMFIilll Nice- sáttmáli Kosningar. Þýskal., Bretl., I Frakkl., Svíþi.; I Nýr 6 ára Kosningan Ný framkv,- fjárlagarammi Evrópuþingið stjóm ESB? ESB 2000 1 2001 ‘ 2002 1 2003 1 2004 1 2005 1 2006 Starfs- menn SÞ kallaðir frá Afganistan Kabúl, SÞ. AFP, AP. ALLIR erlendh’ hjálparstarfsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna í Afgan- istan hafa verið kallaðir heim tíma- bundið vegna ótta við hermdarað- gerðir, en búist var við að öryggisráð SÞ samþykkti í gærkvöld að herða refsiaðgerðir gegn stjóm Talebana í landinu. Bandaríkjamenn og Rússar fóru sameiginlega fram á að refsiaðgerðir SÞ gegn Afganistan yrðu hertar vegna stuðnings Talebana við hryðju- verkastarfsemi. í gærdag þótti ljóst að tillagan nyti nægilegs stuðnings, en hún kveður meðal annars á um bann við vopnasölu til Talebana- stjómarinnar, ferðabann á embættis- menn Talebana og frystingu eigna stjómarinnar erlendis. Gert var ráð fyiir að þessar aðgerðir kæmu til framkvæmda innan 30 daga og yrði framfylgt í eitt ár, fæm Talebanar ekld að tilmælum SÞ um að loka þjálf- unarbúðum hryðjuverkamanna í landinu og framselja hryðjuverka- manninn Osama bin Laden. Um 50 erlendir hjálparstarfsmenn vora starfandi á vegum Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Brottflutning- ur þeirra hófst í síðustu viku, en síð- ustu starfsmennimir vora fluttir til Pakistans í gær. Afganskir starfs- menn SÞ munu þó áfram sinna hjálp- arstarfi í landinu. Það vakti hörð viðbrögð í Afgan- istan þegar þegar öryggisráðið sam- þykkti fyrst að taka upp refsiaðgerðir gegn stjórn Talebana í nóvember í fyrra, og því þótti ráðlegt að kalla starfsmennina tímabundið á brott í öryjggisskyni. Ymis óháð hjálparsamtök hafa einnig kallað starfsmenn sína tíma- bundið frá Afganistan. Ráðist gegn föngum í Tyrklandi Fimmtán fangar brunnu til bana Istanbúi. AP. HERMENN réðust til inngöngu í 20 fangelsi víðs vegar í Tyrklandi í gærmorgun til þess að neyða rúm- lega 200 fanga til að hætta hung- urverkfalli, sem staðið hefur í tvo mánuði. Mikil átök bratust út og að minnsta kosti fimmtán fangar brannu til bana eftir að hafa kveikt í sér. Tveir hermenn féllu í átökun- um. Vinstrisinnaðir fangar hófu hung- urverkfallið til þess að mótmæla fyr- irætlunum um að færa þá úr svefn- sölum í litla fangaklefa, en fangamir óttast að þar muni þeir sæta mis- þyrmingum af hálfu yfirvalda. Tyrknesku mannréttindasamtök- in Human Rights Association sögðu að hermenn hefðu skotið einn fang- anna til bana eftir að hann kveikti í sér. Dómsmálaráðherrann, Hikmet Sami Turk, sagði að fangar í tveim fangelsum í Istanbúl hefðu haldið uppi „vopnaðri andspymu“ gegn að- gerðunum. Era fangarnir sagðir búnir skotvopnum sem hafi verið smyglað til þeirra, og eldvörpum sem þeir hafi sjálfir búið til. Reyk lagði frá nokkram fangelsum. „Fimmtán létu lífið eftir að hafa kveikt í sér, 57 til viðbótar særðust, flestir eftir að hafa kveikt í sér, og tveir hermanna okkar féllu,“ sagði Turk sagði síðdegis í gær. Þrír her- menn særðust í átökunum. Mannréttindasamtök segja að pyntingar séu algengar í fangelsum í Tyrklandi. AP Tyrkneskir hermenn bera særðan fanga eftir að hafa ráðist til inn- göngu í fangelsið, þar sem hann er vistaður, í gær. Turk sagði að ástæðan fyrir áhlaupinu væri sú að ekki hefði ver- ið hægt að horfa upp á fangana deyja. Reynt hefði verið að binda enda á hungurverkfallið með samn- ingaviðræðum en án árangurs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.