Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 51

Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 51 MINNINGAR + Ester Guðlaug Westlund fædd- ist í Reykjavík 7. október 1923. Hún lést 4. desember síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 15. desember. Ég vil með nokkrum orðum minnast eftir- minnilegrar samstarfs- konu minnar, Esterar G. Westlund, sem lést mánudaginn 4. desemb- er sl. Ég hitti Ester fyrst þegar ég stundaði sagniræðinám við Háskóla íslands og þurfti að leita til Borgar- skjalasafns Reykjavíkur um heimildir fyrir ritgerð. Þetta var bara í annað skiptið sem ég fór á skjalasafn og ég var ekki of viss um að hvaða skjölum ég væri að leita. Strax var greinilegt að það var Ester sem réð á lesstofu safnsins og hún ráðlagði mér að móta frekar hugmjmdir mínar um ritgerð- arefni og koma svo seinna. Þetta varð til þess að ég afmarkaði mig betur og fékk góða þjónustu þegar ég kom aft- ur. Ég kynntist síðan Ester aftur þeg- ar ég hóf störf á Borgarskjalasafninu nýkomin úr námi er- lendis haustið 1987. Þá voru aðrir starfsmenn á safninu einungis tveir, Ester og Hildur Páls- son, báðar komnar á efri ár. Ymsir áttu von á að okkur myndi lynda misjaihlega en það var öðni nær. Þær tóku mér og Gunnari, sem byrjaði fljótlega á eftir mér, alveg frábærlega og okkur kom vel sam- an. Síðar bættist Guð- jón í hópinn vorið 1991. Ester hafði ung byij- að að vinna og var ein af þeim sem kunni að vinna. Það var frábært að fylgjast með því hvað hún var vand- virk og skipulögð í vinnubrögðum. Hún var með afburða fallega rithönd. Á Borgarskjalasafninu vann hún einkum við færslur byggingarmála og afgreiðslu fyrirspuma sem oft gátu verið flóknar. Byggingarmálin voru vandlega færð í stórar bækur og hún byggði upp gott skjalavistunarkerfi fyrir þau. Hún kveið því engu að brátt yrði farið að tölvuvæða málin og taldi að ekki yrði meira mál að læra á tölv- ur en annað. Ef Ester var ekki viss um staðsetningu á húsi sem hún var að skrá, fór hún gjaman í frítíma sín- um að líta á aðstæður til þess að þetta yrði örugglega rétt gert. Ester hafði víðtæka þekkingu á borginni og sögu hennai’. Hún þekkti vel til borgar- kerfisins, sem kom sér vel við upplýs- ingaleit og við að leiðbeina fólki um hvar upplýsingar væri að finna. Ester starfaði á Borgarskjalasafn- inu í 17 ár. Áður hafði hún starfað sem skrifstofustjóri í Iðnskólanum í Reykjavík. Margir iðnaðarmenn komu á safnið og var greinilegt að þeir bára fyrir henni óttablandna virðingu. Hún þekkti þá flesta með nafiii frá námsáram þeirra og hafði augljósa ánægju af því að hitta þá aft- ur. Fyrir utanaðkomandi gat Ester virkað hvöss og fyrir kom að það gustaði af henni. Þegai’ maður kynnt- ist henni betur, kom hins vegar í ljós að hún var bæði hlýleg og með góða kímnigáfu. Ester vai' skörp, athugul og fljót að tileinka sér nýjungar. Hún hafði ákveðnar skoðanir á öllu og lá ekki á þeim, en um leið virti hún skoð- anir annarra. Hún var skemmtilegur félagi og jákvæð við að gera eitthvað nýtt. Við söknuðum Esterar þegar hún fór á eftiriaun. Sem betur fer leit hún einstaka sinnum inn og hún heyrðist segja „Maður getur ekki slitið sig frá Skúlatúninu." Við á Borgarskjalasafni Reykjavík- ur kveðjum Ester G. Westlund með virðingu og söknuði og sendum fjöl- skyldu hennar og vinum innilegar samúðarkveðjur. Svanhildur Bogadóttir. ESTER GUÐLAUG WESTLUND + Oddný Edda Sig- uijónsdóttir fæddist í Snæ- hvammi í Breiðadal 28. maí 1939. Hún lést á líknardeild Landspítalans 5. nóvember síðastlið- inn og fór útfór hennar fram frá Heydalakirkju 11. nóvember. Mér finnst við mann- fólkið taka lífinu sem sjálfsögðum hlut. Það era sumir sem lifa í þeirri trú að maður lifi að eilífu og hafa þar með litla sem enga virðingu fyrii’ þeirri gjöf sem við mennirnir höfum fengið. En síðan era það aðrir sem þakka fyrir það sem þeir eiga. Móðursystir mín Oddný Edda var ein af þeim. Eiginlega þekkti ég ekki Eddu eins og ég hefði átt að gera. Ég ólst upp og hún var allt- af til staðar svo ég tók henni sem sjálfsögðum hlut. Ég get bara gefið ykkur mína mynd af Eddu. Hún var þessi ferski blær eða vindur sem blés burtu allar nei- kvæðu hugsanir sem maður hafði. Hún var sú manneskja sem taldi í mann kjark, hug- hreysti með að segja gleðstu í staðinn. „Eg get ekki“ var ekki til í orðforða Eddu heldur sagði hún alltaf hughreystandi „þú getur þetta víst“. Edda var ekki sú manneskja sem hugsaði um sjálfa sig. Vorið 1997 hitti ég Eddu síðast við sjúkrarúm móður minnar þar sem hún reyndi með öllum sínum mætti að telja kjark í systur sína þó að hún tæki næiii sér að sjá hana svo veik- byggða sem hún var þá. Ég sá hvað Edda var sorgmædd og að hún reyndi viridlega að gefa systur sinni styrk. Við munum öll sakna Eddu sárt en við getum líka látið