Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 74

Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 74
U- MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGU NBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: ANTÍGÓNA eftir Sófókles Frumsýning annan í jólum 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus. HORFÐU REIÐUR UM ÖXL eftir John Osborne Fös. 29/12, lau. 6/1, sun. 7/1. Smíðaverkstæðið kl. 16.00: MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI eftir Marie Jones Frumsýning lau. 30/12, uppselt, fim. 4/1 kl. 20.30, fös. 5/1 kl. 20.30. GJAFAKORT í ÞJÓBLEIKHÚSM - GJÖFIM SEM L1FNAR VM! www.leikhusid.is midasala@leikhusid.is Símapantanir fná kl. 10 virka daga. Miðasalan eropín mán.—þri. kl. 13—18, mið.—sun. kl. 13—20. Leikfélag íslands ■ Gjafakort í Leikhúsið — skemmtileg jólagjöf sem lifir llffiO 5jz 3000 Á SAMA TÍMA SÍÐAR Forsýn. mið 27/12 kl. 20 UPPSELT Frumsýn. fim 28/12 kl. 20 örfá sæti fös 29/12 kl. 20, A kort gilda örfá sæti lau 30/12 kl. 20, B kort gilda örfá sæti fös 5/1 kl. 20 C&D kort gilda fim 11/1 kl. 20 UPPSELT lau 13/1 kl. 20 E&F kort gilda fös 19/1 kl. 20 G&H kort gilda SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG lau 6/1 kl. 19 fös 12/1 kl. 20 lau 20/1 kl. 20 530 3O3O SÝND VEIÐI ___ . fös 29/12 kl. 20 örfá sæti laus Mlau 6/1 kl. 20 örfá sæti laus fös 12/1 kl. 20 TRÚÐLEIKUR fös 5/1 kl. 20 fim 11/1 kl. 20 Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar og fram sýningu alla sýningardaga. Hópasala fyrir leikhús og/eöa veitingahús er í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. midasala@leik.is — www.leik.is MatflLciKliúsið Vesturgötii 3 Missa Solemnis eftir Kristiinu Hurmerinta Einleikari. Jórunn Sigurðardóttir Sýning í dag 20.12. kl. 17.30 Sýningar daglega kl. 17.30 til jóla Sýning á Þorláksmessu kl. 24.00 Sýning á aðtangadagskvöld kl. 24.00 „Jórunn Sigurðardóttir flutti einleikinn frábæriega...einstök helgistund i Kaffileik- húsinu...hér er sýning sem óhætt er að mæia með á aðventunni..." SAB, Mbl. Sýningar á Evu, Háalofti og Stormi og Ormi verða teknar upp aftur á nýju ári. MIÐASALA I SIMA 551 9055 ^<0$, DPAUMASMIÐJAN Góm HÆ.GMR eftlr Auðt Haralds Aukasýning fös 29/12 kl. 20 Sýnt f Tjarnartaíói Sýningin er á láklistaitiátíðinni Á mörkunum Mfðapantanfr í Idnó í sima: 5 30 30 30 tiiuimnim; 0 Símonarson Jólasýn, 29. des, örfð sæti laus fös. 5. jan. laus sæti fös. 12 jan. laus sæti lau. 13. jan. laus sæti Sýningar heQast kl. 20 VitJeysingamir eru hluti af fdagskrá •tarðu leii Á mörkunum. Míðasala t síma 55S 2222 og á www.visir.is DQ TISSOT Swiss 1853 Garðar Ólafsson ■ úrsmiður, Lækjartorgi BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélag Reykjavíkur Næstu sýningar MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Þri 26. des kl. 14 FRUMS. - UPPSELT! Lau 30. des kl. 14 -ÖRFÁ SÆT1 LAUS Sun 7. jan kl. 14 Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson. Tónlistarstjóri: Óskar Einarsson. Leikarar: Friðrik Friðriksson, Ellert A. Ingimundar- son, Thedór Júlíusson, lóhann G. Jóhannsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, lóhanna Vigdís Amardóttir og Edda Biörg Eyjólfsdóttir. