Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1895, Page 21

Skírnir - 01.01.1895, Page 21
Menntun og menning. 21 lenskir námsmenn: 1 guðfræði Sigurður P. Sivertsen, og í lögfræði Gísli ísleifason og Sigurður Pjetursson. Þeir fengu allir 1. einkunn. Bmbættispróf við prc.staskólann tóku þrír: Páll Hjaltalín Jónsson (I. 47), Jón Jtefánsson (II. 37) og Pjetur Hjálmsson (II. 23). E>ar voiu um haustið 5 lærisveinar, en 9 við læknaskólann. Þaðan útskrifaðist eng- inn um vorið. — Heimspekisprðf tóku 8 stúdentar við prestaskólann og 5 íslenskir stúdentar við háskólann. Yið lærðaskólann tóku 10 stúdentspróf; 2 fengu ágætiseinkunn, 4 fyrstu einkunn og 4 aðra einkunn. í byrjun skólaársins voru þar 113 lærisveinar. Prá Möðruvallaskóla útskrifuðust 12 — þar á meðal 1 stúlka — 8 með 1. eink. og 4 með 2. eink. Prá Plensborgarskóla útskrifuðust 17. Þar leystu og fjórir af hendi kennarapróf. í kvennaskólanum í Eeykjavik voru um haustið 41 námsmey, i Lauga- landsskóla 23 og i Ytri-Eyjarskóla 29. Þar varð sú breyting á, að ,EIín Briem hætti að vera forstöðukona skólans; bafði bún haft það starf á bendi 12 ár með miklum sóma. Porstöðukona skólans varð Guðrún Jóns- dóttir (prófasts Þórðarsonar frá Auðkúlu). Yið stýrimannaskólann tóku 8 hið minna stýrimannapróf um vorið — og fengw allir ágœta einlcunn. Prá búnaðarskólanum á Eiðum útskrifuðust 3, frá Hólaskóla 13, frá Hvanneyrarskóla 2, frá Ólafsdalsskóla 6. íslenskur maður einn, Stefán Eiríksson af Jökuldal, lauk i Kaup- mannahöfn námi í trjeskurðaríþrótt við ágætan orðstír. Landsjððsstyrk — alls 4000 kr. — fengu 20 barnaskólar í sjöþorpum og verslunarstöðum (12 á Suðurlandi, 5 í Vestfirðingafjórðungi, 2 á Norð- landi og 1 á Austfjörðum). — Styrkur úr landsjóði til barnakenuara var 4800 kr, Fiestir sveitakennarar voru í Eyjafirði (16) og Þingeyjarsýslu (14) og þar næst í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu (13 í hvorri). Á aðalfundi Kennarafjelagsins (6. júlí) kom málefni það til umtals, er verið hefur eitthvert helsta umræðuefni menntamanna vorra hin síðustu misseri: Sambaud lutínuskólans og gagufræðaskólans á Möðruvöllum. Hjer skal drepið á nokkur helstu atriði í íslenskri bókagerð og blaða. Skömmu eptir áramótin hófust hjer 2 máuaðarrit, er kvennmenn stýra. Heitir annað Pramsókn og er gefið tit á Seyðisfirði af þeim mægðum hús- frú Sigríði Þorsteinsdóttur og Ingibjörgu Skaptadóttur. Hitt blaðið heitir Kvennab'.aðið, en útgefandi er húsfrú Briet Bjarnhjeðinsdóttir; er það

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.