Morgunblaðið - 22.12.2000, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 22.12.2000, Qupperneq 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNIl, 103 REYKJAVÍK, SÍMI5601100, SÍMBRÉF5691181,PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI:KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Samið við VI í FUNDUR samninganefndar fram- haldsskólakennara og samninga- nefndar ríkisins hjá ríkissáttasemj- ara stóð fram yfír miðnætti í gærkvöldi og hefur annar verið boð- aður fyrir hádegi í dag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur þokast nokkuð í við- ræðunum, enda er fundað frá morgni til kvölds. Fréttabann er þó enn á deiluaðilum að ósk Þóris Ein- arssonar ríkissáttasemjara. Á vefsíðu Kennarasambands ís- lands var skýrt frá því í gærkvöld dag? að alvarleg tilraun sé nú gerð til þess að leysa kjaradeiluna. Ekki sé þó Ijóst á þessari stundu hvort sam- komulag náist fyrir jól um meginlín- ur nýs kjarasamnings. Á hinn bóg- inn sé ekki talið útilokað að hægt verði að ganga frá nýjum samningi við Verslunarskóla Islands í dag, föstudag. Þórir sagðist í gærkvöld mundu gefa samninganefndunum stutt frí yfir jólin, en síðan yrði aftur tekið til við viðræður á þriðja í jólum, hefði ekki samist fyrir þann tíma. Blés lífí í ársgamlan son sinn eftir bflveltu við Blöndu „Þakka forsjóninni giftusamlega björgun44 FÖÐUR tókst að blása lífi í árs- gamlan son sinn eftir bílveltu við Geitaskarð í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu skömmu eftir há- degi í gær. Fimm voru í bflnum, þar af hjón með tvö böm. Var hópurinn fluttur á sjúkrahúsið á Blönduósi. Þaðan var drengurinn sendur með þyrlu Landhelgisgæslunnar ásamt föður sínum til Reykjavíkur, enda var hann kaldur eftir að hafa verið í kafi í ánni nokkra stund. Litli drengurinn mun úr bráðri hættu og heilsast eftir atvikum vel, að sögn sérfræðings á Landspítal- anum. Bfllinn hafnaði á hvolfi úti í á, en fólkinu tókst að komast út, m.a. með aðstoð vegfarenda. Bjami Á. Jóhannsson, kennari í Víðilundi við Hofsós, er afi litla drengsins sem bjargaðist og það var sonur hans sem brá svo skjótt við eftir slysið og blés lífi í dreng- inn._ „Ég þakka forsjóninni fyrir giftusamlega björgun," sagði hann í gærkvöld, en hann hafði þá talað við son sinn í síma að sunnan. „Litla drengnum heilsast eftir atvikum vel og fyrir það eram við svo sann- arlega þakklát. Það hefði getað far- ið miklu verr,“ sagði hann. Bjarni sagði að nokkur hálka hefði verið á þjóðveginum þegar slysið varð og bfllinn hefði rannið til, oltið og lent á hvolfi ofan í ánni. Allir í bflnum hefðu verið með bfl- belti og það hefði líklega skipt miklu. Fengu þríbura ijolagjof FJÖLSKYLDAN á Langholtsvegi 169a stækkaði um helming 4. des- ember síðastliðinn þegar hjónin Benedikt Þórisson sjóntækjafræð- ingur og Guðrún Guðjónsdóttir gleraugnasmiður eignuðust þrí- bura. Bömunum heilsast öllum vel. „Við vorum stutt á fæðingardeild, vorum útskrifuð eftír tíu daga. Börnin voru frísk og enginn þurfti að fara í hitakassa," segir Guðrún. Bömin, sem tekin vom með keis- araskurði, hafa þegar verið nefhd. Drengimir tveir eru nefndir Magn- ús, sem var 10 merkur við fæðingu, og Óðinn, 9 merkur, og stúlkan Áma, 9 merkur, í höfuðið á systur Guðrúnar. Fæðingin gekk, að sögn Guðrúnar, ákaflega vel, og gekk hún með bömin í 36 vikur og 4 daga. Guðrún, sem gekkst undir glasa- fijóvgun, vissi mjög fljótlega að bömin væm þijú. Guðjón Bene- diktsson, bróðir nýburanna, er mjög ánægður með gang mála og lítur á systkinin sem bestu jólagjöf. Hann fókk að ráða nafninu á Magnúsi og Benedikt valdi Óðni nafn. Banaslys á Fljótsheiði BANASLYS varð síðdegis í gær er tveir bflar, jeppi og fólksbfll, lentu í hörðum árekstri á vestanverðri . Fljótsheiði í Reykjadalshreppi. '*Kona á fimmtugsaldri