Morgunblaðið - 22.12.2000, Page 36

Morgunblaðið - 22.12.2000, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kærleikur og einlægni Morgunblaði/Porkell Meðlimir Leikhópsins Perlunnar íklæddir búningum fyrir Krumma- sögu. Sigríður Eyþórsdóttir leikstjóri er lengst til vinstri í efstu röð. Umhverfísvernd fyrir ungu kynslóðina LEIKLIST Leikhópurinn I' c r 1 a n PERLUR OG SKÍNANDI GULL OG PERLUJÓL Höfundar kvæða: James Thurber (í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar), Jóhannes úr Kötlum, Jónas Árna- son, Sigurður Sigurðsson frá Arn- arholti auk þess sem jólaguðspjallið eftir Lúkas var flutt. Leikgerðir og leikstjórn: Sigríður Eyþórsdóttir. Danshöfundur og stjórnandi: Lára Stefánsdóttir. Tónlist og áhrifs- hljóð: Eyþór Arnalds, Guðni Franz- son, Máni Svavarsson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Búningar og grírnur: Anna Birgis, Bryndís Hilm- arsdóttir, Dominique Poulin, Nína Njálsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir og Þórunn E. Sveinsdóttir. Söngur: Eyþór Arnalds, Guðni Franzson, Móeiður Júníusdóttir og Perlu- félagar. Aðstoðarfólk á sýningu: Bryndís Hilmarsdóttir, Freyja Þor- valdsdóttir, Kolbrún Anna Björns- dóttir, Nína Njálsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Sigríður Hulda Sveinsdóttir, Sigurlaug Árnadóttir. Kynning: Guðni Franzson og Páll Óskar Hjálmtýsson. Leikendur og dansarar: Ásdís Gísladóttir, Birg- itta Harðardóttir, Eva Peters Don- aldsdóttir, Gerður Jónsdóttir, Guð- rún Ósk Ingvarsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Hildur Davíðsdóttir, Hreinn Hafliðason, Ingibjörg Árna- dóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir, Lilja Valgerður Jónsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Sigríður Eyþórs- dóttir, Sigrún Árnadóttir og Soffía Rúna Jensdóttir. Sunnudagur 3. desember og sunnudagur 17. des- ember. SIGRÍÐUR Eyþórsdóttir hefur stýrt leikhópnum Perlunni í hátt í tvo áratugi. Hópurinn hefur komið fram í sjónvarpi, á ráðstefnum, hjá félögum og félagasamtökum, á styrktarskemmtunum og á listahá; tíðum bæði hér á landi og erlendis. I byrjun þessa árs fékk Perlan fastan samastað í Iðnó og þar hefur hóp- urinn sýnt nokkrum sinnum á þessu ári. Tilefni þessara skrifa eru tvær uppfærslur Sigríðar með leikhópn- um: annars vegar Perlur og skín- andi gull og hins vegar Perlujól. Fyrri uppfærslan skiptist í sjö at- riði: leikverkið Ef þú bara giftist, írskt lag við texta Jónasar Árnason- ar, látbragðsleikinn í dag, við texta Sigurðar Sigurðssonar frá Arnar- holti, leikgerðir Sigríðar Eyþórs- dóttur af Kærleikurinn er sterkasta aflið og Mídasi konungi og svo tvo þætti eftir Láru Stefánsdóttur, dansverkið Romantica og Handa- spil. Þetta var fjölbreytt og skemmtileg sýning þar sem kær- leiksboðskapurinn einkenndi öll at- riðin. Eftirminnilegast er innileikinn milli Hreins Hafliðasonar og Hildar Davíðsdóttur í Ef þú bara giftist, mýkt og fegurð handahreyfinganna í Romantica og leikgleði alls hópsins í mannmörgu atriðunum. Seinni uppfærslan er að sjálf- sögðu helguð jólunum og tryggðu að þeir sem höfðu farið á mis við jóla- skapið í ys og þysi aðventunnar kæmust í rétta stemmningu. Það var gaman að sjá Síðasta blómið, en undirritaður hafði heyrt því atriði mikið hrósað. Hinn áhrifaríki boð- skapur kvæðisins var undirstrikað- ur af leiktúlkun hópsins. Jólakött- urinn og Krummasaga eru kvæði Jóhannesar úr Kötlum. Lára Stef- ánsdóttir setti hið fyrra í dansbún- ing og leikendur fengu mikla útrás í kattagervunum, hvæsið og mjálmið var kröftugt og vel út fært. Krummasaga er röð leikrænna upp- stillinga, hjartnæm saga og kvæðið á ekki síður erindi til almennings en hin kunnu kvæði Jóhannesar sem hafa margsinnis verið endurprentuð í bæklingnum Jólin koma. Lokaat- riðið var svo jólaguðspjallið þar sem hópurinn kom allur saman og gerði gamalkunnan texta ferskan á ný með einlægri