Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 46

Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 /V......... i .........■■■ .... MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Háríð á Felicity Síðastliðinn vetur minnkaði áhorfá þœttina en í vetur hefur það aukist á ný um leið og hárið á aðalsöguhetjunni hefur síkkað. Ogþarna á milli virðist vera beint orsakasamhengi. Hvað skyldi ráða úr- slitum um það hvort frásagn- arlist nýtur vin- sælda eða ekki? Hvað veldur því að ein bók verð- ur öðrum bókum ofar á listanum yfir mest seldu jólabækurnar? Auglýsingar skipta sennilega mestu. (Best er náttúrulega ef höfundurinn er þegar frægur.) En bók þarf að vera vel skrifuð og kannski mætti jafnvel láta sér detta í hug að þær hug- myndir sem settar eru fram á síðum hennar skipti einhverju. Og ef þetta er skáldsaga þarf hún að vera vel sögð, að vera grípandi og persónur þannig að maður fái einhverja tilfinningu fyrir þeim, VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrimsson annaðhvort jákvæða eða neikvæða. (Ekkert er verra í skáldskap en persónur sem manni er nákvæmlega sama um - en um leið er sennilega fátt algengara.) En frásagnarlist er ekki bara sú list sem er að finna í skáld- sögum. Frásagnarlist er líka í bíómyndum og í leikritum og í framhaldsþáttum í sjónvarpi. Þetta síðasttalda form frásagn- arlistarinnar er ekki mikið iðkað hér á landi og ekki hefð fyrir því. Heimaland þess er án efa Bandaríkin og þar er löng og sterk hefð fyrir því. Ef spurningunni um það hvað ráði vinsældum frásagnarlistar er beint að sjónvarpsþáttum flækist málið verulega. Öll þau atriði sem að ofan eru nefnd - vel skrifað handrit, grípandi saga og athyglisverðar persónur - skipta máli en þar að auki bætast við atriði sem manni dyttu kannski síður í hug. Framleiðendur sjónvarpsþátt- anna „Felicity," sem framleiddir eru fyrir kvennamarkhóp (og sýndir eru í íslensku sjónvarpi), komust að því nýlega að óvænt atriði geta ráðið úrslitum um vinsældir. Síðastliðinn vetur minnkaði áhorf á þættina mikið en í vetur hefur það aukist á ný um leið og hárið á aðal söguhetjunni - há- skólastelpunni Felicity - hefur síkkað. Og það sem meira er, þarna á milli virðist vera beint orsakasamhengi. Einn af framleiðendum þátt- anna, J. J. Abrams, axlaði alla ábyrgð á því frumhlaupi að hárið á aðalsöguhetjunni skyldi skert. Hann sagði í viðtali við The New York Times nýlega: „Fólk hafnaði nýja útlitinu [á henni]. Hún er svo glæsileg að við hugsuðum sem svo: Hverjum er ekki sama hvað hárið á henni er sítt? Við fengum svar harla fljótt.“ Talsmaður bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar WB, sem sýn- ir þættina þar í landi, sagði að áhorfendur hafi látið mikið í sér heyra, sent fjölda tölvuskeyta og bréfa þar sem þeir létu í ljósi vonbrigði sín með að hárið á Felicity skyldi klippt. „Fólk spurði: Hver ákvað þetta? Konur í áhorfendahópn- um samsömuðu sig persónunni og þegar hárið á henni var stytt sögðu þær sem svo: Ég vil ekki vera þessi persóna - þetta eyði- leggur fyrir mér tálvonina," var haft eftir honum í The