Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1895, Side 9

Skírnir - 01.01.1895, Side 9
Þingmál, löggjöf og stjórnarfar. 9 Thoroddsen voru veittar 1,000 kr. hv. á. til jarðfræðisrannsóknar og jarðfræðislýsingar íslands; til Náttórufræðisfjelagsins voru veittar 500 kr. hv. á.; til skáldsins Þorsteins Erlingssonar 600 kr. hv. á.; til stór- stúku Goodtemplara 800 kr. hv. á.; Þórarni B. Þorlákssyni voru veitt- ar 500 kr. hv. á., til að stunda erlendis málaraíþrótt og jafn styrk- ur þeim Einari Jónssyni og Skúla Skúlasyni til að læra þar mynda- smíði; rektor Jóni Þorkelssyni voru veittar 300 kr. hv. á., til útgáfu orðasafns; eand. mag. Bjarna Sæmundssyni 800 kr. hv. á., til fiskiveiða- rannsókna; Magnúsi Þórarinssyni var veittur 1,200 kr. styrkur til að setja á stofn í Húsavík endurbættar tóvinnuvjelar; 600 kr. voru og veittar til að rannsaka hafnir og þrautalendingar með fram suðurströnd landsins. í fjárlögunum var enn fremur ákveðið, að veita mætti af viðlagasjóði ýmsum stofnunum lán til þarflegra fyrirtækja; sýslufjelögum 40,000 kr. til að koma á fót tóvinnuvjelum, einstökum mönnum 40,000 kr. til þilskipakaupa — mest 4,000 kr. til hvers skips; sýslunefndunum í Vesturamtinu 60,000 kr. til gufubátskanpa; ísgeymslufjelögum eða einstökum mönnnm 30,000 kr. til íshúsa — eigi meira en 8,000 kr. i hvern stað; Reykjavíkur-kaupstað 90,000 kr. til skipabryggju. 17. Fjáraukaklög fyrir árin 1892—1893. Veittar voru 5,974 kr. 49 au. til viðbótar við gjöldin í fjárlögum þeirra ára. 18. Lög um aamþykkt á landsreikningnum fyrir árin 1892—1893. Tekj- ur höfðu verið áætlaðar 1,069,800 kr. en urðu 1,211,078 kr. 27 au., tekjuafgangur, er ráðgjörður hafði verið 15,066 kr. 20 au. varð 216,189 kr. 05 au. 1 árslok 1893 voru eignir viðlagasjóðs 920,354 kr. 20 au., tekjueptirstöðvar landsjóðs 43,747 kr. 04 au. og peninga- forði hans 235,948 kr. 27 au. 19. Lög um breyting á gjöldum þeim, er hvíla á jafnaðarsjöðunum. Úr landsjóði ber framvegis að greiða kostnað við kennslu heyrnar- og málleysingja, bólusetningakostnað, sáttamálakostnað og kostnað allan við notkun fangelsa. 20. Lög um hagfrœðisskýrslur. Árlega skal semja og gefn út á kostnað landsjóðs hagfræðisskýrslur um atvinnuvegi landsins, búnað, fiskiveið- ar og verzlun, er atvinnurekendur skulu skyldir að láta í tje hlutað- eigandi stjórnarvöldum. Landshöfðingi ákveður fyrirkomulag á skýrsl- unum og uudírbúning þeirra. 13. desember;

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.