hana lifa áfram með því að taka til okkar það sem hún reyndi að gefa okkur. Ég vil hér með enda mín orð um móðursystur mín og sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til Baldurs, bama og barnabarna. Oddný Elín Kristinsdóttir, Svíþjóð. Mér þótti sárt þegar ég fékk fréttir af andláti móðursystur minnar, Eddu, eins og hún var alltaf kölluð. Ég minnist hennai’ sem glaðrar kraftmikillar konu. Samskipti mín og hennar vora ekki svo mikO síðastliðin ár, þar sem ég flutti utan, en þegar ég hef heimsótt Island þá fór ég og heils- aði upp á frænku. Nú ertu horfin og skilur eftir góðar minningar, sem varðveitastvel. Elsku Baldur, Elín, Brynja, Alla og Palli, ykkur votta ég mínar inni- legustu samúðai’kveðjur. Kristín Kristinsdóttir, Svíþjóð. ODDNY EDDA SIGURJÓNSDÓTTIR ÁRNÝ ÓLÍNA ÁRMANNSDÓTTIR verki. En hvað er mikilvægara en að vera góð eiginkona, móðir, dótt- ir, systir, frænka, barnabarn og einstakur vinur allra? Það er fyrir ofan minn skilning. + Árný Ólína Ár- inaimsdóttir fæddist á Akranesi 29. október 1963. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 10. nóvember síðastlið- inn og fór lítför hennar fram frá Akraneskirkju 20. nóvember. Elsku Adda mín! Nú hefur þú verið tekin frá okkur og eft- ir sitjum við með brostið hjarta og tár- vot augu. Á svona stundum hugsar maður um hve ósanngjarn þessi heimur er, að taka þig frá okkur. En megum við ekki bara líka þakka fyrir að hafa fengið að þekkja þig og eiga sem frænku eins og í mínu tilviki? Ég á margar ljúfar og góðar minningar um þig. Aldrei gleymi ég þegar þú varst alltaf að spyrja mig og Moniku þegar við vorum komnar á gelgju- aldurinn hvaða strákum við værum skotnar í. Og ef við gáfum upp eitt- hvert nafn þá þurftir þú að vita allt um hann og alltaf varstu að stríða manni á þessu. En þetta var ekki illkvittni. Hún var ekki til í þér, bara ljúf stríðni, glens og gaínan. Þannig mun ég muna þig. Allar Reykjavíkm-ferðirnar, allar hesthúsferðirn- ar, allir dagarnir og allar næturnar hjá ykkur. Eða þegar þú fékkst gítarinn minn lánaðan af því þig langaði svo að læra á hann og þegar þú og mamma unn- uð saman í bakaríinu alveg eins klæddar og báðar systurnar með eins hálsmen frá afa Ármanni. Þetta mun aldrei líða mér úr minni! Eitt veit ég, þú átt þessa hvíld skilda eftir þín erfiðu veikindi, en samt er svo sárt að horfa á eftir þér, elsku frænka. En þetta er hlutur sem ekkert okkar fær ráðið við og við verðum að trúa því að þú hafir verið kölluð frá okkur til að gegna öðru og mikilvægara hlut- Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fjTÍr liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku hjartans Adda mín, engin orð fá lýst söknuði mínum eða ann- arra í fjölskyldunni og bið ég góð- an Guð að gefa okkur öllum styrk til þess að halda áfram. Þú munt alltaf eiga þinn stað í hjarta mínu og ég kveð þig með trega og tár- um. Takk fyrir allt. Þín systurdóttir, Sigurbjörg E. Ottesen. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN KRISTINN BJÖRNSSON, Hellulandi, Skagafirði, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 22. desember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag (slands. Fyrir hönd aðstandenda, Þórunn Ólafsdóttir. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur ómetanlegan stuðning, hlýhug og vináttu við andlát og útför JÓNS RÚNARS ÁRNASONAR og VILBORGAR JÓNSDÓTTUR, Túngötu 17, Keflavfk. Jón Ingi Jónsson, Berglind Sigþórsdóttir og Rúnar Ingi Jónsson, Árni Rúnar Jónsson, Guðrún Andrea Borgarsdóttir og Alexandra Líf Árnadóttir, Bjöm Vilberg Jónsson, Jón Stígsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Björn Línberg Jónsson, Hetga Jónsdóttir, Árni Vilhjálmsson, Guðrún Magnúsdóttir, Kristín Árnadóttir, Vilhjálmur Árnason og Gerður Bjarnadóttir. + Þökkum innilega auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför ÓSKARS ARNARS LÁRUSSONAR, Bragagötu 35, Reykjavík. Þórhalla Guðnadóttir, Lárus Ýmir Óskarsson, Ásta Böðvarsdóttir, Helga Guðrún Óskarsdóttir, Trausti Júlíusson, Halla Björg Lárusdóttir, Hjalti Már Þórisson, María Þórólfsdóttir, Edda Lárusdóttir, Finnur E. Fenger, Jóhanna Margrét Gunnarsdóttir, Óskirður Hjaltason. 1 + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar, mágs, fóst- urbróður og frænda, ÁRNA KARLSSONAR, Steinsstöðum, Djúpavogi, sem lést mánudaginn 11. desember. Guð blessi ykkur öll. Kristján Karlsson, Þorbjörn Karlsson, Jensína Janusdóttir, Margrét Reimarsdóttir, Ólafur Halldórsson, Jón Halldór Gunnarsson, Kristrún Gunnarsdóttir, Sigvaldi Þórðarson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginkonu minnar, INGIBJARGAR Þ. BJARNADÓTTUR frá Ögurnesi, Miðvangi 6, Hafnarfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján J. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.