túlkun. Það er mjög sérstök upplifun að vera áhorfandi á sýningum Perlunn- ar; túlkunin er svo einlæg og blátt áfram og hittir beint í hjartastað. Sigríður Eyþórsdóttir vinnur greini- lega frábært starf með hópnum en að öðrum ólöstuðum á Lára Stef- ánsdóttir mikið hrós skilið fyrir stjórn dansatriðanna. Páll Óskar Hjálmtýsson var kynnir á fyrri sýn- ingunni en Guðni Franzson á þeirri seinni og söng eigin lög við önnur jólakvæði Jóhannesar úr Kötlum. Þeir voru báðir líflegir og skemmti- legir við að kynna og tengja saman atriðin. Undirritaður man varla eftir að hafa haldið heim að lokinni sýningu jafnánægður með það sem fyrir augu bar. Það er ekki að efa að áhorfendur koma af sýningum Perl- unnar auðugri í anda enda hafa meðlimir leikhópsins mikið að gefa þeim. Sveinn Haraldsson BÆKUR R a r n a b ó k TRJÁLFUR OG MIMMLI Eftir Stefán Sturlu Sigurjónssou. Myndskreytingar gerði Erla Sigurðardóttir. Gjörningur ehf., prentverk Hjá GuðjónO hf., Reykjavík 2000, samtals 30 síður. TRJÁLFUR og Mimmli er lítil saga með göfugt markmið. Aðal- persónan Trjálfur er skógarálfur og býr í stóru tré í miðjum skóg- inum. Eins og sannur skógarálfur er hann ákaflega góðviljaður og leggur metnað sinn í að gæta vel allra trjánna í skóginum. Einu sinni þegar hann er á leið í eftirlitsferð um skóginn birtist geimskip úr fjarska og lendir á flötinni við stóra tréð. Ekki líður heldur á löngu þar til undarleg vera með skrítið tjald á bakvið sig stígur út úr geimskipinu og segist heita Mimmli. Smám sam- an kemur í ljós að Mimmli hefur verið sendur frá plánetunni Pí til þess að sækja súrefni til jarðarinn- ar. íbúar á Pí eru vanir að sækja súrefni til annarra stjarna af því að á Pí er allt steypt og því ekkert súrefni þar að fá. Súrefnið er geymt í stórum geymi og skammt- að í sérstök súrefnistjöld til íbú- anna. Mimmli á afar erfitt með að skilja að nóg sé af súrefni á jörðinni og því sé honum alveg óhætt að fella súrefnistjaldið. Eftir nokkra eftirgangsmuni lætur hann loks undan og fellir súrefnistjaldið. Eigi að síður á hann afar erfitt með að trúa því að ekki þurfi sérstakan súrefnisgeymi á jörðinni enda sé nægt súrefni fyrir alla. Sagan end- ar á því að Trjálfur fær snilld- arhugmynd. Hann gefur Mimmli lítið tré og vatn til að flytja með sér til Pí - því nái tréð að vaxa og dafna verði aldrei súrefnisskortur á Pí. Eins og áður segir er markmiðið með sögunni afar göfugt, þ.e. að ítreka mikilvægi umhverfisverndar. Trjálfur er í sjálfu sér ekki heldur algalinn og hugmyndin að sögu- þræðinum hreint ágæt. Engu að síður nær sagan ekki að halda at- hygli ungi’a lesenda til enda. Mimmli er frekar óspennandi per- sóna, t.d. er gengið heldur langt í að láta talmál hans ríma. Eins er algjör óþarfi að tyggja ýmsar stað- reyndir ofan í lesendur eins og t.d. að allt sé steypt á Pí. Með því að vinna aðeins betur úr annars ágætri hugmynd hefði höfundurinn eflaust komist talsvert nær tak- marki sínu. Með tilliti til umfjöll- unarefnisins er ekki heldur hægt að segja að Trjálfur og Mimmli sé al- galin bók og inn á milli eru ágætir punktar eins og þegar Mimmli upp- lýsir Trjálf um að í skólanum læri börnin á Pí með svokallaðri mynda- tölutöflu. „Á myndatölutöfluna læra Píbúarnir alltaf meira og meira því eldri sem þeir verða“ (bls. 16). Eins konar framtíðarsýn! Námsefnið er ekki síður athyglisvert því að „um trúnað og traust við lærum mest“ (bls. 16). Myndir Erlu Sigurðar- dóttur eru ákaflega fallegar og gefa bókinni hlýlegan blæ. Góð hug- mynd er að spyrja spurninga aftast í bókinni. Á hinn bóginn hefði mér fundist eðlilegra að ekki þyrfti að leita út fyrir söguna að svörunum. Alveg aftast eru svarthvítar teikn- ingar af félögunum. Líklega er gert ráð fyrir að myndirnar séu litaðar og hefði verið gott að segja frá því í einni setningu efst. Letrið í bókinni er stórt og hentar því ágætlega byrjendum í lestri. Anna G. Ólafsdóttir. Sólarmegin