Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1895, Blaðsíða 45

Skírnir - 01.01.1895, Blaðsíða 45
Frakkland. 45 Gfeta má þess, að árið 1895 komust í gildi á Frakklandi lög um elli- styrk handa verkamönnum. Hverjum aldurhnignum verkmanni, sem um 10 ár hefur verið í einhverju ellistyrksfjelagi, ábyrgist ríkið að minnsta kosti 365 franka árlega. „L’Institut de France“, hið heimsfræga vísindafjelag Frakka. hjelt 100 ára afmæii sitt í októbermánuði, og var mjög mikið um dýrðir, eins og nærri má geta. England. Þess var getið í síðasta Skírni, að horfurnar væru all- erviðlegar fyrir Kosebery-stjórninni, enda kom það og fram, þegar er til þingstarfa var tekið, 5. febrúar. Þingsetningarræðan þótti í meira lagi óákveðin; þar var sneitt hjá öllum belztu ágreiningsmálum fiokkanna, svo sem afnámi ríkiskirkjunnar í Wales og takmörkun á völdum lávarðamál- stofunnar, og það enda þótt Kosebery hefði fáum dögum áður sagt í ræðu, að sjálfsagt væri að fylgja nú þeim málum sem fastast fram. Deilur urðu miklar og langar á þingi, og að lokum hafði stjórnin ekki nema 8 atkv. umfrarn andstæðingana, þegar svar neðri málstofunnar upp á þingsetning- arræðuna var samþykkt. En þót.t þingsetningarræðan væri ekki fjölskrúð- ugri, var málinu um afnám ríkiskirkjunnar í Wales haldið áfram og náði samþykktum í neðri málstofunni. Rosebery-stjórnin sat ekki við vöidin lengur en þangað til í júlímán- aðarbyrjun. Þá varð hún undir við atkvæðagreiðslu í neðri málstofunni út af ávítum, sem hermálaráðherrann varð fyrir, en talið var, að sú at- kvæðagreiðsla mundi meðfram hafa stjórnazt af óánægju með aðgerðaleysi stjórnarinnar í deilunum út af friðarsamningum Kínverja og Japansmanna. Kosebery jók ekki frægð sína meðan hann stjórnaði Englandi. Allir við- urkenna þá ágætu hæfilcika, sem hann sýndi meðan hann var undir hand- leiðsiu Gladstones. En almennt mun mönnum hafa fundizt hann naumast vaxinn þeirri stöðu að vera stjórnarformaður Breta. Stjórn lians þótti yfirleitt sýna litla festu i rásinni, og verulegt traust á henni höfðu menn víst aldrei. Flokki hans fór stöðugt hnignandi eptir að hann tók við völdunum og hugrekkið þvarr i fylkingum hans. íhaldsmenn munu, all- löngu áður en stjórnarskiptin urðu, hafa talið sjer sigurinn visan og kom- ið sjer saman um, hvernig skipa skyldi ráðherraembættin. Nýja stjórnin var skipuð mönnum úr íhaldsflokknum og bandamönn- um hans, er skárust úr leik við Gladstone, þegar hann tók að sjer heima- stjórnarmál íra. Helztir ráðherranna eru Salisbury lávarður, stjórnarfor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.