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson. Hljóð: Jakoo Tryggvason. Búningar: Linda Björk Ámadóttir. Leikmynd: Stígur Stein- þórsson. Leikgervi: Sóley Björt Guðmundsdóttir. FALLEG GJAFAKORT Á MÓGLl', ÁSAMT VÖNDUÐUM STUTTERMABOL, ERU TILVAL1N IJOLAPAKKA YNGSTU FJÖLSKYLDUMEÐLIMANNA! Litla svið ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh Fös 29. des kl. 20 Lau 30. des kl. 20 Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrfm Helgason Fös 29. des kl. 20 Lau 30. des ki. 20 HEILL HEIMUR f EINU UMSLAGI! NÝ OG FALLEG GJÁFAKORT Á LEIKSYNINGAR BORGARLEIKHÚSSINS ERU GLÆSILEG JOLAGJÖF. HRINGDU (MIÐASÖLUNA OG VIÐ SENDUM ÞÉRJÓLAGJAFIRNAR UM HÆL! HÁTÍÐARTILBOÐ Á GJAFAKORTUM FYRIRJÓLIN! Miðasala: 568 8000 Mlðasalan er opin kl. 13-18 og tram að sýningu sýnlngardaga. Slmi mlðasölu opnar kl. 10 vlrka daga. Fax 568 0383 mldasaia@borgarieiidtus.is www.borgarleikhus.is mbl.is FOLKI FRETTUM Undryð ríður á vaðið TOJVLIST Geislaplata KYSSILEGAR VARIR Kyssilegar varir með hljómsveit- inni Undryð. Undryð skipa: Bryt\jar Már Valdimarsson (söngur/gítar/ bakraddir/ásláttur), Gunnlaugur Óskar Ágústsson (gítar/bakraddir), Þorbergur Skagfjörð Ólafsson (trommur), Matthías Ólafsson (bassi). Upptökumaður: Hafþór Guðmundsson. Upptökustjórn og útsetning: Undryð og Haf- þór Gunnarsson. Undryð gefur út. HLJÓMSVEITIN Undryð hefur nú sjálf gefíð út sinn fyrsta hljómdisk, Kyssilegar varir. Á honum eru þrjú lög, og ein endurhljóðblöndun. Líta má á diskinn sem eins konar sýnisút- gáfu eða „demó“ hljómsveitarinn- ar sem hefur einnig verið að spila víða til þess að kynna sig. Tónlistin er öll frumsamin af Brynjari Má Valdimarssyni, sem og textamir, en á böllum spilar hljómsveitin líka ýmsa tónlist eftir aðra. Undryðsmeðlimir eru prýðilegir hljóðfæraleikarar. Utsetningamar em mjög þróaðar en gætu stundum verið smekklegri, sérstaklega þegar kemur að rafrænum aukahljóðum. Það er nokkuð gaman að þessum lög- um. Þau era ekki ýkja frumleg, enda hljómsveitin þeirrar gerðar. Textarn- ir eru ósköp gmnnir, en það getur svosum gerst á bestu bæjum. I það minnsta virðast strákarnir hafa gam- an af þessu öllu saman. Það má heyra á afslöppuðum heildarsvipnum. Þar sem lögin em aðeins fjögur gefst tími til þess að fjalla lítUIega um þau öll. Fyrsta lagið, „Betra líf‘, er ein- hvers staðar á milli þess að vera mel- ódískur rokkslagari og evróvisíónlag. Morgunblaðið/Kristinn Undryð er þétt og vel spilandi hljómsveit. Gylfi ræður TONLIST Geisladiskur GLEÐILEGA JÓLAHÁTÍÐ MEÐ GYLFA OG GERÐI Gleðilegajólahátíð með Gylfa og Gerði, geisladiskur Gylfa Ægisson- ar og Gerðar Gunnarsdóttur. Skötuhjúin flytja ásamt þeim Dag- nýju Björtu Dagsdóttur, Kristni Braga Garðarssyni, Gunnari Ingva Gerðarsyni og Kristinu Þ. Egils- dóttur. Gylfi bregður sér einnig í hlutverk jólasveina, Valla snæálfs og Jökulnomarinnar. Lögin eru eftir ýmsa höfunda, innlenda sem erlenda, s.s. Frans Gruber, Gylfa Ægisson og John D. Marks. Texta eiga ýmsir innlendir höfundar, t.d. þau Gylfi Ægisson, Ólafur Gaukur, Hrefna Samúelsdóttir og Loftur Guðmundsson. 