Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1895, Blaðsíða 42

Skírnir - 01.01.1895, Blaðsíða 42
42 Frakkland. yfir hann hafði verið dembt, án þess hann ætti kost á að bera hönd fyrir höfuð sjer og án þess hann hefði neitt til unnið, enda hafði hann og ráðið af þegar nokkru áður, að losna við forsetatignina hvenær sem tilefni gæf- ist. Tiltæki hans mæltist ekki vel fyrir, hvorki á Frakklandi nje annars staðar. Allir könnuðust við það, að forsetastaðan á Frakklandi væri eng- in skemmtistaða. En Casimir-Perier hefði líka getað gengið að því vak- andi, að hún væri það ekki. Þrekmenn taki sjer það ekki heldur nærri, þðtt þeir sjeu skammaðir; þeir haldi eins fyrir það áfram því starfi, sem þeim sje trúað fyrir. Og það sje ekki öllu betra að hlaupa á flðtta fyrir skömmunum, heldur en ef hann hefði ekki þorað fyrir sprengikúlum og morðkutum ðaldarseggjanna að taka við forsetavöldunum að Carnot myrt- um, sem vitanlega hefði verið talinn hugleysisvottur. Að hinu leytinu þðtti ríkinu stofnað í hina mestu hættu, ef forsetaskipti yrðu altíð þar í landi, þegar forsetanum þðknaðist, í viðbðt við hin tíðu ráðherraskipti, sem eru einn af lökustu annmörkunum við stjórnarhagi franska lýðveldis- ins. Og í því efni hefði Casimir-Perier gefið í meira lagi viðsjárvert ept- irdæmi. Sá heitir Felix Faure, sem kosinn var forseti í stað CasimirB-Periers. Hann var 63 ára og lítt kunnur tiltölulega, þar sem um slík metorð er að ræða. Hann er fæddur í París, átti efnalitla foreldra, lærði sútaraiðn í æsku, en varð brátt auðsæll á verzlun, enda talinn vitnr maður og vel máli farinn. Árið 1881 var hann þingmaður fyrirHavre, og það ár gerði Gambetta hann að embættismanni í stjórnardeild nýlendnanna, og síðan hefir hann haft ráðherrasæti í þremur ráðaneytum. Flotamála-ráðherra var hann, þegar Casimir-Perier sagði af sjer. Hann var kosinn með 430 atkvæðum, en Brisson, leiðtogi hinna svæsnari vinstri manna, fjekk 361 atkvæði. Forsetanum nýja varð örðugt fyrsta verkið — að mynda nýtt ráða- neyti. Þó tókst það eptir 9—10 daga tilraunir, og varð Ribot stjórnar- formaðurinn, hygginn maður og vel metinn og reyndur ráðherra, ekki sízt meðan á Panamahneykslunum stðð. Það var hann, sem tók við stjórn- taumunum i miðri þeirri hríð af Loubet. Stjórnin var vinstra megin í þjóðmálum, og hallaðist fremur en hitt að svæsnara fylkingararminum, enda þótt sú hliðin ásamt Bósíalistum yrði henni síðar til fallB. Fyrsta verk hennar var að leggja fyrir þingið tiliögu um uppgjöf pólitiskra saka. Tillagan var samþykkt, í oinu hljóði að kalla mátti, með öllum atkvæðum gegn 6. Varð þetta fagnaðarboðskapur fyrir þá, er lengi höfðu farið út-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.