í Akraneskirkju JÓLATÓNLEIKAR Sönghóps- ins Sólarmegin verða í Akranes- kirkju í kvöld, föstudagskvöldið kl. 22.30. Að vanda syngur hóp- urinn að mestu án undirleiks. Sönghópurinn Sólarmegin hef- ur frá upphafi ferils síns haft þann sið að heimsækja Sjúkrahús Akraness og Dvalarheimilið Höfða á jólaföstunni og syngja nokkur jólalög fyrir vistmenn og verður svo einnig fyrir þessi jól. Beethoven, Nordal og Dvorák í flutningi Tríós Reykjavíkur Tríó Reykjavíkur; Guðný Guðmundsdóttir, Peter Máté og Gunnar Kvaran. VÍNARKLASSÍK, rómantík og ís- lensk nútímatónlist - allt er þetta að finna á geislaplötu sem Tríó Reykjavíkur sendi nýverið frá sér. Hér er á ferð fyrsta plata tríósins, sem er skipað þeim Gunnari Kvaran sellóleikara, Guðnýju Guðmunds- dóttur fiðluleikara og Peter Máté píanóleikara. Á henni eru þrjú verk; Tríó í D-dúr op. 70 nr. 1 eftir Lud- wig van Beethoven, oft kallað Geis- ter-tríóið, „Andað á sofinn streng“ fyrir fíðlu, selló og píanó eftir Jón Nordal og Píanótríó op. 90 eftir Antonin Dvorák, sem gjarnan er nefnt Dumky-tríóið. „Geister-tríóið eftir Beethoven er eitt þekktasta tríó meistarans. Nafnið er til komið vegna annars kafla þess, hæga kaflans. Reyndar var það nú ekki Beethoven sem gaf þvíþetta heiti, sem gæti útlagst Andatríóið, en mér finnst það ágæt- isnafn, því þessi hægi kafli er ótrú- lega magnaður. Það hríslast eig- inlega um mann því að það er eins og hann opni inn í einhvern and- legan heim sem áður hefur verið hulinn. Þá er trfóið nyög áhugaverð tónsmíð, því þarna hefur Beethoven tekið upp á því að þjappa sínu tón- máli mjög mikið saman - allt er orð- ið miklu samþjappaðra og knapp- ara í formi, eins og sést til dæmis mjög greinilega í fyrsta kaflanum. Svo kemur hægi kaflinn, þar sem er eins og maður skynji einhverja æðri vídd. A siðasta kaflanum er rondo- form, og þar kemur Beethoven aft- ur niður á jörðina," segir Gunnar Kvaran. Rökkurstemmning í anda vögguvísu Jón Nordal samdi verkið „Andað á sofinn streng" að beiðni Tríós Reykjavíkur til flutnings á Listahá- tíð 1998. Tónskáldið hefur lýst verkinu á þá leið að það sé í einum hægum þætti og yfir því sé rökkur- stemmning í anda vögguvísu. Titill- inn er sóttur í Ijóðabók Snorra Hjartarsonar, Hauströkkrið yfir mér, ljóðlínurnar „Bíður skáld þess / að andað sé á sofinn streng / svo hljómar hans vakni“. Gunnar segir verkið mjög ljóðrænt og fallegt og dálitið rapsódískt. Hann segir það ekki tríó í hefðbundnum skilningi, heldur sé það skrifað „fyrir fiðlu, selló og píanó“ með löngum ein- leiksstrófum allra hljóðfæranna - þó að auðvitað hljómi þau líka öll saman. Síðasta verkið á plötunni er Píanótríó op. 90 eftir Antonin Dvor- ák, Dumky-tríóið. „Dumky er heiti á slavneskum ballöðum sem eru upp- runalega taldar vera frá Ukraínu. Tríóið er byggt. upp á sex þáttum, sumar ballöðurnar eru hægar, Ijóð- rænar og rómantískar en aðrar eru fjörugar og danskenndar. Þetta er alveg gífurlega fallegt, skemmti- legt og margbreytilegt verk og langfrægasta tríó Dvoráks. Hann samdi það árið 1891 og hafði þá orð- ið gífurlega reynslu, var búinn að semja átta sinfóníur og naut mikils álits. Þegar hann samdi verkið var nýbúið að bjóða honum skólastjóra- stöðu við tónlist arháskóla í New York, sem hann gegndi í fjögur ár. Tríóið var meðal þeirra verka sem hann spilaði á 40 kveðjutónleikum áður en hann hélt vestur um haf,“ segir Gunnar. Eins og áður sagði er þetta fyrsta geislaplatan sem Tríó Reykjavíkur sendir frá sér. Upptökur fóru fram í Fella- og Hólakirkju vorið 1999 og gengu að sögn Gunnars afar vel: „Við vorum með frábæra menn með okkur sem hvöttu okkur til dáða, tónmeistarann Bjarna Rúnar Bjarnason og Hrein Valdimarsson tæknimann. Það hefur nú ekki lítið að segja.“ Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 og Kringlunni sími 5468 0400 www.myndlist.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.