Morgunblaðið - 22.12.2000, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 22.12.2000, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 47 JON KRISTINN BJÖRNSSON + Jón Kristinn Björnsson var fæddur að Bæ á Höfðaströnd 22. desember 1928. Hann lést á gjör- gæslu Landspítalans við Hringbraut að morgni þriðjudags- ins 12. desember síðastliðins. Hann var sonur hjónanna Kristínar Ingibjarg- ar Kristinsdóttur, f. 8.1. 1902, d. 9.10. 1991, og Björns Jónssonar, f. 20.12. Carla Proppé; Hauk- ur, f. 1940, maki Áróra Heiðbjört Sig- ursteinsdóttir, d. 1993, sambýliskona Margrét Guðvinsdótt- ir og fósturbróðir Reynir Gíslason, f. 1937, maki Svanhvít Gísladóttir. Áður en Jón Krist- inn kvæntist fyrri konu sinni eignaðist hann son með Guð- rúnu Svavarsdóttur, Sauðárkróki, Björn, f. 1950, maki Sigríður Guðmundsdóttir. Hann giftist fyrri konu sinni árið 1951. Perlu 1902, d. 24.4. 1989, hreppstjóra frá Bæ á Höfðaströnd. Jón Krist- inn var annar í röð sjö systkina og fósturbróður og ólst upp í glöðum hópi á stóru athafnasömu heimili þar sem jöfnum höndum var sinnt landbúnaði og útgerð. Systkini hans: Jófríður, f. 1927, maki Gunnar Þórðarson; Valgarð Þorsteinn, f. 1931, d. 1997, maki Hólmfríður Runólfsdóttir, d. 1987; Gunnar Sigurbjörn, f. 1932, maki Brynhildur Jónsdóttir; Sig- urlína, f. 1934, maki Adam Sig- mar Jóhannsson, d. 1995; Geir Konráð, f. 1935, maki Hanna Björnsdóttur, f. 19.8. 1928 frá Vestmannaeyjum og átti með henni þrjá syni: Björn, f. 1950, maki Björg Sigríður Óskarsdótt- ir, þau skildu. Konráð, f. 1952, maki Guðríður Jónsdóttir og Kristinn, f. 1954 maki Hjördís Steina Traustadóttir. Perla og Jón skildu árið 1954. Árið 1956 giftist hann seinni konu sinni, Þórunni Ólafsdóttur, f. 19.10. 1933, dóttur hjónanna Ragnheið- ar Konráðsdóttur, f. 3.10. 1892, d. 18.11. 1982 og Ólafs Sigurðssonar ráðunauts f. 1.11. 1886, d. 23.10. 1961, frá Hellulandi. Börn þeirra eru Ólafur, f. 1956, maki Sigurbjörg Rögnvaldsdótt- ir. Kristín, f. 1957, maki Ingólfur Arnarsson. Skúli Vilhjálmur, f. 1960, maki Margrét Sigmunds- dóttir. Ragnheiður, f. 1962, fyrri maki Erlingur Garðarsson. Seinni maki Magnús Karl Daníelsson. Skapti, f. 1964, maki Sigurlaug Ágústa Viðarsdóttir. Geirlaug, f. 1964, maki Hermann Agnarsson. Afabörn Jóns voru 30 að tölu og langafabörn níu. Jón lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal ungur að árum, aðeins 17 ára gamall. Að loknu námi fór hann suður á vertíð eins og svo margir á þeim tíma. Fyrst í Reykjavík og Ytri-Njarðvíkum og siðan í Vestmannaeyjum. Á vertíð var hann flesta vetur til 1957. Hann hóf búskap að Hellulandi á móti tengdaforeldrum sínum, fyrst að hálfu en síðan tóku þau við búinu að fullu við fráfall Ólafs árið 1961. Jón var snemma kosinn í ábyrgðarstörf innan sveitarinn- ar, einnig stundaði hann frá ár- unum eftir 1970 störf utan heim- ilis. Sláturhússtjóri hjá Slátur- samlagi Skagfirðinga og verk- stjóri við landanir við Sauð- árkrókshöfn. Utför Jóns Kristins fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Guð gefur okkur lífið og Guð tekur það til sín aftur þegar hann