Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR I nógu er að snúast íjólaönnum hjá póstmiðstöð Islandspósts Morgunblaðið/Þorkell Starfsemin í pdstmiðstöðinni var ekki komin í fullan gang í gærmorgun enda hafði Qöldi starfsmanna unnið fram yfir miðnætti við að flokka pdstinn. 3 milljónir j ólakorta á sex dögum JÓLAKORTIN sem landsmenn senda hver öðrum fara öll um pdst- miðstöð Islandspósts á Stórhöfða þar sem þau eru flokkuð og síðan ekið á pósthús út um allt land. Allur póstur og sendingar Islandspósts frá útlöndum fara auk þess um mið- stöðina. Síðustu vikuna fyrir jól marg- faldast það magn sem þangað kem- ur. Á sex dögum fara þar um 3 milljónir jólakorta og um 60.000 bögglar. Óskar Örn Jónsson, fram- leiðslusljóri hjá póstmiðstöðinni segir þetta vera um fjórfóldun á því sem venjulega fer þar í gegn. Til þess að anna öllu þessu magni eru ráðnir 100 starfsmenn til viðbótar, aðallega menntaskdlanemendur sem bætast við þá liðlega 300 sem fyrir eru. „Þeir hafa komið óvenju snemma núna í verkfallinu," segir Óskar sem er ánægður með starfskraft- inn. Unnið er á vöktum allan sólar- hringinn og oft er mikill handa- gangur í öskjunni eins og gefur að skilja. íslandspóstur byrjaði nýlega að keyra böggla og smápakka heim til Morgunblaðið/Þorkell Auk jólakorta og bréfa eru alls kyns bögglar og kassar sendir landshorna á milli. fólks og til fyrirtækja. Á venjuleg- um degi eru um 60 bifreiðar í notk- un hjá fyrirtækinu og fer hver þeirra þijár ferðir á dag. Fyrir jól Morgunblaðið/þorkell Ensku stúlkuna, sem skrifaði jdlasveininum þetta brdf, vantaði skart- gripi, nýtt hjól, nýja tölvu, ilmvötn og sápur, nokkra geisladiska og bak- poka. Þá var jólasveinninn vinsamlegast beðinn um að svara bréfinu. er bætt við og nú eru 100 bflar á þönum um höfuðborgarsvæðið. Óskar segir að svo virðist sem jólakortin verði a.m.k jafn mörg i ár og í fyrra. Mikið hafi hinsvegar bæst við í ýmis konar sendingum frá netverslunum, allt frá geisla- diskum og bókum, til sjónvarpa eða þaðan af stærri hluta. „Allt verður gert til þess að þeir bögglar og jóla- kort sem póstlögð eru fyrir 16.30 á fimmtudag komist til skila. Það gæti falið í sér að það verði útburð- ur og útkeyrsla á Þorláksmessu ef fóstudagurinn dugir ekki til,“ segir Óskar. Það séu þó alltaf sumir sem póstleggi alltof seint. Þau kort verða borin út milli jóla og nýárs. Islandspósti berast á hverju ári hundruð bréfa sem stfluð eru á jóla- sveininn. Bréfin koma aðallega frá börnum í Bandaríkjunum og Bret- landi og eru gjarnan sett ófrímerkt í póst en þetta munu vera einu bréf- in sem fá þrátt fyrir það afgreiðslu. Á sumum þeirra er reyndar at- hugasemd frá póstþjónustu við- komandi lands þar sem minnt er á að nota þurfi póstnúmer þegar bréf eru send! Heimilisfangið er þó iðu- lega á hreinu: Jólasveinninn, Norð- urpólnum. I bréfunum eru gjarnan ítarlegir og langir jólagjafalistar. Óskar seg- ir jólasveininn þó ekki hafa látið sjá sig þessi jól en útilokar ekki að hann laumist inn um nætur til að kíkja á póstinn sinn. Lögregl- an leitar brennu- vargs LÖGREGLAN í Reykjavík leitar nú brennuvargs en allt bendir til þess að kveikt hafi verið í rusla- geymslum tveggja fjölbýlishúsa í vesturbæ Reykjavíkur í fyrrinótt. Talsverður eldur varð í öðru húsanna og var einn íbúi þess fluttur á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss vegna gruns um reykeitrun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld í fjölbýlis- húsi við