Skírnir - 01.01.1844, Blaðsíða 31
:i?>
og má Tera að Bretar eigi hafl farið sem rægileg-
ast að slíkn ; þeir er voru á samkomunum mistu
embætti sín, og jafnvel þeir er eigi höfðu komið
{jar ewuingis ef [)eir voru boðnir þangað. Varð til-
rætt um þetta í neðri málstofu Breta; urðu þá
margir þessari aðferð fremur mótmæltirog færðu
f>ab til síns máls, að auðsætt væri, að Irar hefðu
eigi síður rjett til enu Bretar [iar í málstofunni, að
ræða um málefui sfn, 1 landi fieirra, einúngis að
þeir ekki sýndu sig í óeyrðum og uppreist. Síðar
fjell mál þetta niður með öllu. En með þessu er
uú eigi búið, Bretar hafa og á annan hátt leitast
við að stöðva óróan á Irlandi, en það var með
því móti, að borin var fram uppástúnga sú i mál-
stofum Breta, að leiðt væri í lög, að öllum Irutn
skyldi boðið, að láta af hendi vopn sín, og á
þann hátt koma í veginn fjrir, að þeir gætu gjört
uppreist, en á hinn bóginn yrði hægra að kúga
þá, ef þeir sýndu sig í óeyrðum. nppástúnga
þessi er rejndar eigi ný, því fyrst var hún borin
upp 1807; báru þeir þetta fyrir sig er mæltu
með uppástúnguiini, en hinir, er mæltu inót henni,
sýndu að mikill væri raismunurá, hvernig öllu
væri háttab nú á Irlandi ogl807; þótti þeim sem
slík löggjöf einúngis mundi æsa þjóðina enn meir.
Sumir stúngu uppá því, að frumvarp þetta fengi
lagagildi á þann hátt, að eins væri farið að á
Englaudi sjálfu; og sýndu þeir að þess mundi
eins þörf og á Irlandi, og kváðu þeir þess Ijósast
vitni óeyrðir þær, er nú hefðu með jafnaði sýnt
sig næst undanfarin ár. Aðrir mæltu með upp-
ástúngunni fjrir þá sök, að raeð þvi móti mundi