Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1895, Page 6

Skírnir - 01.01.1895, Page 6
6 Þingmál, löggjöf og stjórnarfar. menn í Kaupmannahöfn hjeldu og afmælisminningu þingsins 1. júli; voru þar haldnar ýmsar ræður (fyrir minni íslands, alþingis, Jóns Sigurðsson- ar og annara nýtra þingmanna) og kvæði sungið eptir Þorstein Gíslason. Tveimur lagafrumvörpum var synjað bonungsstaðfestingar 15. febr., um breyting á gjöldwm þeim, er hvíla á jafnaðarsjóðum, og um búsetu fastakaupmanna. Þessi lög hlutu staðfestingu konungs árið 1895: 15. febrúar: 1. Lög um auðkenni á eitruðum rjúpum. Af rjúpum, eitruðum fyrir refi, skal hægri vængurinn stýfður til hálfs, að viðlögðum sektum, 20— 200 kr. 2. Lög um breyting á 1. gr. laga 9. janúar 1880 um breyting á tilskip- un um sveitastjórn á Islandi 4. maí 1872. Sýslunefndum veitt vald til að leyfa hreppsnefndum að láta niðurjöfnun hreppsgjalda fara fram í júni. 3. Lóg um afnám fasteignarsölugjalds. 4. Lög til að gjöra samþylcktir um hindrun sandfolcs og um sandgrœðslu. 5. —8. Lög um löggilding verzlunarstaðar að Hrafneyri við Hvalfjörð, að Stakkhamri í Milclaholtshreppi, við Kirkjubólshöfn í Stöðvarfirði, að Seleyri við Borgarfjörð. 2. október: 9. Fjáraukalög fyrir árin 1894 og 1895. Til viðbótar við gjöldin í fjár- lögunum veittar 4,156 kr., þar á meðal 2500 kr. til að útvega dýra- lækni frá Noregi, til að rannsaka bráðafárið og leggja ráð við því. 10. Lög um stefnur til œðri dóms í skiptamálum. Stefnan skal að eins birt þeim, er komið hafa fram sem málsaðilar við þau atriði, er á- frýjað er — svo og skiptaráðanda, með 6 vikum lengri fyrirvara en aimennt gjörist; skal hann svo kveðja til nýs skiptafundar út af á- frýjuninni. 11. Lög um breyting á 5. gr. tilskipunar um bœjarstjórn í Reykjavík 20. apríl 1872, (Um kosningarrjett og kjörgengi til bæjarstjórnar). 12. Lög um brúargjörð á Blöndu. Landstjórninni veitist heimild til að láta brúa Blöndu og verja til þess 20,000 kr. af landsfje. 13. Viðaulcalög við lög um prentsmiðjur 4. des. 1886. Skylda prentsmiðju hverrar hjer á landi, gagnvart amtBbókasöfnum, gildir einnig að því er snertir bókasafn Austuramtsins. 14. Lóg um sjerstök eptirlaun handa fyrverandi sóknarpresti í Mið-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.