30,29 min. Gylfi gefur sjálfur út. FYNDNASTA, flottasta og falleg- asta plata ársins er fundin. Gylfi Ægisson hefur jafnan bundið bagga sína heimagerðum hnútum og í engu skeytt um sam- ferðamennina, hvað þá um sam- tímastíla eða -stefn- ur. Gylfi er sannar- lega einstakur, í víðustum skilningi þess orðs. Sjómannslífið hefur verið Gylfa afar hugleikið í gegnum tíðina en slíkar vangaveltur em hvfldar í þetta sinnið. í staðinn fáum við jólaplötu sem hann vinnur í sam- starfi við spúsu sína, Gerði Gunnars- dóttur. Það er sannarlega hlýr og kærleiksríkur jólaandi yfir plötunni og tvíeykið á hér á köflum ótrúlega spretti. Það er leitun að einlægara listaverki en þessari mögnuðu plötu. Skemmtarahljómurinn er hér alls- ráðandi og mig gmnar sterklega að öll tónlistin sé leikin af Gylfa sjálfum á eitt og sama Casio-hljómborðið. Hér er að finna glaðvær stuðlög eins og opnunarlagið „Jólasveinn á leið í land“ sem byrjar, svei mér þá, með sætasta bamarómi í gervöllum heim- inum. Einnig em hér staðallög eins og „Hátíð í bæ“, „Rúdólf með rauða nefið“ og „Heims um ból“, sem era öll „gylfuð“ nokkuð glæsilega upp. Þau hjónakom syngja hér bæði, Gylfi með sinni eintóna alþýðurödd og Gerður... ja... það er kapítuli út af fyrir sig. Lögin hans Gylfa em skemmtileg, hann má eiga það að hann er lunkinn smellasmiður. Hér á hann þrjú frnrn- samin lög, en best þeirra er „Fjöl- skyldan", þar sem Gylfi lýsir jóla- stemmningunni heima hjá sér í kostulegum texta. Helsti styrkur plötunnar liggur þó í sprenghlægi- legum innlitum ýmissa kynjaper- sem eru allar leiknar af Gylfa. Valli snæálfur og Jökulnomin þvælast óforvarandis inn í lögin og viðhafa ýmis fíflalæti og sprell. Hrein snilld! Umslag plötunnar er með merkari umslags- hönnun síðustu ára. Ef þú ætlar að búa til áhugaverða tónlist og eftirminnilega þarf hún annaðhvort að vera frábær eða hræðileg. Enginn hefur gaman af miðjumoði. Gylfi og Gerður fara nokkra hringi í kringum jólatré hins viðtekna tónlistarsmekks með viðkomu í báðum þessum deildum. Eftir stendur hræðilega frábær plata, hin besta skemmtan fyrir alla, hvernig svo sem þeir kjósa að koma að henni. Ekki afleitur árangur það. Arnar Eggert Thoroddsen sona, an er nær Evróvisíon en erindið er rokk: aðra. I raun er þetta tvennt nokkuð sundurleitt, sem gefur laginu nokkra breidd á tilfinn- ingaskalanum. Titillagið, „Kyssilegar varir“, er dæmigert grípandi rokkað stuðlag, gæti náð vinsældum, en að sama skapi vakið andúð. Textinn við það er frekar kjánalegur að mínu mati. Hér er lítið sýnishom: „Hver sem að sér þig á vappi/ eflaust mundi vilja eina nótt / Hér inn í mér finnst mér eins og / þú viljir fá mig heim í eitthvað ljótt.“ Þriðja lagið, „An þín“, er vangalagið á plötunni. Það er ágætt, mjög melódískt, þéttofið hljóðum og hljóðfærum. Helsti ókost- ur þess er þó hversu endasleppt það er og tilbreytingarlítið. Endurhljóð- blöndun „Betra lífs“ er lokalagið á plötunni. Ekki mátti heyra neinar stórkostlegar breytingar íyrir utan að kmkkað hefur verið í söngröddina - samskonar og Olsen bræðumir not- uðu í „Fly on the wings of love“. Það þarf vart að nefna það að þetta hljóð á röddinni er fyrir löngu komið yfir síð- asta söludag. En best er að vitna í texta lagsins sem málsvörn Undryðs- ins í þessu: „Hvað er maðurinn, lif- andinn / að segja mér hvað sé liðið og hvað er inn? / Ég met það sjálfur og móta mína eigin leið / fyrir mig.