Morgunblaðið - 22.12.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 63
SKOÐUN
Hið undarlega er, að það var
Steingrímur sjálfur sem reið á vaðið
opinberlega með greinargerð í dag-
blöðum 8. maí 1971 þar sem hann
sagði frá athugasemdum sem Þor-
steinn hefði gert við reikninga Rann-
sóknarráðs. Þá fyrst skrifaði Þor-
steinn um málið í Morgunblaðið,
líklega vegna þess að hann hefur tal-
ið sig þurfa að svara Steingrími.
Tímasetningin virðist því hafa ráðist
af viðbrögðum Steingríms sjálfs.
Var bókarinn mistækur?
Ég átti von á því að í nýútkomnu
bindi ævisögunnar kæmu fram nýjar
upplýsingar í málinu og þar myndi
Steingrímur jafnvel ræða efnislega
ásakanir dr. Þorsteins sem birtust í
blöðum fyrir tæpum 30 árum. Þrátt
fyrir að fjallað sé um málið í tveimur
útkomnum bindum ævisögunnar
víkur Steingrímur í engu frá fyrri
málflutningi. Einu upplýsingarnar
sem koma fram í ævisögunni eru
þær að Steingrímur skellir skuldinni
á Pálma Pétursson, bókara Rann-
Mig langar til að
beina þeirri spurningu
til Steingríms, segir
Haukur Orn Birgisson,
hvort hann hafí
nokkurn tímann, nema
í þetta eina sinn, verið
látinn endurgreiða
reikninga sem tilheyrðu
honum sjálfum.
sóknarráðs, sem lést árið 1977.
í grein Þórðar er bent á sjö dæmi
um athugasemdir sem dr. Þorsteinn
gerði við bókhald Rannsóknarráðs
frá árinu 1969. í svargrein Stein-
gríms fjallar hann um tvö þeirra og
segir að um saklaus mistök hafi ver-
ið að ræða. Væntanlega eiga lesend-
ur að álykta að allar athugasemd-
irnar megi skrifa á reikning
bókarans sem Steingrímur kallar
mistækan í ævisögunni.
Eftir því sem kafað er dýpra ofan í
málið kemur æ betur í ljós hversu
veik sú afsökun Steingríms er að um
mistök bókara hafi verið að ræða. I
lögum um rannsóknii- í þágu at-
vinnuveganna frá 1965 segir orðrétt
um framkvæmdastjóra Rannsókn-
arráðs: „Framkvæmdastjóri annast
daglegar framkvæmdir Rannsókn-
arráðs, fjárreiður þess og reiknings-
skil.“ Það fer því ekki á milli mála
hvar ábyrgðin lá. Pálmi Pétursson,
sem í greininni er kallaður bókari
Rannsóknarráðs, var meira en það
því að hann var á þessum tíma skrif-
stofustjóri Rannsóknastofnana at-
vinnuveganna. Sú skrifstofa var á
þessum tíma á öðrum stað í bænum
en skrifstofa Steingríms sem mun
hafa verið í húsi Atvinnudeildar Há-
skólans. Steingrímur hafði ritara sér
til aðstoðar en samt var eðlilegt og
sjálfsagt að hann notfærði sér þá
þjónustu sem skrifstofa Pálma bauð
honum upp á. En til þess að Pálmi
gæti fært reikninga til bókar þurfti
Steingrímur að senda honum þá eða
vísa þeim til hans. Það hlaut því að
vera á ábyrgð Steingríms að hans
persónulegu reikningar færu ekki
þar með.
Steingrímur endurgreiddi
reikninga...
Athyglisverð er sú fullyrðing
Steingríms að ríkisendurskoðun hafi
farið ítarlega yfir reikninga Rann-
sóknarráðs á hverju ári meðan hann
var framkvæmdastjóri og gert fjöl-
margar leiðréttingar. Óhætt er að
fullyrða að athugun á borð við þá
sem dr. Þorsteinn gerði á fylgiskjöl-
um reikninganna fyrir árið 1969
hafði aldrei verið framkvæmd áður,
a.m.k. ekki af ríkisendurskoðun. Þá
langar mig til að beina þeirri spurn-
ingu til Steingríms hvort hann hafi
nokkurn tímann, nema í þetta eina
sinn, verið látinn endui-greiða reikn-
inga sem tilheyrðu honum sjálfum.
