Skírnir - 01.01.1844, Blaðsíða 33
mót öllum löguin hvatt fiegna drottningarinn&r
til uppreistar-óeyrfea, og komið inn hatri hjá þeim
til stjórnarimiar. Embættis maðnr nokkur, að nafni
Kemmis, flytur málið af hendi stjórnarinnar. Kon-
áll mætti sjálfur og hlaut hann og sonur hans að
skuhibinda sig til ab mæta framvegis þá er þeim
væri |iað boðið. f>etta gerðist þann 13da október.
f>egar er Konáll kom heim til sín ritaði hann skrá
til allra Ira, og greindi þeim frá í hvaða efni
komið var, og enn sem fyrri hvatti hann þá til
að halda 'kyrru fyrir, og kvafc hann nú einna mest
undir því koinið, að þeir trúlega fylgðu ráðum
hans. Hvorki leyfir tími eða rúm í þetta sinn að
fara fleyrum orðum uin efni þetta, eða greina
gjörr frá hvernig meb mál Konáls er farið, en
hitt iná fyllyrða, ab við árslokin var það eigi
útkljáð.
Irar liafa allajafna haldið kyrru fyrir, en á
öllu lýsir það sjer, að Bretum er um ab gera,
að kúga þá til hlýbni.
Frá nýlendum Breta vitum vjer engar nýlundur
er hjer þurfi ab skýra frá. þau viðskifti er Bretar
hafa haft við abrar þjóðir í norbnrálfunni eru heldur
eigi í frásögu færandi, því ekki hefir markvert gerst
í, en fullkomin sátt hefir komist á millura Englands
ogRússlands, ogíár er verslunarsamningur gerbur
millum ríkjanna, og hefir svo á þann bóginn rífkað
um verslun Breta. A Kínlandi hafa óeyrðir
nokkrar brotist út, því Kínverjar kunna illa
ágengni Breta, sem alla jafna reyna til að rífka um
versiun sína þar, en á hinn bóginn hafa Bretar
farið að öllu svo kænlega, að friður hefir haldist
3’