Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1895, Blaðsíða 46

Skírnir - 01.01.1895, Blaðsíða 46
46 England. maðurinn, Ðevonshire lávarður, Sir Michael Hicks Beach, Joaeph Chamber- lain og A. J. Balfour, Ieiðtogi stjðrnarflokksins í neðri málstofunni. í raun og vern verður ekki sagt, að enn haíi til muna rætzt vonir manna um skörungsskap hinnar nýju stjórnar. En víst er um það, að við all- miklu var búizt af henni- Fyrst og fremst því, að hún mundi taka fast í strenginn út af Austur-Asiu (Kína og Japan); í öðru Iagi, að hún mundi leggja allt kapp á að liðsinna Armeníuraönnum. Eins og bent hefur verið á hjer að framan, hefur Salisbury-stjórnin í hvorugu því máli sýnt mikla rögg af sjer, þótt viljinn hafi sjálfsagt verið góður. Svo hafa menn og búizt við og búast sjálfsagt enn við allmiklum borgaralegum rjettarbótum, einkum fyrir atfylgi þess flokksins í stjórnarliðinu, sem áður barðist undir mcrkjum Gladstones og frjálslynda flokksins og hefur Chamberlain fyrir aðalleiðtoga. Að hann hafi ekki með öllu afnoitað sinum fyrri kenning- um, sýndi hann í málinu um afnám ríkiskirkjunnar í Wales, þvi að þar var hann á hlið frjálslynda flokksins. En sjálfsagt verða þær umbætur, sem í vændum kunna að vera, nokkuð á annan veg heldnr en ef frjáls- lyndi flokkurinn hefði setið við völdin, og engin von um að fá fyrst um sinn framgengt stórmálum hans, sjálfstjórnarmáli íra, afnámi ríkiskirkj- unnar í Wales og takmörkun á völdum lávarðamálstofunnar. Til kosninga var gengið i júlímánuði og sigur hinnar nýju stjórnar var svo mikill, að fádæmum sætir. Fylgismenn hennar voru eptir kosn- ingar 152 umfram allar deildir stjórnarandstæðinganna samanlagðar. Flokkaskiptingin varð á þá leið, að íhaldsmenn voru kosnir 341, úníón- istar (Chamberlainsflokkurinn) 71, og stjómarsinnar þannig 411; en af þingmannaefnum frjálslynda flokksins náðu að eins 177 kosningu og svo 82 írskir heimastjórnarmenu (þar af 12 Parnellssinnar), og stjórnarand- stæðingar því samtals 259. Með öðrum orðum, þótt úníónistar gengju undan merkjum Salisburys, hafði hann engu að síður meiri hluta þingsins á sínu bandi. Fæstir munu hafa búizt við öðru en að stjórnin ynni sigur við kosningarnar; en hitt kom mönnum þó á óvart, er hann varð eins stórkostlegur og raun varð á, og var það einkum þakkað framgöngu Cham- berlains og Devonshires lávarðar, flokksbróður hans. Annars verður því ekki neitað, að ihaldsmenn stóðu mun betur að vígi en andstæðingar þeirra. Englendingar voru vitanlega orðnir þreyttir á að láta heimastjórnarmál íra standa efst á dagskrá, án þeBs að neitt ræki eða gengi með það. Forustan fyrir íhaldsmönnum og bandamönnum þeirra var hin ákjósanleg- asta, þar sem aptur á móti aðalleiðtoga frjálslynda flokksins var brugðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.