lét lífið í árekstrinum, en hún var ein í fólks- bflnum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var hún látin þegar að var komið. Ökumaður jeppans slasaðist ekki. Morgunblaðið/Arni bæberg Guðrún, Guðjón og Benedikt með þríburana á heimili sínu á Langholtsvegi. Byggðastofnun tekur þátt í hlutafjársöfnun Smyril Line Kaupir hlutafé fyrir 50 milljónir STJÓRN Byggðastofnunar hefur ákveðið að taka þátt í hlutafjáraukn- ingu færeyska félagsins Smyril Line sem á og rekur ferjuna Norrænu. Leggur stofnunin fram um 50 millj- óna kr. hlutafé og lánar Austfari ehf., umboðsaðila Norrænu, jafnháa fjár- hæð til hlutafjárkaupa. Samtals er MITSUBISHI MITSUBISHI - dcmantar t umferö HEKLA -ÍJórystuá nýrri öld ! fyrirgreiðsla Byggðastofnunar því um 100 milljónir kr. Smyril Line hefur samið við skipa- smíðastöð í Flensborg í Þýskalandi um smíði nýrrar bfla- og farþega- ferju sem á að leysa Norrænu af hólmi. Upphaflega var gert ráð íyrir að nýja feijan yrði tekin í notkun vor- ið 2002 en nú hefur skipasmíðastöðin tilkynnt að það verði ekki fyrr en vor- ið 2003 þar sem Smyril Line hafi ekki tekist að greiða útborgun vegna samningsins. Heildarverð skipsins er 88 milljónir evra, eða sem svarar 6,8 milljörðum íslenskra króna. Fram kom í stjóm Byggðastofnunar í gær að þýskir og hollenskir bankar lána 80% smíðaverðsins og 20% eiga að koma frá Smyril Line. Unnið hefur verið að söfnun hlutafjár, bæði í Fær- eyjum og erlendis. Komið hefur fram að færeyska landstjómin hafnaði því nýlega að veita ábyrgð vegna skipa- kaupanna en fyrirtækið hefur að nýju óskað eftir fyrirgreiðslu land- stjómarinnar, nú fyrir framlagi sem svarar til 250 milljóna kr. Mun vera miðað við að hlutur ís- lendinga í hlutafjáraukningunni verði um 150 milljónir kr. Austfar ehf. á Seyðisfirði, umboðsaðili Smyril Line hér á landi, óskaði eftir fyrir- greiðslu Byggðastofnunar. Sam- þykkti stjómin á fundi sínum í fyrra- dag að leggja fram 5 milljóna danskra króna hlutafé í Smyril Line og lána Austfari ehf. 5 milljónir dkr. til viðbótar til að taka þátt í hlutafjár- aukningunni. Fyrirgreiðsla stofnun- arinnar nemur því samtals um 100 milljónum króna. Samþykktin er háð því skilyrði að áætlun um fjármögn- un skipakaupanna gangi að öllu leyti eftir. Er þetta í fyrsta skipti sem Byggðastofnun leggur fé í erlent fyr- irtæki. Að sögn Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, skipta ferjusiglingamar til landsins miklu máli fyrir landsbyggðina. Hann segir að stofnunin hafi einnig hagsmuni að verja því hún hafi lánað 2 milljarða til ferðaþjónustufyrirtækja á lands- byggðinni. BJÖRK Guðmundsdóttir hefur verið tilnefnd til tvennra Goiden Globe-verðlauna, sem besta aðal- leikkonan í flokki drama-kvik- mynda fyrir leik sinn í Myrkra- dansaraaum og fyrir besta frumsamda lag úr kvikmynd, „I’ve Seen It All“, úr sömu mynd, lag sem hún samdi við texta Sjón og Lars von Trier. Þær leikkonur sem tilnefndar eru í sama flokki eru Julia Roberts fyrir hlutverk sitt í Erin Brockov- icli, Joan Allen fyrir The Contend- er, Laura Linney fyrir You Can’t Count On Me og Ellen Burstin fyr- ir Requiem For A Dream. Meðal þeirra tónlistarmanna sem keppa við Björk og Sjón um verðlaunin fyrir besta lagið eru Bob Dylan, Sting og Garth Brooks. ■ Björk tilnefnd/79 -------MH---------- Harður árekst- ur við Þjórsá MJÖG harður árekstur varð á þjóð- veginum rétt austan Þjórsár um kl. 22 í gærkvöld. Bfll hafði bilað í vegkant- inum og stóram jeppa verið lagt fyrir framan hann til að lýsa upp svæðið. Ökumaður bfls á leið í vestur sá ekki bilaða bflinn, sem var ljóslaus, og hafnaði á honum. Þtjú ungmenni og maður, sem varð á milli bflanna, vora flutt á sjúkrahús til Reykjavíkur en allir reyndust vera með meðvitund. GÁíTAlíFUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.