Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Tónlistarhús í Reykjavík Að vera eða ekki vera fyrir Austfirðinga FÉLAGAR í Karla- kór Reykjavíkur sýndu einstaka fram- sýni er þeir tókust á hendur það þrekvirki að reisa fullbúið tón- listarhús með tón- leikasal og æfingaað- stöðu. Húsið var vígt fyrir tæpu ári og ber heitið Tónlistarhúsið Ymir. Salurinn í Ými rúm- ar 350 manns og er glæsileg umgjörð fyr- ir tónleika, fundi, móttökur og veislur. Þá hefur salurinn einnig verið notaður undir upptökur, bæði fyrir hljóm- diska og útvarp. Er það mál þeirra Ýmir Er það mál þeirra fagmanna, sem að upptökum í Ymi hafa komið, segir Sólborg L. Steinþórsdóttir, að jafngóður upptökusalur sé vandfundinn á höfuðborgarsvæðinu. fagmanna, sem að upptökum hafa komið, að jafngóður upptökusalur > sé vandfundinn á höfuðborgar- svæðinu. Ýmir er ekki eingöngu vettvang- ur tónleika og annars listflutnings heldur er hann einnig æfingaaðstaða fyrir fjölda kóra, og starfs- vettvangur söngskól- ans „Hjartansmál". Líf og fjör er því í húsinu frá morgni til kvölds og 'veitir oft ekki af því mikla rými sem húsið býður upp á. Að öllu jöfnu leggja hátt í þúsund manns leið sína í Ými í viku hverri til þess að leggja stund á tónlist og söng eða til þess að sækja þangað viðburði sem eru á dagskrá hússins. Nefna má að nú í annarri viku aðventu fóru fram í húsinu tónleikar Léttsveitar Reykjavíkur, sem er einn af nokkr- um kvennakórum sem eiga heima í húsinu, upptaka á geisladiski og undirbúningur Karlakórs Reykja- víkur undir aðventutónleikana sem að þessu sinni fóru fram í Hall- grímskirkju. Margir Reykvíkingar hafa ef til vill ekki gert sér grein fyrir því, að fyrir hendi er í borginni fullkomið sérhannað tónlistarhús. Tónlistar- menn segja hljómburð í húsinu einstæðan að gæðum og það skart- ar auk þess Steinway-konsertflygli af bestu gerð. Ástæða er því til þess, að hvetja allt áhugafólk um tónlist til þess að kynna sér af eigin raun þá kosti sem þetta fyrsta stóra tónlistarhús Reykvíkinga býður upp á. Verið velkomin í Ými. Höfundur er framkvæmdastjóri Tónlistarhússins Ymis. NÚ stendur mikill styr um hvort leyfa skyldi fiskeldi í sjó við ísland og sýnist sitt hverjum eins og ávallt gerist um þjóðþrifa- má). Ég vil í grein þess- ari bera niður á ýms- um þáttum þessarar umræðu og þá helst hvað snýr að hinum faglegu þáttum, möguleikum, vanda- málum og lausn þeirra. Ekki verður heldur litið hjá byggð- armálum. Ég vil byrja á því sem eiginlega ætti að standa fyrst og fremst í slíkri umræðu og það er hagur fólks sem býr á svæðinu sem kallast Austfirðir. Það þarf vart að nefna að þetta eru byggð- arlög sem lifa af fiski. Breytingar þær sem hafa orðið á skipan mála um kvóta, og lök staða margra stofna, gera það að lífsgrunnlaginu er að nokkru leyti svipt undan fólki og verður þetta til að mikill fólks- flótti hefst. Ef ekki er leitast við að skapa atvinnutækifæri leggst byggð af á flestum þessum stöðum innan mannsaldurs og er það vart landi og þjóð til hags eða sóma. Sami vandi hefur þjakað