Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1895, Page 7

Skírnir - 01.01.1895, Page 7
Þingmál, löggjðf og Btjórnarfar. 7 garðaprestakalli í Grímse.y, Pjetri Guðmundssyni. Hlutaðeiganda veitt 500 kr. árleg eptirlaun úr landssjóði, frá fardögum 1895. 25. okt. 15. Lög um leigu eða kaup á eimskipi og útgjörð þess á kostnað lands- sjóðs. Á kostnað landssjóðs skal fyrst um sinn taka á leigu eimskip — nokkurn hiuta ársins 2 skip, ef nauðsyn krefur — er hafa skal í förum milli íslands og annara landa og með ströndum fram. Leigu- gjald og útgjörðarkostnaðnr má eigi fara fram úr 170,000 kr. á ári. Fáist eigi hentugt skip má kaupa á kostnað landssjóðs eimskip, og verja til þess allt að 350,000 kr. Útvegun skipsins með tilsjón land- stjórnar hefur farstjóri, er fær 3,000 kr, árieg laun og 4% af farm- eyri öllum; hann hefur og útgjörð skipsins á hendi, með ráði tveggja fargæzlumanna, er sinn skal kosinn af hvorri deild alþingis, og hafi 600 kr. árlega þóknun fyrir starf sitt. „Öll útgjöld til útgjörðar skips- ins skal voita á fjárlögunum, enda renni allar tekjur þess í landsjóð". Eeikningur yfir tekjur allar og gjöld við útgjörð skipsins skal endur- skoðaður af þingkjörnum endurskoðanda og úrskurðaður af landshöfð- ingja. 8. nóvember: 16. Fjárlög fyrir árin 1896 og 97. Á fjárhagstímabiiinu eru tekjur Is- lands ráðgjörðar 1,310,800 kr., en útgjöld 1,313,649 kr. 66 au. og tekjuhalli fyrst um sinn 1849 kr. 66 au. Helztu atriði í fjárlögunum eru þessi. A. Tekjur. Skattar og gjöld 936,000 kr., tekjur af fasteignum 52,600 kr., við- lagasjóðstekjur 78,000 kr., ýmsar borganir 9,200 kr., ríkissjóðs- tillag 136,000. kr. B. Útgjöld. Gjöld til æðstu stjórnar innanlands og stjórnarfulitrúa 26,800 kr., alþingiskostnaður og landsreikningayfirskoðun 39,600 kr.; gjöld við um- boðsstjórn, dómgæzlu og lögreglustjórn 327,074 kr. 66 au., við lækna- skipun 124,960 kr., til samgöngumála 331,000 kr.; til kirkju og kennslu- mála 274,611 kr.; til skyndilána 5,200 kr.; til eptirlauna og styrktar- fjár 80,400 kr.; óviss gjöld 3,000 kr. Af einstökum fjárgreiðslum skal nefna nokkrar, einkum þær sem breyzt bafa frá þvi er áður var, eða eru nýjar með öllu. Til búnaðarfjelaga var veitt 13,000 kr. fyrra árið og 15,000 kr. hið

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.