Skírnir - 01.01.1868, Side 129
Rrfssland.
FEJETTIR.
129
afburSi af öðrum, og hvergi eru jþjóSerniskenningar vorra tíma
barSar svo blákaldar fram sem á Rússlandi og á rússneska tungu.
Rússar hafa sjeS, hvaS sumum aflamiklum ríkjum hefir orSib úr J)jó8-
erniskenningunum, og því hafa jþeir á seinni árum tekiS aS prjedika
nýjan fagnaSarboSskap öllum slafneskum þjóSflokkum, um sameigin-
legan uppruna jjeirra, um sömu þjóSareinkunnir, um sömu stefnu
og mark sögu J>eirra — en niSurstaSa allra þeirra kenninga hefir
veriS: um ein a slafn eska h j ör0 og einn hirSi, keisarann
í Pjetursborg. ASur en Nikuiás keisari fór meS herskildi á
hendur Tyrkjum, sendi hann til MiklagarSs Menzikoff 1(fursta”, og
talaSi sá maSur mjög víkinglega viS Soldán, gekk þar um í borg-
inni, aS kalla mátti, meS ((öxi reidda”, sem J>jóstólfur í brúS-
kaupinu, en óvígur her stóS viS landamærin. Hjer kom hart mót
hörSu, og vesturþjóSirnar stöSvuSu frumhlaupiS í þaS skipti og
eyddu vikingskapnum. Rú er aSferSin önnur, því Rússland er aS
(1taka sig saman”, sem Gortschakoff sagSi eptir stríSiS, og fer
nokkuS varlegar í sakirnar. Nú eru sendingarnar friSlegri: rúss-
neskir peningar til slafneskra skóla (þar sem fyrst og fremst á aS
kenna rússnesku) og blaSa, rússneskar fræSibækur, en sendimenn-
irnir þeir, er láta sem minnst bera á sjer, en tala um fyrir mönnum
um samheldi og samverknaS allra Slafa ((í andlegum efnum”,
minnast á afi og orku hins mikla ríkis, en benda um leiS á þá
vanhagi og vanþrif, er enar slafnesku þjóSir verSi aS hljóta af því,
aS lúta annarlegu valdi, og hvert megintraust þær eigi á Rúss-
landi, og svo frv. Nú er eigi svo mjög talaS um aS leysa Mikla-
garS eSa Ægisif af trúspella valdi Hundtyrkjans, sem um hitt, aS
vekja þjóSernis anda allra slafneskra þjóSa, aS þær smeygi af sjer
annarlegum höptum og dragist innan vjebanda ((hins heilaga Rússa-
veldis”. jþaS eru eigi aS eins Slafar í löndum Tyrkja, en allir
slafneskir þjóSflokkar Austurríkis, er nú eiga aS fá
hlutdeild í hinu mikla fyrirheiti Rússaveldis um aSalráS í NorSur-
álfunni og mestum hluta heimsins.
Af þessum toga þótti þaS ráS spunniS, er Rússar buSu öllum
slafneskum þjóSflokkum til þjóSgripasýningar, er baldin var í
fyrra vor (í apríl, maí og júní) í Moskófu. Hjer var saman komiS
ógrynni sýnismuna — klæSnaSar, vopna, áhalda, húsbúnaSar, verkn-
9