vill. Þetta eru staðreyndir lífsins, kannski þær einu staðreyndir er við öll getum gengið að, þó svo við sætt- um okkur ekki alltaf við þær. Þetta reynum við nú systkinin frá Hellulandi ásamt fjölskyldum okkar, að sætta okkur við það að elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi var frá okkur tekinn, svo skyndilega að við trúum vart raunveruleikanum. Fyrstu viðbrögð eru reiði, reiði út í lífið, reiði yfir þessari einu staðreynd að þetta er gangur lífsins. Það var svo óraunvenilegt er mamma kom til okkar hvers og eins og tilkynnti okk- ur það fimmtudaginn 7. desember að hann elsku pabbi okkar væri haldinn mjög hættulegum og erfiðum sjúk- dómi er kallaðist bráðahvítblæði og að líkurnar á lækningu gætu verið litlar. Hún tjáði okkur jafnframt að hann yrði fluttur til Reykjavíkur morguninn eftir og bað okkur að heimsækja hann og kveðja en gera það samt fumlaust og án tárfellinga þar sem það mundi reynast honum föður okkar erfitt. Hann hafði verið lagður inn á sjúkrahúsið á sunnudeginum 3. des- ember til ransóknar, þar sem slapp- leiki og verkir höfðu hrjáð hann næstu daga á undan. Ekki var það óvanalegt í fjölskyldunni hinn seinni ár þótt pabbi legðist inn á spítalann í nokkra daga sér til hressingar eða smá aðhlynningar þar sem meiðsli og smá krankleiki hafði hrjáð hann allt frá árinu 1983 er hann slasaðist við löndun. Það óraði ekki nokkurt okkar fyrir að svona myndi komið vera þar sem síðastliðið sumar hafði verið svo skemmtilegt, pabbi lífsglaðari en nokkru sinni fyrr, fullur starfsorku og fjöri. Erfið var sú stund á sjúkra- húsinu að horfa á föður okkar beygð- an af harmi fregnarinnar af sjúkdómi sínum. Tók hann þar grátandi loforð af okkur þeim er saman vorum þar komin að halda uppi þeim sið er við- gengist hafði í fjölskyldunni, að hitt- ast á jóladag að Hellulandi öll þau er bjuggu fyrir norðan. Hughreystum við hvert annað með því að hann yrði kominn heim og yrði þar með okkur eins og íyrr. Það var síðan á laugardeginum 9. desember að elskuleg móðir okkar flutti okkur þá fregn að sjúkdómur- inn væri svo illvígur að hann yrði ekki læknaður og spurning væri aðeins hversu langan tíma pabbi gæti barist gegn honum. Tímamörkin voru einn dagur, ein vika eða einn mánuður. Það var sem vöndur miskunnar- leysisins hefi lostið þau okkar er heima vorum við þessa fregn en Gilla systir, yngsta bamið hans pabba, sat yfir honum ásamt mömmu. Þetta getur ekki verið satt voru fyrstu við- brögðin, það hlýtur að vera einhver von, pabbi er vanur að standa af sér þá storma er gegn honum hafa geis- að. En raunveruleikinn átti eftir að skella á okkur áður en langt um leið. Mánudagskvöldið 11. desember ber- ast okkur þær fregnir að baráttan sé töpuð og lífsviljinn einn sé eftir, að- eins sé spurning hversu langan tíma þetta taki, hversu lengi helsjúkur lík- aminn geti barist. Ekkert okkar hefði sjálfsagt fyrirgefíð sér ef við hefðum ekki keyrt suður þetta kvöld og verið við dánarbeðinn allt til enda. Reynt að njóta síðustu stundanna í þessu lífi með besta pabba í heimi að okkar mati. Það eru margar minningarnar er