Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1895, Blaðsíða 44

Skírnir - 01.01.1895, Blaðsíða 44
44 Frakkland. ferðinni til Madagaskar. Þess er getið í síðasta Skírni, að Frakkar hefðu árið 1894 ráðið af að leggja eyna undir sig og gera hana að franskri ný- lendu, og að í þvi skyni hefðu þeir sent þangað herlið. Vitaskuld fengu þeir framgengt áformum sínum þar. En það reyndist meiri örðugleikum hundið en þeir höfðu búizt við. Á ýmsan hátt kom það fram, að herstjórnin ínundi ekki vera í sem beztu lagi, þrátt fyrir þau ógrynni fjár/sem Frakkar verja til hernaðarmála. Alltregt gekk að koma hersveitunum til eyjarinn- ar, og þegar þangað kom, reyndist útbúningurinn allt annað en góður. Heðal aunars vantaði sjókort, þekking á lendingarstöðum o. s. frv.; minnt- ust menn þá allóþægilega þess, hvernig Frakkar höfðu verið búnir undir stríðið við Bjóðverja um 1870, og þótti óvænlega horfa, ef þeir skyldu innan skamms lenda í ófriði, sem verulega reyndi á þolrifin. Allmargir sýktust af Frökkum, þegar til Madagaskar var komið, af loptsbreyting- uuni, og varð manndauði mikill í liði þoirra. Ura haustið hjeldu þeir inn- reið sína í höfuðstað eyjarskeggja, og varð lítið um varnir. Madagaskar var í raun og veru gerð að franskri nýlendu; en að nafninu til er eyjan sjálfstætt ríki undir „vernd“ Frakklands. Drottningin situr enn við stýr- ið með því skilyrði, að hún fari í öllu að ráðum franska sendiherrans þar, og er það því í raun rjettri hann, sem landinu stjórnar. Á likan hátt stjórna Englendingar Egiptalandi og fleiri löndum, er þeir hafa unnið. En misjafnlega er um það spáð, hve vel Frökkum muni takast að halda þess- arri nýlendu sinni, og það því fremur, sem sagt er, að allmikið stjórnleysi ríki þar. Landnám og nýlendustjórn hefur ekki hingað til virzt láta þeim allskostar vel. — Enda þótt hinar verstu sögur gengi af stjórn þessa leiðangurs, var hún ekki látin sæta ámælum í þinginu, með því að sigur var þó unninn að lokum, Eibots-stjórnin, sem einkum átti í hlut, var far- in frá völdunum og nýja stjórnin taidi landinu fyrir beztu, að sem fæst væri um þetta talað. En ekki væri það að undra, þótt Frökkum blæddi í augum, að sjá ráðlauslega farið með þann tiltölulega litla hluta, sem þeim sjálfum er ætlaður landinu til varnar og framfara, af þeim ógrynnum fjár, er þeir leggja árlega fram. Þeir greiða á hverju ári 2400 milljónir kr. í skatta. Þar af gengur töluvert meira en helmingurinn, 1336 milljónir, í leigur af gömlum og nýjum skuldum. Af því sem svo verður eptir, fara allt að tveimur þriðju pörtum, 620 milljónir, til land- og sjóhersins, og svo eru að eins orðnar eptir 416 milljónir til allra þarfa menningarinnar og þjóð- þrifnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.