“ Undryð gæti náð vinsældum á ballamarkaðnum, þar sem hljóm- sveitin er þétt og hljóðfæraleikurinn góður. Sér í lagi gæti það orðið að veraleika ef hún þróaðist í lagasmíð- um sínum og textagerð. Olöf Helga Einarsdóttir Flautugleði TONLIST Geislaplata MIXTÚRA Blokkflautuhópurinn sendir frá sér hljómdiskinn Mixtúru. Hópinn skipa: Aðalheiður Gígja Hansdóttir, Björg Ragnheiður Páls- dóttir, Guðrún Halla Sveinsdóttir, Gréta Björk Kristjánsdóttir, Helga Aðalheiður Jónsdóttir, Kristín Stef- ánsdóttir, Rannveig Magnúsdóttir, Sigrún Margrét Gústafsdóttir og Þórdi's Heiða Kristjánsdóttir. Stjórn upptöku: Sigurður Rúnar Jónsson. Upptekið af Stúdíó _ Stemmu í Fella- og Hólakirkju. Ut- gefandi: Kristín Stefánsdóttir. Lengd: 52:26 BLOKKFLAUTUTÓNLIST er ekki beinlínis sú tónlist sem sprengir alla skala á vinsældalist- um. Hún til- heyrir ekki hinni þröngsýnu og al- mennt viðteknu hugmynd um „klassíska tónlist" (þ.e.a.s. öll skrifuð tónlist með hljóð- færunum í sinfóníu- hljómsveitinni, pí- anói eða ópem- söngvara). Seintværi hægt að segja um blokkflaututónlist að hún væri lfldeg til þess að ögra poppi, dægurlagatón- list eða lyftutónlist. Því mætti segja að í dag sé blokkflaututónlist jaðar- tónlist. Blokkflautuhópurinn, sem á rætur sínar að rekja til tónlistarskóla Kópavogs, hefur komið fram við ýmis tækifæri síðastliðin ár hér á landi. Þó held ég að fjöldi manns viti ekki einu sinni um tilvist hans. Það gleður mig því ósegjanlega að Blokkflautuhópur- inn rjúfi einangrunina með útgáfu hljómdisks. Utgefandi disksins er einn meðlima hópsins, Kristín Stef- ánsdóttir. Á hún heiður skilinn fyrir framtakið. Diskurinn einkennist fyrst og fremst af spilagleði. Það heyrist vel að þessar níu glaðlegu konur gera þessa plötu algerlega á eigin forsendum. Heiti disksins, Mixtúra, er svo sann- arlega viðeigandi því verkefnavalið er afar fjölbreytt, þ. á m. John Dowland (1562-1626), finnska tónskáldið Ein- ojuhani Rautavaara (f. 1928), Svíta með þjóðlagatónlist frá Argentínu, Bólivíu og Mexíkó og „Singing in the Rain“ eftir Nacio Herb Brown (1896- 1964). Þrátt fyrir að verkefnavalið sé allt að því sundurlaust gefur hinn sér- stæði hljómur níu blokkflautna af ýmsum stærðum sterkan heildarsvip. Helsti kosturinn við fjölbreytileika í verkefnavali er sá að möguleikar blokkflautuhóps em vel nýttir. Skemmtilegustu verkin þóttu mér vera lögin tvö eftir Dowland, „Dinn- ertónlist fyrir Jóhann hertoga" eftir Rautavaara, „Singing in the Rain“ (merkilegt nokk!) og „Þjóðlagasyrpa" eftir Fjölni Stefánsson. Þjóðlagasyrp- an naut sín sérlega vel í flutningi blokkflautuhópsins sem var lifandi og músíkalskur. Varðandi „Singing in the Rain“ verður að viðurkennast að ég var ansi tortryggin fyrst en komst svo að þeirri nið- urstöðu að Blokkflautuhóp- urinn gat heldur betur komist á flug í þessu lagi. Reyndar sómir Blokk- flautuhópurinn sér vel í öllum verkunum, nema ef síst væri í dansasvítu eft- ir Mátyás Seiber (1905- 1960). Þar er hópnum sjálfum síst um að kenna, mér fínnst út- setningin bara ekki góð. Tangóinn, blúsinn og charlestoninn þóttu mér sérlega litlaust útfærðir. Annars er allur flutningur vandaður og vel samhæfður að ógleymdri áð- umefndri spilagleði. Meðfylgjandi bæklingur í hulstri er reglulega skemmtilegur. Stutt klausa um hvert verk með almennum upp- lýsingum um tónskáldið og oft skemmtilegum viðbótar-fróðleiks- molum sem gera hlustunina mun meira gefandi. Bækhngurinn geiir efnið á diskinum mun aðgengilegra og án hans væri tónlistin fyrir marga meira eins og fiskur á þurru landi. Þetta á náttúrulega við um ef setið er með eyrum sperrt, en annars er disk- urinn ágætis bakgrunnsefni, þó ekki meira en eina umferð þar sem maður mettast af blokkflautuhljómnum eins og svo mörgum öðmm ágætis hljóð- færasamsetningum. Ólöf Helga Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.