Skírnir - 01.01.1844, Blaðsíða 23
25
lokum þakkaSi miigurinn í einu hljtíði oddvita
þeirra Konáli fyrir hans dæmalausu atorkusemi
hvab málefni Irlands snerti. A þessari samkomu
voru samankomnar 500 þúsundir manna. Konáll
liefir og borib fram nokkurskonar frumvarp um
hvernig hann heflr ímyndað sjer, að fulltrúaþingi
Ira skyldi háttað, og á hinn bóginn í hverju sam-
handi Irland skyldi standa tii Englands eptir ab
fulltrúaþing Ira væri skilið frá málstofunum á
Bretlandi. Ilefir hann gert svo ráð um í frum-
varpi þessu, að einn skal konungur vera á Eng-
laiuli og Irlandi, en þó meb þeim misrnun, að þab
skuli einúngis vera að nafninu til á Irlandi, án
þess hann hafi þar í raun rjettri nokkurt vald. A
hinn bóginn ætlast hann svo til, að fulltrúaþing
Ira verði á líkan hátt lagab og Breta nú er, og
sje bæði efri og nebri máistofa, og hefir hann um
leib tiltekið, að lendir menn á Irlandi skuli hafa
jafnan rjett og nú hafa þeir, og skuli þeir einir
hafa rjett til að sita í málstofunni efri. því næst
telur liann upp hvernig fulltrúavölum skal hátt-
að, og fer hann eptir fólksfjöldanum í því hve
margir þeir skuli vera úr hverju fyiki, og telsfc
honum svo til, sem 300 fulltrúa skuli velja fyrir
Irland í málstofuna neðri. Ilonum þykir sem bezt
muni henta, að fulltrúar gefi atkvæði sitt í mái-
stofunni með kúlum. Eptir að fulltrúaþingi Breta
var slitið í sumar eð var tóku sig saman 39 fuJI-
trúar Ira, þeir er frjálslundabir voru, um að scmja
skrá til Breta, og leiba þeiin fyrir sjónir ástand
Irlands, og mun þetta hafa verið að undirlagi
Konáls. I skrá þessi minntust þeir á, að Irar um