Morgunblaðið - 22.12.2000, Side 18

Morgunblaðið - 22.12.2000, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Álafosskórinn úr Mosfellsbæ var að syngja á Laugaveginum í annað sinn á þessari jólaföstu; í eitt skipti varð nefnilega „messufall" vegna óveðurs, að sögn eins kórfélaganna. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Konurnar í Léttsveit Reykjavíkur voru í sannkölluðu jóla- skapi þetta kvöld, og náðu að smita gleðinni út til gangandi vegfarenda. Góð stemmning á Laugavegi Miðborg ÞAÐ myndaðist óvenju góð stemmning á Laugaveginum sl. miðvikukvöld þegar félagar úr kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur og Álafosskórinn í Mosfelisbæ tóku lagið saman, óæft og við mikinn fögnuð gangandi vegfarenda sem þyrptust að til að hlýða á þessa óvenju- legu uppákomu. Þetta bar þannig til, að Léttsveitin hafði lokið við jólasöng- dagskrá sína ofarlega á Laugaveginum og konurnar voru á leið til síns heima en námu staðar til að hlusta á Álafosskórinn sem þar var að flytja nokkur jólalög. Skipti engum togum að eftir að Álafosskórinn hafði lokið við flutning eins Iagsins tóku konurnar, sem allar voru staddar handan götunnar, í gleði sinni að syngja það sama lag. Siðan stigmagn- aðist þetta og lauk með sam- söng kóranna en stöðugur bilastraumurinn lá á milli þeirra allan tímann. Að þessu loknu hélt Álafosskór- inn upp Laugaveginn en konurnar niður, og eins og fyrr staðnæmdust þær eftir nokkra göngu og nú til að hlýða á leik brassbandsins úr Skólahljómsveit Vest- urbæjar. Og fyrr en varði gerðist það sama og áður, að þær voru farnar að syngja og nú við undirleik bandsins. Vakti þessi spuni að von- um mikla ánægju þeirra sem á hlýddu. Aldrei selst meira af skötu en núna SKATA er aldrei vinsælli matur en einmitt nokkrum dögum fyrir jól og hámarki ná þessar vinsældir hennar á morgun, Þorláksmessu. Morgunblaðið rak nefið inn í Fiskbúðina Hafrúnu að Skipholti 70 í gær, til að forvitnast um gang mála. Þar var mikil örtröð og blaðamaður því með hálf- gert samviskubit yfir að vera að trufla önnum kafna fisksalana, en lét sig hafa það og náði um síðir að króa einn þeirra af úti í horni. „Þetta gengur mjög vel. Það er búið að vera snarvit- laust að gera alveg síðan á föstudag í hinni vikunni, og hefur aldrei selst eins mikið af skötu og núna,“ sagði Magnús Sigurðsson fisksali, móður eftir lætin við pökk- unina. „Við erum með sex tegundir, þ.e.a.s. mikið kæsta, þurrkaða, ósaltaða, saltaða og útvatnaða, næt- ursaltaða og vestfirsku skötuna eða tindabikkj- una.“ Hver er vinsælust? „Sú mikið kæsta.“ Er það ungt fólk eða Morgunblaðið/Ásdís Þau eru engin smásmíði börðin af gráskötunni sem Magnús Sigurðsson heldur á. eldra sew kaupir? „Þetta er yfírleitt full- orðið fólk.“ Hvernig gengur ykkur að útvega skötu íverslunina? “Það gengur mjög vel; þetta er allt úr Vest- mannaeyjum," sagði Magn- ús og var svo rokinn, enda biðu óþreyjufullir kaup- endur í tugavís við af- greiðsluborðið. Hlídar/Holt Upp- áhalds- matur „SKATA er minn upp- áhaldsmatur, en ég borða hana samt eingöngu á Þor- láksmessu. Saltaða og kæsta; það er best,“ sagði Katrín Sverrisdóttir Thor- oddsen, sem var stödd í Fiskbúðinni Hafrúnu í þeim erindagjörðum að kaupa skötu. Ertu kannski að vestan? „Nei, ekki get ég nú sagt það; ekki nema kannski að langfeðgatali. Annars er ég Reykvíkmgur og kynntist skötunni heima.“ Borða allir tjölskyldu- meðlimirnir skötu? „Nei, ekki get ég nú sagt það,“ sagði hún og brosti. Morgunblaðið/Ásdís Katrín Svcrrisdóttir Thoroddsen borðar uppáhaldsmatinn sinn eingöngu á Þorláks- messu, saltaða og kæsta skötu. 2% bæjar- búa Islands- meistarar Hafnarfjörður 417 Hafnfirðingar, eða rúm- lega 2% íbúa bæjarins, hafa orðið Islandsmeistarar í íþróttum á árinu, sem er að líða, að sögn Ingvars Jónsson- ar, íþróttafulltrúa bæjarins. Hafnarfjarðarbær heldur hóf til að heiðra afreksmenn sína milli jóla og nýárs. Ingvar hafði ekki á taktein- um tölur um hlutfall íslands- meistara af íbúafjölda í öðrum bæjarfélögum hér á landi en taldi ólíklegt að víða væri hóp- ur afreksfólks hlutfallslega jafnpölmennur og í Firðinum. „Eg held þetta hljóti að vera sérstakt,“ sagði Ingvar, „alla vega er þetta met hjá okkur. Aður hefur þetta verið mest 350 manns fyrir 2-3 ár- um síðan. Við erum afskap- lega stoltir af okkar íþrótta- mönnum og af því að eiga 417 íslandsmeistara úr 