upp koma í hugann þegar við minn- umst hins hlýja, gjafmilda og góða heimilisföður á Hellulandi. Þau okkar er eldri erum eigum ei- lítið lengra safn minninga en þau yngri. Minningamar leita aftur til jólanna svo langt aftur í tímann frá heyskapnum á sumrin, frá skólaárum okkar og frá því er kúabúskapur var stundaður á Hellulandi, hvernig þú valdir alltaf besta heyið handa skepn- unum þínum á aðfangadagskvöld, gafst heimilisdýrunum sama mat og við borðuðum og frá því er þú last á pakkana er hlustað hafði verið á jóla- guðspjallið. Frá spilakvöldunum er góðir gestir og heimilisvinir frá Ási 1 eða Garði komu í heimsókn og var þá gjaman spilað fram á morgun. Minningar frá fermingardögum okkar er þú stoltur tókst á móti gest- um þínum á heimili þínu og veittir af rausn. Frá giftingardögum okkar, er þú glaðvær og hlýr breiddir út faðm þinn í mót tengdabörnum þínum og bauðst þau velkomin í fjölskylduna. Minningar frá því er afabömin og langafabörnin fóm að koma í heim- sókn. Er þú leiddir þau með þér jafnt úti sem inni. Er þú kenndir þeim að drekka afakaffi. Kaffi með mikilli mjólk og miklum sykri. Frá ættar- mótunum er hinn stolti ættfaðir leiddi fjölskyldu sína í glensi og gleði. Frá sumarbústaðaferðunum, austur, vestur eða suður. Þar sem glaðværð- in var svo mikil. Frá ferðunum í Litla-Bæ sem var þér svo kær. Þar sem þú fræddir okkur um bernsku þína. Minningamar frá stóra aftnæl- isdögunum þínum og þá sérstaklega sjötugsafmælinu. Er allur hópurinn þinn var saman kominn og þú geisl- aðir af gleði og ánægju. Já, margs er minnast og mikils að sakna. Þú hafðir svo góða útgeislun að böm og aldraðir löðuðust að þér. Þú varst yndislegur faðir, hlýr en samt kröfuharður ef því var að skipta. Þú kenndir okkur að trú- menska og ábyrgð ásamt vinnusemi og umburðarlyndi væri leiðarljós lífs- ins. Þú kenndir okkur að gleðjast á góðri stund og jafnframt að taka þátt í sorgum sorgmæddra og styðja við bakið á þeim er minna máttu sín. Svona varst þú, pabbi minn, þú gafst öllum alltaf allt það besta af sjálfum þér, hvort sem það voram við bömin þín, fjölskyldur okkar eða vinir þínir. Að lokum viljum við minnast þín með systldnakveðju er vinur þinn, Ki-istján Árnason frá Skálá, samdi er hann heyrði um andlát þitt: Við kveðjum þig pabbi, með klökkva í lund, kistuna signum við þína. Til bemskunnar hugurinn hverfur um stund, þar hlýjustu geislamir skína. Minningarperlumar glóa sem gull er göngum um bemskunnar haga. Af dásemdum veröldin var þá svo full um vorlanga ilmandi daga. Ó pabbi minn góði, við eigum vart orð, sem yfir þér segja nú vildum. Okkur þú kenndir að bera á borð hið besta, úr mannlífsins gildum. Við emm böm, og með hvert sína hönd, íhuganumfaldaíþinni. í ferðinni um Aifóðurs ódáinslönd andi þinn hlýjuna finni. Megi guð þig geyma pabbi okkar allra. Systkinin frá Hellulandi og fjölskyldur þeirra. Elsku afi. