Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Félags- heimilið vakið til lífsins Flateyri - Sfðastliðin fimm ár hafa ekki verið sérlega blómleg í sögu félagsheimilisins á Flateyri. Húsið hefur á þessum tíma að mestu leyti staðið autt og ónotað var það farið að bera þess merki. Nú hafa ungir og framtakssamir Flateyringar ákveðið að snúa þró- uninni við og vilja þeir sjá húsið standa undir nafiii sem fólagsheim- ili á ný. Um helgina var fyrsta samkoma nýrra tíma haldin þar sem unga fólkið mætti með uppbrettar ermar til að flikka upp á húsnæðið, skrúbba, skafa, spartla og mála. Framtakið var löngu þarft og raun- ar ekki seinna vænna ef viðhald átti að eiga sér stað á annað borð. Verkstjóri framkvæmdarinnar er ívar Kristjánsson. Hann er upp- alinn á Flateyri en flutti þaðan burt fyrir nokkrum árum með for- eldrum sínum. Nú hefur ívar snúið til baka ásamt unnustu sinni með það fyrir augum að setjast að á Flateyri. „Staðurinn togaði í okkur bæði Félagsheimilið á Flateyri öll þessi ár meðan við vorum í burtu, svo loksins þegar tækifæri gafst ákváðum við að snúa til baka,“ segir ívar. Og það má til sanns vegar færa að hér eru mörg tækifæri fyrir framtakssamt og dugmikið fólk eins og endurreisn félagsheimilisins ber vitni. En hvað er það nákvæmlega sem vakir fyrir hópnum? Svarið við því er einfalt: „Að gera húsnæðið mönnum bjóðandi og koma því aft- ur í gagnið," segir Ivar. Fyrsta skrefið er að standsetja félagsheimilið fyrir hressilegt jóla- ball sem stefnt er á að halda eftir miðnætti á jóladag. Þá mun Flat- eyringum og nágrönnum gefast kostur á að dansa af sér jólasteik- ina og búa sig undir áramótagleð- ina. Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson fvar Kristjánsson er verkstjóri yfir hópi ungra Flateyringa sem stefn- ir að því að koma félagsheimili staðarins aftur í gagnið. Ibúar Snæ- fellsbæjar sungu sig inn í aðventuna Ólafsvík - Sannkölluð aðventu- stemning ríkti í Ólafsvíkurkirkju þegar Samkór Snæfellsbæjar hélt þar tónleika. Þetta voru fyrstu tónleikar Samkórsins en hann var stofnaður sl. haust og samanstend- ur af söngfólki vítt og breitt úr Snæfellsbæ. Tónleikarnir hófust með því að slökkt var á Ijósum í kirkjunni og kórinn kom gangandi inn með kertaljós, syngjandi sálminn Kom þú kom, vor Immanúel. Síðan fylgdu fleiri sálmar í anda aðventunnar en einnig kom fram blásarakvartett og kryddaði dag- skrána. Þá söng Veronica Oster- hammer söngkona sálminn fallega Ó, helga nótt við góðar undirtekt- ir. Tónleikagestir, sem fjölmenntu í kirkjuna þetta kvöld, fengu svo að taka undir með Samkórnum í nokkrum sálmum og syngja sig þannig inn í aðventuna. Undir lok tónleikanna var stjórnanda kórsins, Kay Wiggs, færður myndarlegur blómvöndur og að lokum sameinuðust allir í kaffi og konfekti á eftir. Samkór Snæfellsbæjar stefnir síðan á áframhaldandi æfingar eftir ára- mót og tónleika í Ingjaldshóls- kirkju næsta vor. Morgunblaðið/GPV Þórdís Gunnlaugsdóttir, Anna Þórunn Guðmundsdóttir og Almu Rut Garðarsdóttir spiluðu á trompet. Jólatónfundur tónlistarnema Hannar tæki til að merkja rúllubagga Grindavík - Það er alltaf tilhlökkun- arefni að hlýða á nemendur Tónlist- arskóla Grindavíkur. Nú á dögunum var haldinn svo kallaður jólatónfund- ur en alls eru haldnir 10 tónfundir yf- ir skólaárið. Þama spilaði valinn hóp- ur bama á hin ýmsu hljóðfæri í Grindavíkurkirkju og stóðu sig