Morgunblaðið - 22.12.2000, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Kaupþing ger-
ir sparisjóð-
um tilboð
• HREYFING er á hlutum sparisjóð-
anna í Kaupþingi hf., að sögn Guð-
mundar Haukssonar, stjórnarfor-
mannsfélagsins. Hann segiraö
sumirsparisjóðirvilji minnka eign-
arhlutdeild sína í Kaupþingi, innleysa
hagnaö, en aörir sparisjóöir vilji
kaupa. Kaupþing hafi milligöngu um
að miðia milli þessara sparisjóöa og
hafi gert átta sparisjóðum sem eigi
lítinn hlut í Kaupþingi hver, eöa sam-
tals um 5-6%, tilboö um kaup á
þeirra hlutum. Aðspuröur um gengiö
á hlutabréfunum sem Kaupþing hafi
gert sparisjóðunum tilboö um kaup á
sagöist Guðmundurekki hafa upp-
lýsingarum þaö.
Pernod kaupir
drykkjafram-
leiðslu Seagram
• SAMSTARFSFÉLAG breska fyr-
irtækisins Diageo ogfranska Pernod
Ricard keypti drykkjaframleiðslu
kanadíska félagsins Seagram fyrir
tæpa 700 milljarða íslenskra króna,
aö þvíertilkynntvarívikunni.
Sænska fyrirtækið Vin & Spirit, sem
m.a. framleiðirAbsolut Vodka, lagöi
ekki inn tilboð. Aó því erfram kemurí
Financial Times mun Pernod Ricard
selja eignirfyrir a.m.k. 80 mílljaröa
króna til aö fjármagna kaupin á fram-
leiðslu Seagram. Þ.á m. verðurgos-
drykkjaframleiösla fyrirtækisins og
síöar meir 1,3% eignarhlutur Pernod
Ricard í franska bankanum Societe
Generale sem talinn er um 20 millj-
aröa króna viröi.
ESA gerir athugasemdir við norsk lög um fjármálastofnanir
Takmarkanir óheimilar
EFTIRLITSSTOFNUN EFTA, ESA, hefur sent
norskum stjórnvöldum formlega tilkynningu varð-
andi hömlur í norskum lögum um eignarhald í
fjármálastofnunum, samkvæmt fréttatilkynningu
frá ESA í fyrradag. ESA segir að misbrestur sé á
því í Noregi að framfylgt sé ákvæðum 11. greinar
tilskipunar EES-samningsins um bankastarfsemi
og að lög í Noregi stangist á við ákvæði EES-
samningsins um frjálst fjármagnsflæði, þ.e. 40.
grein samningsins og tilskipun um fjármagns-
flæði.
Enginn má eiga meira en 10%
í fjármáiastofnun í Noregi
í 11. grein tilskipunarinnar segir að EES-ríkin
skuli gera kröfu um að aðili sem vilji eignast til-
tekinn eignarhlut í lánastofnun þurfí að tilkynna
þar til bærum yfirvöldum um það. Akvæðið
kveður einnig á um að í því tilviki er áhrif við-
komandi aðila séu líkleg til að skaða góðan og
skynsamlegan rekstur skuli þar til bær yfirvöld
grípa til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg
fyrir slíkt.
Bann víð eignarhaldi umfram
10% andstætt EES-samningnum
I fréttatilkynningu ESA segir að í norskum
lögum um fjármálastarfsemi og fjármálastofn-
anir frá 1988 komi fram sú meginregla að enginn
megi eiga meira en 10% hlut í norskri fjár-
málastofnun. Norsk stjórnvöld segi að vegna
þessarar reglu sé ekki þörf á að taka upp ákvæði
11. greinar tilskipunar um bankastarfsemi í
norsk lög.
ESA telur að ákvæðið um bann við meira en
10% eignarhaldi í fjármálastofnun sé andstætt
frjálsu flæði fjármagns og að norsk stjómvöld
geti ekki réttlætt að ekki sé þörf á afdrátt-
arlausri innleiðingu 11. greinar tilskipunarinnar
um bankastarfsemi með því að vísa til slíkrar
reglu. Þess vegna telur Eftirlitsstofnunin að
þessar norsku reglur um frjálst flæði fjármagns
séu ósamræmanlegar við reglur EES og að Nor-
egur hafi því ekki tekið upp 11. grein tilskipunar
um bankastarfsemi.
í fréttatilkynningu ESA segir að norskum
stjómvöldum gefist kostur á að leggja fram at-
hugasemdir sínar við tilkynningu Eftirlitsstofn-
unarinnar innan þriggja mánaða. Eftirlitsstofn-
unin muni taka afstöðu til áframhalds þessa máls
í ljósi þeirra athugasemda.
í Morgunkomi FBA í gær segir að
viðskipti Samherja með eigin bréf
komi ekki á óvart í ljósi fyrri yf-
irlýsinga félagsins, en í fyrradag
voru tilkynnt til Verðbréfaþings Is-
lands 103ja milljóna króna kaup
Samherja í félaginu að nafnvirði á
genginu 9,3. Hlutur Samherja í
félaginu fór við þessi kaup úr engu
í 6,2%.
I Morgunkorni FBA segir að það
sé umhugsunarefni fyrir hluthafa
Samherja og aðila á markaði hvern-
ig framkvæmd viðskiptanna var.
Félagið hafi farið þá leið að kaupa
mikið magn af bréfum af einum
hluthafa á verði sem var 8,5% yfir
markaðsverði í fyrradag. Gengi
bréfanna sem Samherji keypti var
9,5 en lokaverð í Samheija var 8,75
í lok viðskipta í fyrradag.