Reynimel skömmu fyrir kl. 6 í gærmorgun. Skömmu síðar var tilkynnt um eld í fjölbýlishúsi við Meistaravelli og fór þá hluti liðsins þangað. Þegar slökkviliðið kom að hús- inu við Reynimel var þar talsverð- ur eldur í ruslageymslu. Lok fyrir ruslarennu höfðu bráðnað og var talsverður reykur í stigagangi hússins og íbúð á efstu hæð þess var hálffull af reyk. Eldtungur stóðu upp úr ruslageymslunni í þekju hússins en svo virðist sem loftræstirör hafi farið í sundur. Vegna hættu á að eldurinn læsti sig í þakið var tekin ákvörðun um að rýma íbúðir á efstu hæð húss- ins. Slökkviliðinu tókst þó að slökkva eldinn áður en hann breiddist út. Miklar skemmdir urðu í ruslageymslu auk reyk- skemmda í húsinu. Eldurinn sem kveiktur var í ruslageymslu hússins við Meist- aravelli var talsvert minni. --------------- Ráðist á lögreglu- mann GESTUR í unglingasamkvæmi réðst að lögreglumanni í fyrrinótt og sló hann í andlitið svo áverkar hlutust af. Lögreglunni í Reykjavík barst kvörtun vegna hávaða í heimahúsi í austurbænum klukkan rúmlega eitt í fyrrinótt. Þegar lögreglu- menn komu á staðinn reyndist húsráðandi ekki vera heima en 15- 20 unglingar voru þar með sam- kvæmi. Þegar lögregla hugðist vísa gestunum út réðst einn gest- anna að lögreglumanni og sló hann í andlitið. Árásarmaðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann er innan við tvítugt en þó á sakhæf- isaldri. Útsölustaðir: Andorra Bylgjan Kópavogi, Hjá Maríu Amaró, Hygea Laugavcgi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. BIOThERM D-STRESS NÆTURKREM Sléttari húð, aukinn Ijómi og fullkomin ró. Róandi næturkrem sem færir húöinni vítamín. % Þensla í efnahags- lífínu í rénun Á FYRSTU ellefu mánuðum árs- ins nam rekstrarafgangur ríkis- sjóðs um 9 milljörðum króna. Þetta er rúmlega 5 milljörðum króna hagstæðari niðurstaða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Á sama tíma í fyrra nam rekstraraf- gangurinn hins vegar rúmlega 16 milljörðum króna. Skýringin á minni rekstraraf- gangi nú felst annars vegar í 5 milljarða króna hækkun vaxtaút- gjalda ríkisins milli ára, fyrst og fremst vegna sérstakrar forinn- lausnar spariskírteina fyrr á þessu ári. Hins vegar eru tekjur af eignasölu 6 milljörðum króna minni í ár en á sama tíma í fyrra, að því er segir í tilkynningu fjár- málaráðuneytisins. Fjármálaráðuneytið segir að þessi tvö atriði skýri einnig að mestu leyti minni lánsfjárafgang í ár en í fyrra. Á fyrstu ellefu mán- uðum ársins námu afborganir eldri lána 34,4 milljörðum króna en nýj- ar lántökur 27,8 milljörðum. Greiðsluafkoma ríkissjóðs var því neikvæð um þrjá milljarða króna, sem er einum milljarði króna hag- stæðari niðurstaða en í fyrra. Fjármálaráðuneytið segir að þessi þróun sé skýr vísbending um að þenslan í efnahagslífinu sé í rénun og endurspegli meðal ann- ars minni innlenda eftirspurn en í fyrra. Þessi þróun komi glöggt fram í innflutningstölum. Síðasta ár hafi einkennst af mikilli inn- lendri eftirspurn. Áhrifa þessa gætti í auknum innflutningi sem alfarið mátti rekja til innflutnings neysluvöru. Nú segir ráðuneytið að þessi staða hafi gjörbreyst. Fyrstu tíu mánuði þessa árs hafi innflutning- ur aukist um 15 milljarða króna. Þar af skýri innflutningur neyslu- vöru einungis hálfan milljarð króna, eða um 5%. Það sem eftir standi stafi af innflutningi rekstr- ar- og fjárfestingarvöru, ekki síst olíuvörum. Þetta séu mikilvæg um- skipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.