frænd- ur okkar Norðmenn og er nærtækt að skoða hvernig þeir hafa reynt að leysa þetta vandamál. Síðan 1985 hafa Norðmenn lagt mikið í að byggja upp fiskeldi með- fram ströndum landsins og nýta til þess hina vogskornu strönd lands- ins. í dag vinna um 12.000 manns beint eða óbeint við fiskeldi í Nor- egi og fjöldi byggðarlaga sem áttu sér enga framtíð fyrir 10 árum standa í blóma. I gegnum fyrir- tækjaskatt, aðstöðugjöld og skatt- ana sem verkafólk greiðir af tekjum sínum, skilar fiskeldisiðn- aðurinn miklum skattatekjum til sveitarfélaganna og norska ríkis- ins. Meira að segja íslensk fyr- irtæki á borð við Marel og Vaka DNG njóta góðs af norsku fiskeldi. í dag telst manni til að fiskeldi hafi unnið meira á móti flótta frá byggðum landsins en allir byggðarstyrkir og verkefni frá hinu op- inbera samanlagt frá 1970. Ástandið í norsku fiskeldi er mjög gott, bæði um- hverfislega og fjár- hagslega og vöxturinn er að jafnaði um 10% árlega síðustu 5 ár. Framleiðslan í ár verður um 425.000 tonn upp úr sjó og söluverðmætið nálgast 13 milljarða norskra króna. Þessi athyglis- verði vöxtur hefur ekki komið af sjálfu sér og hjákátlegt er að að hefja fiskeldi án þess að taka í notkun alla þá tækni og þekkingu sem Norðmenn hafa unnið sér inn síðan 1972 með miklum tilkostnaði. Hér ber að nefna sjúkdómavarnir og lyfjanotkun, sníkjudýr (sem Fiskeldi Ég skora á landsmenn að byggja umræðuna á rökum, segir Björgdlfur Hávarðsson, og líta fram hjá orðgjálfri manna sem vilja hafa landsbyggðina að leikvelli. nánar verður fjallað um síðar), flótta úr kvíum og eftirlit með eig- in mengun (mengun af úrgangi frá eldisstöð). Sníkjudýr Laxalús er og hefur alltaf verið fylgifiskur laxeldis og smitast hún af villtum laxi yfir á eldilaxinn þar sem hún getur valdið miklu tjóni ef hún er látin fjölga sér óáreitt. Fram að 1997 vantaði samræmdar aðgerðir af hálfu eldismanna og norska löggjafarvaldsins. Um ára- mót 1997 var ákveðið að samhæfa aflúsun á eldisfiski og skyldi aflús- að tvisvar fyrir 15. maí. Þessi markvissa vinna er nú að byrja skila árangri sem sést af aukningu í laxveiði í ám í öllum Noregi og er laxveiði í sjó 137 tonnum meiri en í fyrra og er nú yfir 600 tonn. Atle Kambestad (við umhverfisdeild sýslumannsins í Hörðalandi) hrós- ar eldismönnum fyrir að vinna öt- ullega að útrýmingu laxalúsar þótt nokkuð sé eftir til að losna alfarið við vandamálið (Haustbók Stang- veiðifélags Bergen). Gyrodactylus er annar sníkill sem oft hefur verið tengdur, rang- lega, við fiskeldi. Sníkill þessi hefst eingöngu við í fersku vatni og berst því ekki áfram með laxeldi í sjó. Smitið hefur nær eingöngu orðið með þeim hætti að fiskur sem alinn var til sleppinga var sýktur. Sjálfsmengun/umhverfismat Þetta er vandamál sem hrjáði iðnaðinn hér um slóðir og kom það oft til af því að notaðar voru víkur og firðir sem ekki voru til þess fallin að stunda eldi í. Norska Haf- rannsóknastofnunin hefur unnið að kerfi til að meta áhrif eldis á um- hverfið. Matið fer fram á 6 mánaða fresti og flokkar