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért dáinn. Það er eins og ég hafi lifað í draumi þar sem þú og amma áttuð alltaf að vera til staðar. I draumnum var ekki einu sinni sú hugsun til að eitthvað gæti komið íyr- ir ykkur. Það var því eins og blákald- ur veraleikinn vekti mig af þessum góða draumi þegar mamma hringdi og sagði mér að þú værir dáinn. Þótt erfitt sé að vakna inn í harð- neskjulegan veraleikann á ég alltaf minningamar að gleðjast yfir og get- ur ekkert í heiminum tekið þær frá mér. Ég á mér margar góðar minn- ingar um þig, afi, og eru það oft smá- atriðin sem gleðja mest eins og að sjá hve stoltur og ánægður þú varst á síðasta ættarmóti þar sem saman vora komnir allir afkomendur þínir og einnig hve montinn þú varst í hvert skipti sem nýr afkomandi kom í heiminn. Svipnum á þér í þessi skipti mun ég aldrei gleyma.’ Einnig brosi ég við tilhugsunina um það þegar þú kenndir Katrínu Evu að drekka afakaffi úr teskeið. Ég minnist þess hve þolinmóður þú varst þegar ég var lítil, að leyfa mér að koma með í fjárhúsin þótt ég þyrfti alltaf að vera í kjól og væri svo pjöttuð að það mætti ekki koma pínu dralla á mig. Já, það era margar góðar minn- ingar sem koma upp í hugann núna og munt þú ávallt lifa í huga mínum. En nú kveð ég þig, afi, með tár í aug- um og bið guð að geyma þig. Elsku amma, Guð styrki þig og vaki yfir þér. Sólveig Ama. Látinn er faðir minn Jón Kristinn Bjömsson. Flestir kölluðu hann Bussa. Fráfall hans bar nokkuð brátt að. Það var erfið síðasta nóttin sem við systkinin og Þórann vöktum yfir honum á Landspítalanum. Pabbi var næstelstur af sjö syst- kinum. Eitt þeirra, Valgarð, lést fyrir nokkram áram og þegar þetta er skrifað var mér að berast sú harma- fregn að Gógó frænka, elst af syst- kinunum, hefði látist á heimili sínu. Leiðir okkar pabba lágu ekki sam- an fyrr en ég var orðinn tvítugur og kominn með fjölskyldu, þar sem ég ólst upp hjá afa og ömmu í Bæ á Höfðaströnd. Þegar árin liðu og bömin hans pabba og Þórannar frá Hellulandi, sem urðu sex að tölu, uxu úr grasi fóra bamabömin að koma í heiminn hvert af öðra. Það var skemmtilegur tími fyrir pabba. Alls era þau þrjátíu talsins og bama- bamabömin era níu. Það vora marg- ar skemmtilegar heimsóknir sem við fjölskyldan fóram að Hellulandi í gegnum árin með bömin okkar tvö. Eftir að pabbi og Þórunn hættu bú- skap að mestu gaf hann sér meiri og meiri tíma til að sinna litlu krílunum sem komu að heimsækja afa sinn. Síðast í sumar fóra krakkamir okkar í heimsókn til pabba með tvær litlar langafadúllur með sér. Þeim var tek- ið með kostum og kynjum af þeim hjónum og þegar komið var aftur í Hafnarfjörðinn vai' mikið talað um afa Bússa og ömmu Þóranni í sveit- inni. Pabbi var mikið búinn að hringja í okkur hjónin að undanförnu og spyija um son okkar sem lenti í al- varlegu umferðarslysi á Reykjanes- brautinni fyrir nokkram vikum. Hon- um var ávallt annt um sína og fylgdist vel með því sem var að ger- ast í fjölskyldu sinni. Það verða erfið spor að koma norður núna rétt fyrir jólin og geta hvorki heilsað upp á pabba eða Gógó frænku. Elsku Þórunn, þú hefur staðið eins og klettur í hafinu þessa daga. Við vitum að þú hefur misst mikið. Hugg- unin er að pabbi er kominn í hendur guðs. Við fiölskyldan sendum þér og öllum systkinunum fyrir norðan