ein- staklega vel. Þegar Guðmundur Emilsson, skólastjóri Tónlistarskólans, var spurður um hvað væri næst á döfinni sagði hann: „Það er aðfarasöngur á miðnæturmessu 24. desember kl. 23, en þá syngur skólakór sem í eru alls 50 böm á aldrinum 6-14 ára. Mikill tími hefur farið í æfingar en þama verða flutt bæði íslensk og erlend jólalög. Þessi kór var stofnaður í haust og á annað hundrað bama sóttu um en einungis 50 fengu að vera með að þessu sinni,“ sagði Guðmundur. Morgunblaðið/GPV Helga Dís Jakobsdóttur spilaði á pianó. Stykkishólmi - Áhugasamur bóndi í Hraunhálsi, Jóhannes Eyberg Ragnarsson, hefur tvö undanfarin ár þróað hugmynd sína um að merkja rúllubagga. Heyskapur hjá bændum hefur breyst mikið síðustu ár. Langflest- ir bændur pakka heyinu inn í rúll- ur til geymslu fyrir veturinn. Allar líta rúllurnar eins út og því erfitt að sjá hverskonar hey rúllan hefur að geyma. Því hafa bændur stund- um merkt rúllurnar með túss- penna eftir að búið er að rúlla. Jó- hannes Eyberg hefur verið að hugsa upp ráð til að merkja rúll- urnar jafnóðum og þeim er pakkað og spara þannig vinnu og fyrir- höfn. Hann telur sig hafa fundið lausn á þessum viðfangsefni og hefur smíðað tæki sem merkir heyrúllurnar um leið og þær eru plastaðar. Með tækinu er hægt að prenta þær upplýsingar á rúllurnar sem bóndinn óskar. Þar getur komið fram dagsetning, bæjarnafn, túnið sem heyið er af o.s.frv. Jóhannes Eyberg hefur notað merkitækið í tvö sumur og telur að sér hafi tek- ist að sníða af alla vankanta sem upp hafa komið. Jóhannes Eyberg hefur kynnt uppfinningu sína fyrir Rannsókna- stofnun landbúnaðarins á Hvann- eyri og fengið þaðan hvatningu til að koma tækinu í framleiðslu. Hann sótti um styrk til Iðntækni- stofnunar í sumar. Þar var honum vel tekið og boðin aðstoð til að koma hugmynd sinni á framfæri. Hann hefur áhuga á að komast í samband við fyrirtæki sem fram- leiða rúllubaggavélar og fá þau í lið með sér. Fyrir nokkru fóru Jóhannes Ey- berg og Hörður Baldvinsson frá Iðntæknistofnun á stóra landbún- aðarsýningu í London. Þar komust þeir í samband við fyrirtæki sem framleiða rúllubaggavélar og kynntu þar hugmyndina um merk- ingu rúllubagga. Jóhannes Eyberg var mjög ánægður meðviðtökurnar sem þeir fengu og vonar að upp- Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Jóhannes Eyberg Ragnarsson, bóndi í Hraunhálsi, hefur hannað tæki sem prentar upplýsingar á rúllubagga. Hann vinnur nú að því að koma hugmynd sinni á framfæri. Jóhannes hefur sjálfur notað tækið í tvö sumur og þar sem hann bindur inn um 800 rúllur hvert sumar hefur hann sparað sér mikla vinnu með nýju tækninni. finning sín verði viðurkennd og að samningar náist um framleiðslu. Markviss fóðrun nauðsynleg Að sögn Jóhannesar Eybergs er mikilvægt að vita hvernig hey er verið að gefa skepnunum. Nú- tímabúskapur krefst þess að hafa markvissa fóðrun til að fá há- marksarðsemi úr búpeningum. Bóndinn verður að vita hvers kon- ar hey er verið að gefa. Því skiptir miklu máli að skrá sem bestar upplýsingar um heyið á rúllubagg- ana. Þeir sem stunda heysölu hafa mikil not af nýja tækinu, því þá geta þeir á auðveldan hátt merkt framleiðslu sína. Jóhannes Eyberg er viss um að ef honum tekst að koma merkingarvélinni í fram- leiðslu muni hún auðvelda bænd- um störfin með þessari nýju tækni og þá sé tilganginum náð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.