New York Times. Það er greinilega vandlifað í sjónvarpsveröldinni. Elstu menn í bransanum muna víst ekki ann- að eins upphlaup út af skertu hári og einhverjir rifjuðu upp að ekki er langt síðan ein söguhetj- an í öðrum gríðarlega vinsælum þætti, Vinum (Friends), var klippt en það hafði engin áhrif á vinsældir þáttanna. Umtalaðasta hárið - eða öllu heldur hárleysið - hingað til, hafi verið á Telly Savalas í hlut- verki lögreglumannsins Kojaks. Þessar ógöngur framleiðenda Felicity eru því áreiðanlega sér- stæðar, og líka óneitanlega dálít- ið skringilegar - ef ekki beinlíns fyndnar. En kannski einmitt vegna þess hversu sérstakar þær eru sýna þær fram á það hvernig kaupin gerast á sjón- varpseyrinni. Því að um leið og þetta eru kannski spaugileg vandræði þá eru þetta um leið mjög raunveruleg vandræði. Þeir sem búa til afþreying- arefni fyrir bandarískt sjónvarp taka afþreyingu mjög alvarlega, vegna þess að áhorfendur taka henni alvarlega, og þeir láta ekki segja sér hvað þeim á að finnast. Þess vegna gera þeir miklar kröfur þegar kemur að þessum nauðsynlega þætti daglegs lífs. Kannski er sjónvarp yf- irborðskenndur miðill, svo jafn- vel fréttir lúta lögmálum afþrey- ingarinnar. Þess munu mörg dæmi í Bandaríkjunum að fólk fari að læra fréttamennsku, ekki vegna þess að það langi til að verða fréttamenn heldur vegna þess að það langar til að verða „frægt fólk.“ í sjónvarpi skiptir nefnilega ekki máli hvort maður er fréttamaður eða leikari, hvor- ir tveggja eru fyrst og fremst „frægt fólk.“ En ef sjónvarp er yfirborðs- kenndur miðill felur það í sér dálítið merkilega þversögn og hún er sú, að þetta yfirborðs- kennda fyrirbæri skiptir miklu máli og hefur gríðarleg áhrif um allan heim. Það er alls ekki fráleitt að spyrja hvort ráði meiru um al- heimsáhrif Bandaríkjanna, her- afli þeirra eða Hollywood. Og blasir alls ekki við að það sé her- inn sem mestu ræður. Staða Bandaríkjanna í heim- inum, og sú aðdáun sem þau njóta næstum því alls staðar, er ekki síst aðdáun á þeirri mynd sem Hollywood, bæði kvikmynd- ir og sjónvarpsefni, hefur dregið upp af Bandaríkjunum. Og það eru áhorfendur sem ráða því hvað Hollywood fram- leiðir (eins og framleiðendur „Felicity" fengu að reyna) og því er sú mynd sem sést í amerísku sjónvarpi og amerískum bíó- myndum sú mynd sem Banda- ríkjamenn vilja hafa af sjálfum sér. Og það er einmitt þessi mynd sem heimurinn dáist að. Þess vegna er hárið á Felicity, ef nánar er að gáð, ekki bara brandari. REGINA BENEDIKTA THORODDSEN + Regína Bene- dikta Thorodd- sen fæddist í Reykjavík 30. júní 1924. Hún lést í Landspítalanum við Hringbraut 6. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjúnin Guð- mundur Thorodd- sen, prófessor og yf- irlæknir á Land- spítalanum, og Regína Magdalena Benediktsdóttir, húsmóðir, frá Grenj- aðarstað í Laxárdal S-Þing. Stjúpmóðir Regínu var Lína Guðmundsdóttir, Brekkum II í Mýrdal. Systkini Regínu voru Dóra Thoroddsen, húsmóðir; Ásta Thoroddsen, skrifstofum.; Skúli Thoroddsen, augnlæknir; Unnur Thoroddsen, lyfjafr.; Hrafnhildur Gríma Thoroddsen, meinatæknir; Katrín Thorodd- sen, lést barn að aldri; Þrándur Thoroddsen, kvikmyndastjóri; Ásta Björt Thoroddsen, tann- læknir. Regína ólst upp á Fjólugötu 13 og Leifsgötu 15 í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarkona frá Hjúkrunarkvennaskóla ís- lands í maí 1949 og starfaði á Landspítalanum um skeið. 