Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1895, Blaðsíða 52

Skírnir - 01.01.1895, Blaðsíða 52
52 Noregur og Svíþjóð. inum sambandskonsfilar, þar sem hvorirtveggja eiga viðskipti. Norðmenn einir skyldu svo ráða skipan 2. flokksins. Naumast verður annað sjeð, en að þetta tiltæki konungs hafl verið lögleysa ein. Að minnsta kosti líta Norðmenn bvo á málið. Það styðst eingöngu við fyrirmæli í stjórnarskrá Svía um það, er einhvern óvenjuleg- an vanda ber að höndum, ófriðarhættu eða önnur stórtíðindi, og segja menn að því hafi ekki verið beitt fyr en nfi síðan 1853. En hjer var að ræða um norskt mál, er Norðmenn töldn konung eiga að bera undir norskt ráðaneyti. 1 áliðnum marzmánuði kom konungur aptur til Kristjaníu í þeim er- indum að koma nýju ráðaneyti á stokkana. í það skipti reyndi hann alls ekkert við vinstri menn, taldi það að sjálfsögðu árangurslaust. Þarámóti lagði hann fast að ráðaneyti Stangs að sitja kyrt, en það var ófáanlegt. Káðaneytið sagðist mundu gegna embættunuin til bráðabirgða, fir því að í slíkar nauðir ræki, að engir fengjust aðrir, en afsagði með öllu að taka aptur lausnarumsókn sína eða takast á hendur nokkra ábyrgð þvert ofan í samþykktir stórþingsins, og sömu svör fjekk konungur hjá öðrum hægri- mönnum, sem hann reyndi að fá til að stofna nýtt ráðaneyti. Hann varð því að halda heim aptur við svo búið. En áður en hann lagði af stað heimleiðis ritaði hann Stang brjef, sem bar það með sjer, að hann mundi ekki ætla að láta undan fyr en i fulla hnefana, minnti meðal annars á það, að í stjórnarskrá Noregs stæði ekkert, sem skyldaði konung til að velja þá eina í stjórnarráðið, sem fylgdu meiri hluta þingsins að málum. Á ríkisþingi Svía gerðust og tíðindi, sem Norðmönnum þótti í meira lagi ískyggileg. Þingið hækkaði sem sje fjárframlögin til hers og flota fir 7Va miljón króna upp í 15 miljónir. Norðmenn skiidu ekki, hver á- stæða gæti til slíks verið önnur en sfi, að Svíar vildu vera við öllu bfinir, ef doilurnar við bandaþjóðina ágerðust. Svo þótti og Norðmönnum það óvingjarnlegt í meira lagi, að Iendramannadeildin á sænska þinginu sam- þykkti tillögu um að segja upp samverzlunarlögum ríkjanna („Mellemrigs- loven“). Enn vakti það og gremju mikla í Noregi, að konsfill Englend- inga í Stokkhólmi skrifaði grein um deilumálið í enska tímaritið Fortnight- ly Reviow og bar þar upp á vinstri menn í Noregi, að þeir hefðu á laun leitað samninga við Rfissa um liðveizlu til að losna úr sambandinu við Svíþjóð og jafnvel heitið Varangurfirði að launum, og kvað Rússa byrjaða á járnbraut, að austurströnd fjarðarins. Konsfillinn fjekk að sögn áminn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.