14 grein- um frá 11 íþróttafélögum." Ingvar sagði að Hafnar- fjörður hefði oft verið kallaður handboltabær en það ætti greinilega ekki við lengur því þótt handboltinn drægi vagn- inn væru meistararnir úr mun fleiri greinum. Flestir eru íslandsmeistar- amir FH-ingar en alls bera 190 keppnismenn félagsins það sæmdarheiti á þessu ári. 104 sundmenn í Sundfélagi Hafnarfjarðar státa af sama titli, 77 félagar í Haukum, 11 frá golfklúbbnum Keili, 7 sigl- ingamenn og svo mætti lengi telja. FH-ingar státa m.a. af ís- landsmeistaratitlum í knatt- spymu í 1. deild karla og í yngri flokkum karla og kvenna, svo og í handknattleik ýmissa aldursflokka, auk frjálsíþrótta, þar sem félagið vann ýmsa titla í keppni ein- staklinga og flokka kvenna og karla. Sundfélagið vann frækinn sigur á aldursflokkamóti sundfólks og eignaðist þar fjölda Islandsmeistara í yngri aldursflokkum og einnig í garpasundi en það kallast keppni þeirra sem komnir eru á efri ár á mælikvarða keppn- isíþróttamanna. Loks átti SH fjóra keppendur í ólympíu- sveit Islands, þar á meðal Orn Arnarson. Golfklúbburinn Keilir átti m.a. bæði íslandsmeistara karla og kvenna í golfi. Þá er ótalinn fjöldi sem hreppti ís- landsmeistaratitla í lyftingum, dansi, hestamennsku, skylm- ingum og fleiru. „Þetta er afar fjölbreytt og eftirtektarverð heild,“ sagði Ingvar. Undanfarinn áratug fór bærinn að veita viðurkenning- ar öllum Islandsmeistumm sem keppa á vegum félaga í bænum og hafa nokkur sveit- arfélög fetað í fótsporið síðan, að sögn Ingvars. Þegar Hafn- firðingar áttu um tíma 355 fyr- ir nokkrum árum sagði Ingvar að nafni hans Viktorsson, þá- verandi bæjarsjóri, hefði hvatt íþróttamenn bæjarins til að herða aðeins róðurinn svo bærinn fengi einn Islands- meistara á dag. Nú væru menn búnir að ná því marki og gott betur því á þessu ári hafa 1,14 bæjarbúar orðið Islands- meistarar á degi hveijum, miðað við að ekki fjölgi í hópn- um fram að áramótum. Auk allra þessara íslands- meistara eru um 200 bæjarbú- ar bikarmeistarar en 12 hópar hafnfirskra íþróttamanna hafa hreppt slíkan titil á árinu. „Auðvitað eru einhverjir í bik- armeistarahópnum líka ís- landsmeistarar," sagði Ingvar en hvor tveggja hópurinn fær viðurkenningu í hófi þann 27. des|mber þar sem jafnframt verður valinn íþróttamaður Hafnarfjarðar. Stúdentspróf í íþróttum? Hafnarfjörður BÆJARRÁÐ Hafnarjarðar hefur til umfjöllunar tillögu um að íþróttafólk geti fengið grein sína metna í einingum til lokaprófs í framhaldsskóla á svipaðan hátt og tónlistamem- ar. Á þennan hátt verði komið til móts við afreksfólk í íþrótt- um. Steinunn Guðnadóttir, bæj- arfulltrúi og formaður skóla- nefndar bæjarins, lagði fram tillögu um samvinnu og sam- ræmi milli skólastiga í Hafn- arfirði með tilliti til mats á ein- ingum og felur tillagan þetta í sér. Ennfremur segir: „Nem- endur geti útskrifast af bók- námsbrautum, -lista og starfs- menntabrautum með ákveðna íþróttagrein sem val, sbr. marga erlenda menntaskóla sem bjóða nemendum uppá stúdentspróf í golfi, skíðum, brettum o.s.frv. Ákveðin stig þjálfararéttinda í viðkomandi íþróttagrein verði jafnframt metin til lokaprófs. Afreks- menn í íþróttum geta á þennan hátt stundað sínar íþróttir jafnhliða námi í öðrum fögum, með því að fá ákveðið marga þjálfunartíma skilgreinda sem einingar, í stað þess, eins og staðan er í dag, að með auknu þjálfunai-álagi þurfi nemendur að hverfa frá námi,“ Þá segir að Hafnarfjörður búi brátt yfir þeirri sérstöðu, að íþróttafólk í nánast hvaða íþróttagrein sem er hafi fyrirmyndar-aðstöðu í bænum. „Með því að bjóða af- reksíþróttafólki á framhalds- skólastigi áðumefnda mögu- leika til að stunda íþróttagrein sína tæki Hafnarfjörður for- ystu á sviði framhaldsnáms fyrir afreksíþróttafólk," segir ennfremur. Flensborg og Iðnskóli vinni saman að listnámi Tillaga Steinunnar gerir jafnframt ráð fyrir að fram- haldsskólai- Hafnarfjarðar standi sameiginlega að mótun listnámsbrauta á framhalds- skólastigi sem undirbúning fyrir nám í Listaháskóla Is- lands. „Möguleiki verði fyrir nemendur Flensborgarskóla og Iðnskóla Hafnarfjarðar að sækja nám í ákveðnum grein- um á milli skóla og einingar verði metnar jafnt í báðum framhaldsskólunum. Jafn- framt verði valáfangar grunn- skólanna eins metnir til ein- inga í báðum framhaldsskól- unum,“ segir þar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.