Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1895, Side 44

Skírnir - 01.01.1895, Side 44
44 Frakkland. ferðinni til Madagaskar. Þess er getið í síðasta Skírni, að Frakkar hefðu árið 1894 ráðið af að leggja eyna undir sig og gera hana að franskri ný- lendu, og að í þvi skyni hefðu þeir sent þangað herlið. Vitaskuld fengu þeir framgengt áformum sínum þar. En það reyndist meiri örðugleikum hundið en þeir höfðu búizt við. Á ýmsan hátt kom það fram, að herstjórnin ínundi ekki vera í sem beztu lagi, þrátt fyrir þau ógrynni fjár/sem Frakkar verja til hernaðarmála. Alltregt gekk að koma hersveitunum til eyjarinn- ar, og þegar þangað kom, reyndist útbúningurinn allt annað en góður. Heðal aunars vantaði sjókort, þekking á lendingarstöðum o. s. frv.; minnt- ust menn þá allóþægilega þess, hvernig Frakkar höfðu verið búnir undir stríðið við Bjóðverja um 1870, og þótti óvænlega horfa, ef þeir skyldu innan skamms lenda í ófriði, sem verulega reyndi á þolrifin. Allmargir sýktust af Frökkum, þegar til Madagaskar var komið, af loptsbreyting- uuni, og varð manndauði mikill í liði þoirra. Ura haustið hjeldu þeir inn- reið sína í höfuðstað eyjarskeggja, og varð lítið um varnir. Madagaskar var í raun og veru gerð að franskri nýlendu; en að nafninu til er eyjan sjálfstætt ríki undir „vernd“ Frakklands. Drottningin situr enn við stýr- ið með því skilyrði, að hún fari í öllu að ráðum franska sendiherrans þar, og er það því í raun rjettri hann, sem landinu stjórnar. Á likan hátt stjórna Englendingar Egiptalandi og fleiri löndum, er þeir hafa unnið. En misjafnlega er um það spáð, hve vel Frökkum muni takast að halda þess- arri nýlendu sinni, og það því fremur, sem sagt er, að allmikið stjórnleysi ríki þar. Landnám og nýlendustjórn hefur ekki hingað til virzt láta þeim allskostar vel. — Enda þótt hinar verstu sögur gengi af stjórn þessa leiðangurs, var hún ekki látin sæta ámælum í þinginu, með því að sigur var þó unninn að lokum, Eibots-stjórnin, sem einkum átti í hlut, var far- in frá völdunum og nýja stjórnin taidi landinu fyrir beztu, að sem fæst væri um þetta talað. En ekki væri það að undra, þótt Frökkum blæddi í augum, að sjá ráðlauslega farið með þann tiltölulega litla hluta, sem þeim sjálfum er ætlaður landinu til varnar og framfara, af þeim ógrynnum fjár, er þeir leggja árlega fram. Þeir greiða á hverju ári 2400 milljónir kr. í skatta. Þar af gengur töluvert meira en helmingurinn, 1336 milljónir, í leigur af gömlum og nýjum skuldum. Af því sem svo verður eptir, fara allt að tveimur þriðju pörtum, 620 milljónir, til land- og sjóhersins, og svo eru að eins orðnar eptir 416 milljónir til allra þarfa menningarinnar og þjóð- þrifnaðarins.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.