25. ágúst sama ár giftist hún eftir- lifandi eiginmanni sínum, Smára Karlssyni, flugstjóra. Hans for- eldrar voru Karl Markússon, mat- sveinn, og Kristól- ína Guðjónsdóttir, skipsþerna hjá Eim- skip. Börn Regínu og Smára eru: 1) Hrafnhildur Rós, dýrahjúkrunar- tæknir, maki Jó- hann Scheving, við- skiptafr. Bijm: a) Eyvindur Árnason, tölvufræðingur. b) Smári Guðmundur Scheving, tölvufr. c) Regína Scheving, viðskiptafr. 2) Smári Magnús, arkitekt: Börn: a) Jóseph Georg Adessa, fóstursonur, látinn. b) Davíð Thor Adessa, fóstursonur, nemi. c) Óskar Öm Smárason. 3) Marfríður Hrund, kennari, maki Erlingur Gunnarsson, flugstjóri. Börn: a) Dana Björk Erlingsdótt- ir, nemi. b) Anna Rós Erlings- dóttir. c) Regína Bergdís Er- lingsdóttir. 4) Skúli Þór Smárason, flugsljóri, maki Krist- ín Sólveig Krowl, húsmóðir. Börn: a) Benedikt Smári Skúla- son. b) Róbert Sindri Skúlason. Regína og Smári bjuggu lengst af í Kópavoginum, að Hátröð 9. Þar sinnti Regína húsmóður- störfum en starfaði jafnframt við hjúkmn á Sólvangi í Hafnarfirði frá árinu 1971 til ársins 1987. Utför Regínu Benediktu Thor- oddsen fór fram í kyrrþey. Eftirfarandi ljóð barst mér frá pottfélögum okkar Regínu, úr Sund- laug Kópavogs. Er það mér afar kært ogtáknrænt. Fræífrostisefur fónnineigrandarþví Drottinsvaldávori vekurþaðuppáný. Elskahansgefur öllulífogskjól. Guðs míns kærleiks kraftur, komþúogvermínsól. Eftir dimma nótt kemur bjartur dagur. Smári Karlsson. Ég sit hér ein, á afmælisdegi mín- um, og reyni að festa á blað nokkm- orð til að lýsa móður minni, Regínu Benediktu Thoroddsen, sem lést mið- vikudaginn 6. desember. En það er erfitt að finna nógu falleg orð til þess. Það er eins og tíminn hafi stað- næmst, lífið standi í stað. Allt er hljótt og undarlegt. Allt er breytt. Ég er umkringd litlum fallegum smámun- um sem hún gaf mér, útsaumuðum myndum og pijónaflíkum sem hún bjó til handa mér og bamabömum sínum. Hvert sem ég lít er eitthvað fallegt sem hún gaf okkur því það var hennar mesta yndi - að gefa. Ekki mátti dást að neinu sem hún átti því þá vildi hún gefa það. Þannig eign- aðist ég einmitt jólakerlingu sem hún hafði nýlega keypt sér. Mér varð það á að kalla upp yfir mig hvað mér þætti hún falleg og þar með var það ráðið. Nú horfi ég á hana, með minninguna um ljómann í augum mömmu þegar hún gaf mér hana. Afmælisgjöf fékk ég líka frá henni sem hún hafði valið af mikilli kostgæfni og verður hún mér hin hjartfólgnasta gjöf til ævi- loka. Hún gaf þó mest af sjálfri sér, ekki bara til okkar, fjölskyldu sinnar sem hún elskaði takmarkalaust, heldur til allra annarra. Það sagði mér kona sem vann með mömmu, þegar hún var hjúkrunarkona á elliheimilinu Sólvangi, að gamla fólkið hefði elskað hana. Það var ekki annað hægt. Allir sem kynntust henni elskuðu