Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1905, Side 12

Skírnir - 01.08.1905, Side 12
204 Verzlun IslendÍDga og samvinnufélagsskapur. að losna við alla milligöngumenn eða kaupmenn sem hægt er. At'þess konar kaupskap hefir sameignar- kaupfélagsskapurinn reynst langbeztur og farsælastur, og hefir hann þegar náð mikilli útbreiðsiu, einkum meðal bænda í Danmörku og meðal bæjarbúa á Englandi. Takmark sameignarfélagsskaparins er að losna við alla óþarfa milligöngumenn, afnema alla óráð- vendni í viðskiftum, venja menn á sannsögli og' sparsemi i framleiðslu og kaupskap, venja menn á vöruvöndun og láta allan ágóðann af vörunum lenda hjá þeim, sem búa þær til. Danskir bændur græða nú á hverju ári á sameignar- kaupfélagsskap og samvinnufélagsskap yfirleitt svo mörg- um miljónum króna skiftir. Að eins á fjórum árum 1 899—1902 urðu Englendingar, samkvæmt reikningi Englendinga sjálfra, að borga þeim 133milj. kr. meira en öðrum þjóðum að meðaltali fyrir vörur þeirra. Það eru verðlaun þeirra frá Englendingum fvrir vöru- vöndun. Danir hafa eitt allsherjarinnkaupsfélag, Samfélag sameignarkaupfélaganna, sem svo er nefnt, og 951 smá sameignarfélög út um alt land, sem fá vörur frá Samfélaginu. Samfélagið er að eins fárra ára gamalt, stofnsett 1. janúar 189(5, og kaupir það inn vörur fyrir sameignarkaupfélögin. Nú er það langstærsta verzlunin í Danmörku. Verzlunarupphæð þess var árið sem leið um 22milj. kr. og 800000 kr. ágóða var skift á meðal við- skiftamannanna, sameignarkaupfélaganna. Samfélagið er stórkaupmaður þeirra. Það er fróðlegt að bera Samfélagið saman við hina útlendu kaupmenn vora og hina stærstu kaupmenn í Dan- mörku. Utlendu kaupmennirnir eru stórkaupmenn vorir. 1883 fengu þeir af þeim, sem bjuggu í Kaupmannahöfn, 12V2°/o af allri verzlunarupphæð landsins í ágóða, enda þótt öli íslenzka verzlunin gengi eigi í gegnum hendur þeirra. En allur kostnaðurinn við Samfélag danskra sameignarkaupfélaga er 210°/0 af verzlunarupphæð-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.