Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1895, Blaðsíða 50

Skírnir - 01.01.1895, Blaðsíða 50
50 Ítalía. Hátíðahaldið stðð marga daga, og aðaldaginn, 20. sept., var minnisvarði Qaríbalda afhjúpaður. Crispi hjelt sjálfur aðalræðuna, og sagði meðal annars, að sá dagur hefði jafnvel orðið páfanum til upphefðar. Áður hefði hann, sökum síns veraldlega valds, verið mörgum höfðingjum háður, en nú væri hann orðinn öllum höfðingjum æðri og ætti engan yfir sjer, nema guð á hirnnum. Hvort sem hann kann að hafa fengið áheyrendur sína á það mál, þá er það víst, að páfann sannfærði hann ekki. Því að Leó 13. ritaði skömmu síðar brjef til Iiampolla, kardinálaformannsins, kvað allar fagnaðarræðurnar út af þessu afmæli hina hörmulegustu ósvífni gegn guðs- ríkí og heilagri kirkju og spáði Itölum hegningarrauna mikilla, ef þeir rjettu ekki hlut páfans. í janúarmánuði unnu ítalir sigur í mannskæðri orustu við Araba við landamæri Abessiníu i Afríku.. ítalir voru liðfleiri, 10,000 manna móti 3540. En 400 fjellu eða særðust af ítaiska liðinu, áður hinir lögðu áflótta eptir að hafa beðið afarmikið manntjón. Örðugar gekk ítölum undir árslokin í viðureign við Menelek Abess- iníukeisara. Við bæ, er Ambra Aladsjá heitir, lendi ítalskur herforingi, Tosselli að nafni, í bardaga við ofureflisher frá Menelek. Þar fjell Toss- elli með 900 mönnum, en 300 komust undan á flótta. Austurríld og Ungverjaland. Keisarinn þar varð að skipta um kanzlara snemma á sumrinu, og stóð svo á þvi, að Agliardi, sendiboði páfans i Vínarborg, hafði haldið einskonar yfirreið um Ungverjaland, litið þar eptir kirkjumálum og gerzt afskiptasamari en stjórn Ungverja líkaði. Útúr þeim málum fór Banffy, stjórnarformaður Ungverja, að finna Kalnoky ríkiskanzlara, og virðist svo, sem þeir hafi verið vel sammála. En eptir á kom sundurþykkja upp milli þeirra út af því, hvað þeim hefði komið ásamt um, og vildi Banffy halda sem fastast fram sjálfstæði Ungverja- lands gegn klerkdóminum. Keisari reyndi að sætta, en tókst ekki, og að lokum sagði Kalnoky af sjer, en var annars borið gott orð fyrir embætt- isfærslu sína. í hans stað kom greifi einn, Goluchowski að nafni. Um haustið urðu stjórnarskipti í Austurríki, og heitir stjórnarformað- urinn Badeni. Skömmu eptir að hann tók við völdum, sýndi hann af sjer rögg mikla og jók sóma sinn meðal sanngjarnra manna. í Vín var kos- inn fyrir borgarstjóra maður, sem Dr. Lueger heitir, leiðtogi Gyðingafjand- anna þar. Hann og fylgismenn hans halda því fram, að upptækar eigi að gera eignir Gyðinga og að því fje eigi að skipta meðal kristinna manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.