Upplýsingagjöf þarf
að vera gagnsæ
Höfundur Morgunkoms FBA
segir að spyrja megi hvort ekki
hefði verið eðlilegra að Samherji
hefði efnt til öfugs útboðs, þ.e. aug-
lýst eftir sölutilboðum frá þeim
hluthöfum sem kynnu að hafa
áhuga á að selja bréf. Þessi aðferð
hafi ekki endilega leitt til þess að
félagið fengi bréfin á betra verði,
en hún hafi verið gagnsærri á
markaðnum og tryggt meira jafn-
ræði meðal hluthafa. Mikilvægt sé
fyrir skráð félög á markaði að
markaðsaðgerðir þeirra og upplýs-
ingagjöf séu gagnsæjar.
Vodafone kaup-
ir farsímahluta
Eircom
TILKYNNT hefur verið um kaup
Vodafone á Eircell, farsímahluta
írska fjarskiptafyrirtækisins Eir-
com. Kaupverðið er tæpir 400 millj-
arðar íslenskra króna í hlutabréfum.
Viðræður hafa átt sér stað á milli
forsvarsmanna fyrirtækjanna und-
anfarna tvo mánuði. Þetta er önnur
tilkynningin í þessari viku um stórar
fjárfestingar Vodafone sem á mið-
vikudag tilkynnti um kaup á 15%
hlut í Japan Telecom fyrir um 200
milljarða króna í reiðufé.
Samkvæmt samningi Vodafone og
Eircom, mun Eircell verða skilið frá
móðurfélaginu í síðasta lagi í mars á
næsta ári, að fengnu samþykki hlut-
hafanna. Viðskiptavinir Eircell eru
um ein milljón og er salan á fyrir-
tækinu talin marka upphafið að frek-
ari skiptingu Eircom. Að því er fram
kemur í Finandai Times eru ýmsir
sem hafa áhuga á að kaupa fasth'nu-
hluta Eircom, þ.á m. Denis O’Brien,
fyrrum stjórnarformaður Esat sem
er helsti keppinautur Eircom. Annað
fyrirtæki hefur gert tilboð í fastlínu-
hlutann en því var hafnað af Eircom.
6% verðbólga
á Irlandi
SAMRÆMD vísitala neysluverðs í
EES-ríkjum var 107,5 stig í nóv-
ember sl. og hækkaði um 0,3% frá
október. Á sama tíma hækkaði sam-
ræmda vísitalan fyrir Island um
0,2%. Frá nóvember 1999 til jafn-
lengdar á þessu ári var verðbólgan,
mæld með samræmdri vísitölu
neysluverðs, 2,6% að meðaltali í
ríkjum _EES, 2,9% í evruríkjum og
4,1% á Islandi. í frétt frá Hagstofu
íslands var mesta verðbólga í Evr-
ópu á þessu tólf mánaða tímabili á
Irlandi 6,0% og í Lúxemborg 4,5%.
Verðbólgan var minnst, 1,0%, í
Bretlandi, og 1,8% í Svíþjóð.
Afkomuviðvörun frá ÚA
Útlit fyrir 560
milljóna gengistap
AFKOMA Útgerðarfélags Akur-
eyringa er lakari á síðari hluta árs-
ins en var gert ráð fyrir í áætlunum
félagsins. Munar þar mest um
gengistap vegna veikingar íslensku
krónunnar.
Samkvæmt óendurskoðuðu upp-
gjöri fyrir fyrstu 11 mánuði ársins
er gengistap ársins orðið 560 millj-
ónir króna, en var 124 milljónir
króna eftir fyrstu sex mánuði árs-
ins. Til lengri tíma litið hefur veik-
ing íslensku krónunnar jákvæð
áhrif á rekstur félagsins þar sem
nær allar tekjur þess eru í erlend-
um gjaldmiðlum. Aðrir þættir sem
hafa neikvæð áhrif á rekstur félags-
ins síðari hluta ársins eru lélegri
aflabrögð á bolfiski, hátt olíuverð
og slæm afkoma rækjuveiða og
-vinnslu.
Tapið liðlega 200 milljónir
í sex mánaða uppgjöri félagsins
nam tap félagsins 203 milljónum
króna og veltufé frá rekstri 353
milljónum. Þá er ljóst að að veltufé
frá rekstri á síðari hluta ársins
verður lakara en það var á fyrri
hluta ársins.
Hjálparstarf kirkjunnar beinir söfnunarfé
• til bágstaddra íslendinga
• til fólks sem býr við örbirgð í þriðja heiminum
• á átaka- og hamfarasvæði um allan heim
v3fý
HJÁLPARSTARF
KIRKJUNNAR
Gíróseðtar tiggja frammi í öttum bönkum,
sparisjóðum og á pósthúsum.
Þú getur þakkað
Verðbólga í ^ nokkrum ríkjum Breyting samræmdrar neysluverðs- vísitölu frá nóv. 1999 til nóv. 2000
írland 6,0%
Lúxemborg 4,5%
Spánn 4,1%
ÍUSl ísland 4,1%
Grikkland 4,0%
Belgía 3,7%
Portúgal 3,6%
Bandaríkin 3,4%
Finnland 3,3%
Noregur 3,1%
Holland* 2,9%
Ítalía 2,9%
Danmörk 2,7%
Þýskaland 2,6%
Austurríki* 2,3%
Frakkland* 2,2%
Sviss 1,9%
Svíþjóð 1,8%
Bretland 1,0%
Japan** -0,9%
Meðalt. EMU* 2,9%
Viðsk.lönd** 2,5%
Meðalt. ESB* 2,6%
Meðalt. EES* 2,6%
* Bráðabirgðatölur ** Okt. 1999 til okt. 2000
i EES n'kjum er miðað við samræmda evrópska neysluverðs-
vísitölu en í Bandar., Japan og Sviss við neysluverðsvísitölur.
I
k
-