okk- ar samúðarkveðjur. Konráð Jónsson. Kveðja til afa. Er nálguðust jólin með skvaldur og sluaut i skyndi þú burtu varst genginn. Snögglega kvaddir og hvarfst þú á braut kvöl okkar skilið fær enginn. í hvíluna hinstu þú hallar þér rótt heyrist nú jólanna kliður. Sofðu þá afi um eilifa nótt, ástúð þig geymi og friður. í huganum lýsir og lifir hver stund ljúfastar minningar streyma. Nú kveðjum þig afi með klökkva í lund kærleik þinn skulum við geyma. Hvíldu í friði, elsku besti afi okkar. Jón Heiðar og Aníta Osp. Nú er elsku afi okkar búin að kveðja. Og söknuðurinn mikill en við vitum að nú er hann hjá Guði og líður vel þar. Elsku afi, nú eru allar kvalir á enda hjá þér og við vitum að þér líð- ur vel núna og munt vaka yfir okkur og veita okkur styrk. Þótt söknuður- inn sé mikill varðveitum við allar minningarnar sem við eigum um þig í hjarta okkar. Elsku amma, megi Guð veita þér allan þann styrk sem þú þarft. Við kveðjum þig, elsku afi, með þessari bæn. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Sigmundur Birgir, Jón Kristinn og Guðlaugur. Elsku afi, Mig langar með þessum orðum að kveðja þig betur, afi minn, en þú munt ætíð eiga þinn stað í hjarta mínu. Mér fannst ég þurfa að skrifa til þín nokkur orð. Ég er ein þeirra sem ftnnst betra að skrifa nið- ur tilfinningar og hugsanir heldur en að tala um þær. Þú hefur alltaf verið mér mikil hvatning og ég hef ætíð verið svo ánægð yfir því hve mikið þú fylgdist með árangri mínum í frjálsum og varst oft svo stoltur. Ég man alltaf eftir þegar við syst- umar komum í heimsókn til ykkar ömmu þegar við voram litlar. Sér- staklega er mér hugsað til þegar þú varst að lauma að okkur systranum súkkulaðivindlum og lakkrís í poka án þess að neinn sæi því þú vissir að okkur þótti þetta svo gott. Oft kom ég í heimsókn til ykkar ömmu bara svona til að spjalla og æt- íð leið manni vel hjá ykkur og þið vilduð alltaf hjálpa. Mér finnst mjög skrítið að framvegis verður enginn afi þegar maður skreppur í Helluland í heimsókn. En ég veit að þú verður alltaf nálægur og passar uppá okkur þótt við sjáum þig ekki. ■ Ég vil þakka guði fyrir að hafa átt þig að, afi minn, og ég veit að þú munt halda áfram að fylgjast með mér og styðja mig. Ég mun ætíð elska þig og sakna þín mjög mikið. Þín Þórunn. Elsku Bússi okkar. Við systkinin viljum þakka þér það hlýlega viðmót sem þú sýndir okkur alla tíð og einnig þá frábæru þolin- mæði sem þú sýndir bömunum okk- ar þegar spumingaflóðið dundi á þér. Nú rifjast upp bæði hjá okkur og þeim þær góðu stundir sem við áttum með þér bæði fyrir norðan og heima hjá mömmu og pabba í Álftamýrinni. Það er erfitt að sætta sig við hversu snöggt þú varst tekinn í burtu en við vitum að pabbi hefur tekið vel á móti þér og þið haldið þessi jól sam- an. Elsku Þórann og fjölskylda, missir ykkar er mikill, megi Guð styrkja ykkur. Kærar þakkir fyrir allt. Adamsbörn. Frágangur afmælis- Og 121112«- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöð- ugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstak- ling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.