Var það tilviljun svo notað sé hans
eigið orðalag?
... ogreif upp bókhaldið
Þá má einnig benda á að Þorsteinn
ætlaði einnig að líta á fylgiskjöl
næsta árs á eftir. Þá kom í ljós að
Steingrímur hafði hlaupið til og end-
urgreitt fjölda reikninga sem hann
hafði látið færa á Rannsóknarráð.
Þetta gerði Steingrímur eftir að
formlega var búið að loka reikning-
um ársins. Var þetta líka tilviljun
eða heldur hann því fram að þetta
hafi verið föst venja? í svargrein
Steingríms segir hann reyndar að
hann hafi ekki haft áhyggjur af bók-
haldsmistökum því að hann hafi vit-
að að ríkisendurskoðun myndi leið-
rétta þau. Af hverju stöfuðu þá
áhyggjurnar í þetta sinn?
Af þriðja bindi ævisögunnar verð-
ur ekki ráðið að hinn „hlutlausi“ höf-
undur hafi haft samband við Þor-
stein Sæmundsson til að heyra álit
hans á ummælum Steingríms. Hefði
það ekki verið sjálfsagt í svo um-
deildu máli? Er ekki hugsanlegt að
Þorsteinn hefði undir höndum fleiri
gögn en þau sem hann birti opinber-
lega á sínum tíma? Ég hygg að það
hefðu margir hlutlausir höfundar
gert enda er það þekkt í sagnfræði
að málsaðilar eru fúsari til að leggja
fram fleiri gögn eftir því sem lengri
tími líður frá atburðum.
Reikning-arnir umtöluðu
Steingrímur fjallar aðeins um tvo
lægstu reikningana en kýs að þegja
um aðrar athugasemdir sem snerta
ótrúlega háan bensín- og viðgerðar-
kostnað bifreiðar Rannsóknarráðs,
risnukostnað þess og símareikninga.
Eftir að hafa lesið athugasemdir
Þorsteins koma strax nokkrar
spurningar upp í hugann sem allir
gagnrýnir ævisöguritarar hefðu
spurt Steingrím að, svo sem:
• Hvernig stóð á því að Rann-
sóknarráð borgaði Steingrími and-
virði þriggja varahlutareikninga frá
SÍS sem samkvæmt vörunúmerum
voru varahlutir í Scout-bifreið? (Á
þessum tíma hafði Steingrímur
Chevrolet-fólksbifreið Rannsóknar-
ráðs með skráningarnúmerið
R-10816 til umráða en einkabifreið
Steingríms var jeppi af Scout-gerð
með númerið G-1149. Athygli vakti
að Steingrímur fékk einnig greidda
tvo varahlutareikninga frá Agli Vil-
hjálmssyni þar sem búið var að
skrifa G-... og G-1149 en síðan var
strikað yfir það og R-10816 skrifað á
reikningana í staðinn. Einnig var að
finna reikninga frá Radíóþjónustu
Bjarna og Stillingu þar sem númeri
var breytt úr G-1149 í R-10816. Sé
þarna um tilviljanir að ræða hljóta
þær að vera svo einstakar að þær
eigi fullt erindi í ævisöguna.)
• Hvernig stóð á hinum háa
rekstrarkostnaði Chevroletsins sem
þó var ekki nema fjögurra ára gam-
all? (Rekstrarkostnaðurinn nam
rúmlega 1,3 milljónum króna á nú-
virði. Skráðar vinnustundir á verk-
stæðisreikningum voru 342 fyrir bíl-
inn á umræddu ári eða nærri heil
klukkustund hvem einasta dag árs-
ins. Einhverjum myndi þykja það
ótrúlega hár viðhaldskostnaður fyrir
ekki eldri bíl.)