hana. Frá henni stafaði ró og friður sem all- ir fundu fyrir. Okkur, fjölskyldu sína, bar hún á höndum sér og var okkar mesti og besti huggari. Það voru eng- ar öldur í lífsins ólgusjó sem hún gat ekki lægt. Eftir faðmlag og nokkur orð hafði hún sefað okkur og stillt. Hún skildi allt - allt. Blíðan og þol- inmæðin var endalaus og æðruleysi hennar algjört. Hún hafði einfalda og djúpvitra lífsspeki. „Það á ekki að vera að búa sér til áhyggjur," sagði hún. - „Það á ekki að gera sér rellu út af smámun- um.“ - „Maður á ekki að leyfa sér að vera í vondu skapi.“ Og hún fylgdi þessari lífsspeki til hins síðasta. Glað- værð hennar var svo mikil og bjart- sýnin og kímnigáfan. Hún var alltaf í góðu skapi. Þegar áföll lífsins riðu yfir stóð hún keik og studdi okkur hin. Hún var kjölfestan í öUu. Og nú höf- um við misst kjölfestuna okkar og huggarann. Við horfum ringluð hvert á annað, vönkuð eftir þetta reiðarslag. En þakklæti okkar er líka tak- markalaust fyrir að hafa fengið að njóta þess í lífinu að eiga svona dásamlega manneskju að. Þvílíkt lán! Við, bömin hennar, tengdabömin og barnabömin, elskuðum hana óendan- lega mikið og ég veit að engri konu hefur verið unnað heitar af eigin- manni sínum en móður minni af föður mínum. Þetta vissi hún og það er huggun harmi gegn. Missir pabba er e.t.v. mestur. Svo samrýnd vom þau að þau fóra sjaldnast nokkuð án hvort annars. Þau vora alltaf saman, styðj- andi hvort annað, arm í arm, og þann- ig leiddust þau líka þegar mamma veiktist og hné í fang hans. Fyrir það er ég svo þakklát að þau vora saman - þá eins og alltaf. Mamma hafði líka einfalda en djúp- vitra lífsspeki gagnvart dauðanum, en hann óttaðist hún ekki. Hún sagði: „Fyrst aðrir geta dáið, þá getum við það líka.“ Og nú er hún dáin. Það er svo óumræðilega stór og erfiður sann- leikur að meðtaka, svo óraunveraleg- ur. Ég hafði svo lengi verið hrædd um að eitthvað kæmi fyrir hana, fundist hún brothætt, reynt að passa upp á hana. Þessi háttur hennar að hugsa alltaf um alla aðra en sjálfa sig, setja sig alltaf í seinasta sæti, hlífa sér ekki, skar mig svo í hjartað og sker mig nú enn meir. Ég óttaðist svo um hana, þennan langa sólarhring, þegar barist var fyrir lífi hennar á gjörgæsludeild Landspítalans og vonaði svo og bað. En allt kom fyrir ekki. Hún hlaut að hlýða sínu kalli og við þurfum að beygja okkur fyrir því. Einhvern veg- inn gildir einu þótt við, bömin hennar, séum orðin fullorðið fólk. Einhvem veginn vai- maður alltaf litla barnið hennar mömmu sinnar, sem elskaði hana heitar með hverjum deginum sem leið. Pabbi sagði að hvergi væri hægt að finna betri manneskju á þessari jörðu, jafnvel þótt leitað væri allt til enda veraldar, og ég trúi að það sé rétt. Hún hafði hjarta úr skíragulli og það var það síðasta sem hætti að starfa, hjartað hennar góða. Og dásamlegar minningar streyma fram með þvílíkum yl, söknuði og sársauka í senn. Minningai- frá því er hún las fyiir okkur systkinin og söng okkur í svefn, minningar um hláturs- köstin sem við tókum saman, minn- ingar úr ferðalögum, minningar af sjónum. Ó, það lán fyrir