stöðvarnar niður í A, B og C flokka. Matið fer þannig fram að sjávarlíffræðingar fara á staðinn og taka vatns- og botnsýni á fjölda svokallaðra stöðva sem merktar eru sem staðsetning á GPS-kerfi. Áður en eldi hefst er tekin nákvæm úttekt á stöðu líf- ríkis á svæðinu, með botnsýnum og fleiru. Þegar eldi hefur verið rekið í 6 mánuði eru tekin ný sýni og niðurstöður birtar eldismanni og ráðuneyti. Ef allt er innan gefinna marka (A flokkur) fær eldisfyr- irtækið að halda áfram óbreytt í 6 mánuði fram að næsta mati. Ef matið fellur í B flokk ráðleggur matsmaður/stofnun um breytingar á rekstri. Ef matið fellur í C flokk er hægt að minnka það magn sem leyfilegt er að ala fram á staðnum eða fyrirtækinu gert skylt að færa sig á annan stað þegar seiði eru sett á ný. Þetta er hið einasta raunhæfa umhverfismat sem hægt er að framkvæma varðandi fisk- eldi. Flótti úr kvíum Mikið er rætt um aðgerðir til varnar flótta úr kvíum eldisfyr- irtækja. Ástæður flótta eru margar en þó eru nokkrar sem bera af. Skemmdir á nót vegna meðhöndl- unar, skemmdir á nót eftir að nót flækist í skrúfu og skemmdir á nót eftir óveður. Heimsins stærsta eldisfyrirtæki, Hydro Seafood, hefur í samstarfi við norska framleiðendur nótanna hannað og tekið í notkun nýja teg- und nötar sem er að öllu leyti sterkari en þær nætur er áður voru notaðar. Næturnar eru nokkru dýrari og þyngri í vöfum en á móti kemur aukin ending og aukinn slitstyrkur. Samkvæmt Ei- vind Osnes, framleiðslustjóra í Norður-Þrændalögum, og Ola Ug- set stöðvarstjóra hefur ekki orðið eitt einasta óhapp þar sem fiskur hefur sloppið síðan Hydro byrjaði að nota þessar nætur. Hydro hefur um 90 rekstrarleyfi og ætla má að hverju rekstrarleyfi fylgi þetta 6-8 kvíar. Samkvæmt Atle Kambestad (við umhverfisdeild sýslumannsins í Hörðalandi) hefur eldismönnum tekist svo vel að komast fyrir flótta úr kvíum að „.. margir stangveiði- menn gagnrýna okkur fyrir að stöðva ekki netaveiði á eldislaxi" (Haustbók 2000 - Stangveiðifélags Bergen). Að þessum orðum sögðum vil ég skora á landsmenn að byggja um- ræðuna á rökum og líta fram hjá orðagjálfri manna sem vilja hafa landsbyggðina að leikvelli. Ég skora á Austfirðinga og landsmenn alla að velja þann kostinn sem gef- ur landsbyggðinni þann lífskraft sem einkennt hefur íslendinga í 1100 ár og ekki breyta Austfjörð- um í friðaðar veiðilendur þar sem prinsar og poppsöngvarar einir hafa eitthvað að sækja. Austfirðingar, vaknið og grípið gæsina áður en hún verður skotin. Höfundur er með Meistaragráðu í fiskeldi frá Bergen, er Stöðfirðingur og varamaður istjóm Stangveiðifélags Bergen. Enskar jólakökur Enskur jólabúðingur Klapparstíg 44, sími 562 3614 TM PlayStation.E Gjafakortin eru komin í verslanir Skífunnar. SKIFAN Laugavegi 26 sfmi 525 5042 Krínglunni sími 525 5030 Gœðavara Gjafdvara — matdr- og kaífistell. He Allii verðflokkar. ^ m.i VERSLUNIN Laugnvegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. Sólborg L. Steinþórsdóttir Björgólfur Hávarðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.