Skírnir - 01.01.1844, Blaðsíða 16
torímenn, [rn' þeir hafa ætíS verife þeim þúngir í
skauti, og hverjum sem liefir lesifc sögu Irlands,
mun blöskra að sjá allan þann óskunda, er þeir
hafa orðið fyrir frá því fyrsta þeir komust í
samband við England, og optast hafa torímenn
gengist fyrir [>essu. Ern og blöðin mjög skorin-
orð við Hróbjart, og kenna honnm nm hvernig
öllu er komið á Irlandi, og munu [)au að nokkru
leiti hafa satt að mæla. Hróbjartur heíir t. a. m.
lagt hærri toll á áfenga drykki, er flytjast til Ir-
lands eða þaðan nt, enn áður var; var það í stað þess,
að á Ira var ekki lagður tekjuskatturinn, og gerði
hann þab í því skini, að þeir eigi slippi hjá því
að sínu leiti ab hjálpa vib rfkistekjum Breta,
en þetta fyrirtæki mislieppnaðist svo, að í stað
þess, að fá meir enn helmingi meiri toll af
áfengu drykkjunum, einsog Hróbjartur gerði ráð
um, minkuðu ríkistekjurnar ura 7000 pund á
þann bóginn frá því er áður var goldið í toll
þenna, og jókst mikill órói útúr þessu, því Irar
fóru á bak við tollþjónana um aðflutningana, þótt
hegniug liggi við sliku. I júnimánuði hjelt Kon-
áll og þeir fjelagar hans samkomu í Kilkenney,
var þar fjölmenni mikið. Konáll fór þeim orðum
um málefni Ira, að þeir myndu geta stabib í Bret-
um, þótt þeir sendu her á hendur þeim. Ilann
kvabst til þess hafa þá ástæðu fyrir sig ab bera,
að svo mikill múgur og margmenni væri þar sam-
ankominn af þeim enutn hraustu Irlands sonum,
og taldist honum svo til, ab eigi hefði jafnmikill
lier verið á báðar hliðar í bardaganum við Vaterló,
þá er Napóleon varð yfirunninn af Velli'ngton.