pabba að hafa mátt eiga hana fyrir eiginkonu, í blíðu og stríðu, og fyrir okkur hin að hafa verið elskuð af henni og mátt elska hana á móti. Ég vil trúa því að hún sé nú í birt- unni og ylnum hjá skapara sínum, hjá foreldram sínum, systkinum og frænda mínum. Og þegai- kallið mitt kemur, þá ætla ég að þjóta í faðminn hennar hlýja og yndislega og þrýsta henni endalaust að mér og kyssa kinnina hennar mjúku. Ég heyri rödd hennai’ í huga mínum segja, eins og alltaf þegar ég kom í heimsókn til hennar: „Mara mín, ert þú komin?“ „Já, mamma mín,“ segi ég, „nú er ég komin til þín aftur og í þetta sinn skiljumst við aldrei að.“ Guð blessi sál hennar að eilífu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj.Sig.) Marfríður Hrund Smáradóttir. í dag verður til moldar borin ástkær móðursystir mín, Regína Benedikta. Andlát hennar bar brátt að á aðventu heilagra jóla. Regína stendur mér Ijóslifandi fyrir hug- skotssjónum. Um hugann fara ljúfar minningar um einstaklega fallega og góða konu. Regína var skírð í höfuð móður sinnar, Regínu Magdalenu, og móð- urafa síns, séra Benedikts Kristjáns- sonar á Grenjaðarstað í Aðaldal, en móðir hennar unni honum mikið. Hafði séra Benedikt, sem var mikið ljúfmenni, lagt um síðir blátt bann við því að böm sín skírðu syni sína í höfuð sér, þar eð hann óttaðist að nafn sitt yrði þeim ekki til heilla, höfðu allir dætra- og sonarsynir sem bára nafn hans látist í æsku. Dóttir hans sneri hins vegar á föður sinn og kvenkenndi nafn hans og held ég að nafnið Bene- dikta hafi orðið móðursystur minni tO mikillar gæfú fremur en hitt, en nafn- ið merkir hin blessaða, og má segja að það hafi hæft móðursystur minni vel. Regína ólst upp í glaðværam systk- inahópi á Fjólugötu 13 við mikið ást- ríki foreldra sinna. Ský dró fyrir sólu þegar móðir hennar lést sviplega en þá var Regína á sjötta ári. Amma hennar, Asta Þórarinsdóttir frá Vík- ingavatni, brá þá á það ráð að taka bamið með sér norður í land tO ætt- menna til að dreifa huga bamsins, en Ásta hafði í sínu ekkjustandi verið um nokkurt skeið búandi í Reykjavík hjá dóttur sinni og tengdasyni. Á skipinu sem skyldi flytja þær heim á Húsavík fékk amman hins vegar heilablóðfall, trúlega af harmi eftir einkadóttur sína, og var innan skamms örend. Regína litla vafraði daglangt ein um sjúkrahúsið á Akureyri, en í fátinu hafði engum dottið í hug að telpan tíl- heyrði gömlu konunni. Frændinn Bjami Benediktsson kom svo í skyndingu frá Húsavík og sótti bamið og er ekki að efa að hjá skyldmennum sínum á Húsavík hafi hún notið hugg- unar og blíðu; en þungbær hafa þessi tvö óvæntu dauðsföll elskandi móður og ömmu verið ungu baminu. Yngstu systur sína, Katrínu, hafði Regína einnig skömmu áður misst, en Katrín lést í frumbemsku. Bernskunnar er engu að síður minnst með hlýju á menningarheimOi þar sem lesnar voru bækur og fagrar listir iðkaðar og öllu því sem lífsanda dró sýnd ástúð og virðing. Ég man eina litla sögu sem móðir mín sagði mér: Eitt sinn varð Regínu litlu syst- ur á að missa Sýrak fram af altaninu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.