• Hvernig stóð á hinum háa bens-
ínkostnaði ríkisbifreiðarinnar en
þetta ár voru keyptir 5.792 lítrar af
bensíni á hana eða að meðaltali 16
lítrar á dag? (Sjö sinnum var bensín
tekið tvívegis sama daginn (þar af
fimm sinnum í Reykjavík) en bens-
íngeymir ríkisbifreiðarinnar tók 63
lítra.)
• Var það í samræmi við reglur
ríkisins að Steingrímur skyldi auk
þess leigja Rannsóknarráði og
Surtseyjarfélaginu einkabíl sinn á
bílaleigutaxta í þrjá mánuði sama
ár?
• Hvernig stóð á hinum mikla
símakostnaði Rannsóknarráðs árið
1969? Ríkisendurskoðun gerði at-
hugasemdir vegna fjölmargra sím-
tala og símskeyta til Vestfjarða
(kjördæmi Steingríms) og gerði hon-
um að endurgreiða 103 símreikn-
inga'..
• I ævisögunni rekur Steingrím-
ur þessi „saklausu mistök“ til fyrr-
verandi bókara Rannsóknarráðs
sem nú er látinn. Gagnrýninn ævi-
söguritari hlyti að hafa kannað málið
frekar og spurt hvort Steingrímur sé
í raun og veru að halda því fram að
bókarinn hafi t.d. breytt númerum á
bensín- og viðgerðamótum með
þeim hætti sem fram kemur hér að
ofan. Ævisöguritarinn hefði einnig
átt að spyrja hvers vegna gagnrýni á
bókarann kemur fyrst fram eftir að
hann er fallinn frá.
Ekki var staðið við stóru orðin
Fróðlegt væri að vita hvort hinn
„gagnrýni“ ævisöguritari hafi rætt
við Þorstein sjálfan. Auðvitað hefði
hann líka átt að ræða um þessar
ásakanir við Steingrím lið fyrir lið og
gefa honum kost á að svara fyrir sig í
bókinni.
Ég vonaðist til að skrásetjari ævi-
sögu Steingríms yrði við þeirri
ábendingu að bijóta „grænubauna-
málið“ til mergjar og standa þannig
við stóru orðin sem hann gaf okkur
lesendum. Sú varð reyndin því miður
ekki.
Höfundur er laganemi.
©teðílcgt úroal íólagjafa
FUNAI myndbandstæki
Nicam stereo frá Þýskalandi
• Barnalæsing
• 2 skarttengi
• AV-tengi að framan
• Fjarstýring og flelra.
Tiiboð 18.900 kr.
• Long play
• NTSC afspilun
• 99 minni
• Tær kyrrmynd
• Hægmynd
Mónó útfærsla á PÍJNAI
14.900 kr. stgr.
• 6 hausa Nicam stereo
ON OFF
vöRumu X R K A Ð U R
Smiðjuvegi 4 (græn gata), Köpavogi- simi 577 3377
Sigg,a &Tiwo
G U L L S M í Ð I
STRANDGATA 19 SiMI S65 4854
Umbotlsmenn um nlll Innd
- Fást í helstu útivistarverslunum
Nú er vetur gengin í garð og tími til komin að setja
vetrardekkin undir bílinn. Hjá Bflkó færðu úrvals
vetrardekk af öllum stærðum og gerðum. Spólaðu
ekki í sama farinu! Pantaðu tíma í síma 5573110
eða komdu við á smiðjuvegi 34-36 og þú færð
toppþjónustu á hreint ótrúlegu verði.
BÍLKÓ EHF.- Bifreiðaþjónusta - Dekkjaverkstæði - Bílaþvottur Smiðjuvegur 34-36 ■ Kópavogi ■ Simi 557 9110 ■ Rauð gata OPIÐ 08-18 MÁN-FÖS. OPIÐ 10-16 LAU. NEYÐARÞJÓNUSTAN ALLTAF OPIN SÍMI800 4949.