Morgunblaðið - 22.12.2000, Side 62
'^52 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
SIEMENS
sem eiga heima hjá þér!
Umboðsmenn um land allt.
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is
- : -''W-
»il
-■m
49.900 kr. stgr.)
Uppþvottavél
SE 34230
Ný uppþvottavél.
Einstaklega hljóðlát
og sparneytin.
Fjögur þvottakerfi,
tvö hitastig.
(59.900 kr. stgr.
Kæli- og frystiskápur
KG 31V20
198 I kælir, 105 I frystir.
Hxbxd = 170 x 60x64 sm.
55.900 kr. stgr.)
Bakstursofn
HB 28054
Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi.
Sannkallaður gæðaofn frá Siemens.
(59.900 kr. stgr.
Þvottavél
WM 54060
6 kg þvottavél sem hefur slegið í gegn
hérlendis sem annars staðar. 1000 sn./mín
55.900 kr. stgr)
Helluborð
ET 72554
Keramíkhelluborð með snertihnöppum.
Flott helluborð á fínu verði.
69.900 kr. stgr.
Eldavél
HL 54023
Keramíkhelluborð, fjórar hellur,
fjölvirkur ofn, létthreinsun.
12.900 kr. stgrj)
Þráðlaus sími
—^ Gigaset 3010 Classic
DECT/GAP-staða11. Einstök talgæði.
Treystu Siemens til að færa þér draumasímann.
(8.900 kr. stgr.
Ryksuga
VS51A22
Kraftmikil 1400 W ryksuga,
létt og lipur, stiglaus sogkraftsstilling.
FYRIRSPURNIR
VEGNA ÆVISÖGU
STEINGRÍMS HER-
MANNSSONAR
SÍÐASTLIÐIÐ haust birtist
grein eftir Þórð Þórarinsson stjóm-
málafræðing um fyrra bindi ævisögu
Steingríms Hermannssonar, fyrr-
verandi forsætisráðherra og seðla-
bankastjóra. Þórður fjallaði þar m.a.
um gamlar ásakanir á hendur Stein-
grími um misferli í opinbem starfi.
Benti Þórður jafn-
framt á að ekki væri
hægt að afgreiða þess-
ar ásakanir með svo
einföldum hætti sem
Steingrímur sjálfur og
ævisöguritari hans
kusu að gera.
Þórður féllst á að
Steingrímur fengi að
svara grein hans í
sama blaði. Steingrím-
ur kaus að notfæra sér
það og fékk þannig
tækifæri til að koma
með raunverulegar
skýringar á því mis-
ferli sem hann var sak-
aður um fyrir 30 ámm.
í svari sínu forðast
Steingrímur hins vegar eins og heit-
an eldinn að ræða kjarna málsins en
reynir að drepa málinu á dreif og
þrefar um aukaatriði sem litlu eða
engu máli skipta.
Þau gögn sem dr. Þorsteinn Sæ-
mundsson, prófessor og stjómar-
maður í Rannsóknarráði, lagði fram
á sínum tíma í kjölfar rannsóknar
sinnar á fjárreiðum ráðsins fyrir árið
1969 fólu í sér mjög alvarlegar ásak-
anir á hendur Steingrími. Þessum
ásökunum hefur Steingrímur aldrei
svarað efnislega en ætíð sagt að um
pólitískar árásir hafi verið að ræða
án þess að rökstyðja það frekar.
Má einungis skoða málið frá sjón-
arhóli Steingríms?
Við lestur greinar Þórðar fer ekki
á milli mála að hann nálgast mál-
efnið frá fræðilegu sjónarhorni og án
allra stóryrða. í svargrein Stein-
gríms kveður við annan tón og Þórði
em ætlaðar annarlegar hvatir fyrir
það eitt að benda á að ásakanir dr.
Þorsteins vom alvarlegri og marg-
slungnari en svo að hægt sé að af-
greiða þær jafn auðveldlega og
Steingrímur og skrásetjarinn gera í
ævisögunni. Þrátt fyrir að skrásetj-
ari ævisögu Steingríms segi í for-
mála fyrsta bindis að um gagnrýna
ævisögu sé að ræða er frásögnin
mjög einhliða og reynt er að afgreiða
málið með því að slá fram gömlu
skýringunni um pólitískar ofsóknir.
Hvort sem Steingrími líkar það
betur eða vem opnaði hann sjálfur
fyrir umræðu um þessi mál í viðtali í
Morgunblaðinu 21. júní 1998 og síð-
ar í ævisögu sinni. Það er hann sjálf-
ur sem hóf umræðuna að nýju eftir
30 ára þögn og því ætti hann varla að
vera mótfallinn því að rætt sé um
málið út frá fleiri sjónarhornum en
honum sjálfum hentar.
Það ætti því ekki að
koma Steingrími á
óvart að fræðimenn og
áhugamenn um stjóm-
mál og sögu láti sér
ekki einungis nægja
þær „skýringar“ sem
honum sjálfum hentar
að halda fram heldur
skoða önnur tiltæk
gögn um málið. Að
þeim lestri loknum var
ég a.m.k. þeirrar skoð-
unar að endurteknar
upphrópanir Stein-
gríms um pólitískar of-
sóknir hrektu engan
veginn rökstuddar at-
hugasemdir dr. Þor-
steins um bókhald Rannsóknarráðs.
Ásakanir Þorsteins standast því í öll-
um aðalatriðum þrátt fyrir að langt
sé um liðið frá því þær komu fyrst
fram.
Var tímasetningin
tilviljun?
Steingrímur gefur sterklega í
skyn í grein sinni að skrif dr. Þor-
steins Sæmundssonar á sínum tíma
hafi verið pólitísks eðlis og spyr
hvort það geti verið tilviljun að
greinar hans birtust í aðdraganda
kosninga.
Við lestur greina Þorsteins kemur
einmitt fram að tilviljun réð því ekki
hvenær gréinar Þorsteins birtust
heldur Steingrímur sjálfur! Þar
kemur fram að afskipti Þorsteins af
fjármálaóreiðu Rannsóknarráðs hóf-
ust einum 15 mánuðum áður en
nokkuð birtist eftir hann á prenti um
það. Málið hófst með því að Þor-
steinn gekk á fund Steingríms vegna
ábendinga um að eitthvað kynni að
vera bogið við reikninga Rannsókn-
arráðs. Allan þennan tíma vann Þor-
steinn síðan að málinu, fyrst til að fá
staðreyndir upplýstar en síðan til að
koma böndum á þá óreiðu sem aug-
ljóslega var á fjárreiðum Rannsókn-
arráðs. Þorsteini gekk afar illa að fá
umræddar upplýsingar en lengi vel
birtist ekkert um málið opinberlega
því Þorsteinn leitaði ekki til fjöl-
miðla og þeir ekki til hans.
Haukur Örn
Birgisson